Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Blaðsíða 4
Fréttir „Við bíðum bara spennt með allt tilbúið," segja Kristján Jóhannsson og Sigurjóna Sverrisdóttir sem eiga von á barni seinna í mánuðinum. Dóttir Kristjáns, Barbara Kristín, tólf ára, hlakkar ekki síður til. DV-mynd JAK „Viljum að bamið fæðist hér heima“ - KHsfján og Sigurjóna eiga von á bami „Við komum heim frá Bandaríkj- unum til þess að bamið gæti fæðst hér en það er væntanlegt innan þriggja vikna. Við bíðum bara róleg og full tílhlökkunar, auðvitað með allt tilbúið," sögðu hjónin Siguijóna Sverrisdóttir leikkona og Kristján Jóhannsson óperusöngvari sem ný- komin eru til landsins og eiga nú von á sínu fyrsta bami saman. „Bamið fær að átta sig á heiminum héma á íslandi í dálítínn tíma áður en við förum aftur utan í haust. Þá liggur leiðin til ftalíu þar sem ég syng í uppfærslu á Aidu eftir Verdi í Parma," sagði Kristján. Um næstu mánaðamót mun hann fara í tón- leikaferð um Vestfirði og Norður- land með Láru Rafhsdóttur undirleikara. Siguijónu hefur heilsast vel á með- göngutímanum en ekki sagðist hún hafa nokkurt hugboð um hvort strákur eða stelpa væri á leiðinni. „Við tímdum ekki aó fá að vita það,“ sagði hún, „það er mest spenn- andi að láta það koma i ljós þegar þar að kemur.“ -BTH ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLf 1987. 800 milljónir Fyrir helgi sendi Byggðastofnun frá sér skýrslu eftír Bjöm Jóhann Bjöms- son jarðfræðing/verkfræðing sem fjallar um helstu atriði varðandi frum- hönnun vegganga sem tengja myndu saman Önundarfjörð, Súgandafjörð og Skutulsfjörð. Með slíkum göngum yrði komið á tryggum samgöngum milli ísafjarðar, Suðureyrar og Flateyrar allan ársins hring. í upphafi skýrslunnar er lýst um- ferðarforsendum en þær hafa áhrif á það hvers konar þversnið er haft á göngunum. Þá er lýst þeirri mynd sem talin er líkleg af jarðfræði gangasvæð- isins en berglög og sprungur hafa mikil áhrif á kostnað við styrkingu jarðganga og því þarf að velja þeim stefiiu og legu þannig að þau skeri sem fæstar brotalínur og með sem réttustu homi þegar ekki verður hjá því kom- ist. Áætlað er að grafa göngin beint frá Breiðadal og yfir í Tungudal og sprengja síðan göng niður í Botnsdal og gera gangamót undir Breiðadals- heiði. Verða þau tæpir 9 kílómetrar að lengd. Gerð var kostnaðaráætlun þar sem gert er ráð fyrir að nota hefðbundna tækni við gerð jarðganganna og þau loftræst og með þeim öryggisútbúnaði sem krafist verður. Heildarkostnaður við göngin með tveimur akreinum, eins og frekar er mælt með, er um 783 milljónir án opinberra gjalda. Sé að- eins ein akrein verður sami kostnaður 687 milljónir. -JFJ RHshöfh: Hér fara mikil verðmæti í gegn segir Kristján Helgason, hafnawörður í Landshöfninni í Rifi „Það eru mikil verðmæti sem fara hér í gegn og sem dæmi get ég nefnt þér að aflaverðmæti upp úr sjó á þeim afla sem landað var hér á vetrarver- tíð, eða 5 fyrstu mánuði ársins, var 230 milljónir króna. Þessa upphæð má tvöfalda til að finna útflutningsverð- mætið,“ sagði Kristján Helgason, hafharvörður í Landshöfiiinni í Rifi, í samtali við DV. Kristján er auk þess annar tveggja vigtarmannanna á hafharvoginni. Kristján sagði að margt þyrfti að laga í Rifshöfn en engin fiárveiting hefði verið til hafharinnar frá ríkinu í ár þrátt fyrir að svo mikil verðmæti, sem fyrr eru nefnd, færu í gegnum höfiiina á Rifi. „Það er alveg ljóst að ef höfhin verð- ur áfram í fiársvelti kemur það niður á þjóðarbúinu því það er ekki lítið sem til þess rennur af fyrmefhdum verð- mætum,“ sagði Kristján. Hann sagði að mikil vinna fylgdi því að vera hafharvörður yfir veturinn. Mgreiða þyrfti vatn til allra bátanna auk þess sem hafnarvörðurinn væri umferðarstjóri um höfriina og það gengi oft mikið á þegar margir bátar kæmu að á svipuðum tíma. Á hafnarvoginni er unnið á vöktum yfir veturinn. Fyrri vaktin er frá klukkan 08 til 16 en seinni vaktin frá 16 og fram úr og það er oft langt fram yfir miðnætti. Kristján Helgason, hafnarvörður í Rifi. „En starfið er oftast líflegt og skemmtílegt. Hingað koma margir og vigtarskúrinn verður eins og nafli al- heimsins hjá mönnum á vetrarvertíð," sagði Kristján Helgason. -S.dór DV-mynd JAK I dag mælir Dagfari Matarskattur í greiðaskyni Eins og Dagfari hefur áður skýrt frá urðu það fyrstu aðgerðir ríkis- stjómarinnar að fresta fyrstu aðgerðum, þar á meðal hækkun á matvörunum sem búið var að boða. Þessi matarskattur hefur mælst frekar illa fyrir meðal fulltrúa verka- lýðsfélaga og neytendasamtaka og þegar fréttist um frestunina héldu menn að hún stafaði af tillitssemi við þá sem þurfa að borga þennan matarskatt. Svo var þó ekki. Frest- unin stafar af óþægindum sem kaupmennimir verða fyrir vegna þess að það mundi auka hjá þeim vinnuna í búðunum að leggja þenn- an matarskatt á. Ríkisstjóminni er umhugað um að kaupmennimir þurfi ekki að leggja of mikið á sig þegar vöruverðið hækkar. Stjómarandstaðan heldur því hins vegar fram að hún hugsi ekkert um neytenduma, vísitölufiöl- skylduna, sem situr uppi með dýrari innkaup. Þetta hélt Dagfari líka þangað tíl hann heyrði í nýja fiár- málaráðherranum sem var vakinn upp á hádegi á sunnudaginn til að skýra þess hækkun betur út. Þá kom allt annað í ljós, nefnilega það að matarskatturinn var lagður á í sér- stöku greiðaskyni gagnvart fólkinu í landinu. Ráðherrann segir að Alþýðuflokk- urinn hafi alltaf verið á móti háum sköttum. Nú sé flokkurinn kominn í ríkisstjóm og þar ætli hann að ná þessu langþráða stefnumáli sínu fram og lækka skattana. En til þess að lækka skattana þarf fyrst að hækka þá. Þess vegna er matar- skatturinn lagður á núna. Alþýðu- flokkurinn og fiármálaráðherrann vilja fækka undanþágum á sölu- skattinum til að lækka söluskattinn. Þess vegna er skattur lagður á þær matvörur, sem hingað til hafa verið undanþegnar, til að lækka megi skattinn í framtíðinni. Þetta er alveg pottþétt og auðskil- in lógík hjá fiármálaráðherranum. Það er ekki hægt að lækka skattana nema hækka þá fyrst. Og það er ekki hægt að fækka söluskattss- vindlunum nema fella niður undan- þágumar þannig að fleiri svindli. Þetta verður ekki skilið öðmvísi en svo að því fleiri sem svindla þvi auð- veldara verður að finna svindlarana. Og því fleiri svindlarar sem finnast því minna þurfa hinir að svindla. Þetta skilja allir. Næst er auðvitað hjá ráðherran- um, til að vera sjálfum sér sam- kvæmur, að leggja til að hækka tekjuskattinn til að hægt verði að lækka hann. Annars er ekki hægt að lækka tekjuskattinn, nema menn borgi fyrst meira. Það gefúr auga- leið. Fer nú ekki lengur milli mála að í hvert skipti, sem skattahækkun á sér stað, þá er það til að lækka skattana. Hverri nýrri skattahækk- un hlýtur að vera tekið fagnandi þegar nýja ríkisstjómin lítur á skattahækkanir sem fyrsta skref í skattalækkun. Þess vegna er það reginmisskiln- ingur hjá verkalýðsforystunni og neytendasamtökunum að ergja sig yfir hækkun á matvörum sem skellur yfir á næstunni. Alþýðuflokkurinn og ríkisstjómin em ekki að koma aftan að skattborgumnum og vísi- tölufiölskyldunum með þessum ráðstöfunum. Þeir em að koma aftan að sköttunum. Fyrst ætla þeir að fækka og helst afnema undanþág- umar og láta fólkið borga meira fyrir vömmar til að lækka skattinn í kjöl- farið. Þar að auki benda þeir á að kjöt, fiskur, grænmeti og ávextir verði áfram undanþegið söluskatti, það er að segja brýnustu matvörumar. Mjólk og kartöflur, brauð og álegg, rauðkál og baunir er bara djönk sem enginn þarf að borða til að lifa mat- arskattinn af, hvað þá kjúklingar og svínakjöt sem situr uppi með kjamfóðurskatt. Enginn þarf að leggja slíkan óþverra sér til munns meðan annars vegar er lambakjötið sem fæst í öllum búðum og á haug- unum líka án söluskatts. Ríkisstjómin veit nokk hvað þjóð- in þarf að borða til að lifa og þegar öllu er á botninn hvolft kemur í ljós að greiðasemi ríkisstjóinarinnar við vísitölufiölskylduna er einstök. Hún hækkar matarskattinn til að lækka hann í framtíðinni og hún er andvíg því að almenningur sé að borða matvöm sem hann þarf ekki að borða. Það var löngu tímabært að svona ríkisstjóm kæmist til valda. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.