Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr. Verð í lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Ollie skáti í leikhúsinu „Ef þingið hefði gert skyldu sína, hefði ég ekki þurft að gera þetta,“ sagði Oliver North, fyrrum öryggisfull- trúi Reagans Bandaríkjaforseta, nýlega í yfirheyrslu hjá þingnefnd. Hann hefði ekki þurft að ljúga og stela, falsa skjöl og eyða þeim, ef þingið hefði gert skyldu sína. Þetta brenglaða viðhorf til leikreglna þjóðfélagsins er gamalkunnugt og útbreitt. Við þekkjum spakmæli, sem segir, að nauðsyn brjóti lög. Við eigum nýjan for- sætisráðherra, sem keypti Mjólkursamsöluhús og óperu, af því að Alþingi hafði ekki gert skyldu sína. Komið hefur greinilega í Ijós, að öryggisnefndarliðið í kjallara Hvíta hússins, allt frá Fanny Hall og upp úr, taldi nauðsyn brjóta lög og naut til þess stuðnings þá- verandi yfirmanns leyniþjónustunnar, sem nú er látinn. „Stundum verður að fara hærra en lögin,“ sagði Fanny. Efnisatriði þessa máls hafa vakið minni ólgu í Banda- ríkjunum en leikhúsið í kringum höfuðpersónurnar. Samanlagt eru Fanny og Ollie og fleira fólk eins og í óraunverulegri James Bond bíómynd. Sem hetjur tjalds- ins og skjásins eru þau orðin að almenningseign. Framganga Olivers Norths í sjónvarpi vekur mikla athygli. I yfirheyrslum leikur hann hlutverk hins góða skáta, sem ávallt er reiðubúinn. Með barnslegum og heiðskírum svip rekur hann, hvernig hann hefur barizt við hið illa og gert skyldu sína, er þingið brást. Þetta hefur gert hann að ljúflingi fjölda fólks í Banda- ríkjunum. Aðdáunarbréfm berast í stríðum straumum. Háværar hugmyndir eru um, að hann verði kosinn næsti forseti Bandaríkjanna. Við liggur, að telja megi, að hann yrði sjálfkjörinn, ef hann kvæntist Fanny Hall. Vestrænt þjóðskipulag er komið í mikla hættu, þegar viðbrögð mikils fjölda fólks eru í þessum dúr. Áhorfend- ur eru þá í nokkrum mæli hættir að gera greinarmun á draumaheimi Bonds og raunverulegum afbrotaheimi Norths. Sjónvarpsfréttir og sápa renna saman í eitt. Sjónvarpið er að eðlisfari afþreyingarmiðill fremur en fréttamiðill. Fréttir þess þarf að beygja undir hin myndrænu lögmál leikhússins. Áhorfendur muna betur eftir einföldum eða ílóknum klæðasmekk fréttaþularins en innihaldi fréttanna, sem hann var að segja. Kennig Marshalls McLuhans er, að miðillinn sjálfur sé skilaboðin, sem hann flytur. Það skilst illa á ís- lenzku. Hefði hann unnið á Keflavíkurvelli á tíma frægrar gamansögu, hefði hann orðað þetta svo, að hjól- börurnar séu hlassið, sem smyglað er út af vellinum. Hið alvarlegasta í máli þessu er, að áhorfendur trúa betur fréttum sjónvarps en lesendur trúa fréttum prent- aðra fjölmiðla. Þetta hefur hvað eftir annað verið mælt í Bandaríkjunum og raunar einu sinni líka hér á ís- landi. Leikhúsið er trúverðugra en raunveruleikinn. Bandaríkjamenn eru orðnir svo grátt leiknir af sjón- varpi, að sjónvarpssápa er orðin að veruleika margra. Einföld og brengluð heimsmynd sækir fram. Þetta hefur á síðustu árum meðal annars komið fram í grófari dólgs- hætti í bandarískri framkomu við bandamannaþjóðir. Mesta hvalveiðiþjóð heims ætlar að beita viðskiptaof- beldi til að skrúfa fyrir tiltölulega litlar hvalveiðar íslendinga. Mesta haftaþjóð heims er sífellt að beita viðskiptaofbeldi gegn Japönum og Vestur-Þjóðverjum. Stefnan vestra er að sjá aldrei bjálka í eigin auga. Hetja hins nýja óraunsæis úr bíómyndum og sjón- varpsfréttum er þessa dagana skúrkurinn Oliver North, sem hefur svo einstaklega skátalegan svip í leikhúsinu. Jónas Kristjánsson „Röksemdafærslan minnir á molbúann sem stofnaði katta- og músabúgarð til skinnaframleiðslu. Kettina ætlaði hann að fóðra með músum og mýsnar á kattakjöti og spara sér þannig fóðurkaup." Ryð og rof Fyrir nokkrum árum átti ég kost á því að koma til Færeyja. Þórshöfn minnti á margan hátt á íslenskt sjáv- arþorp. Eitthvað var frábrugðið. Ekki aðeins mál og málnotkun sem virkaði oft örlítið kímin því þegar íslendingar flá roðfletta Færeyingar. Eftir nokkra eftirgrennslan kom í ljós hvað vantaði. Snyrtimennska virtist í íyrirrúmi og eyjamar eru vel grónar. Hvergi sást ryðgað báru- jám eða annað jámadrasl sem var til skamms tima allt of einkennandi fyrir íslensk þorp og bæi, né vom þar nokkur rof. Síðan þetta var hefur okkur geng- ið þokkalega í baráttunni við ryðið þó minnisvarðar letinnar blasi enn allt of viða við því sóðaskapur á miklu oftar rætur sínar að rekja til framtaksleysis heldur en til aura- leysis. Víða er orðið snyrtilegt til sjávar og sveita, samt ber atvinnu- og bygg- ingarsögu landsins, í niðumíðslu, fyrir augu í of mörgum bæjum og sveitum. Skerma þarf jámaruslið af, grafa það í jörð eða koma því á einhvem hátt til næsta þéttbýlisstaðar þar sem hægt er að pressa það til endur- vinnslu eða urða. Ástæðulaust er að gleyma að til er vökvi er kallast málning og áhald er heitir pensill og til hvers þessir hlutir em notað- ir. Sóðamir geta lært mikið af snyrtimennunum. I mörgum tilvik- um þarf ekki að kosta miklu til til að stórbæta umhverfið. Sígur á ógæfuhlið Rofin em öllu alvarlegra mál. Bein afleiðing rányrkju í kjölfar 1100 ára búsetu. Ekki þarf mikla árlega land- eyðingu til að eyða tveimur þriðju hlutum gróðurlendis á 1100 árum. Hverri kynslóð fyrir sig finnast e.t.v. landkostir óbreyttir þótt stöðugt sígi á ógæfúhlið. Með tilraunum hefur verið sýnt fram á áhrif beitar á gróð- urfar bæði hóflegrar og óhóflegrar. Þó em þeir til sem álíta að beit hafi engin áhrif á gróðurfar vegna þess að búfé skili til baka í formi taðs og áburðar því sem bitið var til vaxtar og viðhalds. Slík líffræði er flestum gjörsamlega óskiljanleg. Röksemda- færslan minnir á molbúann sem stofnaði katta- og músabúgarð til skinnaframleiðslu. Kettina ætlaði hann að fóðra á músum og mýsnar á kattakjöti og spara sér þannig öll fóðurkaup. Aldrei skildi hann hvers vegna dæmið gekk ekki upp. Fræg er einnig sagan af kaupmanninum sem seldi allar vörur ódýrar en hann keypti þær. Hann ætlaði að græða á veltunni. Hrafria-Flóki var búskussi, lék sér og skemmti allt sumarið, treysti al- farið á vetrarbeit. Þvi fór sem fór. Sagan greinir frá allt of mörgum Hrafna-Flókum sem hafa sett á guð og gaddinn. Menn tóku sér bólfestu, oft af illri nauðsyn, hvar sem nokkra björg var að fá, fóru út í eyjar, út á ystu annes eða fram á fremstu heið- ar, urðu heylausir um miðjan vetur og helmingur bústofns féll úr hor. Nú eru breyttir tímar, slíkt ætti því að heyra liðinni tíð til. Þó eimir enn eftir af slíku, ekki endilega að horfellt sé en horfóðrað og treyst á milda vetur og næga vetrarbeit. Úthaginn hefur gleymst Kvikfjárbú er eins og hvert annað fyrirtæki þar sem notaðir eru ákveðnir framleiðsluþættir eins og áburður á tún, fóðurbætir, rekstur véla og tækja, viðhald og viðgerðir, vinnuafl o.fl. Reikna þarf einnig með afskriftum og vöxtum. Einn fram- leiðsluþáttur, úthaginn, hefur þó alveg gleymst, verið litið á hann eins og frjáls gæði, sem nóg sé af og kosta ekki neitt. Þegar fulltrúar neytenda og framleiðenda ræða verðlags- grundvöll búvara telja framleiðend- ur nauðsynlegt að reikna með Kjallariim Kristjón Kolbeins viðskiptafræðingur áburði. Þeir bændur, sem ætluðu sér að spara með því að bera ekki á, yrðu litnir homauga og taldir hálf- vitar. Fullt eins mikil ástæða er að bera á úthaga vegna þeirra gripa sem ganga í sumarhögum eða eru á úti- gangi allan veturinn og er lítið eða jafnvel ekkert gefið. Ef óráðlegt er talið að slá eftir miðjan ágúst, hvem- ig er þá hægt að beita ofan í rót fram eftir vetri án þess að það sé á ein- hvem hátt bætt? Leiða má að því gild rök að áburðarþörf úthaga slagi upp í það sem borið er á ræktað land. Sjö hundmð þúsund fjár em á húsi yfir veturinn en tvær milljónir í haga yfir sumarið auk fimmtíu þúsund hrossa og ýmissa geldneyta sem ganga oft úti allt árið. Dæmið er í raun einfalt. Ef við hugsum okkur að árlega séu upp- skomar 200 m fóðureiningar af ræktuðu landi og á það séu borin 50.000 tonn af áburði ætti áburðar- þörf úhaga að vera 40.000 tonn m.v. 160 m fóðureininga uppskem. I ljós kemur því að verð land- búnaðarvara hefur verið vitlaust reiknað. Framleiðsluþáttur hefur gleymst. Eitthvað yrði sagt um for- stöðumann fyrirtækis sem gleymdi afskriftum í uppgjöri af misgáningi eða til að sýna hag fyrirtækisins betri. Að því kemur að fyrirtæki þurfa að endumýja fjármuni og verða því að gera ráð fyrir slíku við reikningshald. Sama gildir um út- haga. Gróðursæld eða moldarflag Almenn hirðusemi hefur aukist á undanfömum árum. I kjölfar svartr- ar byltingar hefur græn bylting fylgt. Hverfi, sem vom hálfdöpur áður en lagt var varanlegt slitlag á götur og gengið frá holræsum, hafa tekið stakkaskiptum vegna natni íbúanna. Þeim er annt um nánasta umhverfi sitt, jafnt innan húss sem utan. Víða má líta garða sem em til fyrirmynd- ar hvað umhirðu snertir. Er ekki landið 100 þ. km2 garður þar sem hver hluti þjónar sínum ákveðna til- gangi? Nú, þegar sumeu-leyfistími fer í hönd, er einkar athyglisvert að íhuga hvert þeir fara sem eyða sum- arleyfi að einhverju leyti innan lands, í sumarbústað, hjólhýsi eða tjaldi. Tjaldar ferðalangur á blásnum mel, undir rofabarði eða leggur hann á sig mikla fyrirhöfh til að finna fysi- legri stað. Sammerkt með flestum vinsælustu ferðamannastöðum landsins er að þar er gróðursæld, gjaman kjarr og vatn. Þar blasa við sumarbústaða- byggðir og þangað leitar fólk hvíldar og hressingar. Hvemig stendur á þessum skara sem sækir Heiðmörk- ina á góðviðrisdögum, hví fer ekki liðið upp í Hólmsheiðina, neytir þar nestis í flagi eða urð? Svarið er aug- ljóst. Grónir balar og lautir hafa greinilega meira aðdráttarafl en moldarflög. Erfitt er að meta aðgang að frjáls- um útivistarsvæðum til fjár. Helst er sú leið farin að ígmnda hversu dvalargestir em tilbúnir að greiða samanlagt háan aðgangseyri eða leggja á sig langt viðbótarferðalag til að komast á svæðið og hvað kost- ar slík ferð. íhúi á Hvolsvelli, sem hefði ekki látið það aftra sér að skreppa inn í Þórsmörk þótt hann byggi í Reykjavík, er þannig tilbúinn að greiða aukalega sem svaraði kostnaði við 212 km ferð til að kom- ast á áfangastað. Á Hvolsvelli er honum Þórsmörk a.m.k. jafnmikils virði og ferðakostnaður á milli Reykjavíkur og Hvolsvallar fram og til baka. Fyrir Reykvíking gildir það sama, því ef svo væri ekki sæti hann heima eða legði leið sína annað. Gróðureyðing er þjóð til háborinn- ar skammar. Land er í tætlum, eins og Þorleifur Einarsson hefur komist að orði. Valtýr klæddist grænni treyju. Aðrir gengu í grænum buxum. Rof minna víða á neftóbaksklessur á grænni skálm og þann ósið, sem ætti að vera aflagður, að snýta sér f lúku og þerra afurðir nasa í bræk- ur. Kristjón Kolbeins „Hvernig stendur á þessum skara sem sækir Heiðmörkina á góðviðrisdögum, hví fer ekki liðið upp í Hólmsheiðina, neytir þar nestis í flagi og urð? Svarið er augljóst. Grónir balar og lautir hafa greinilega meira aðdráttarafl en moldar- flög.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.