Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987. Fréttir Sverrir slapp Hæstiréttxir hefur staðfest þann úrskurð borgardóms að vísa frá dómi máli Jafhréttisráðs gegn menntamálaráðherra vegna stöðu- veitingar við heimspekideild Háskóla fslands. Sverrir Hermannsson, þáverandi menntamálaráðherra, skipaði í ársbyrjun 1986 Matthías Viðar Sæmundsson lektor í íslenskum bókmenntum í trássi við meðmæli dómnefhdar heimspekideildar. Mælt var með Helgu Kress sem einnig hlaut 26 atkvæði af 30 í atkvæðagreiðslu innan deildarinn- ar. Jafnréttisráð höfðaði mál og taldi að þama hefði verið um brot á jafhréttislögum að ræða. Niður- staða dómsins var sú að Jafnrétt- isráð sé samkvæmt lögunum bundið þvf ófrávíkjanlega skilyrði að hafa áður beint rökstuddum fyrirmælum um ákveðnar úrbætur til þess aðila sem að mati ráðsins hefði gerst brotlegur. Þess hafi ekki verið gætt og Jafhréttisráð því brostið málshöfðunarheimild. -JFJ Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækur ób 10-14 lb Sparireikningar 3ja mán. uppsógn 13-16 Ab 6 mán. uppsögn 14-20 Ib 12 mán. uppsögn 15-26,5 Sp.vél. 18mán. uppsogn 25-27 Ib Ávísanareikningar 4-12 • Ab Hlaupareikningar 4 8 Ib Innlan verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsógn 2 6 mán. uppsögn Innlán meo sérKjörum 2,5-4 Ab.Úb 10-23.9 Innlán gengistryggð Bandarikjadalir 6-6,5 Úb.Vb, Sterlingspund 7,5-9 Ab Vb Vestur-þýsk mörk 2.5-3.5 Vb Danskarkrónur 8,5-10 Vb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv-) 23-28.5 Lb.Úb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 25-26 eða kge Almennskuldabréf 24-29,5 Úb Viöskiptaskuldabréf(1) kge Allir . HlaupareikningarMirdr.) Útlán verðtryggð 24,5-30 Úb Skuldabréf Ad2.5árum 6,75-8 Úb Til lenqri tíma 6,75-8 Úb Utlántilframleiðslu isl. krónur 21 -24 Úb SDR 7,75-8.25 Bb.Lb. Úb.Vb Bandaríkjadalir 8.75-9.25 Bb.Lb. Sterlingspund 10-11,5 Sp.Vb Bb.Lb, Vestur-þýsk mörk 5,25-5,5 Vb Bb.Lb. Húsnæðislán 3,5 Úb.Vb Lífeyrissjóðslán 5-6,75 Dráttarvextir 36 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala júli 1721 stig Byggingavísitala 320 stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 9% 1. júní VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóöa (uppl. frá Fjárfestin< arfélaginu): Ávöxtunarbréf 1,1561 Einingabréf 1 2,151 Einingabréf 2 1,276 Einingabréf3 1,328 Fjölþjóðabréf 1,030 Kjarabréf 2,152 Lífeyrisbréf 1,081 Markbréf 1,068 Sjóösbréf 1 1,053 Sjóðsbréf 2 1,053 Tekjubréf 1,211 HLUTABREF Söluverö að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.. Almennar tryggingar 112 kr. Eimskip 255 kr. Flugleiðir 175 kr. Hampiðjan 114 kr. Hlutabr.sjóðurinn 114 kr lönaðarbankinn 137 kr. Skagstrendingur hf. 350 kr. Verslunarbankinn 120kr. Útgerðarf. Akure. hf. 150 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki kaupir viðskiptavíxla gegn 25% ársvöxtum, Samv.banki 25% og nokkrir sparisj. 26%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Otvegsbankinn, Vb = Versl- unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkadinn birtast i DV á fimmtudögum. DV Málflutningur um vanhæfískröfu í Hafskipsmálinu: Hafskipsmálið er réttarfarslegt slys - sagði Jónas Aðalsteinsson hrl., einn verjenda Munnlegur málflutningur um kröfu þriggja forráðamanna Hafskips hf. og endurskoðanda félagsins um að ríkis- saksóknari verði dæmdur vanhæfur í Hafskipsmálinu fór fram í sakadómi Reykjavíkur í dag. Við upphaf mál- flutningsins fór nokkur tími í skoð- anaskipti um það hvort nauðsynlegt væri að veijendur legðu fram fleiri gögn í málinu. Lögðu sækjendur áherslu á að það yrði ekki gert en veijendur höfhuðu þeim óskum og voru ýmis gögn lögð fram, þar á með- al ljósrit af fréttum dagblaða á meðan á rannsókn Hafskipsmálsins stóð. í málflutningnum kom það meðal annars fram hjá Guðmundi Yngva Sigurðssyni, verjanda Björgólfs Guð- mundssonar, að ástæða setningar laga um stofnun embættis ríkissaksóknara hefði verið sú að með því yrði réttarör- yggi aukið enda væri ríkissaksóknari óháður og ekki hætta á að hann mis- beitti valdi sínu. Vitnaði Guðmundur Yngvi til umræðna á Alþingi þegar lög um þetta efhi voru sett máli sínu til stuðnings. Varðandi vanhæfi sagði Guðmundur Yngvi að þegar vanhæfi kæmi til álita væri lagður sami mælikvarði á ríkis- saksóknara og dómara því krafist væri að ríkissaksóknari væri hafinn yfir alla gagnrýni. Þetta gerði þær kröfur til ríkissaksóknara að hann væri siðferðilega næmur en Hallvarð- ur Einvarðsson sæi ekkert athugavert við það að stjóma rannsókn máls og taka síðan ákvörðun um það hveijir sættu ákæm og hverjir ekki. Sagði hann að Hafskipsmálið væri réttar- farslegt slys. Það vekti einnig tor- tryggni að ríkissaksóknari vildi ekki upplýsa um samskipti sín og Alberts Guðmundssonar sem veitti honum tvö lán af ráðherrakvótanum svokallaða. Sagði Guðmundur að Hallvarður hefði fengið tvö lán með milligöngu Alberts og annað þeirra væri með mun betri kjörum en tíðkast hefðu á sama tíma; miðað hefði verið við lægri láns- kjaravísitölu en í gildi hefði verið þann mánuð sem lánið var veitt og vaxtafót- ur hefði aðeins verið 2% í stað 8% eins og viðgengist hefði á sama tíma. Þessi kjör hefðu verið ríkissaksóknara til hagsbóta og hann stæði í þakkar- skuld við Albert Guðmundsson vegna þessarar fyrirgreiðslu. Þá hefði sonur Alberts unnið í sumarleyfum undir stjóm Hallvarðs í Rannsóknarlög- reglu ríkisins og hefði hann einnig skrifað kandídatsritgerð undir hand- leiðslu Hallvarðs. Þar sem Albert hefði verið einn þeirra sem til greina hefði komið að ákæra, bæði sem fyrrum formaður stjómar Hafskips og bank- aráðsformaður Útvegsbankans, væri Hallvarður vanhæfur til þess að taka ákvörðun um ákæm á hendur honum enda samband aðila með þeim hætti. Jón Magnússon, veijandi Ragnars Kjartanssonar, sagði að málið snerist um hæfi Hallvarðs Einyarðssonar til þess að gegna embætti rannsóknarlög- reglustjóra ríkisins og síðar ríkissak- sóknara. Sömu kröfur væm gerðar til hæfis rannsóknarlögreglustjóra og ríkissaksóknara. Sagði Jón að óeðlilegt væri að sami maður stjómaði rannsókn meints sakamáls og tæki síðan ákvörðun um ákæm á gmndvelli þeirrar sömu rann- sóknar sem stjómað hefði verið af honum sjálfum. Hann væri þar með að meta eigin störf. Kvaðst Jón hafa óskað eftir því í bréfi til ríkissaksókn- ara að hann viki sæti í málinu en því hefði hann hafiiað. Þá taldi Jón að Hallvarður sem rík- issaksóknari hefði verið búinn að móta sér ákveðna afstöðu fyrirfram enda hefði hann látið hafa eftir sér yfirlýsingar í blöðum á meðan á rann- sókn málsins stóð sem bentu til fyrir- fram mótaðrar afstöðu. Ræddi Jón um lánveitingar til Hall- varðs og taldi hættu á því að vegna þakkarskuldar í garð Alberts Guð- mundssonar gæti ríkissaksóknari ekki litið óhlutdrægt á málið, ekki síst þar sem það snerti þennan velgjörðar- mann hans. Jónas Aðalsteinsson, verjandi Páls Braga Kristjónssonar, krafðist frávís- unar málsins frá dómi eins og aðrir veijendur. Taldi hann að við rannsókn málsins hefðu rannsóknaraðilar verið slegnir blindu og að rannsókn málsins hefði verið undarleg á köflum. Þá hefði ríkissaksóknari látið undan þrýstingi dómsmálaráðuneytisins sem hvatt hefði til málshöfðunar. Sagði hann að þetta mál væri mikið réttarfarslegt slys og bæri að vísa því frá dómi. Ólafur Gústafsson, veijandi Helga Magnússonar, sagði að um ríkissak- sóknara giltu sömu hæfisreglur og um dómara. Sagði hann að málshöfðanir í Hafskipsmálinu og Útvegsbankamál- inu væru reistar á sömu rannsókn, það hefði farið fram ein samfelld rannsókn sem báðar málshöfðanimar hefðu ver- ið reistar á. Sagði Ólafur að af þessu leiddi að ríkissaksóknari væri jafn- vanhæfur til að fara með Hafskipsþátt málsins og Útvegsbankaþátt þess; hann væri vanhæfur til að fara með málið í heild sinni. Sagði Ólafur enn- fremur að tengslin á milli Hafskips hf. og Útvegsbankans hefðu verið óvenju náin. Ólafur sagði að þær reglur giltu að ef hæstaréttardómari viki sæti í máli ef hann lýsti yfir sem hæstaréttardóm- ari áliti sínu á viðfangsefni sem hann síðar færi með. Sama ætti við um ríkis- saksóknara sem áður gegndi störfum rannsóknarlögreglustjóra ríkisins. Jafnframt viki dómari sæti ef sú hætta væri talin vera fyrir hendi að hann gæti ekki litið óhlutdrægt á mál en slíkt ætti við í þessu tilviki. Nefndi hann þessu til stuðnings blaðaviðtöl við Hallvarð Einvarðsson og Þóri Oddsson, yfirmenn rannsóknarlög- reglunnar, þar sem þeir lýstu því yfir að rannsóknin styrkti grun um mis- ferli. Sagði Ólafur að þegar þessar yfirlýsingar hefðu verið gefhar hefði Helgi Magnússon verið yfirheyrður í 2-3 klukkustundir, Ragnar og Björg- ólfur í 1 klukkustund hvor og Páll Bragi hefði aldrei verið yfirheyrður. Af þessum sökum taldi Ölafur ríkis- saksóknara vanhæfan til ákæm í málinu. Jónatan Sveinsson saksóknari hafði orð fyrir sækjendum en auk hans er Bragi Steinarsson saksóknari í málinu fyrir hönd ríkissaksóknara. Sagði hann að meginhluti ræðna verjenda hefðu íjallað um efni sem óviðkomandi væri þessu máli. Spurði Jónatan hversu langt ætti að ganga í þá átt að ræða lánveitingar til Hallvarðs í málflutningnum. Varðandi rannsókn málsins sagði Jónatan að Þórður Bjömsson, fyrrum ríkissaksóknari hefði lagt iínumar um það að hvaða atriðum rannsóknin ætti að beinast og hefði rannsóknarlögreglustjóri, Hallvarður Einvarðsson, farið eftir því í einu og öllu. Hvað þakkarskuld hans í garð Alberts Guðmundssonar varð- aði, vegna milligöngu hans í lánveit- ingum til Hallvarðs, sagði Jónatan það skrítið að því skyldi haldið fram að maður stæði í ævarandi þakkar- skuld við þann sem veitti manni peningalán. Kvaðst hann aldrei hafa orðið var við slíkar tilfinningar hjá sjálfum sér enda þótt hann hefði tekið lán hjá Lífeyrissjóði opinberra starfs- manna eins og Hallvarður. Ekki taldi Jónatan að ríkissaksókn- ari væri vanhæfur til ákæm í málinu þó hann hefði stjómað rannsókninni sem rannsóknarlögreglustjóri. Ekki væri hægt að sínu mati að taka slíkar kröfur til greina. Hingað til hefði ríkis- saksóknari ekki verið vanhæfur til að gefa út ákærur í málum sem hann sjálfur hefði rannsakað. Málflutningi lauk síðdegis í gær og er búist við úrskurði sakadóms síðar í þessari viku. Málið dæmir Haraldur Henrýsson sakadómari. -ój Tveir verjenda, þeir Jón Magnússon hdl. og Jónas Aðalsteinsson hrl. Við upphaf málflutnings i sakadómi i gær. DV-myndir JAK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.