Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987. 19 í sveita síns Bergljót Líndal Staða: Hjúkrunarforstjóri Heilsuvemdarstöðvar Reykjavík- ur Menntun: Hjúkmnariræðingur frá Hjúkmnarkvennaskóla ís- lands. Stjómunamám við H.í. Heilsuvemdamám við Vírebergs- skolan í Stokkhólmi. Starfssvið Yfirstjóm hjúkrunarþátta á þeim deildum sem reknar eru á Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur, þar með talið lungna- og berkla- vamadeild, mæðradeild, bama- deild, heikugæsla og tannlækning- ar i skólum, heimahjúkmn, atvinnusjúkdómadeild og húð- og kynsjúkdómadeild. Starfesvið samsvarandi starfi hjúkmnarforstjóra í heilsugæslu- stöðvum aimennt. Það besta Það besta við þetta starf er að þessi þjónusta er áhugaverð. Þótt við tölum oft fyrir daufum eyrum er þetta það sem koma skal, það er að vinna fyrirbyggjandi staif, í stað þess að vera sífellt að lappa upp á það sem er bilað. Þaðversta Það versta er að mér finnst heilsuvernd fara halloka í sam* keppni við sjúkrahús og aðra dramatískari þætti heilbrigðis- þjónustu. Þessi málaflokkur nær ekki nóg eyrum stjómmálamanna. Meira að segja þetta átak Samein- uðu þjóðanna, heilsa fyrir alla árið 2000, lætur lítið á sér kræla. Draumurinn Draumurinn er að heilsugæsla hljóti þann sess sem henni ber. Að við fáum tækifæri tii að gera hana að þvl sem hún getur orðið. Þar á ég tii dæmis við að þeir sem starfa við heilsugæalu fái að beita sér í fræðslumálum eins og þörf er á. Það er til lítils að ætla fólki að bera óbyrgð á eigin heilsu ef við ekki fræðum það um hvað felst í þeirri ábyrgð. í því sambandi vildi ég gjaman koma því á framfæri að mér finnst fjöimiðiar alls ekki sýna þessum málura nægilegan áhuga. Þetta er ef til vill ekki nógu dramatískt en þó getur heilsuvernd líklega gert það aem ekkert annað getur, það er að gera fjárframlög okkar til heilbrigðismála viðráðanleg. Hei3brigðismál Boðar aðhald án skerð- ingar í heilbrigðismálum Guðmundur Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. DV-mynd JAK „Ég hef nú síðustu dagana sagt það til gamans við kunningjana að þegar ég sat í fjárveitinganefnd Alþingis taldi ég augljóst að spara mætti mikið í heilbrigðiskerfinu en nú verð ég lík- lega að snúa við blaðinu og verja þær fjárveitingar sem málaflokkurinn fær. Ég trúi því þó og treysti að mögulegt sé að spara eitthvað með því að gæta fyllsta aðhalds, við verðum að gera það þegar um svo mikla fiármuni er fiallað sem hér. Ég er þó ekki með þessu að boða neinn niðurskurð á þeirri þjónustu sem heilbrigðis- og tiyggingakerfið á að veita skjólstæð- ingum sínum,“ sagði Guðmundur Bjamason, nýskipaður ráðherra heil- brigðis- og tryggingamála, í viðtali við DV: „Ég tel að þótt þjóðfélagið eigi að standa vel við bakið á þeim sem minna mega sín sé það skylda okkar að gæta jafhframt aðhalds og sparsemi við rekstur þessa málaflokks," sagði Guð- mundur ennfremur, „að nýta þessa miklu fjármuni á sem hagkvæmastan og skynsamlegastan hátt.“ Fyrsti ráðherrastóllinn Þetta er í fyrsta sinn sem Guðmund- ur tekur sæti í ráðherrastóli og jafh- framt i fyrsta sinn frá því ráðuneyti heilbrigðis- og tryggingamála tók til starfa sem sjálfstætt ráðuneyti að framsóknarmaður tekur þar stjóm- völinn. „Þetta er vissulega ánægjulegt fyrir mig,“ sagði Guðmundur, „en einnig áhugavert fyrir flokkinn að fá nú að fara með þennan málaflokk." Guðmundur á töluverðan stjóm- málaferil að baki. Kveðst alla tíð hafa haft áhuga á pólitík en varð virkur þátttakandi í henni þegar hann tók sæti í bæjarstjóm Húsavíkur 1970. Hann átti sæti í bæjarstjóm til ársins 1977 og var forseti hennar frá 1974. Árið 1977 flutti Guðmundur búferl- um til Keflavíkur og ætlaði þá að hætta stjómmálavafstri en þegar hon- um bauðst þriðja sætið á framboðslista Framsóknarflokks í Norðurlandskjör- dæmi eystra, í desemberkosningunum 1979, varð freistingin of sterk. Guð- mundur vann í þeim kosningum til baka sæti sem flokkurinn hafði tapað í kosningunum árið áður og hefur verið á þingi síðan. Fyrstu verkefnin En hvar ætlar nýbakaður ráðherra að drepa fyrst niður hendi? „Ég þarf auðvitað að kynna mér ýmsa þætti þessara málaflokka betur. þótt ég hafi kynnst þeim nokkuð með setu minni í heilbrigðis- og trygginga- nefnd og fjárveitinganefnd Alþingis. I stjómarsáttmálanum er hins vegar talað um að skoða vandlega allt skipu- lag heilbrigðisþjónustu og sjúkra- trygginga og ég mun að sjálfsögðu verða við þeim tilmælum eftir megni. Sjálfum þykir mér forvamir, og allt það sem miðar að þri að koma í veg fyrir sjúkdóma, það mikilvægasta í heilbrigðismálum. Ég mun því reyna að beita mér fyrir slíku. Þá hygg ég að þörf sé orðin á að endurskoða tiy'ggingalöggjöfina. Al- þingi hefur verið að brevta henni í einstökum atriðum, grauta svona hingað og þangað í henni, og ég þvk- ist vita að þar sé orðin þörf á að samræma ýmsa þætti. Nauðsynlegt er að fara ofan í saum- ana á verðlagningu lyfja í þeim til- gangi að lækka h'flakostnað í kerfinu hjá okkur. Mér er þegar ljóst. af töl- fræðilegum upplýsingum sem ég hef séð síðustu daga. að lyfiakostnaður hefúr vaxið hlutfallslega meiren aðrh- kostnaðarliðir. Ásamt kostnaði vegna þjónustu sérfræðinga stendur þessi þáttur upp úr. Samræming Þá má ekki gleyma þeini áherslu sem við þurfum að leggja á baráttuna gegn ávana-og fíkniefnum. þau eni sívaxandi vandamál. Nefhd á vegum forsætisráðunevtisins skilaði nýlega skýrslu um þessi mál og ég tel nauð- svmlegt að fylgja eftir þeim hugm\-nd- um sem nefhdin kvnnir þar. Ég tel æskilegt að heilbrigðismálaráðuneyti hafi forgöngu í þessu. I baráttunni gegn þessum vágesti er mikil þörf á að sanu-æma athafnir ein- stakra ráðuneyta. Sú þörf er augljós í mörgum öðrum málum því starfssvið ráðuneyta skarast ákaflega mikið. Hjá okkur skarast, auk fíkniefnamála, málefhi fatlaðra, hollustuvemd, meng- unareftirlit og margt fleira við störf annarra ráðunevta. Það er nauðsyn- legt að við samræmum þessa hluti og komumst að niðurstöðu um æskilega tilhögun þeirra, þó það kunni að þýða tilfærslu ákveðinna verkefha frá einu ráðuneyti til annars." Dreifbýlið Guðmundur er, af samstarfsmönnum í heimahéraði, talinn gæfur maður og farsæll i störfum. Samþingsmenn segja hann samviskusaman og lausan við sýndarmennsku. Einu efasemdir sem orðaðar eru um ráðherratign Guð- mundar eru þær að ef til vill hafi ekki kveðið vemlega að honum sem þing- manni og því ekki sýnt hversu afkasta- mikill ráðherra hann verður. Ljóst er að Guðmundur er dreifbýlis- maður enda leggur hann áherslu á það áhugamál sitt að dreifa heilbrigðis- þjónustu enn betur um landið en gert er. ..Ég hef áhuga á að upp rísi sem fullkomnust þjónusta utan Reykjarik- ur." segir Guðmundur. ,.til dæmis á Akurevri. Þar er í byggingu stórt. deildaskipt sjúkrahús sem þarf að stvðja við eftir megni. Það þarf að byggja betur upp þjónustuna ú lands- byggðinni. Heilsugæsiustöðvamai’ em ekki allar tilbúnar. halda þarf áfram því uppbyggingarstarfi. svo þær geti sinnt verkefnum sínum. Málefni aldraðra þarf einnig að taka til athugunar. Öldruðum fer fjölgandi og þess verður að gæta að þeirra hlut- ur sé ekki fyrir borð borinn. Það er mjög mikil þörf fyrir húsnæði og að- stöðu handa öldmðum í svo til öllum sveitarfélögum svo þar verður við margt að glíma." Guðmundur kvaðst telja skemmtileg viðfangsefni fram- undan. Hann ítrekaði að ekki hefði enn unnist tími til að komast inn í málefhi ráðuneytisins að neinu marki og ef til vill myndi hann hafa meira um þau að segja síðar. Brotalömin Hann Guðmundur jaki segir ís- lenskar fiskvinnslukonur þrælkaðar meir en nokkra aðra starfestétt. Það skal viðurkennt að Guðmund- ur dregur sjaldan úr þegar hann vilí afla skjólstæðingum sínum samúðai*. Hins vegar gæti vafist fyrir mönnum að mótmæla þessari fullyrðingu hans. Störf kvenna í fiskvinnslu eru krefjandi, vinnudagur iangur og vinnuhraði mikiil og auk þess erum við enn svo rótföst í hefðbundinni verkaskiptingu heimila að kvenn- anna bíða öli störf þar þegar heim kemur. Ein afleiðing vinnuhátta í fiskiðn- aði er svonefhd vöðvabólga. Þeir sem galla um atvinnusjúkdóma virðast nær á eitt sáttir um að kvilli sá sé landlægur meðal fiskvinnslukvenna, í mörgum tiivikum að því marki að gera konumar óvinnufærar. Svo bregður þó við, þrátt fyrir nær ein- róma álit sérfræðinganna, að blessað kerfið okkar einnir þessu vandamáli kvennanna illa. Það gætir enginn þess að vöðvabólgnar fiskvinnslu- konur geti leitað réttar síns enda varla von því enginn veit hver rétt- urinn er. 1 raim er það engum að kenna að blessaðar konumar fá ekki úrlausn. Læknar geta varla tilkynnt vöðva- bólgutilfelli sem atvinnusjúkdóm því bólgur hafa ekki verið skilgreindar sem sjúkdómur, hvað þá atvinnu- tengdur. Þá telja þeir Trygginga- stofiiun ekki sinna konunum, þær fái ekkert út úr þessu. Það er auð vit- að aðeins rætni að gruna að sumir þeirra nenni ekki að standa í vafstr- inu sem fylgir í kjölfor slíkra til- kynninga með tilheyrandi framhaldsrannsóknum á sjúklingi og aðstæðum hans. Það er svo auðvitað tóm della að Tryggingastofhun sinni ekki konum þessum þegar ástæða þykir til, það er að segja að fenginni staðfestingu á að konan sé ekki vinnufær og krankleikinn tengist vinnunnl Að gruna að stofhunin sé ofurh'tið stöð í uppfyllingu skriffinnskuskil- yrða er jafiirætið og grunsemdimar í garð lækna. Enda liggur meinið hvorki hjá læknum né Tryggingastofiiun. Tryggingastofnun vinnur eftir þeim reglum sem henni em settar. Læknar stofriunarinnar verða að staðfesta að einstaklingur sé bóta- hæfur, enda hefur stundum borið við að vöðvabólga, ásamt fleiri óræðum sjúkdómum, hverfi um leið og bætur em fengnai'. Læknum er vorkunn að vilja ekki leggja tíma og f\rirhöfn í það sem þeir telja ekki bera árangur. Vöðvabólga er órætt fyrirbrigði og erfitt að greina orsakir hennar. Of mikil vinnuákefð, sem bónuskerfið skapar. í of langan tíma í senn, óheppilegar rinnusteliingar og beit- ing verkfæra á vinnuborði, sem ekki er af réttri hæð, leggst þar alit á eitt. Inn í blandast svo ótal margt annað. Vöðvabólga er aðeins einn margra sjúkdóma san erfiðir em að þessu leyti. 1 Það er ekki til neinn listi yfir at- vinnusjúkdóma enda hafa slíkir listar reynst mjög illa í öðrum lönd- tun. Nauðsmlegt er að skoða hvem sjúkhng og umhverfi hans sérstak- lega. En þótt enginn vilji iista vilja alhr eitthvað til að vinna með, þótt ekki væri nema reglugerðarkora, ef til vill þetta sem átti að setja um atvinnusjúkdóma fyrir mörgum árum en Alþingi hefur ekki konúð í verk. Við vitum að atvinnusjúkdómar em margir og erum sífellt að gera okkur betur grein fyrir þeim, orsök- um þeirra og eðli. Sú þekking er þó til einskis ef einstaklingar þeir, sem sjúkdómamir hijá, eiga engan rétt á þvi að njóta aðstoðar til að losna undan sjúkdómum sínum. Fisk\Tnnslukona, sem býr við verulega skerta vinnugetu vegna vöðvabólgu, verður að geta leitað til læknis sem tilkvnnir sjúkdóm henn- ar til yfirvalda. sem aftur sjá til þess að konunni verði veitt einhver lausn. Vöðvabólga í fiskvinnslukonum læknast oftast við hvild, heita bakstra og sjúkranudd. Vandinn er sá að konan hefur ekki efrii á að sleppa vinnu án þess að bætur komi í staðinn. Bótakerfi er engin endanleg lausn. Fiskvinnslukonur losna ekki við vöðvabólgu fyrr en afnumið er það vinnufyrirkomulag sem knýr til of mikils vinnuhraða og langs vinnu- dags í senn. Hún hverfúr ekki fyrr en fiskvinnslukonur fá vinnuborð sem þær geta hæðarstillt og læra réttar vinnustellingar. Þótt leita beri endanlegra lausna verður jafiiframt að gæta þess að réttur einstaklinga sé ekki fótum troðinn raeðan við ígrundum endan- iegu lauanimar. Réttur þeirra sem haldnir em at- vinnusjúkdómum virðist lítill í dag og þar eru vöðvabólgnar verkakonur í fiski eitt skýrasta dæmið. Umsjón: Halldór K. Valdimarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.