Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Síða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987. Andlát Helga Guðleifsdóttir, Hverfisgötu 48, Hafnarfirði, lést í St. Jósefsspít- ala þann 11. júlí. Einar Þorsteinsson, Boðahlein 11, . Garðabæ, lést í Landspítalanum 12. júlí. Isleikur Jónsson, Vestmannabraut 59, Vestmannaeyjum, andaðist á sjúkrahúsi Vestmannaeyja 12. júlí. Jean Jóhann Franksson De Fonteany, Útgörðum, Hvolhreppi, er látinn. Sigurbjörn Ingvarsson, frá Þór- oddsstöðum í Grímsnesi, andaðist í Borgarspítalanum sunnudaginn 12. júlí. Þorsteinn Þorbjörnsson, Sörla- skjóli 18, Reykjavík, lést í Landa- kotsspítalanum að morgni 13. júlí. 'Útför önnu Jónsdóttur ljósmynd- ara, Hafnarfirði, fer fram frá Hafnar- fjarðarkirkju miðvikudaginn 15. júlí kl. 13.30. Kristín Þorsteinsdóttir frá Ytri- Þorsteinsstöðum, til heimilis að Fannborg 5, Kópavogi, lést 1. júlí síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fjóla Sigmundsdóttir, til heimilis að Skúlagötu 54, andaðist í Borg- arspítalanum 12. júlí. Útförin fer fram fimmtudaginn 16. júlí kl. 10.30 í Fossvogskapellu. Jóhann S. Sigurðsson til heimilis að Grænumýri 8, Akureyri, sem lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 11. júlí, verður jarðsungin í Akur- ■ eyrarkirkju fimmtudaginn 16. júlí kl. 13.30. Tilkyimingar Nýr aðalstjórnandi ráðinn til Sinfóníuhljómsveitar íslands Á fundi stjórnar Sinfóníuhljómsveitar Is- lands 9. júlí sl. var samþ.vkkt að ráða fmnska hljómsveitarstjórann Petri Sakari sem aðalstjórnanda hljómsveitarinnr frá hausti 1988 til tveggja ára. Petri Sakari er tæplega þrítugur að aldri, fæddur í Helsinki í Finnlandi 1958. Hann nam fyrst fiðluleik en sneri sér síðan að námi í hljómsveitarstjórn og lauk prófi 1983 með mjög góðum vitnisburði frá Sibelíusar- akademíunni í Helsinki. Petri hefur stjórnað hljómsveitinni á tvennum tón- leikum sem haldnir voru í fyrravetur og í vor stjómaði hann hljómsveitinni við hljóðritun sem gefin verður út á geisla- diski á næsta ári. Undanfarin ár hefur Petri Sakari aðallega starfað í Finnlandi og Svíðþjóð við hljómsveitarstjórn. Síðla í október er Petri Sakari væntanlegur hingað til lands þar sem hann mun starfa með Sinfóníuhljómsveit Islands um tíma. Jónatan Guðni Jónatanson, Litlu-Heiði, Mýrdal, er lést í sjúkra- húsi Vestmannaeyja 6. júlí síðastlið- inn, verður jarðsunginn frá Reyniskirkju, Mýrdal, þann 15. júlí kl. 14. Skarphéðinn Guðbrandsson frá Bifröst, Ólafsvík, andaðist í Landsp- ítalatium sunnudaginn 12. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. júlí kl. 15. Tapað - Fundið Læða týnd í Kópavogi Tapast hefur hálfvaxin læða frá Fífu- hvammsvegi 19, Kópavogi. Hún er ljós- brún, svört og hvít og er með hálsband, merkt Skotta, sími 40860. Fundarlaun. Börn eiga ekki að sitja laus í bílum, allra síst í framsæti Að undanförnu hafa Umferðarráði borist fjölmargar ábendingar frá fólki. víðs vegar af landinu, um að setið sé undir smáböm- um í framsætum bíla. Þrátt fyrir þá staðreynd að öryggisbúnaður fyrir alla aldurshópa er til eru alltaf einhverjir trassar á ferð. Á sl. 5 árum hafa að meðal- tali um 50 börn slasast árlega sem farþegar í bílum. Ekkert þeirra var í bílstól eða bílbelti. Auk þess er vitað um fjölmörg slys á börnum í bílum sem ekki eru til- kynnt til lögreglu. Mikilsvert er að venja böm á að sitja alltaf í barnabílstólum, jafnt á stuttum ferðum sem löngum. Slys gera ekki boð á undan sér. Barninu, sem vanið er á að sitja í bílstólum/beltum allt- af, veitist auðvelt að nota öryggisbúnað áfram í lífinu. Börn eiga rétt á því að vera ömgg í bíl og búnaður til þess að verja þau er fáanlegur. Aðalvandamálið er að fá fólk til þess að útvega sér þennan örygg- isbúnað og nota hann síðan. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 11., 17. og 24. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign- inni Klausturhvammi 22, Hafnarfirði, þingl. eign Harðar Einarssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði og Iðnaðarbanka íslands á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, föstudaginn 17. júlí 1987 kl. 14.30. ______________________Bæjarfógetinn i Hafnarfirði Nauðungaruppboð sem auglýst var í 135., 141. og 146. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Miðvangi 115, Hafnarfirði, þingl. eign Gunnars Gunnarssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði og Guðjóns Steingrímssonar hrl. á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, föstudaginn 17. júli 1987 kl. 15.45. _____________________Bæjarfógetinn í Hafnarfirði Nauðungaruppboð sem auglýst var í 163. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 og 2. og 5. tölu- blaði þess 1986 á eigninni Trönuhrauni 7, Hafnarfirði, þingl. eign Akra hf., fer fram eftir kröfu Iðnlánasjóðs, Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði og Gjald- heimtunnar í Reykjavík á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, föstudaginn 17. júlí 1987 kl. 13.30. ________________Bæjarfógetinn í Hafnarfirði Sérkort af Skaftafelli Landmælingar Islands hafa sent frá sér nýtt sérkort af Skaftafelli í mælikvörðun- um 1:25 000 og 1:100 000. Kortin eru vönduð að allri gerð og sýna vel Skafta- fell og útivistarsvæðið í kring um Öræfa- jökul. Kortin fást bæði flöt og brotin í kortaverslun Landmælinga Islands að Laugavegi 178 og á helstu sölustöðum korta. Einnig em komnar út 23 nýjar útg- áfur af Atlasblöðunum í mælikvarðanum 1:100 000. I kortabúðinni að Laugavegi fást einnig fleiri sérkort og önnur kort er gefin hafa verið út hjá stofnuninni. Einnig fást öll helstu ferðakort á um 200 útsölu- stöðum um land allt. Göngukort yíir / HORNSTRANDIR Rambiers map of HORNSTRANDIR 1 ;100 000 Göngukort af Hornströndum Göngukort af Hornströndum, í mæli- kvarðanum einn á móti hundrað þúsund, er komið út á vegum Landmælinga Is- lands. Kortið sýnir allar helstu gönguleið- ir um Hornstrandir. Einmitt kort sem nauðsynlegt er að taka með sér þegar haldið er á þessar slóðir. Kortið fæst í kortabúðinni að Laugavegi 178. Einnig fást öll helstu ferðakort á um 200 útsölu- stöðum um land allt. Spalcmælið Öll veröldin er leiksviö og allir menn og konur aöeins leikendur. Shakespeare. Nordex - ný norræn við- skiptasímaskrá Póst- og símamálastofnunin hefur sent frá sér símaskrá yfir útflutnings- og þjónustu- fyrirtæki á Norðurlöndunum. Skráin er sameiginlegt verkefni símamálastjórn- anna á Norðurlöndum og verður gefin út árlega. Hún er prentuð í fimm mismun- andi útgáfum, þ.e. á máli hvers lands fyrir sig, þó efnið sé það sama í þeim öllum. Nordex er skipt í tvennt, starfsgreinaskrá og nafnaskrá. I henni er að finna upplýs- ingar um rúmlega 10.000 fyrirtæki á Norðurlöndum. Nordex er ætlað að greiða fyrir samskiptum á milli landanna og auð- velda leiðir að nýjum viðskiptasambönd- um. Nordex 1987 verður dreift ókeypis til þeirra er þess óska á meðan upplag endist. Hótel Lind í maíbyrjun sl. var opnað við Rauðarár- stíg í Reykjavík Hótel Lind þar sem áður var Hótel Hof. Hafði hótelið verið lokað frá áramótum sl. og gerðar á húsnæðinu miklar breytingar, m.a. voru öll herbergi endurnýjuð. Hótelið býður upp á þægileg eins og tveggja manna herbergi með wc, sturtu, sjónvarpi, útvarpi og síma. Auk þess er veitingasalur þar sem framreiddur er morgunverður af hlaðborði, hádegis- verður, kaffi og tertuhlaðborð með heimabökuðum krásum auk kvöldverðar alla daga á mjög sanngjörnu verði fyrir hótelgesti og aðra. Að auki hefur hótelið vínveitingaleyfi. Hótelið hefur einnig upp á að bjóða veislu-, funda-, og ráðstefnusal fyrir allt að 100 manns, með öllum tækjum sem þarf til slíkrar starfsemi, auk telex og ljósritunaraðstöðu. Hótelið leggur mikla áherslu á þægilegt, persónulegt og rólegt yfirbragð. Leiðrétting Hér i blaðinu í gær var birt athuga- semd Þráins Hafsteinssonar flug- manns um frásögn farþega sem hélt því fram að hurð hefði rifhað upp á flugvél sem hann ferðaðist með. I fyrirsögn var Þráinn neíhdur „flug- maður Amarflugsvélarinnar". Amar- flug hefur beðið um að þessi íyrirsögn verði leiðrétt. Arnarflug á hvorki um- rædda vél né heldur er Þráinn Haf- steinsson flugmaður hjá Amarflugi. Þessari leiðréttingu er hér með komið á framfæri. Verðbólgustigið: Liðlega 23% í júní Hækkun framfærslúvísitölunnar í júnímánuði varð 1,75% og jafngildir það liðlega 23,1% verðbólgu þennan mánuðinn. Hækkun vísitölunnar síðustu tólf mánuði jaíngildir 18,8% verðbólgu og hækkun undanfama þijá mánuði jafn- gildir 21,8% árshækkun. Þá hækkaði lánskjaravísitalan um liðlega 2% á milli mánaða. -ój Sr. Sigurður Pálsson vígslubiskup látinn Sr. Sigurður Pálsson, vígslubiskup á Selfossi, lést aðfaranótt 13. júlí sl., 86 ára gamall. Sr. Sigurður fæddist i Haukatungu í Hnappadalssýslu 8. júlí 1901. Hann varð sóknarprestur í Hraungerðis- prestakalli árið 1933 og gegndi því starfi til ársins 1971. Hann varð pró- fastur í Ámesprófastsdæmi árið 1956 og vígslubiskup Skálholtsbiskups- dæmis 1966. Eftirlifandi eiginkona sr. Sigurðar er Stefanía Gissurardóttir og varð þeim 7 bama auðið. -ój Rockall leiðangurinn: Bretar samþykkja Bretar hafa tilkynnt að þeir muni ekki standa í vegi fyrir þvi að rann- sóknarleiðangur íslendinga, Dana og Færeyinga á Rockall-svæðið fari fram samkvæmt áætlun. Áður höfðu Bretar lýst því yfir að þessi leiðangur yrði heimilaður i haust en þá eru aðstæður orðnar slæmar á þessu svæði. Á fjárlögum hafa verið veittar 20 milljónir króna til þessara rannsókn- arstarfa og er undirbúningur leiðang- ursins í fullum gangi. Verður sérstakt skip, ætlað til leitar á hafsbotni, leigt til ferðarinnar. -ój Gáfu Háskólanum húsnæði „Þeir hafa leigt hjá okkur undanfar- in 10 ár og þar fer fram góð starfsemi sem skilar sér út í þjóðfélagið þó að það fari ekki hátt. Við höfum haft þetta lengi í huga og vildum með þessu sýna Háskólanum þakklæti fyrir fram- lag hans til þjóðarinnar, þessu er vel varið,“ sagði Margrét Finnbogadóttir en hún og maður hennar, Sigurgeir Svanbergsson, hafa gefið Háskóla ís- lands hæð að Sigtúni 1. Háskólinn hefur haft efri hæðina að Sigtúni 1 á leigu frá því árið 1976. Hæðin er 386 fermetrar og er bruna- bótamatið um 11 milljónir. Húsið verður áfram notað á sama hátt og fyrr en þar hefur verið aðsetur heil- brigðisfræði, heimilislæknisfræði, félagsfræði og örverufræði, sagði Stef- án Sörenssen háskólaritari. „Slík gjöf sem þessi er ómetanleg og bætir stöðu skólans," sagði Stefán. Margrét sagði að þau hjónin vonuð- ust til að þessi gjafaafhending þeirra yrði öðrum gott fordæmi og hvatning til að leggja eitthvað fram til stuðn- ings Háskólanum. -JFJ Hjónin Margrét Finnbogadóttir og Sigurgeir Svanbergs- son ásamt barnabarni sínu, Sigurgeiri Agnarssyni. nusio ao bigtum 1. Margret og Sigurgeir hafa gelið i skólanum efri hæð hússins. DV-myndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.