Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987. 5 Fréttir Umhverfísvemdarsamtök: Hóta herferð gegn við- skiptum við Flugleiðir ef Islendingar breyta ekki hvalveiðistefnu „Við höfum meðal annars rætt þá möguleika að erlendir neytendur snið- gangi þjónustu Flugleiða um allan heim, einkum í Bretlandi og Banda- ríkjunum. Einnig verður lögð áhersla á að sniðganga íslenskar útflutnings- vörur og þá íyrst og fremst fiskútflutn- inginn. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar um málið,“ sagði Cas- sandra Phillips, samstarfskona Peter Scotts í náttúruvemdarsamtökunum World Wildlife Fund og The Wildfowl Tmst í Englandi, varðandi hótanir um viðskiptaþvinganir sem meira en tutt- ugu óháð umhverfisvemdarsamtök undirrituðu í opnu bréfi til Islendinga en það var birt í fjölmiðlum í síðustu viku. Segir þar m.a. að komi sú hótun Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegs- ráðherra um úrsögn úr Alþjóðahval- veiðiráðinu til framkvæmda verði víðtækum viðskiptaþvingunum beitt gegn íslendingum. „Þetta er líka spuming um hvort íslendingar halda áfram vísindahval- veiðum sínum, sem Alþjóðahvalveiðir- áðið hefúr úrskurðað algerlega óþarfar," sagði Brian Wilkinson, for- svarsmaður grænfriðunga í Banda- ríkjunum. „Islensk stjómvöld eiga næsta skref en við getum þó ekki beð- ið miklu lengur eftir því að þau taki ákvörðun í málinu, það hefur þegar tekið of langan tíma. Ég vona þó að til aðgerða þurfi ekki að koma og Is- lendingar láti skynsemina ráða.“ í leiðara bandaríska stórblaðsins New York Times á föstudaginn voru vísindahvalveiðar íslendinga harka- lega gagnrýndar og rætt um að Bandaríkjamenn gripu til aðgerða ef ekki yrði breyting á. -BTH „Svara um úrsögn ekki að vænta á næstunni" - segir Halldór Ásgrímsson „Málið í heild er til skoðunar og svara frá okkur ekkert að vænta á næstunni enda þurfum við að taka okkur góðan tíma til að taka slíka ákvörðun," sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra aðspurður hvort tekin hefði verið ákvörðun um úrsögn Islendinga úr Alþjóðahvalveiðiráðinu sem tuttugu alþjóðleg umhverfis- vemdarsamtök hafa í opnu bréfi til íslendinga hótað að bregðast harka- lega við ef af verður. „Það sem alvarlegast er í þessu máli er hvemig brotið er gegn stofnsamn- ingi Alþjóðahvalveiðiráðsins með ályktuninni um vísindahvalveiðar ís- lendinga sem samþykkt var á ársfundi ráðsins í síðasta mánuði. I stofnsamn- ingnum er skýrt tekið fram að ákvarð- anir ráðsins séu ekki bindandi fyrir þjóðir og sjálfsákvörðunarréttur hvers ríkis skýrt undirstrikaður. Síðan er þessi ályktun, sem ekki er bindandi, notuð í áróðursskyni gegn okkur, eins og verið sé að bijóta hana þegar vís- indahvalveiðum er ekki hætt. Þetta em vinnubrögð sem við stöndum vam- arlaus gegn. Alþjóðahvalveiðiráðið hefur misst upphaflegan tilgang sinn. I stað þess að vinna að skynsamlegri nýtingu hvalastofha hefur það breyst í hrein friðunarsamtök. Ég hef fátt að segja um þetta svokall- aða „opna bréf til Islendinga", sem ekki var einu sinni sent til mín. Hótan- imar sem koma fram þar koma ekki til með að flýta fyrir því að ákvörðun verði tekin um úrsögn íslendinga úr Alþjóðahvalveiðiráðinu." -BTH - segir Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða „Það kemur mér ekki á óvart að Flugleiðir verði fyrir vaiinu enda byggii-það einna mest allra íslenskra fyrirtækja á erlendum viðskiptavin- um. Ég held þó að ekki sé þörf á raiklum áhyggjum yfir þessu enn sem komið er,“ sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, um þær hótanir sem erlend umhverfísvemdai-samtök hafa rætt, að þjónusta Flugleiða um allan heim verði sniðgengin ef ís- lendingar segja sig úr Alþjóðahval- veiðiráðinu og halda áfram vísindahvalveiðum. „Þetta veltur auðvitað á því í hvaða fbrmi svona herferð verður. Ef hún er innan hóps náttúruvemd- armanna býst ég við að hún hafi ekki mikil áhrif. Hitt gæti líka gerst að hún yrði víðtækari. Það þarf samt mikið til þess að ná til fjöldans. Þetta verður ekki áhyggjuefhi fyrr en þeir reyna að gera alvöru úr þessu.“ -BTH Fjórhjólaleiksvæði við Eyrarbakka? „Þetta er ekkert fullmótuð hug- mynd ennþá sem þú hefur heyrt af. Við erum með sandgryfju hér austan við þorpið. Menn em að velta því fyr- ir sér sem fjórhjólaleiksvæði. Það væri þó ekki fyrir aðra en þá sem eiga fjórhjól hér í hreppnum sem munu vera 4,“ sagði Magnús Karel Hannes- son, oddviti á Eyrarbakka. Þegar Magnús var inntur eftir því hvort til greina kæmi að opna svæði fyrir fleiri fjórhjól sagði hann að menn væru nískir á svæði. „Þessi hugmynd hefur komið fram en við erum með augun opin og sjáum hvað gerist. Þetta er ekkert nema óformleg um- ræða ennþá.“ Er menn með ákveðið svæði í huga? „Já, menn eru með ákveðið svæði en skoðanir eru skiptar og þetta ekki rætt nema óformlega, þannig að ég get ekkert verið að tala um það frekar," sagði Magnús. „Undarleg vinnubrögð að segja íslendinga brjóta ályktun Alþjóðahvalveiðiráðs um vísindahvalveiðar þegar skýrt segir t stofnsamningnum að ályktanir ráðsins séu ekki bindandi," segir Halldór Ásgrimsson sjávarútvegsráðherra. AUGLÝSING um skatt af erlendum lánum, leigusamningum o.fl. Á grundvelli IV. kafla bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir í fjármálum, dags. 10. júlí 1987, hefst innheimta skatts af erlendum lánum, leigusamningum o.fl. frá og með opnun banka og sparisjóða mánudaginn 13. júlí 1987. Til glöggvunar fyrir aðila eru hér dregin fram helstu efnisatriði skattsins og framkvæmdar við innheimtu hans. 1. Innlendir lántakar og leigutakar skulu greiða skattinn af höfuðstól erlendra lána, fjármagnsleigu, kaup- leigu og hliðstæðum samningum, sem gerðir eru frá og með gildirstöku laganna og að því marki sem umsamdar heimildir eru notaðar. 2. Innlendir aðilar skv. 1. lið eru einstaklingar, búsettir hér á landi, án tillits til ríkisfangs, fyrirtæki sem eru skrásett hér á landi, óg erlendir einstaklingar og fyrirtæki, búsettir eða skrásett erlendis, að því leyti sem þau reka starfsemi hér á landi. 3. Skattskyldan nemur 1 % af höfuðstól hvers konar erlendra láns- og leigusamninga með gildistíma til allt að 6 mánaða, 2% af samningum með gildistíma 6 til 12 mánaða og 3% af samningum umfram 12 mánuði. Samanlagður samningstími segir til um gjaldflokk. Undantekning er gerð um endurlán beinlínis tekinna vegna útflutningsframleiðslu skv. nánari reglum, sem fjármálaráðherra kveður á um í reglugerð. 4. Skattskyldan nær til samningsandvirðis lána og leigu hvort sem það er reitt af höndum í peningum, vörum, þjónustu eða framkvæmdum. Greiðsla skattsins í banka, sparisjóð eða við Seðlabankann skal eiga sér stað eigi síðar en við fyrstu afhendingu samningsandvirðisins eins og nánar greinir í lögunum. Fjármálaráðherra getur með reglugerð kveðið á um að skattgreiðslum megi skipta í fleiri en eina greiðslu til samræmis við afhendingartíma samningsandvirðis sé það reitt af höndum í áföngum, t.d. smíði eða viðgerð skips eða hliðstæð afhending er tekur langan tíma. 5. Bankar og sparisjóðir sjá um innheimtu skattsins af öllum viðskiptum, sem fara um þeirra hendur. Heimflutningur andvirðis í reiðufé fari um hérlendan banka eða sparisjóð. Er reiknað með að skjala- merðferð annarra lána og leigu fari einnig um banka eða sparisjóð nema um annað sé samið og skulu þá skil skattsins og framsetning skjala fara fram í Seðlabanka, gjaleyriseftirliti, innan 5 virkra daga frá því að samningur var gerður. 6. Yfirfærsla gjaldeyris til landsins eftir gerð samnings og gjaldeyriskaup við endurgreiðslu er óheimil nema skattur hafi áður verið greiddur. 7. Skattskyldir aðilar skulu leggja fram í banka, sparisjóð eða Seðlabanka frumrit láns og leigusamninga, þ.m.t. tilboð og samþykki, fari samningsgerð fram t.d. með telexi, lántökuleyfi, sé það fyrir hendi, og aðrar upplýsingar, sem innheimtuaðili krefur og venja hefur myndast um að leggja fram í banka. 8. Undanþegnar skatti eru skuldbreytingar milli sömu aðila á samsvarandi samningsfjárhæð útistandandi viðskipta, er stofnað var til fyrir gildistöku laganna hinn 10. júli 1987, enda fari hún fram fyrir 1. júlí 1988. 9. Athygli er vakin á þvi að allar erlendar lántökur skattskyldra aðila framhjá banka, þ.m.t. einstaklinga, þjónustufyritækja, t.d. skipafélaga, flugfélaga, umboðsskrifstofa og hiðstæðra aðila, er starfa hérlendis og að hluta erlendis, eru skattskyldar. 10. Framkvæmd f.h. fjármálaráðuneytis verður á vegum gjaldeyriseftirlits Seðlabankans. 11. Að öðru leyti vísast til laganna, þ.á m. til ákvæða um viðurlög við misbresti á skattskilum, um skil banka og sparisjóða á innheimtum skatti og fleiri atriði. Reykjavík, 10. júlí 1987. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.