Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1987. 39 Stormur i glasi heitir verkið sem Leiktélag Blönduóss sýnir um þessar mundir. Leikfélag Blönduóss: Frumsýndi nýtft íslenskt leikrit Baldur Danielsson, DV, Blönduósi; Nýlega frumsýndi Leikfélag Blöndu- óss nýtt leikrit sem fengið hefur nafnið Stormur í glasi. Leikstjóri er Örn Ingi Gíslason sem ásamt félögum úr Leik- félaginu er höfundur verksins. Frétta- ritari DV náði tali af Erni á dögunum og notaði tækifærið til þess að bauna á hann spumingum varðandi leikritið: - Til þess að byija með, Örn, um hvað íjallar leikritið? „Leikritið gerist á veitingahúsi og íjallar um starfsfólk og gesti staðar- ins. Þemað í verkinu, ef svo mætti komast að orði, er eðli þess að vera stjórnmálamaður og um leið eins kon- ar landsbyggðardæmisaga. Inn í þetta er svo fléttað ýmsu sem er að gerast á Blönduósi um þessar mundir. Meira segi ég ekki um efmsþráðinn, fólk verður bara að koma og sjá verkið með eigin augum.“ - Þú segir koma, ætlið þið ekki í leikfór með verkið? „Nei, bæði er það að leikmyndin, sem unnin er af bræðunum Jakobi og Ell- ert Guðmundssonum, er mjög viða- mikil og eins er fjöldi leikenda mikill. Þijátíu og einn leikari kemur fram i sýningunni en alls vinna að leikritinu á milli 50 og 60 manns. Þess í stað verður boðið upp á svokallaða leik- húspakka í samvinnu við Hótel Blönduós, sem veitir nánari upplýsing- ar um málið. Þetta er, að ég held, í fyrsta skipti sem þetta er gert hér á staðnum og á sérstaklega vel við nú þar sem nýlokið er gagngerri klössun á hótelinu." - En það er eitthvað fleira í gangi hjá ykkur leikfélagsfólki. „Já, það er rétt. í sambandi við þetta leikrit ætlum við að gefa út leikfélags- blað, þar sem verða m.a. viðtöl við írtiæeitil mum /ð\ POLARIS Kirkjutorgi 4 Sími622 011 FEROASKRIFSTOFAAJ gamla leikara, auk þeirra sem taka þátt í þessari sýningu. Það er Gestur Kristinsson blaðamaður sem hefur haft umsjón með blaðinu. Nú, blað þetta verður borið inn á öll heimili bæði í Austur- og Vestur-Húnavatns- sýslu. - En svona að lokum, þetta er ný reynsla fyrir þig sem listamann, ekki- satt? „Það er víst óhætt að segja það. Það verður bara að segjast eins og er að þessi tími hér á Blönduósi hefur verið eitthvert mesta ævintýin lífs míns og ég fer ekki héðan aftur sami maður.“ Lionsklúbburinn í Borgamesi 30 ára Vegleg gjöf til dvalarheimiiisins Sigurjón Gunnarsson, DV, Borgamesi: Það var mikið um að vera hjá „ljónafólki" í Borgamesi laugardag- inn 11. apríl. Kl. 15 hófst hátíðarfundur og var tilefnið að klúbburinn er 30 ára um þessar mundir. Reyndar var stofn- skrárdagur 2. apríl fyrir 30 árum og gengu þá 15 félagar í Lionsklúbb Borgarness. Af þessum 15 eru 7 enn- þá virkir félagar. Á fund þennan kom m.a. Sigurður Gíslason sem var fyrsti formaður klúbbsins. Þótt tilefnið væri ærið, þ.e. að halda upp á 30 ára afmæli, var það þó notað til þess að afhenda gjöf til Dvalarheimilis aldraðra í Borgar- nesi. Gjöf þessi er fullkomið eld- vamakerfi og mun uppsett kosta um eða vfir 900 þúsund. Kerfi þetta er nú þegar að mestu upp komið og Frá hátíöarfundi Lionsklúbbsins í Borgarnesi i tilefni af 30 ára afmæli hans. mun það auka mjög öryggi dvalar- gesta. Við gjöf þessari tóku þær Margrét Guðmundsdóttir. fram- kvæmdastjóri DAB, og Þórhildur Bachmann, forstöðukona DAB. Að sögn Skúla Ingvarssonar. for- manns Lionsklúbbs Borgarness. eru félagar í dag 55 og er starfið mjög h'flegt. Eitt af hlutverkum lions- klúbba er að standa fyrir kvnningar- og útbreiðslustarfi og hefur klúbbur- inn í Borgamesi aðstoðað við að stofha lionsklúbba i öðrum byggðar- lögum og er klúbburinn hér gjarnan nefhdur móður- eða föðui-klúbbur þess nýstofnaða. Ef farið er ofan í saumana á þessum útbreiðslumálum má sjá að lionsklúbburinn er ekki aðeins móður- eða föðurklúbbur heldur gæti hann allt eins verið langömmu- eða langafaklúbbui’. Innan raða Lionsklúbbs Borgar- ness er umdæmisstjóri Lions og er svæði það sem hann stjómar kallað 109B. I stjórn lionsklúbbsins em nú Skúli Ingvarssonar formaður. Jón Haraldsson ritari og Valdimar Björgvinsson gjaldkeri en í raun eru stjórnarmenn 6 talsins ef allt er talið. í tengslum við affnælið er í undir- búningi útgáfa á afmælisriti og er þessa dagana verið að leggja síðustu hönd á það verk. VILTU LÆKKA AUGLYSINGA- KOSTNAÐINN? Alhliða auglýsinga- gerð: Sjónvarps-, útvarps- og blaðaauglýsingar Ráðgjöf • Útlitshönnun tímarita og bæklinga Skyndiauglýsingaþjónusta Við afgreiðum auglýsingarnar samdægurs ef óskað er. Setning og umbrot • Filmugerð • Prentun á öllu sem hægt er að prenta • Við bjóðum hagstætt verð og geðilegt sumar! auglýsingastofa magnúsar ólafssonar Austurströnd 10, Seltjarnarnesi (í húsnæði Prentsm. Olafs Karlss.) • Símar 611533 og 51332 Fréttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.