Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987. Kvikmyndahús Bíóborg Angel Heart Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05 og 11.15 Arizona yngri Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Moskitóströndin Sýnd kl. 7 og 9. Krókódila Dundee Sýnd kl. 5 og 11.05. Bíóhúsið Bláa Betty Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Bíóhöllin Morgan kemur heim Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Innbrotsþjófurinn Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Lögregluskólinn Allir á vakt Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Morguninn eftir sýnd kl. 5, 7 og 9. Blátt flauel Y Sýnd kl. 9. Litla hryllingsbúðin Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Háskólabíó Herdeildin Sýnd kl. 7, 9.05 og 11.15. Bönnuð innan 16. ára. Laugarásbíó Meiriháttar mál sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Djöfulóður kærasti Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 12 ára, Draumátök Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16. ára. Regnboginn Hættuástacf , Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Dauðinn á skriðbeltum Sýnd kl. 3.10, 5.10, 9.10 og 11.10. A toppinn Sýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05, 9.05, og 11.05 Gullni drengurinn Sýnd kl. 3, 5, 9 og 11.15. Þrír vinir Sýnd kl. 3.15, 5.15, 9.15 og 11.15. Herbergi með útsýni Sýnd kl. 7. Hrafninn flýgur Sýnd kl. 7. Kvikmyndasjóður kynnir Á hjara veraldar Rainbow's End Sýnd kl. 7. Stjömubíó Heiðursvellir sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 Wisdom Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 14 ára TÆKI- FÆRIN eru óteljandi r 1 smáauglýsingum. Smáauglýsinga- síminn er 27022. Kvikmyndir Stjömubíó/Kraftaverk: Kraftleysi Miracles, bandarisk frá Orion Pictures 1986 Leikstjórn og handrit: Jim Kouf Tónlist: Peter Bernstein Aðalhlutverk: Tom Conti, Teri Garr, Paul Rodrigues, Cristopher Lloyd Mikið hefur hlutverkavali Tom Conti farið aftur frá þvi að hann sló eftirminnilega í gegn um árið í kvik- myndinni Reuben, Reuben. I þessari kvikmynd, Kraftaverki, bregst hon- um algerlega bogalistin, að undan- teknum örfáum broslegum senum. Myndin segir frá því hvemig röð kraftaverkakenndra tilviljana verð- ur til þess að fyrrverandi hjón, lögfræðingurinn Jean, leikinn af Teri Garr, og skurðlæknirinn Roger, leikinn af Tom Conti, ná saman á nýjan leik. Eftir að hafa klesst bíl hvort annn- ars í árekstri, sem mexíkanski smákrimminn Juan er valdur að, hefst ævintýrið, þau verða gíslar krimmans og fljúga í glæfralegri flugferð til Mexíkó. Þeim er stungið í fangelsi en sleppa þaðan út og kom- ast ofan í bátskrifli sem lendir auðvitað í fárviðri og loks skolar þeim upp á strönd, við heimkynni villimannasamfélags. Sitt í hvoru lagi auðvitað. Síðan finnast þau á ný í árekstri sem Juan er aftur vald- ur að. Og þá er bara að gifta sig aftur. Dálítið tilviljanakennt þetta. Þótt söguþráðurinn gæti boðið upp á hlægilegar uppákomur þá mis- lukkast það nokkurn veginn alveg í þessari mynd. Teri Garr ofleikur hlutverkið stórlega og þótt hún hafi ekki gert nein stórvirki á leikara- ferli sínum hingað til er þetta þó með því allra lélegasta. Einna helst er hún fræg fyrir hlutverk sitt í kvik- myndinni Tootsie. Spánskættaða leikarann Paul Rodrigues, hér í hlutverki krimmans Juan, áttu bíóáhorfendur kost á að sjá í kvikmyndinni „Herramenn" sem Regnboginn sýndi ekki alls fyrir löngu. Hann var slæmur þá en ill- skárri núna og þ.a.l. eini leikarinn í þessari mynd sem sýnir framfor frá síðasta hlutverki. Hinir gerspilltu mexíkönsku lögreglumenn voru nokkuð skoplegir í byrjun en urðu þreytandi er á leið. Flugmaðurinn Tom Conti og Teri Garr eru ekki alveg upp á sitt besta i kvikmyndinni Kraftaverk. Heldur kraftiaus grínmynd þar. Harry McGraw, leikinn af Cristo- pher Lloyd, var bragðlaus persóna. Verst finnst mér hvað Tom Conti er brugðið í þessari mynd. Vissulega gerir hann það besta sem hægt er úr þessu hlutverki en það býður bara ekki upp á mikið, jafnvel þótt úrvalsleikari reyni að spreyta sig á því. -BTH Á ferðalagi Eyjafjallajökull er í Rangárvalla- sýslu og liggur á milli Þórsmerkur- vegar og hringvegarins. Jökullinn er sá sjötti stærsti á landinu og 1666 metrar á hæð. Úr jöklinum norðan- verðum falla tveir skriðjöklar, Gígjökull, stundum kallaður Fall- jökull, og Steinholtsjökull. I ritröðinni Landið þitt segir meðal annars um Eyjafjallajökul: „í Skarðsannál er getið um gos í Eyjafjallajökli árið 1612. Er sagt að sést hafi til þess um meginhluta Norðurlands og að jökulhlaup hafi fylgt því. Eyjafjallajökull gaus síðast 1821-1823. Þá braust flóð ffarn und- an skriðjökli úr norðanverðum jöklinum. Það stóð aðeins yfir í þrjár klukkustundir en var ægilegt meðan á því stóð. Flæddi það yfir allt lág- lendi hlíða á milli þannig aða hvergi örlaði á steini milli Eyjafjalla og Fljótshlíðar. Allir Markarfljótsaurar urðu að hafsjó. Oft er gengið á Eyjafjallajökul, helst frá Seljavöllum, Mörk eða Fimmvörðuhálsi, og er það tiltölu- lega létt jökulganga. Einnig má nefiia Hátindaleið úr Stakksholti en ein léttasta leiðin er upp úr Langa- nesi hjá Grýtutindi og upp skerja- röðina norðvestan í jöklinum. Vorið 1952 fórst bandarísk björg- imarflugvél á Eyjafjallajökli. í vélinni voru 5 manns en þegar björg- unarleiðangur kom á staðinn nokkru seinna var aðeins lík eins manns á slysstaðnum en sýnilegt að hinir höfðu komist lifandi úr vélinni og haldið burt af slysstað. Þeir komu ekki fram og fimdust ekki þrátt fyrir mikla leit. 12 árum síðar fannst lík eins mannsins svo og giftingarhring- ur af öðrum manni áhafnarinnar og sumarið 1966 fundust svo lík hinna þriggja mannanna í Gígjökli. Haustið 1975 fórst lítil, bandarísk flugvél á Eyjafjallajökli og ein hjón með henni. Eyjafjallajökull. Á jöklinum hafa farist tvær flugvélar. LUKKUDAGAR 14. júlí 46459 Hljómplata frá FÁLKANUM að verðmæti kr. 800,- Vinningshafar hringi í sima 91-82580. Útvarp Ólafur Jóhann Sigurðsson, skáldið í Suðurgötu. DV RÚV, rás 1, kl. 22.20: Skáldið í Suðurgötu - dagskrá um Ólaf Jóhann Sigurðsson Gylfi Gröndal hefur tekið saman dagskrá um Ólaf Jóhann Sigurðsson og rætt við skáldið og verður sú dag- skrá f Ríkisútvarpinu í kvöld. Lesið verður úr verkum hans og fjallað um ljóð hans og sögur. Ólafur Jóharrn hefur verið búsettur í Reykjavík frá 1939 en er fæddur árið 1918 og hefúr stundað ýmsa vinnu jafhhliða ritstörfum. Hann hlaut með- al annars bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs fyrir Ijóðabækumar Að laufferjum og Að brunnum. Hann sótti fyrirlestra um bókmenntir við Col- umbiaháskólann í New York 1943 til 1944. Margt verður því trúlega rætt og skrafað í þættinum um skáldið á Suð- urgötunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.