Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Blaðsíða 20
20
21
íþróttLr
• Hallgrímur Jónsson.
Glæsimet
Hallgríms
- í flokki 60 ára í kríngiu
Hallgrímur Jónsson, íslandsmet*
hafi í krínglukasti á árum áður,
sem nú er sextugur að aldri, gerði
sér lítið fyrir sl. sunnudag og kast-
aði kringlunni 38,90 metra. Það er
Islandsmet í flokki 60 ára og eldri,
- langbesti árangur í þeim flokki
sem náðst heftir hér á landi.
Afrekið vann Haligrímur á inn-
anfélagsmóti KR í Laugardal.
Elías Sveinsson, sem er 35 ára,
sigraði. Kastaði 40,30 metra. Hall-
grímur varð annar með 38,90 m. I
kúluvarpinu varpaði Elías 12,26
m, Hallgrímur 11,68 m.
Þingeyingurinn Haligrímur
Jónsson frá Kaxamýri var áður
fyrr lengi í hópi bestu írjálsíþrótta-
manna Isiands. Hann sétti íslands-
met í kringlukasti, 56,05 m, 1964.
Árangur hans á sunnudag hjá sex-
tugum manni er mjög góður og
Hallgrímur virðist hafa alla mögu-
leika á að setja heimsmet í aldurs-
flokknum.
-hsím
íslandsmet
hjá Helgu
Heiga Haiidórsdóttir setti nýtt
íslandsmet í 400 metra grinda-
hlaupi í gærkvöldi, hljóp á 57.57
sekúndum á heimsmeistaramóti
stúdenta sem fram fer um þessar
mundir í Zagreb í Júgóslavíu.
Helga átti einnig gamia metið í
greininni.
-JKS
Uwe Hohn er
steinhættur
- Kastar ekki spjóti framar
Eins og lesendur DV sjá á upptaln-
ingunni á bestu afrekunum í heimin-
um í ár í spjótkasti hér annars staðar
á síðunni, er þar ekki að finna nafn
Austur-Þjóðverjans Uwe Hohn.
Sem kunnugt er hefur enginn maður
kastað spjóti lengra en Hohn sem nú
hefúr tilkynnt að hann sé hættur að
iðka íþrótt sína vegna þrálátra meiðsla
í baki. Þetta tilkvnnti Hohn í gær,
• Uwe Hohn kastar ekki spjóti fram-
ar.
aðeins þremur dögum fyrir 25. af-
mælisdaginn.
• Uwe Hohn vakti feiknalega at-
hygli þegar hann setti nýtt heimsmet
með gamla spjótinu, bætti fyrra heims-
metið um rúma fimm metra og kastaði
104,80 metra, 20. júlí árið 1984. Nokkuð
sem hverjum manni þótti ómögulegt.
Það var ekki síst vegna þessa risa-
kasts Austur-Þjóðverjans að ákveðið
var að færa þyngdarpunkt spjótsins
framar til að draga lir kastlengd kepp-
enda. Spjótkastkeppni fer gjaman
fram í öðrum enda íþróttavalla en
óskapleg köst Uwe Hohn voru farin
að ógna áhorfendum á hinum enda
vallanna.
• Uwe Hohn skaust fram á sjónar-
sviðið 1981 er hann varð Evrópumeist-
ari í unglingaflokki og ári síðar sigraði
hann í fullorðinsflokki sama móts í
Aþenu. Þá fóru meiðsli að setja strik
í reikninginn. Árið 1983 keppti hann
aldrei og árið eftir missti hann af OL
í LA vegna ákvörðunar austur blokk-
arinnar um að hundsa leikana. Árið
1985 varð hann heimsmeistari og Evr-
ópumeistari. Hann náði aldrei að
kasta nýja spjótinu að ráði og hyggst
nú einbeita sér að þjálfun spjótkast-
ara. -SK
Gould sljóri
hjá Wimbledon
Bobby Gould, sem lék með Arsenal
hér á Laugardalsvellinum á árum áður
og var einnig kunnur miðherji hjá
Úlfunum og Coventry, hefur verið ráð-
inn stjóri enska l.deildarliðsins
Wimbledon. Kemur hann í stað Dave
Bassett sem stjóri hjá Lundúnaliðinu
en Bassett ræður nú ríkjum hjá félagi
Eltons John, Watford. Siðustu árin
hefur Bobby Gould verið stjóri Bristol
Rovers eftir að hann var látinn hætta
störíúm sem slíkur hjá Coventry. Við
stöðu hans hjá Rovers tekur annar
kunnur kappi, Gerry Francis, fyrrum
fyrirliði enska landsliðsins. Hann lék
lengstum með QPR en einnig hjá Bri-
stol-liðinu undir stjóm Gould. Hann
er aðeins 35 ára og því möguleiki á
að hann leiki einnig með Rovers.
Francis var valinn úr hópi 10 umsækj-
anda sem sóttu um starfið. -hsím
Björgvinvann
í 8. skiptið
- á meistaramóti GA
• Verðlaunahafar á Mitsubishimótinu ásamt Skúla Ágústssyni, eiganda
Höldurs sf.
Kristján hlutskarpastur
- á Mitsubishi goifmótinu á Akureyri
Gyffi Kri3tjáiisscn, DV, Akureyri;
Kristján Hjálmarsson, kylfingur frá
Húsavík, varð sigurvegari á Mitsubis-
hi-open golfrnótinu sem fram fór
nýverið á Akureyri. Kristján sigraði í
keppni án forgjafar og lék á 149 högg-
um.
Sverrir Þorvaldson, GA, varð í öðm
sæti á 155 höggum og Sigurður Haf-
steinsson, GR, þriðji á 156 höggum.
• I keppninni með forgjöf varð Egg-
ert Eggertsson, GA, hlutskarpastur á
131 höggi, Pétur Hr. Sigurðsson, GA
varð annar á 136 höggum og Kristján
Hjálmarsson, GH, þriðji á 139 höggum.
• Höldur h/f gaf öll verðlaun til
mótsins og lagði auk þess til bifreið
sem ekki gekk út. Fjölmörg aukaverð-
laun voru í boði en þess má geta að
Jón Aðalsteinsson, GA, varð næstur
holu á 18. braut og hlaut Mitsubishi
bílasíma að launum.
-SK
Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Björgvin Þorsteinsson sigraði á
meistaramóti Golfklúbbs Akureyrar
sem fram fór um helgina og er þetta í
8. skipti sem hann fer með sigur af
hólmi. Björgvin setti vallarmet á fyrsta
degi og náði strax afgerandi forystu.
Hann lék á 306 höggum. Annar varð
Þórhallur Pálsson á 315 höggum og
þriðji Kristján Hilmir Gylfason á 316
höggum.
• Inga Magnúsdóttir sigraði í
kvennaflokki og vann einstakt afrek.
Sigur Ingu var sá níundi í röð. Inga
lék á 363 höggum og var í algerum
sérflokki í meistaraflokki kvenna.
• Gunnar Sólnes vann í 1. flokki karla
á 328 höggum.
• Óli Magnússon sigraði í 2. flokki
karia á 348 höggum.
• I 1. flokki kvenna sigraði Aðalheiður
Alfreðsdóttir á 430 höggum.
• Ragnar Steinbergsson sigraði í öldun-
gaflokki á 287 höggum.
• Eggert Eggertsson vann unglinga-
flokkinn á 337 höggum.
• Þórleifúr Karlsson sigraði í drengja-
flokki á 339 höggum.
• Oddur Jónsson bar sigur úr býtum í
3. flokki karla á 380 höggum.
• 14. flokki sigraði Guðjón Guðmunds-
son á 423 höggum.
• Bryndís Kristjánsdóttir lék á 260
höggum í 2. flokki kvenna og sigraði.
• Alls tóku 80 manns þátt í mótinu sem
var það 50. í röðinni. _gj{
íþróttii
• Einarvn-
hjálmsson, sem
setti glæsilegt
Norðurlandamet
á Húsavík um
helgina, er ellefti
best spjótkastari i
heimi í dag. Einar
er bjartsýnn á enn
betri árangur i
sumar.
- TVeir íslendingar á lista yfir 20 bestu spjótkastara í heimi
Afreksmennimir Einar Vilhjálmsson og Sigurður
Einarsson eru báðir á meðal tuttugu bestu spjót-
kastara heimsins. Þetta kemur fram á glænyjum
afrekalista bestu spjótkastara heims sem birtur
var í gær. Sem kunnugt er setti Einar Vilhjálms-
son nýtt Norðurlanaamet á landsmótinu á
Húsavík um síðustu helgi er hann kastaði 82,96
metra. Þessi glæsilegi árangur fleytti Einari í ell-
efta sætið á heimslistanum.
. li
Aiív
• Siguróur Einarsson er sem stendur
átjándi besti spjótkastari heims. Sigurð-
ur hefur verið i mikilli framför undanfar-
ið og á eflaust eftir að gera enn betur
í framtíðinni.
Heimsmethafinn, Jan Zelezny frá
Tékkóslóvakíu, er vitanlega í efsta sæti
listans en heimsmet Tékkans er 87,66
metrar þannig að Einar vantar aðeins
4,70 metra í heimsmetið.
Sigurður Einarsson í átjánda
sætinu
Sigurður Einarsson er einnig á um-
ræddum lista og vermir átjánda sætið.
Er þetta í fyrsta skipti sem tveir íslensk-
ir spjótkastarar eiga sæti á þessum
merka lista og sýnir vel snilli Einars og
Sigurðar. Þá vekur athygli að aðeins
þrír Norðurlandabúar eru á listanum,
auk okkar manna Dag Wennlund frá
Svíþjóð sem Einar tók Norðurlandamet-
ið af á Húsavík.
Listinn yfir tuttugu bestu spjótkastara
í heimi lítur annars þannig út:
1. JanZelezny.Tékkóslóvakíu
2. KlausTafelmeier, V-þýskal
3. Michael Hill, Bretlandi.
4. Viktor Yevsyukov, Sovétr...
5. Lev Shatilo, Sovétr.....
6. KazuhiroMizoguchi, Japan
7. Roald Bradstock, Bretl..
8. Sejad Krdzalic, Júgósl..
9. Tom Petranoff, USA......
10. Brian Crouser, USA.....
11. EinarVilhjálmsson.Isl...
12. Duncan Atwood, USA.....
13. DagWennlund,Svíþjóð....
14. GeraldWeiss, A-Þýskal..
15. Sergey Gavras, Sovétr.
...87,66
...86,68
...85,24
....85,16
....84,30
....84,16
....83,84
....83,34
....83,22
....83,00
....82,96
....82,74
....82,64
.81,76
.81,74
16. Detlef Michel, A-Þýskal.....81,56
17. Nicu Roaata, Rúmeníu........81,16
18. SigurðurEinarsson,Islandi....:..80,84
19. VolkerHadwig, A-Þýskal......80,74
20. Heine Puuste, Sovétr........80,62
Vantar lítið upp á enn betri sæti
Eins og sést á listanum hér að ofan er
í mörgum tilfellum lítill munur á köstur-
unum og til að mynda vantar Einar
Vilhjálmsson aðeins 1,34 metra i fimmta
sætið. Og Sigurð Einarsson vantar að-
eins 2,12 metra í ellefta sætið sem Einar
situr í.
Geta bætt sig enn frekar
í framtíðinni
Af framansögðu má ljóst vera að þeir
félagar eiga að geta gert enn betur í
framtíðinni. Sjálfúr hefúr Einar lýst því
yfir að hann hafi sjaldan eða aldrei ver-
ið í svo góðri æfingu sem nú en eins og
fram hefur komið í DV hefúr hann alger-
lega sloppið við meiðsli í nokkuð langan
tíma.
Sigurður Einarsson á mikið inni, að
sögn fróðra manna. Það verður því gam-
an að fylgjast með þeim félögum í
spjótkasti í náinni framtíð.
-SK
Einar ellefti
besti
heimi
Bj örgvin Þorsteinsson og Inga Magnúsdóttir báru
sigiu- úr bytum á meistaramóti Golfklúbbs Akureyrar sem fram fór um síðustu
helgi. Björgvin lék mjög vel og vann sigur á mótinu í 8. skipti. Inga bætti um
betur og sigraði á 9. mótinu í röð. Hefur hún lengi verið í nokkrum sérílokki
í meistaraflokki kvenna fyrir norðan. DV-mynd Gylfi Kristjánsson/Akureyri
„Þá var ég órakaður og
óhvíldur eins og sagt er‘1
- Eðvarð Þ. Eðvarðsson á 15. besta tímann í 100 metra baksundi
Rotff áfram
í Bayer
Leverkusen
Ekkert verður af því að þýski lands-
liðsmaðurinn Wolfgang Rolff leiki með
ítalska liðinu Avellino næsta keppnis-
tímabil, að því er talsmaður Bayer
Leverkusen skýrði frá í gær. Rolff hafði
náð samkomulagi við Avellino um kaup
og kjör. Hins vegar vildi Bayer Leverk-
usen fá 2,8 milljónir marka fyrir leik-
manninn, tæpar 60 milljónir króna, en
Avellino vildi ekki borga rneira en 2,2
raillj.marka.
-hsím
Klaus Tafel-
meier kast-
aði 86,64m
Vestur-þýski spjótkastarinn, Klaus
Tafelmeier, náði mjög góðum árangri á
vestur-þýska moistaramótinu í gær-
kvöldi. Tafelmeier sigraði í spjótkastinu
og kastaði 86,64 metra Sem er þriðja
lengsta kastið í heiminum í ár. Tafelmei-
er hefúr kastað fjórum sentimetrum
lengra í ár, 86,68 metra.
-hsím/-SK.
„Ég náði þessum tíma á alþjóðlegu
sundmóti í Edinborg fyrir tveimur
mánuðum síðan. Ég var þá óhvíldur
og órakaður eins og sundmenn orða
það. Undir venjulegum kringumstæð-
um á ég að geta bætt tímann enn
betur,“ sagði Eðvarð Þór Eðvarðsson
í samtali við DV.
Nýlega var birtur listi yfir bestu
sundafrekin í heiminum fyrstu sex
mánuði ársins og kemur þá fram að
Eðvarð Þór á fimmtánda besta tímann
í 100 metra baksundi, 58.10 sekúndur.
Eins og kom fram í máli Eðvarðs hér
á undan, náði hann þessum tíma
þreyttur og ætti því góða möguleika
á að bæta tímann á þeim mótum sem
framundan eru á næstunni.
Eini frá Norðurlöndum meðai
þeirra bestu
Bandaríkjamaðurinn Mark Tewks-
bury hefur náð bestum tíma í ár í
þessari grein, tímanum 55.97 sekúnd-
um sem er jafnframt bandarískt met.
I öðru sæti er Dirk Richter frá Austur-
Þýskalandi á 56.57 sekúndum og í
þriðja sæti er Sergey Zabolotnov frá
Sovétríkjunum á 56.78 sekúndum. Eð-
varð Þór er eini Norðurlandabúinn
H sem kemst í hóp þeirra bestu.
I hópi bestu baksundsmanna í
heiminum
Engum blöðum er um það fletta að
Eðvarð Þór er kominn í hóp allra
fremstu baksundmanna í heiminum
en að baki þessum árangri liggja þrot-
lausar æfingar sem eru famar að skila
árangri svo um munar. Að vera kom-
inn í hóp bestu sundmanna í heiminum
er talandi dæmi. Eðvarð Þór á meðal
annars Norðurlandamet í 200 metra
baksundi sem er 2:03.03 sem hann setti
á Heimsmeistaramótinu í Madrid í
fyrra.
Evrópumeistaramótið næsta
stórverkefnið
„EvTÓpumeistaramótið í Strassborg
í Frakklandi sem haldið verður í
ágúst, er stærsta verkefnið sem frarn-
undan er og stefni ég að sjálfsögðu á
að gera mitt besta á þvi móti. Það fer
eftir forminu hverju sinni hvaða ár-
angri maður nær á Evrópumótinu en
þar verður við ramman reip að draga
þvi þar verða samankomnir bestu
sundmenn Evrópu." sagði Eðvarð Þór
ennfremur.
Tekur hvíld frá skólagöngu
næsta vetur
„Ég hef sett mér það takmark að vera
í toppformi þegar Ólympíuleikamir hefjast
i Seoul á næsta ári og til að leggja enn
meiri áherslu á góðan árangur þar, hef ég
ákveðið að taka taka mér hvíld frá skóla-
göngu næsta vetur. Þetta ákvað ég að vel
athuguðu máli en annað er ekki hægt ef
ég á að ná toppárangri," sagði Eðvarð Þór
Eðvarðsson að lokum.
Um næstu helgi fer fram Sundmeistara-
mót Islands og verður Eðvarð Þór meðal
keppenda ásamt okkar fremsta sundfólki.
Eðvarð Þór hefúr ákveðið að synda þá
1500 metra baksund en það hefur ekki
áður verið synt hérlendis. Einnig ætlar
hann að synda 400 metra fjórsund og hefur
jafhframt lofað meti í því sundi. Ánnars
segist Eðvarð Þór líta ó þetta mót sem
æfingamót hvað sig varðar.
Þess má að lokum geta að Eðvarð Þór
er í efsta sæti í karlaflokki í Bikarkeppni
einstaklinga, hefúr samtals hlotið 4449 stig
í þeim mótum sern hann hefur tekið þátt
í vetur. 1 kvennaflokki er Ragnheiður
Runólfsdóttir efst með 3947 stig samtals.
-JKS
• Eðvarð Þór Eðvarðsson, sundmaðurinn snjalli úr Njarðvikum.