Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Page 6
6
MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1987.
Fréttir
Gamli blæju Lettinn hans Arnar Ómars Guðjónssonar heillaði sýningargestina en þeir kusu hann fallegasta bílinn á sýningunni.
DV-myndir Jóhann A. Kristjánsson
Ef farið hefði verið eftir atkvæðagreiðslu sýningargesta um áhugaverðasta
götubílinn hefði þessi rennilegi Porsche 911 SC hlotið titilinn en þessir bílar
eru tryllitæki unga fólksins í dag.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa
þó viðskiptavíxla gegn 21 % áftvöxtum. (2)
Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskil-
alána er 2% bæði á verðtryggð og óverð-
tryggð lán, nema I Alþýðubanka og
Verslunarbanka.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank-
inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Versl-
unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýsingar um penlngamarkaðinn
birtast í DV á fimmtudögum.
Þessi bíll lenti i eigu íslendinga i gegnum Sölunefnd varnarliðseigna snemma
á áttunda áratugnum en hefur þó aldrei verið á bílasýningu hjá Kvartmíluklúbb-
num þrátt fyrir sérstöðu sina. Er þetta Plymouth Belvedere GTX árg. 1967 en
í honum er hin viðfræga 426 cid Hemi vél. Eigandi bílsins er Gunnar Óli Gunn-
arsson.
Að vanda var Kvartmíluklúbburinn
með bílasýningu nú um páskana og
var þessi sýning sú ellefta í röðinni.
Bílasýningarnar hafa verið einn af
föstum liðtun í félagsstarfsemi klúbbs-
ins auk þess sem ágóðinn af þeim stóð
undir öllum kostnaði við byggingu
kvartmílubrautarinnar í Kapellu-
hrauni á sínum tíma. Stærstu sýning-
amar voru þær sem haldnar voru í
sýningarhöllinni í Ártúnshöfða árin
Pemngamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóösbækur 10-11 Lb
óbund. Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 10-15 Sb
6 mán. uppsögn 11-19 Vb
12 mán. uppsögn 13-23 Sp.vél.
18 mán. uppsogn 21-24,5 Bb
Ávisanareikningar 4-10 Ab
Hlaupareikningar 4-7 Sd
Innlan verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1,5-2 Ab.Bb,
6 mán. uppsogn Innlán með sérkjörum 2,5-4 Lb.Sb, Úb.Vb Ab.Úb
10-22
Innlán gengistryggð
Bandarikjadalur 5,25-5,75 Ab
Sterlingspund 8,5-10,25 Ab
Vestur-þýsk mörk 2,5-4 Ab
Danskar krónur 9-10.25 Ab
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir víxlar(forv.) 19-21 Lb
Viöskiptavíxlar(forv.)(1) 22-23
Almenn skuldabréf(2) eöa kge 21-22 Lb.Sb,
Vidskiptaskuldabréf(1) kge Úb Allir
. Hlaupareikningar(yfirdr.) Útlán verðtryggð 20-22 Lb
Skuldabréf
Aö2.5árum 6-7 Lb
Til lengri tíma 6,5-7 Bb.Lb,
Sb.Úb
Utlántilframleiðslu
isl. krónur 16,25-21 Ib
SDR 7,75-8.25 Bb.Lb,
Bandarikjadalir 7,5-8,75 Úb.Vb Sp
Sterlingspund 11,25-13 Bb.Vb
Vestur-þýsk mörk 5,5-6,5 Bb.Lb,
Húsnæðislán 3.5 Úb.Vb
Lífeyrissjóðslán 5-6,75
Dráttarvextir 30
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala apríl 1643 stig
Byggingavísitala 305stig
Húsaleiguvísitala Hækkaði 3% 1. apríl
HLUTABRÉF
Söluverö aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 110 kr.
Eimskip 242 kr
Flugleiöir 168 kr
Hampiöjan 162 kr.
Iðnaöarbankinn 112 kr.
Verslunarbankinn 113 kr.
1979 og ’80. Þá komu hátt í 20.000
manns á sýningar klúbbsins og hagn-
aðurinn af sýningunum, sem kvartmíl-
ingar mættu með í bankann í stórum
pappakassa eftir páskana, hefði nægt
til að kaupa góða þriggja herbergja
íbúð. Eins og nú var það botnlaus,
óeigingjöm vinna félaga Kvartmílu-
klúbbsins og framlag bíleigenda innan
klúbbsins og utan sem gerði þessar
sýningar mögulegar en án þeirra hefði
Kvartmílubrautin aldrei verið byggð.
Bílasýningin var að þessu sinni hald-
in í nýju húsi Ford-umboðsins í
Skeifunni og tókst nokkuð vel. Sýn-
ingargestimir vom á fjórða þúsund
og 47 farartæki vom til sýnis. Flestir
bílanna á sýningunni vom amerísk
tryllitæki frá ámnum 1965 til ’75, upp-
gerð og endurbætt. Mátti þar sjá
marga stórglæsilega bíla sem búið var
að leggja ómælda vinnu og fé í að
gera upp. Frá þessu tímabili hafa varð-
veist tleiri og betri bílar hérlendis en
frá nokkm öðm tímabili í sögu bílsins
á íslandi. Flestallir bílamir, sem vom
á sýningunni, verða orðnir gjaldgengir
í Fombílaklúbbinn eftir tvö til þrjú
ár en gjaman hefðu mátt vera fleiri
fombílar á sýningunni. Þá vantaði
alveg jeppana, sendibílana og pallbíl-
ana á sýninguna. Mótorhjólin hefðu
gjaman mátt vera fleiri, auk þess sem
fjórhjólin, nýjasta ástfóstur íslend-
inga, vantaði alveg.
Eins og á fyrri sýningum Kvartmílu-
klúbbsins kusu sýningargestir þá bíla
sem fengu verðlaun á sýningunni. Að
þessu sinni var bætt við nýjum flokki
til verðlauna á sýningunni og vom
þau veitt fyrir áhugaverðasta götubíl-
inn. Reyndar kom gefandi bikarsins
með þá kröfu á elleftu stundu að fimm
manna nefnd myndi ákveða hver hlyti
þau verðlaun. Vildi hann ekki að ein-
hver utan klúbbsins hlyti verðlaunin
fyrir bíl sem e.t.v. sæist aldrei á
kvartmílubrautinni. Einnig vildi hann
að tekið yrði tillit til þess hversu mik-
ið eigandi bílsins hefði unnið fyrir
Kvartmíluklúbbinn og hversu oft
hann hefði tekið þátt i kvartmílu-
keppni.
Úrslit atkvæðagreiðslunnar
Fallegasi bíllinn:
1. sæti Chevrolet Impala Convertible
árg. 1965, eig. Öm Ómar Guð-
jónsson.
2. sæti Pontiac GTO árg. 1966, eig.
Júlíus Jónsson.
3. sæti FordVictoxy árg. 1955, eig.
Guðmundur Bjamason.
Verklegasti kvartmílubíllinn:
1. sæti Chevrolet Camaro 427 árg. 1969,
eig. Bjarni Bjarnason.
2. sæti Grindarbíllinn EVA, eig. Valur
Vífilsson.
Ford Pinto með 402 cid Chevy,
eig. Sigutjón Harðarson.
Athyglisverðasti bíllinn:
1. sæti Grindarbíllinn EVA, eig. Valur
Vífilsson.
2. sæti Ford Victoriaárg. 1955, eig.
Guðmundur Bjamason.
3. sæti Pontiac GTO árg. 1966, eig.
Júlíus Jónsson.
Athyglisverðasta mótorhjólið:
1. sæti Yamaha 1200, eig. Hilmar Lút-
hersson.
2. sæti Triumph Tiger, eig. Guðjón
Þór Baldursson.
Áhugaverðasti götubíllinn:
1. sæti Jónas Karl Harðarson (440 cid
Dodge Charger).
2. sæti Guðmundur Öm Flosason
(AMC Gremlin).
3. sæti Páll Siguijónsson (AMC Javel-
in). Jóhann A. Kristjánsson
Bjarni Bjarnason, formaður Kvartmíluklúbbsins, hreppti verðlaunin fyrir verk-
legasta kvartmilubílinn. Hann sýndi 427 cid Camaroinn sinn og var bíllinn allur
nýsmíðaður og málaður.
Sýningargestum þótti grindarbíllinn hans Vals Vifilssonar vera athyglisverð-
asti bíllinn á sýningunni. Þessi bill þykir einna liklegastur til að geta bætt
brautarmetið á kvartmilubrautinni en það setti Benedikt Eyjólfsson í septemb-
er 1982 þegar hann fór kvartmíluna á 9,83 sek.
Bílasýning Kvartmfluklúbbsins
3. sæti