Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Side 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987. ^Sviðsljós Ólyginn sagði... Emilio Estevez * Tina Turner leikari bjargaði heiðri félaga sinna um daginn þegar vinirn- ir voru staddir á veitingahúsi einu í Los Angeles. Þar voru saman komnir Tom Cruise, Sean Penn, Rob Lowe, Judd Nelson og Emilio Estevez. Allt eru þetta þekkt nöfn úr kvik- myndabransanum, ungir menn á uppleið. Strákarnir borðuðu og drukku fyrir rokna upphæð en skildu eftir smán- arlega drykkjupeninga handa þjóninum. Þjóninn missti alla stjórn á sér og húðskammaði drengina þangað til Emilio stóð upp, baðst afsökunar og laumaði stórum seðli í lófa þjónsins. Góður drengur, Em- River Phoenix fékk ekki bara leikarahæfileika í vöggugjöf heldur tónlistarg- áfu líka. River hefur hingað til sýnt tilþrif í mörgum kvik- myndum þótt ungur sé, síðast í Moskítóströndinni. Jafnvel þótt kvikmyndaleikur taki mestan tíma hans þá tekur hann tónlistina alvarlega líka. „Ég spila á gítar og sem lög sem ég tek upp í litla hljóðver- inu mínu. Ég spila aðallega rokk með popp- og nýbylgjuí- vafi. Ég væri alveg til í að gera þetta að aðalatvinnu minni," segir River að lokum. er mikið að spá í að skella sér í hjónaband. Sá sem hugsan- lega hreppir hnossið er v-þýskur plötuútgefandi, Er- win Bach. Erwin þessi er 18 árum yngri en þau blása á ald- ursmuninn og láta ekki illar tungur hafa áhrif á sig. „Ég hef ekki verið svona ástfangin af neinum síðan ég hitti fyrr- verandi eiginmann minn, Ike," segir hin leðurklædda rokk- stjarna, Tina Turner. Klara, bjargvættur auglýsingadeildarinnar, gengur hér í störf kokksins og útbýr pulsur af stakri list ofan i hópinn. Laugardaginn 4. júlí héldu 165 starfsmenn, vinir og vandamenn Frjálsrar fjölmiðlunar hf. upp í árlega sumarferð í boði fyrirtækisins. Þetta er 9. ferð- in sem farin er og í þetta skiptið var haldið austur fyrir fjall. Stoppað var við Seljalandsfoss og heilmiklu pulsupartíi slegið upp, farið í fótbolta, reip- tog og ýmsa leiki. Veðrið lék við hópinn sem endranær í þessum ferðum og sólin og blíðan eltu ferðalangana allan daginn. Frá Seljalandsfossi var hald- ið að Skógaskóla þar sem sumir skoðuðu byggðasafnið á meðan aðrir fengu sér kaffi eða lágu í sólbaði. Síðasti viðkomustaðurinn var í félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli. Þar tók Silla matráðskona á móti glorhungruðum hópnum með glimrandi góðan mat. Hópurinn kom svo þreyttur og ánægður til Reykja- víkur um kl. 10 um kvöldið. Steingerður launagjaldkeri og dóttir hennar píra augun mót sólu og skoða mannlífið. Léttur Ijúflingstakturinn leynir sér ekki hjá frétta- stjóra DV, Jónasi Haraldssyni, þar sem hann spyrnir knettinum. Sonurinn horfir dolfallinn á. Jón Sigurðsson verkstjóri og Bergur Garðarsson yfirhönnuður svala þorsta sínum. Hinn landsþekkti Oli blaðasali létsig Hluti af hópnum sólar sig í góða veðrinu sem lék við leiðangursmenn. ekki vanta og myndaði allt sem fram fór. Það er um að gera að byrja ungur. Framtíðarljósmyndari DV mundar hér myndavélina af mikilli list. DV-myndir tók Jóhaim A. Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.