Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987. 13 Neytendur Reykvíkingar verða að læra á mjólkurpakkana Á dögunum lá leið okkar austur yfir fiall, nánar tiltekið á Hvolsvöli. Þar var snædd góð máltíð í félags- heimilinu á Hvoli. Þar sáum við mjólk í hinum landsfrægu htrafem- um sem margir Reykvíkingar hafa mikinn áhuga á. Og þegar betur var að gáð var þessi mjólk frá „Mjólk- ursamsölunni í Reykjavík“. Þetta vakti athygli okkar og því höfðum við samband við samsöluna í Reykjavík. Fyrir svörum varð Pét- ur Sigurðsson. „Það er allt hægt, aðeins spuming um hve miklu á að kosta til en við hjá Samsölunni reynum að halda kostnaði í lágmarki," sagði Pétur. „ Allt kerfið hjá okkur í nýju mjólk- urstöðinni er byggt upp fyrir pakkana sem við köllum svo en það em þær mjólkurumbúðir sem notað- ar em fyrir stærsta markaðssvæðið, Reykjavík. Femumar, sem þið fenguð á Hvolsvelh, em átappaðar hjá Mjólk- urbúi Flóamanna í vélum sem em miklu afkastaminni en þær sem em hjá okkur,“ sagði Pétur. Hann sagði að áður en nýja stöðin hefði verið tekin í notkun hefiði kom- ið til tals hvort breyta ætti kerfinu úr pökkunum yfir í femumar. Ákveðið hefði verið að gera það ekki, m.a. vegna þess að pakkamir em taldir einhveijar hentugustu umbúðir sem .fyrirfinnast. Þeir taka minna rúm i kæligeyraslum og rað- ast betur á flutningabíla, svo eitt- hvaö sé nefnt Umbúðimar sjálfar em ódýrari en femumar. Pakkaum- búðimar koma í rúllum en femumar koma tilbúnar til landsins. Mjólk, sem pakkað er í femur, er 30 aurum dýrari hver 1. Það þýðir 10 millj. kr. á ári. Pétur sagðist halda að óánægjan með mjólkurpakkana væri ekki eins almenn og tafið væri. 1 könnun, sem gerð var í vetur, kom í ljós að 70% aðspurðra höfðu ekkert við mjólkur- umbúðimar að athuga. Þegar Mjólkursamsalan flutti í nýja húsnæðið sitt var hætt að hafa á Reykjavíkurmarkaði 2ja lítra fem- ur en þær komu frá Mjólkurbúi i * Mjðftuttínníslan l fíe/kjmlk - Fyrir austan fjall drekka menn mjólk úr þessum mjólkurumbúðum sem kallaöar eru femur. Þær eru merict- ar Mjólkursamsölunnl I Reykjavik en komafrá Mjólkurbúl Flóamanna. DV-mynd JAK Flóamanna. Hlutdeild þeirra í mark- aðinum var þá komin niður í 8%. „Við höfiun meiri áhuga á að leið- beina fólki að opna mjólkurpakk- ana. I því augnamiði erum við að fá videomynd frá Tetrapak sem við ætlum að koma á frámfæri við neyt- endur. Við erum ekkert hressir með að fá svona kvartanir og viljum koma til móts við neytendur," sagði Pétur Sigurðsson. Þá er ekki að gera annað en að reyna að opna mjóikurpakkana þannig að ekki skvettist úr þeim yfir mannskapinn. I rauninni er þetta ekkert mál, bara að vita hvemig á að fara að því. -A.BJ. Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil, Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar (jölskyldu af sömu stærð og yðar. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks_ Kostnaður í júní 1987: Matur og hreinlætisvörur Annað kr. kr. Alls kr. Hver er réttur okkar? Ekkju- og ekkilsbætur Allar ekkjur og ekklar undir 67 ára aldri eiga rétt á bótum í 6 mánuði eftir fráfall maka eigi þau lögheimili hér á landi. Þessar bætur eru 9.499 kr. á mán- uði. Dánarvottorð þarf að fylgja um- sókninni. Hafi bótaþegi bam yngra en 18 ára á framfæri sínu á hann rétt á bótum í 12 mánuði í viðbót. Eru þær heldur lægri, eða 7.123 krónur á mánuði. . Auk þess er um bamalífeyri og mæðralaun að ræða sem ég mun víkja nánar að síðar. En ef sótt er um bamalífeyri þarf fæðingarvott- orð bamanna. Ekkjulífeyrir Þegar ekkjubóýum lýkur fá aðeins þær konur, sem orðnar vom 50 ára við lát eiginmannsins, ekkjulífeyri, með tveim undantekningum þó. 1. Konur, sem verða ekkjur fyrir 50 ára aldur, eiga rétt á ekkjulífeyri ef þær em orðnar 50 ára þegar þær hætta að taka bamalífeyri eða meðlag. Sama gildir um frá- skildar konur og ógiftar mæður. 2. Tryggingaráði er heimilt að veita ekkju ekkjulífeyri frá 50 ára aldri, þótt hún hafi verið yngri þegar maður hennar lést, ef hjónabandið hefur staðið a.m.k. 20 ár. Skilyrði til að fá ekkjulífeyri er þó að konan eigi lögheimili hér á landi og hafi átt a.m.k. 3 síðustu árin áður en umsókn var lögð fram eða hinn ára eða eldri en síðan lækkar upp- hæðin um 5% fyrir hvert ár sem vantar á 60 ára aldur. Ekkjulífeyrir greiðist þar til konan öðlast rétt til ellilífeyris en fellur þó niður ef hún gengur í hjónaband á ný. Rétt til ekkjulífeyris eiga einnig Tiyggingamál: Hver er réttur okkar? Greinar um tiyggingamál birtast að á neytendasíðunni á þriðjudög- um. Það er Margrét Thoroddsen sem sér um þennan þátt. Hún svarar einnig fyrirspumum ef einhveijar kynnu að berast. Utanáskriftin er DV,c/o Margrét Thoroddsen, Þver- holti 11, Reykjavík. látni 3 síðustu árin áður en hann lést. Upphæð ekkjulífeyris er mismun- andi há og miðast við aldur konunn- ar þegar hún varð ekkja. Ekkjulíf- eyrir getur orðið jafnhár ellilífeyri (kr. 7.581) ef konan verður ekkja 60 konur sem hafa verið ógiftar í sam- búð, ef sambúðin hefur varað samfleytt 2 ár eða sambúðarfólk hef- ur átt bam saman eða konan verið bamshafandi er faðirinn lést. Fæðingarvottorð þarf að fylgja umsókn um ekkjulífeyri. Schiphol er bestur - og þangað flýgur Arnarflug BEST AIRPORT WORLDWIDE 1 SCHIPHOL 2 Singapore 3 Zurich 4 Frankfurt \5 Ixmdon, Heathrow , Atlanta I'ampa, Florida \eneva pdon, Gatwick s.CDG fjær. Frá Schiphol fljúga 64 flugfélög til 180 borga í 80 löndum. Þaðan er einnig hægt að taka lestar um alla Evrópu og bílaleigubílar eru ódýrir. Hollenska fiugfélagið KLM flýgur til allra heimshorna. Arnarflug hefur aðalumboð fyrir KLM og hjá Arnarflugi er því hægt að kaupa farmiða til allra heimshorna. Arnar- flug opnar þér hliðið að um- heiminum með því að flytja þig til Schiphol flugvallar í Amsterdam. Enn einu sinni hefur Schip- hol flugvöllur í Amsterdam verið kjörinn bestl flugvöllur í heimi. í ár fékk hann þrisvar sinnum fleiri atkvæöi en sá flugvöllur sem varð númer tvö. Það liggja til þess margar ástæður að flugfarþegar kjósa Schiphol besta flugvöll- inn ár eftir ár. Ein er sú að þar er allt undir elnu þaki (í staðinn fyrir í tveimur eða þremur byggingum) og þjónusta er hraðari og betri en þekkist annars staöar. Fjölbreytni þjónustu þeirrar sem farþegar njóta er ‘líka meiri en annars staðar. Frí- höfnln á Schiphol er sú ódýrasta í heimi og þar fást yfir 50 þúsund vörutegundir í 40 verslunum. Hvergi er auðveldara að komast áfram leiðar sinnar, hvort sem menn eru að fara til Evróþu eða Austurlanda ARNARFLUG Lágmula 7 simi 84477

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.