Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Blaðsíða 22
22
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987.
Erlend myndsjá
Steinninn
yngdist
Kafarar þeir, sem í síðustu viku
fundu bjarg við höfnina á Rhodos
og héldu það væri hnefinn af stytt-
unni af Kolosusi, einu af sjö
undrum veraldar til foma, horfa
nú daprir á klettinn sem venjulegt
grjót.
Hún Melina Mercori, fyrrum
kvikmyndastjama og nú mennta-
málaráðherra Grikklands, sagði
það strax að um misskilning væri
að ræða. Rannsókn leiddi enda í
ljós að förin á steininum væm eft-
ir skurðgröfu og að honum hefði
verið fleygt í hafið fyrir þrem árum.
Mikið byggt
á Manhattan
New York er í dag talin draumaborg
húsasmiða því hvergi í heiminum er
byggt jafnmikið eða jafnhátt. Á Man-
hattan-eyju einni saman em nú í
byggingu sextíu og sex háhýsi, þrjátíu
og fimm hæða eða meir.
Að vísu em framkvæmdir þessar
vegfarendum til ama og leiðinda en
afraksturinn er glæsilegur eins og sjá
má af spírunni á Reutermyndinni sem
hér fylgir.
Geimverur
enn á ferð
Þær em um fjögur fet að hæð, með gríðarstór augu og hvelfd höfuð. Þær
koma úr hinum enda vetrarbrautarinnar og gætu átt það til að ræna þér.
Þessi lýsing á að sjálfsögðu við um verur utan úr geimnum. Fyrir fjömtíu
árum greip um sig geimvemæði mikið, sem nú er að rísa að nýju, eftir talsvert
hlé. Undanfarið hefur komið út mikið af bókum um geimverur og eina þeirra
prýða teiknaðar myndir af verum sem heimildarmenn höfundar hafa séð, oft
og mörgum sinnum.
I bókunum er talað við hundmð manna sem geimverur hafa rænt, rannsakað
og skilað aftur. Öll þessi vitni segja að sjálfsögðu „alveg satt“, en því miður
getur ekkert þeirra staðfest sögu sína. Ekkert þeirra tilkynnti ránið á sér til
yfirvalda þegar það átti sér stað. Engu að síður halda útgefendur bókanna fast
við þá fullyrðingu að um virðuleg fræðiskrif sé að ræða.
Dæmi svo hver fyrir sig.
Nei, hann er ekki að ieita að verum utan úr geimnum, þessi. Þetta er hann
Richard Lawrence, helsti krókódílabani Florída, sem löngu er orðinn vel þekkt-
ur fyrir baráttu sín við þessi ótó. Þegar fólk verður krókódíla vart tilkynnir það
Richard um og hann fer á stúfana í þvi augnmiði að ná dýrinu, dauðu eða
lifandi. Yfirvöld Florida telja nauðsynlegt að bregðast fljótt og vel við slíkum
tilkynningum þar sem stærri krókódílar ógna ekki aðeins mannslifum heldur
sjálfum túristaiðnaðinum sem auðvitað er mun alvarlegra mál. Richard er hér
að kikja eftir krókódíl í holræsi og vonandi er þefskyn hans ekki of við-
kvæmt. Frægðin er ekki öll tekin út með sældinni.
Ljúft líf
í Beirút
Innan um tugþúsundir stríðs-
hijáðra, heimilislausra og svelt-
andi, má enn finna í Beirút fólk
sem nýtur þæginda og hóglífis og
lætur þjáningamar ekkert á sig fá.
Enda ef til vill gott að einhver
geti brosað þótt kúlumar fjúki.
Fangar á eigin heimilum vegna samvinnu við hvíta
Þessi suður-'dfríski blökkumaður er ekki fangi, að minnsta kosti ekki í neinu af fangelsum stjómvalda þar í
landi. Hann er bæjarráðsmaður i einu af úthverfum blökkumanna við Jóhannesarborg og er, vegna þeirrar sam-
vinnu við hvíta, talinn svikari við málstað bræðra sinna. Stjómvöld hvítra sjá honum því fyrir öryggisgirðingu
um heimili sitt, sem og vopnuðum verði, sem vakir dag og nótt yfir öryggi hans.
Lögfræðingur
Goetz rændur
á götu
Flestir muna líklega eftir Bemhard
Goetz, sem nýlega var sýknaður af
ákærum um morðtilraun og líkamsár-
ás, eftir að hafa skotið þrjá unga
blökkumenn, sem hann taldi ætla að
ræna sig i neðanjarðarbraut i New
York. Lögfræðingur hans þótti taka
vel á vöminni og hefur nú fengið enn
einá staðfestingu þess að almennir
borgarar geta þurft að verja hendur
sínar í stórborginni. I síðustu viku var
nefnilega á hann ráðist og hann rænd-
ur, um hábjartan dag.
Ætli hann skilji ekki skjólstæðing
sinn enn betur en áður?