Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1987, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1987. 19 Að loknum kosningum Þá hefir hamingjusamasta, trúað- asta og gáfaðasta þjóð í heimi valið fulltrúa á Alþingi til næstu fjögurra ára, þó með þeirri undantekningu að kvennalistakonur ætla aðeins að sitja þar í 2 ár þar sem þær vilja valddreifingu og eru ekki að sækjast eftir völdum. Með þessu sýnist mér reyndar að þær taki frá kjósendum sínum að hálfu leyti þann rétt sem þeim ber samkvæmt stjómarskrá landsins. - En mjúku málin hafa algeran for- gang hjá þeim eins og allir vita. Nú hefir Kvennalistinn unnið stór- merkilegan kosningasigur sem ég vona svo sannarlega að geti orðið til blessunar. Hver veit nema þær geti hjálpað til að koma góðærinu hans Steingríms og Steina litla til fólksins. Eða er ekki tilfellið að það hafi dagað uppi í spillingarfeni há- karla, okrara og braskaralýðs? Þó að ég hefði kosið að þessar konur þekktu muninn á hægri og vinstri kann það einmitt að verða til góðs að svo er ekki. Því að sá eini flokkur, sem kennir sig við vinstri, beið hroðalegt afhroð í kosn- ingunum. Hin mjúku gildi Og þar sem ég hefi betri trú á Kvennalistanum en öllum hinum sem vaða í villu og svíma um þessa hluti og annað, vona ég innilega að þær spjari sig. Og fyrir þetta þekk- ingarleysi þeirra má vel vera að þær teljist hæfar til að gegna hvaða ráð- herraembætti sem vera skal. Ráð- herraembætti... ja, kemur ekki þama upp vandamál. Yrðu þær þá að segja af sér eftir 2 ár og láta ein- hverjar sem þeim þóknaðist ganga inn í sitt hlutverk. Er hægt að fela þeim ráðherraembætti sem ætla ekki að sitja á Alþingi nema í 2 ár? Og hvað um starfsheitið... Em þær mannlegar eða tilheyra þær mann- kyninu? Em það ekki einungis karlar sem tilheyra því, eftir skil- greiningu Kvennalistans? Og hvað um starfsheitið yrði það ekki helst ráðskona eða ráðsfrú? En um þetta þurfa nú ekki óbreytt- ir, fávísir kjósendur að brjóta heil- ann. Þau komast áreiðanlega að samkomulagi um þetta allt ef til kastanna kemur. Nú stendur væntanlega stjómar- myndun fyrir dyrum... Og sagt er að þreifingar séu í fullum gangi og mjúku gildin verði metin og vegin. Jón Baldvin og kvennalistakonur hafi þegar hist. Sögulegar kosningar Þetta em taldar sögulegustu al- þingiskosningar í tíð lýðveldisins og sannarlega em þær furðulegar. um flest. Svolítið getur verið gaman að virða fyrir sér flokkana eftir að kjós- endur hafa kveðið upp sinn dóm. Borgaraflokkurinn, sem spratt upp úr ófriðarbáli íhaldsins fyrir mánuði síðan, vinnur stærri kosningasigur en dæmi em til að nokkur flokkur hafi áður gert hér á landi og kemur út með 7 þingmenn. Já, það er ekki ofsögum sagt af því að íslendingar em sérstakir, sumir segja reyndar vanþróaðir... En sleppum því. Lítum svo aðeins nánar á Kvenna- listann sem alls ekki má líta á sem flokk. Hann er að mestu óskrifað blað en vonandi reynist hann vel og lætur sér skiljast að fleiri lifa við kröpp kjör í þessu landi en konur og börn. Svo er það hún gamla, góða Framsókn og dýrlingurinn, hann Steingrímur, sem vann gífurlegan kosningasigur í nýja kjördæminu og hélt sínu að mestu leyti um allt land. Svo að við sjálft lá að hann þyrfti ekki að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt þrátt fyrir allt sem þeir höfðu gert á liðnu kjörtímabili. Já, svona vel kann þjóðin að meta sína mestu og bestu menn. Svo að líklega þarf hún hvorki að kvíða elli né féleysi. Lítum næst á Alþýðubandalagið, sem ég trúi að vilji gott og mann- eskjulegt, jafhréttisþjóðfélag en gengur með þá meinloku að það verði að hengja sig aftan í úrelta, dáðlausa og svikula verkalýðsfor- ystu sem elskar launamisrétti og svíkur umbjóðendur sína í hverjum einustu kjarasamningum til að geðj- ast ríkisstjóm og atvinnurekend- um... Svei því öllu saman, segja að sjálfsögðu reiðir kjósendur eftir yfir- þyrmandi kosningaósigur. I gegnum tíðina hefi ég kosið þann flokk af því að ég hefi talið það besta kostinn. En satt að segja lá nærri að ég gerði það ekki í þetta sinn. Að minni hyggju væri hollt fyrir flokkinn að hugleiða, þegar hann raðar niður á framboðslista sinn, að það er ekki víst að þeir sem vilja kjósa listann hafi sama smekk fyrir fólki og Mogginn eða atvinnurek- endur. Ef flokkurinn tekur nú ekki til hendinni, stokkar upp spilin og mok- ar út ætla ég að láta mér á sama standa um hann eftirleiðis. Þá getur hann bara sleikt sárin og étið úr sín- um poka. Garmurinn hann Ketill Ekki má nú gleyma garminum honum Katli eða krataflokknum, þó ætla ég ekki að hafa um hann mörg orð að þessu sinni. Hvorki var sigur hans stór eða mikill, þrátt fyrir það að hann hafi gleypt Bandalag jafii- aðarmanna með húð og hári, hafði reyndar samkvæmt því misst fylgi, þrátt fyrir Jónana, Jón B. og Jón hinn sem hagræddi á sínum tíma tölum fyrir ríkisstjómina betur en nokkur annar hefir nokkurn tíma gert svo að hún gæti svikist aftan að launafólki... Svona geta goðin verið grálynd á þeim bæ. Betra er autt en illa skipað rúm Ekki get ég lokið svo við þessar hugleiðingar að minnast ekki aðeins á blessaðan drenginn, hann.Steina litla, sem hefir haft svo þungar áhyggjur út af sundmngu og ófriði í öðrum flokkum en sér svo að eng- inn flokkur er vem eða ómerkilegri en hans eigin... Og fékk svo tvo virta presta til að þjónusta hann fyrir kosningamar og gefa vfirlýs- ingu um ágæti hans. En vesalings prestarnir gátu ekki bjargað hinum fallna engli þótt þeir væru allir af vilja gerðir. sveipuðu hann dýrðai'- ljóma og segðust ætla að fylgja honum. Er nokkuð hægt að spá í það hvað kjósendur hafa hugsað? Hugsanir fólks geta verið svo margslungnar KjaEaiim Aðalheiður Jónsdóttir verslunarmaður og flóknar. Hefur það kannski hugs- að sem svo: Farið þið bara allir í friði, greyin, til ystu endimarka jarð- arinnar og látið aldrei sjá ykkur hér framar nema því aðeins að þið viljið hjálpa til að skapa frið í stríðshrjáð- um heimi... frið án kjamorku- vopna... Við höfum hér enga þörf fyrir falsspámenn... Betra er autt en illa skipað rúm. Hundaþúfa og heldri menn Nú er helst að heyra að Steingrím- ur, Jón Baldvin og fleiri séu í miklum stjómarmmdunarhugleiðingum þó að forseti hafi engan tilnefnt ennþá. En trúlega kemur brátt að því að þessir heiðui-smenn fái umboð. Hvernig væri. ef illa tekst til. að parkera þeim ..kjörnu" á einhverjum notalegum bletti. þeir þola að sjálf- sögðu ekki harðbýli sem góðu eru vanir. og setja svo hana Lúzý niður á einhverja hundaþúfuna í borg Davíðs til að passa liðið. Sjá svo bara til hvort þjóðartötrið getur ekki spjarað sig á eigin spýt- ur. étið velling. ekið á Blazer og hert sultarólamar hans Steingríms. Ekki meira um þetta að sinni. Góðar stundir. Aðalheiður Jónsdóttir „Ef flokkurinn tekur nú ekki til hendinni, stokkar upp spilin og mokar út ætla ég að láta mér á sama standa um hann eftir- 'leiðis.u Sjónhveifingar Steingríms Eihs og margir hafa bent á rúmast kosningaúrslitin ekki innan hefð- bundinnar skiptingar í vinstri og hægri. Engu að síður geta vinstri menn betur við unað en hægri menn. Sjálfstæðisflokkurinn er nú klofinn og fékk færri atkvæði sem tvíhöfða þurs en á meðan hann var í heilu lagi. Miðjuflokkamir tveir, Fram- sókn og kratar, gerðu ekki betur en að halda venjulegu fylgi sínu. Á vinstri vængnum gerðist hins vegar skemmtileg uppstokkun með nýjum áherslum Kvennalistans, sem vann verðskuldaðan sigur, á meðan staðn- að og þreytt Alþýðubandalag beið verðskuldaðan ósigur. Þess er nú að vænta að óbreyttir flokksmenn „þjóðnýti“ flokkinn, úr höndum flokkseigendafélagsins og hlutur verkalýðsgrasrótar fari vaxandi ú kostnað ASl-forystunnar. Kosningabarátta og fjölmiðlabylting Kosningabaráttan var nú háð með amerískari blðe en nokkm sinni fyrr, með linnulausu auglýsingaflóði, áherslu á menn fremur en málefni og með því að hamra á hættulega einfóldum og jafnvel gróflega vill- andi slagorðum. Kjósendur reyndust þó hafa þroska til að hagnýta sér þessa nýju stöðu til þess að stokka upp flokkakerfið en létu ekki reka sig í rétt. Gleðilegasta dæmið um getu kjósenda til að sjá i gegnum moðreykinn er fylgisaukning hins málefnalega Kvennalista, en vita- skuld er það sorglegt að stór hluti verkalýðsstéttarinnar skuli kjósa stéttarandstæðinga sína, hvort sem þeir kenna sig við sjálfstæði eða borgara. Burtséð frá þessari klass- ísku og örlagaríku villu virðast flestir kjósendur hafa kosið í sam- ræmi við (skammtíma)hagsmuni sína, en hér vil ég vekja athygli á stærsta sjónhverfingabragðinu sem leikið var en þar átti í hlut sjálfúr forsætisráðherra landsmanna. KjaUaiinn Gestur Guðmundsson félagsfræðingur Það er ekki nóg með að Steingrím- ur Hermannsson hafi rekið vonda stjórnarstefnu heldur hefur hann verið duglausasti forsætisráðherra landsmanna um langa hríð. Hann hefúr leyft ráðherrum sjálfstæðis- manna að móta stjómarstefnuna en flokksbræðrum sínum í ráðherrastól að klúðra hverju málinu á fætur öðru. Sjálfur hefur hann jafhan ver- ið fús til að láta í ljós góðan vilja og harma þau mistök sem gerð hafa verið en virðist gleyma því að hann ber endanlega ábyrgð á gerðum stjórnarinnar og fer með æðsta vald. Breyttföðurimynd Segja má að ímynd Steingríms endurspegli þá breytingu sem orðið hefur á karlhlutverkinu nú á hnign- unartíma feðraveldisins (sem kvennalistakonur kalla karlveldi). Forsætisráðherrar reyndu áður fyrr að hafa á sér vfirbragð alföðurins sem nýtur þess að fara með völd og telur sjálfsagt og öllum hollt að hann hafi völdin og beiti þeim, en Stein- grímur hefur á sér yfirbragð hins velmeinandi en ráðvillta stjómanda sem vill öllum vel en fær í raun ekki við neitt ráðið. Þessi breyting er í senn skopleg og segir um leið margt um bæði þá vamarstöðu sem feðraveldið er kom- ið i og um það skerta svigrúm sem stjómendur hafa í all-sjálfvirku efnahagskerfi. Undir sauðai'gærunni lifir þó enn í glæðum valdhrokans. og t.a.m. glitti i þær í umræðum flokksleiðtoga í sjónvarpssal. Þar gerði Steingrímur ekkert til að levna fsTÍrlitningu sinni á Pétri Guðjóns- syni frá Flokki mannsins. Þótt PétUr bullaði mai'gt var málflutningur hans tæpast heimskulegri en ann- arra flokksformanna og honum rataðist margt satt á munn. T.d. virt- ist homun einimi vera sú grúndvall- m'staðrevnd ljós að lág laun em ekki einungis argasta siðlevsi heldur líka slæm hagffæði, að ein meginorsök lágra launa og lélegs efnahags er slæleg stjómun og skortur á verk- menntun og vinnuhagræðingu. Steingrímur setti hins vegar alltaf upp fýlulegan fyrirlitningarsvip þeg- ar Pétur talaði, rétt eins og hann væri að hlusta á þrevtandi vitfimng. Sú skýring er nærtæk að Steingrím- ur hafi sýnt neikvæðari viðbrögð við Pétri en t.d. við þvaðrinu úr Albert vegna þess að Albert nýtur fylgis en Pétur ekki. Þessi afstaða getiu- ekki kallast annað en valdhroki og hún rýrir mjög trúverðugleika hins góð- lútlega yfirbragðs. Þessi viðbrögð Steingríms rifjuðu upp fyrir mér framkomu hans á fundi með íslendingum í Kaupmannahöfn fyrir tæpum tveimur mánuðum. Þar tók til máls maður sem flæmst hefur úr landi eftir að hafa misst allt sitt og sinna í misgenginu svonefnda. Honum var mikið niðri fyrir og tal- aði meira af tilfinningum en rökum eins og eðlilegt er fyrir mann í slíkri aðstöðu. Steingrímur svaraði honum skætingi einum og gaf fyllilega í skvn að maðurinn væri ekki með réttu ráði. Slík er rírðing Steingríms ... en Steingrimur hefur a sér yfir- bragð hins velmeinandi en ráðvillta stjórnanda sem vill öllum vel en fær i raun ekki við neitt ráðið. fyrir manneskjunni og sómatilfinn- ing hans gagnvart fómarlömbum þeima stjómaraðgerða sem hann ber æðstu ábyrgð á. íslendingar í Kaupmannahöfn létu Steingrím ekki komast upp með neinn moðreyk. Heildamiðurstaða fundarins vai' sú að Steingrimur við- m'kenndi að stjómin hefði gert slæm mistök í t.d. húsnæðismálum. lána- málum námsmanna og efnahagsmál- um. en sýndi hvorki vilja né getu til að bæta úr nokkmm þeirra mistaka. Á venjulegu máli heitir slíkm' maður mannleysa. Holdgervingur dáðleysis Fráfarandi ríkisstjórn hefur farið veiT með almennt launafólk og þó einkimi láglaunafólk en nokkur önnur ríkisstjórn um áratuga skeið. Hún skilur þannig við að við blasir þöif á algenf uppstokkun efnahags- kerfisins ellegar auknar álögur og niðui-skm'ður sem bitnar á almenn- ingi. Við þessar aðstæður tekst' sjálfúm holdgervingi dáðlevsisins að selja sig kjósendum sem tákn stöð- ugleikans. og er það í sjálfu sér töluvert afrek og þó öllu heldur þungur áfellisdómur yfir þvi fjöl- miðlafólki sem hamraði á þessari ímynd og revndar yfir þeim kjósend- um sem létu blekkjast. Vafalaust verður auglýsinga- sknmiið og vfirborðsmennskan enn fyrirferðarmeiri í næstu kosningum. Mér finnst þó að kjósendur hafi al- mennt sýnt það í þessmn kosningum að þeir láta ekki svo auðveldlega blekkjast, og vonandi þroskumst við öll svo með fjölmiðlabyltingunni að við sjáum enn betur i gegnum þann blekkingavef sem þá verður ofinn. Fjölmiðlafólki er líka lögð sú skylda á herðar að reyna að fletta ofan af þeim goðsögnum sem stjómmála- menn reyna að byggja upp í kringum sig í stað þess að miðla þeim gagn- rýnislaust til kjósenda. Gestur Guðmundsson „Það er ekki nóg með að Steingrímur Hermannsson hafi rekið vonda stjórnar- stefnu heldur hefur hann verið duglausasti forsætisráðherra landsmanna mn langa hríð.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.