Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Side 14
14 MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1987. aðeins kr. 390-- pVOUUi ír' - „„g bjóöum v,e Gufuþvott a velura • ujupiu , Qnrantun á felguxn _ , . ^österka Mjallarvaxboiu i Viö bónum awuu, ----- B ó n •— o g Þ V O I ta S1 ** to ðl in Klöpp - Sími 20370 B ó n o ÖÍL Þ y O É :a •• to ð! m V/Umferðarmiðstöðina - Sími 13380 Höfðabón Höfðatúni 4 - Sími 27772 BILAKLÆÐNINGAR . FRAMLEIDUM BÍLSTÓLA í Bronco, Blazer Toyota Hílux, Scout, Wagoneer WílIJ1*. o fl. TECUNDiR JEPPA og Fólksbila. .EICVM FYRIRLIGGJANDI STÓLA I LADA SPORT BqLSTRUN B JARNA HOLABERG 78 REYKJAVIK 078020 FÓSTRA ÓSKAST Fóstra óskast að dagheimilinu Sólvöllum, Neskaup- stað. Laun samkvæmt kjarasamningi starfsmannafé- lags Neskaupstaðar. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 97-7485 eða 97-7260. Félagsmálaráð. ' ÚTBOÐ Ólafsvíkurvegur, Leyningur - Fossá Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 3,4 km, fylling 60.000 m3, skering 30.000 m3, þar af bergskering 13.000 m3. Verki skal lokið 1 5. nóvember 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins I Borgarnesi og Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 5. maí nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 18. maí 1987. Vegamálastjóri. V, J RÍKIS SPÍTALAR LAUSAR STÖÐUR FRAMKVÆMDASTJÓRI óskast við Kópavogshæli frá 1. júlí nk. Háskólamenntun og reynsla í stjórnun áskilin. Umsóknir, er greini menntun og fyrri störf, sendist stjórnarnefnd ríkisspítala fyrir 25. maí nk. Upplýsingar veitir forstjóri ríkisspítala í síma 29000. Reykjavík, 4. maí 1987. Menning Orsakir og afleiðingar Kæri Sáli Höfundur: Sigtryggur Jónsson Útgefandi: Forlagið, 1986 „Það er því ekkert smáræði, sem breyst hefur í lífi ungl- inga á fáeinum áratugum. Fjölskyldubönd hafa breyst, umgengni við jafnaldra hefur breyst, tengsl við atvinnulífið hafa breyst, valmöguleikarnir hafa margfaldast og síðast en ekki síst, hefur myndast langt tímabil, unglingsárin. Árin þegar við bíðum eftir því að verða fullorðin, fá að taka þátt í þjóðfélaginu og hafa eitthvert hlutverk í því. Allt þetta hefur gerst á 50-100 árum. Það er skammur tími, miðað við mörg þúsund ára sögu mannkynsins, og þess vegna er í sjálfu sér eng- in furða, þó margt af þessu skapi erfiðleika. Ekki bara fyrir unglingana, heldur ekki síður fyrir foreldrana og ann- að fullorðið fólk.“ (bls. 13) Þetta er hluti af upphafi kaflans Fjölskyldan í Kæri Sáli eftir Sigtrygg Jónsson sálfræðing. Hann byrjarbók sína á því að minna á rætur og orsak- ir vandans sem oftast er kallaður „unglingavandamál" og gjarnan er einangraður við þá tegund mann- fólksins sem rik tilhneiging er til að einangra í þjóðfélaginu, - ungling- ana. I níu læsilegum köflum, þar sem málin eru flokkuð niður eftir eðli sínu, svarar Sigtryggur ótalmörgum spurningum sem leita á hugann á þessum aldri. Spurningum varðandi fjölskylduna, vini og vináttu, feimni og minnimáttarkennd, ástina, kynlíf- ið og vímuefni svo dæmi séu nefnd. Spurningum sem margar hverjar koma svo nærri kvikunni að erfitt er að bera þær upp við neinn. Þess vegna getur verið gott að leita svara við þeim í bók. Tímabil storma og streitu Höfundur tekur hlutiná skipulega fyrir og leitast við að skoða þá í ljósi orsaka og afleiðinga. Bréf með fyrir- spurnum unglinga og svör sálfræð- ingsins eru ein meginuppistaða bókarinnar og finnst mér það færa vandamálin nær lesandanum. Það er auðvelt að setja sig í spor bréfrit- ara og jafnvel þá í sín spor. Sigtrygg- ur leggur mikla áherslu á sjálfskönn- un einstaklingsins sem áreiðanlega kemur mörgum hvað best til góða á þessum árum þegar tilhneiging er til að skella skuldunum á aðra, allir eru vondir og ómögulegir og skilja mann ekki. Hann hvetur unglinga til að takast á við sjálfa sig, skoða þarfir sínar og langanir og gera eitthvað í vandamálum sínum. í kaflanum Fjöl- skyldan segir hann: „Ef við gerum ekki neitt í vanlíðan okkar til þess að breyta henni, heldur veltum okkur bara upp úr henni, vor- kennum okkur, breytist ekkert. Þegar við getum áttað okkur á því hvað það er, sem við viljum að breytist og í hvaða átt það á að breytast, þá getum við gert eitthvað í málunum. Komið af stað breytingu." (bls. 19) Mikil áhersla er lögð á samhjálp- einstaklinganna og það að sönn vin- átta sé eitt mikilvægasta lífsakkeri mannsins. í kaflanum Vinir og vin- átta útskýrir höfundur að líkleg ástæða fyrir því að unglingur/maður eignist ekki vini sé sú að hann tor- tryggi aðra, treysti ekki öðrum fyrir sjálfum sér, gefi frá sér skilaboðin: „Haltu þig í ákveðinni fjarlægð, ég treysti þér ekki.“ (bls. 34) Kaflann um vináttuna tel ég með þeim gagn- legustu í bókinni því að hér er tekið á máli sem mörgum reynist erfitt að festa hendur á. Staða í vinahópi Staða í vinahópi hlýtur að skipta sköpum varðandi sjálfsímynd ungl- inga og bendir Sigtryggur bæði á hugsanlegar orsakir og afleiðingar þess að vera vinalaus. I beinu fram- Bókmenntir Hildur Hermóðsdóttir haldi af þessum kafla tekur höfundur fyrir feimni, sjálfstraust og minni- máttarkennd sem tengjast umfjöll- unarefninu á undan bæði beint og óbeint enda leggur hann áherslu á sömu meginþætti og leiðir til úrbóta: Það að þekkja og virða sjálfan sig, vera hreinskilinn og djarfur i sam- skiptum við aðra og umfram allt að vera meðvitaður um þær breytingar sem eru að verða á þessu tímabili „storma og streitu". Sigtryggur hvet- ur unglinga sem þjást af minnimátt- arkennd og einmanaleika til að taka áhættu, gera kröfur til annarra og einnig sjálfra sín. Fjórða umfjöllunarefni Sigtryggs er hræðslan við dauðann og er það eini kafli bókarinnar sem ég varð fyrir vonbrigðum með. Hér finnst mér skorta á þá hreinskilni og hvatn- ingu sem einkennir aðra kafla bókarinnar. Einnig hefði þurft að fjalla um dauðann í víðtækari skiln- ingi, t.d. sjálfsmorð sem eru alltof algeng meðal unglinga. Islenskir unglingar. Unglingarnir og ástin Kaflarnir um ástina og kynlífið eru langir og ítarlegir og leggur höfund- ur þar enn áherslu á það að vera kröfuharður bæði við sjálfan sig og aðra. „Ég tel að við leggjum ekki nægilega áherslu á það í upp- eldinu, að allir eiga rétt á að þörfum þeirra sé fullnægt, þó við verðum sjálf að bera okk- ur eftir því. Við verðum sjálf að kunna að leita til annarra án þess að finnast það frekja eða yfirgangssemi. /.../ Ég held að foreldrar séu oft svo snöggir að fullnægja þörfum barna sinna, að þau læri aldr- ei að bera sig eftir því að fá þeim fullnægt." (bls. 77) Hér held ég að Sigtryggur nálgist mikilvægt grundvallaratriði í upp- eldi barna í dag, eins og hann gerir víðar í bókinni, og á hún því ekki síður erindi til fullorðinna en ungl- inga. Allt of oft gleymum við að setja hlutina í orsakasamhengi og leita svara við spurningunni: Hvers vegna unglingavandamál? Mörgum bréfum er svarað í þessum köflum og tekið á margvíslegum vandamálum í samskiptum við hitt kynið. Einnig er hér fjallað um ástir til einstaklinga af sama kyni, sjálfs- fróun, kynsjúkdóma og fleira á opinskáan og jákvæðan hátt. Hér, svo sem annars staðar í bókinni, kemur mjög vel út að ræða hlutina i framhaldi af fyrirspurnum bréf- anna, það getur verið ágætt að vita það að maður er ekki einn um það að glíma við vandamál og kannski eru langanir manns og tilhneigingar ekkert óeðlilegar þótt maður haldi það sjálfur. Unglingarnir og fullorðna fólkið Eitt síðasta umfjöllunarefni Sig- tryggs er vímuefni og setur hann það í samhengi við gróðaöfl sem hreiðra um sig á markaðinum. Þessi kafli er stuttur en gefur skýr og einföld svör: „Um leið og við flýjum leið- indi, erfiðleika, einmana- leika, einhæfni, eða hvað það nú er, leitum við að einhverju í staðinn með því að neyta vímuefna. Ég hef hins vegar aldrei hitt þann einstakling, sem hefur fundið það sem hann leitaði að með þessari aðferð." (bls. 126) Lokakafli bókarinnar heitir Ungl- ingavandamál - vandamál hverra? Þar er vandamálið sett í sögulegt samhengi og leitast við að skýra sam- bandsleysi unglinga og foreldra sem iðulega byggist upp á vítahring skilningsleysis, misskilnings og tor- tryggni. Höfundur minnir á að langflestir unglingar hrópi á tengsl við fullorðið fólk, aldrei hafi þörfin verið jafnmikil og nú vegna þess að fullorðinsheimurinn hafi aldrei verið jafn fjarlægur. Aftast er svo listi yfir þær stofnanir þar sem unglingar geta leitað sér aðstoðar ef alvarleg vanda- mál steðja að. Sigtryggur Jónssons sendir ungl- ingum hér mjög aðgengilega lesn- ingu sem áreiðanlega vekur marga til umhugsunar og léttir á sálarkirn- unni. í bókinni er ekki að finna allsherjarlausnir á „unglingavanda- málinu" enda er höfundurinn hógvær og-segir í inngangi m.a.: „Henni er aðeins ætlað að hjálpa til og benda á hugsanlegar leiðir til úrlausnar." (bls. 8) Þetta vil ég taka undir og eins það sem stendur á bók- arkápu: „Bókin er ekki síður gagnleg foreldrum sem öðlast vilja betri skilning á lífi og tilfinningum barna sinna á því stórkostlega æviskeiði sem unglingsárin eru.“ HH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.