Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987.
3
FréttLr
Þriggja hæða húsnæði Málningar hf. varð alelda á skammri stundu í stórbruna í gær. Eldtungurnar stóðu út úr húsinu og eldstólpar stigu til himins þegar sprengingar urðu i birgðageymsl-
um. Slökkvistarf fór seint af stað af fullum krafti þar sem erfiðlega gekk að fá nægilegt vatn. DV-myndir Brynjar Gauti
Tugmilljonatjón er verk-
smiðja Málningar brann
Tugmilljóna króna tjón varð þegar
verksmiðju- og skrifstofuhúsnæði
Málningar hf. í Kópavogi brann til
kaldra kola í gær.
Eldsins varð vart um kl. 13.35.
Eldsupptök voru á neðstu hæð í
austurenda hússins en eldurinn
breiddist á örskammri stundu, 3-4
mínútum, um allt húsnæðið. Eld-
hlaut á hlaupum út þegar sprenging
varð og hurð skall á honum.
Bílum tókst að forða frá húsinu og
eins töluverðu magni af eldfimu hrá-
efni sem beið stöflunar á lager.
í húsinu fór fram öll framleiðsla
Málningar hf. auk þess sem þar var
hráefnalager, skrifstofur og mötu-
neyti. Mest var hættan vegna eld-
húsum hitnuðu gífurlega þegar mest-
ur eldur var og var óttast að þær
kynnu að springa.
Reykurinn, sem kom frá eldinum,
var eitraður og því hættulegt fyrir
fólk að anda honum að sér. Lögregl-
an varaði fólk í nágrenninu við svo
ekki hlytust slys af eitruðum reykn-
um. Rúnar Bjarnason slökkviliðs-
Mjög illa gekk að ná i vatn til slökkvistarfsins. Dælubíll slökkviliðsins var keyrður niður í fjöru en vegna mikillar
mengunar í sjónum, bæði frá verksmiðjunni sjálfri og eins frá holræsum, gekk illa að dæla sjónum. Á endanum
var brugðið á það ráð að sækja vatn í brunahana i nærliggjandi götum.
varnakerfi verksmiðjunnar fór í
gang og gerði mönnum viðvart
hvernig komið var. Þá var kerfið
tengt beint við Slökkvistöðina í
Reykjavík svo slökkviliðið fékk sam-
stundis vitneskju um eldsvoðann.
Fjölmargir starfsmenn voru í húsinu
en þeim tókst öllum að forða sér út.
Þó mátti ekki tæpara standa og var
einn starfsmaður fluttur á slysadeild
vegna minniháttar meiðsla sem hann
fimra hráefna sem voru á lager og
drundu sprengingar um hverfið þeg-
ar þessar tunnur sprungu ein af
annarri. Enda fór svo að þakið yfir
lagernum hrundi fyrst af öllu.
Talin er mikil mildi að vindur stóð
af austri þvi vestan við Málningu
hf. var stórt autt svæði. Austan við
eru hins vegar íbúðarhús og víst er
að erfitt hefði verið að verja þau
enda sum úr timbri. Rúður í þessum
stjóri sagði að slökkvistarf hefði
verið mjög erfitt þar sem mikið var
um afar eldfim efni og þakkaði hann
fyrir að enginn sinna manna skyldi
verða fyrir slysi í átökunum við eld-
inn.
Húsnæði Málningar hf. var sam-
sett úr þremur misgömlum húsum.
Húsnæðið var tryggt hjá Brunabóta-
félagi íslands fyrir 39 milljónir
króna. -ES/sme
Um tíma var talin hætta á því að húsió hryndi til grunna. Þaó er gerónýtt
og að falli komið.
Slökkviliðið fór að ná tökum á eldinum um einni og hálfri klukkustund eftir
að það kom á staðinn. Þá var m.a. rofið gat á þak bakhússins til að hægt
væri að komast nær eldinum.