Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987. 23 dv_________________________________________________________________________________Erlend myndsjá Gera stólpagrm að kafbátaleit Svía 7 Guimlaugux A. Jónssan, DV, Lundi; Að undanfömu heíur enn ein kaf- bátaleitin staðið yfir í sænska skerjagarðinum. En eins og jaínan áður hefur leitin engan árangur bo- rið. Sænski herinn er nú sagður hafa yfir mun fullkomnari útbúnaði að ráða en áður til þess að takast á við kafbátana en allt kemur fyrir ekki. Margir eru líka teknir að efast um þessa kafbáta, sem fólk er stöðugt að sjá í sænskri landhelgi, og fjöl- miðlar veita málinu ekki eins mikla athygli og áður þrátt fyrir að mikið fréttahallæri sé í sænskum fjölmiðl- um um þessar mundir. Á hinn bóginn hafa sovéskir fjöl- miðlar að undanfömu fjallað nokkuð um kaftiátaleit Svía og gert grín að henni. Þannig fjallaði blaðið Sovjetskaja Kultura nýlega um mál- ið undir fyrirsögninni „Sannanir vantar". Blaðið segir að það liggi ekki fyrir nema eitt einasta dæmi um sovéskan kafbát í sænskri land- helgi. Það hafi verið þegar kafbátur númer 137 hafi vegna mistaka i sigl- ingu og annarra slysalegra að- stæðna strandað á sænsku skeri haustið 1981. Þar sem sovésk yfirvöld hafi beðist afsökunar vegna málsins hafi því þar * s ■ Sovéskir fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um kafbátaleit Svía og benda á að aðeins liggi fyrir eitt dæmi um sovéskan kafbát í sænskri landhelgi. með átt að vera lokið. En þvert á móti haldi reglulega áfram að birtast í sænskum fjölmiðlum fréttir um að sést hafi í sjónpípur kafbáta, dular- fullir olíuflekkir eða för eftir kafbáta á hafsbotni og svo framvegis. „Það er vissulega mögulegt að þama sé ekki bara um að ræða ofsjónir en hvers vegna er gengið út frá því sem visu að þama hafi verið um að ræða sovéska kafbáta?" spyr blaðið. Sovjetskaja Kultura vitnar i um- mæli sem Olof Palme mun hafa látið frá sér fara þegar taugaveiklun sænskra fjölmiðla vegna meintra kafbáta i sænska skerjagarðinum var sem mest. „Stjómmálaleiðtogar verða að vera mjög nákvæmir og varkárir í ummælum sínum. Ég geri ráð fyrir að við getum ekki með vissu sagt að útlendir kafbátar séu í sænskri landhelgi. Að minnsta kosti hefur ekki verið unnt að ákvarða frá hvaða þjóð kafbátamir eru.“ Blaðið harmar að i hvert skipti sem kafbátafréttir birtist í sænskum fjöl- miðlum fylgi þeim andsovéskur áróðm- sem auðvitað sé mjög skað- legur á tímum þegar gagnkvæmm- skilningur og vinátta milli þjóða sé svo mikilvæg. , Tass fréttastofan hefur og vitnað í frétt blaðsins og látið á sér skilja að nú sé nóg komið af svo góðu. Næturiæknar gagn- rýndir fyrir fégræðgi Haukur L. Hauksscn, DV, Kaupmannahöfri; Vegna mikillar gagnrýni á lækna- vaktina í Kaupmannahöfn verður starf næturlæknanna endurskipu- lagt og um leið fá þeir áminningu frá félagi lækna í borginni. Hefur gagnrýnin gengið út á að læknarnir hugsi meira um pening- ana en starf sitt og köllun. Því séu heimsóknir þeirra oft afar stuttar. Rangar sjúkdómsgreiningar verða þess vegna stundum afleiðingin og í versta falli hafa dauðsfóll hlotist af. Einnig hafa næturlæknamir verið gagnrýndir fyrir að yfirgefa fársjúkt fólk áður en sjúkrabíllinn hefur komið á staðinn og í því sambandi hefur verið talað um takmarkalausa fégræðgi. Er næturlæknunum nú gert að bíða eftir sjúkrabílnum og fara með ef nauðsyn krefur. Endurskipulagning læknavaktar- innar felur meðal annars í sér að læknir mun svara í síma læknavakt- arinnar en ekki einhver rödd á skiptiborði. Þannig er vonast til að greina megi strax hverjir þurfi sam- stundis á hjálp að halda og hverjir geti beðið. Þannig verði heimsókn- um raðað eftir mikilvægi þeirra og um leið er vonast til að tíma lækn- anna verði betur varið. sjúklingun- um til góða. Lögreglunemar í slagsmálum Baldur Röberlssan, DV, Genúa; Eftir að átján ára strákur jós sandi á handklæði eins nemenda lögreglu- skólans í Róm í síðustu viku bmtust út slagsmál milli nemenda skólans og unglinga frá Anzio sem er lítill strand- bær rétt utan við höfuðborgina. Um hundrað og fimmtíu nemendur lögregluskólans slógust við jafhmarga unglinga á litlu torgi í Anzio. Þrír umferðarlögregluþjónar. er revndu að róa unglingana. vom umsvifalaust teknir og lamdir. Var einn þeirra flutt- ur meðvitundarlaus á sjúkrahús. Óeirðalögregla var kölluð á vett- vang og lögðu þá nemendúr lögreglu- skólans á flótta. Talið er að á milli íjörutíu og fimmtíu manns hafi meiðst í átökunum en aðeins einn hefur þorað að fara á sjúkrahús. Em óeirðaseg- gimir hræddir um að verða hand- teknir ef þeir leita aðstoðar á sjúkrahúsi og snúa sér heldur til heim- ilislækna. Rannsókn er hafin innan lögreglu- skólans og verða þeir nemendur. er þátt tóku í óeirðunum. reknir úr skól- anum. Uggvænleg aukning árása á ferðamenn Haukur L. Hauksson, DV, Kaupiuannahafn; Tryggingafélögin í Danmörku hafa orðið vör við að æ fleiri Danir em rændir eða verða fyrir ofbeldi í fríi sínu í útlöndum. Forstjóri SOS - Intemational í Dan- mörku, er hjálpar ferðamönnum er lenda í vandræðum erlendis, talar um uggvænlega aukningu rána og árása, mest í Frakklandi og á Spáni. Ferða- menn em hvattir til að gæta sín sérlega vel í Barcelona, París, Mílanó, Róm og Las Pálmas. Upplýsingastofhun tryggingafélag- anna greinir frá að 1983 hafi borist um tólf þúsund tilkynningar um stol- inn farangur að verðmæti 25 milljónir danskra króna. Síðasta ár urðu til- kynningar þessar nær átján þúsund og kostuðu tryggingafélögin 44 millj- ónir danskra króna. Ránin em framin á margvíslegan hátt. Fyrir utan þjófnaði á götu úti má nefna fjölskyldu sem vaknar í tóm- um bíl eftir að hafa sofnað í honum með opna glugga. Er ökumönnum ráð- lagt að loka ávallt gluggum og læsa hurðum bíla. Þjófaflokkar hafa sér- hæft sig í að opna bílhurðir á rauðu ljósi og þrífa verðmæti með sér. VILTU KAUPA 100 ÞÚSUND KRÓNUR Á RÚMLEGA 75 ÞÚSUND KRÓNUR? Ef þú kaupir 100 þús. kr. skulda- bréf Lýsingar hf., sem kostar nú kr. 75. 641,- ( miðað við gengi þessa viku), færð þú endur- greiddar kr. 100.000,- eftir 3 ár, auk verðbóta. Búnaðarbanki íslands hefur til sölu örugg skuldabréf Lýsingar hf. sem er í eigu Búnaðarbanka íslands, Landsbanka íslands, Brunabótafélags íslands og Sjóvá hf. Bréfin eru verðtryggð til 3 ára. Þau eru seld með afföllum, sem tryggja kaupendum 36% raun- virðisaukningu á tímabilinu, eða 10,8% raunvexti á ári. Söluverð 13.-17. júlí: 75.641,- Söluverð 20.-24. júlí: 75.792,- Söluverð 27.-31. júh': 75.943,- í dag er verðmæti hvers bréfs orðið kr. 102.015,- vegna hækk- unar lánskjaravísitölu. BÚNAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.