Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987. Neytendur Gagniyni a hatt vöru- verð ber árangur „Maður er fljótur að taka við sér þegar svona hörð gagnrýni kemur á mann þótt undan svíði. Ég gerði þegar athuganir á því hvernig hægt væri að lækka verðið með einhverju móti. Og það tókst. Allt sælgætið hjá okkur hefur lækkað umtalsvert. T.d. kostar sælgætið, sem áður kost- aði 50 kr., nú 39 kr. 100 g,“ sagði Freygerður Kristjánsdóttir í samtali við DV. Freygerður rekur sælgætis- búðimar íkominn og Sviss sem undirritaður kallaði ásamt öðrum sams konar verslunum „okurbúðir" í kjallaragrein í febrúar sl. Mesta verðlækkun í íkornanum er 31%. Það sem áður kostaði 129 kr. kostar nú 89 kr. I kjallaragreininni kom fram mikil gagnrýni á þetta háa sælgætisverð, en þar var sérstaklega getið um súkkulaðihúðaðar rúsínur sem kostuðu 900 kr. kg. „Ég var erlendis þegar þessi grein þin birtist, en um leið og ég kom heim og sá greinina hóf ég þegar að athuga hvernig mætti lækka verðið. Það tókst með því að nú beini ég innkaupum í nýjar áttir, fæ sælgætið frá Bandaríkjunum, Hollandi og Englandi. Einnig með því að kaupa inn í stærri einingum. Nú búum við líka til okkar eigin blöndur í stað þess að kaupa þær tilbúnar. Þannig Freygerður Kristjánsdóttir lækkaði verðið á flestum tegundunum sem á boðstólum eru og hætt var með nokkrar tegundir sem voru alltof dýrar. DV-mynd JAK hefur mátt lækka verðið verulega," sagði Freygerður. I íkornanum eru á boðstólum 120 tegundir af alls konar sælgæti og hnetum. Svona sælgæti hefúr stund- um verið nefht „heilsusælgæti" en þá er átt við hnetur og þurrkaða ávexti sem húðað er annaðhvort með súkkulaði eða jógúrt. Einnig eru til ótal tegundir af hefðbundnu sælgæti svo og konfekt. Þá er til svokallað japanskt snakk. Að sögn Freygerðar passar slikt mjög vel með kínversk- um og japönskum mat. Allt þetta sælgæti er selt eftir vigt. Ódýrasta sælgætið kostar 39 kr. 100 g. Það kostaði áður 50 kr. Hnetur, sem áður kostuðu 129 kr„ kosta nú 89 kr., japanska snakkið, sem áður kostaði 129 kr., kostar nú 89 og 90 kr. Súkkulaðirúsinurnar, sem áður kostuðu 900 kr. kg, hafa lækkað í 69 kr. 100 g, eða 690 kr. kg. Til eru aðrar tegundir af rúsínum bæði á 89 kr., áður 120 kr„ og á 99 kr„ áður á 129 kr. Þannig hefur athugasemd blm. orðið til þess að verðlækkun varð á vöru sem bent var á að væri mjög dýr. Óskandi væri að fleiri tækju sér Freygerði i íkomanum til fyrir- myndar hvað þetta varðar. -A.BJ. Súkkulaðirúsínur á 690 kr. kg. Þrjár sjálfsafgreiðsluaælgætis- verslanir eru í Reykjavík, fyrir utan tvær verslanir íkomans: Hnetubar- inn, Laugavegi 33, Gott og blandað, Laugavegi 53 og Góðgæti, Austur- stræti Við kynntum okkur verð á fáeinum tegundum á þessum stöðum. íkominn má gera betur í verð- lækkuninni h vað varðar súkkulaðir- úsínumar. Þær kosta 69 kr. þar og einnig hjá Góðgæti. í Hnetubamum og i Gott og blandað kosta þær hins vegar 59 kr. í næstu sjoppu kosta 100 g af Mónusúkkulaðirúsínum (í 200 g poka) 52,50 kr. Eitfc af því sem er vinsælast í sæl- gætisbúðunum er jógúrthúðað aælgæti. Það em bæði hnetur og ýmsar tegundir af þurrkuðum ávöxt- um. Á Hnetubamum og Gott og blandað er þessi tegund á einu verði 99 kr. en á þessum stöðum era ein- ungis tvö verð í gangi, 59 kr. og 99 kr. Hjá Góðgætí eru hnetur, ananas og bananar á 109 kr. en hjá íkoman- um er verðið hæst eða 129 kr. Það eru apríkósur, bananar og papya sem era í þeim verðflokki en svo era aðrar tegundir á 69-89 kr. Saltaðar jarðhnetur (peanuts) eru ódýrastar hjá íkomanum, kosta 39 kr. og 69 kr. í Góðgæti, en 59 kr. á Hnetubamum og Gott og blandað. Saltar jarðhnetur eru til í verslunum í ýmsum pakkningum. í næstu sjoppu kostaði 100 g pakki 52 kr. Japanska snakkið sem svo er kall- að kostar 99 kr. á Hnetubamúm og Gott og blandað, en 49 kr. og 89. kr. í íkornanum og 109 kr. hjá Góðgæti utan ein tegund sera var sú aldýr- asta aem við heyrðum um og kostaði 139 kr. 100 g eða 1390 kr. kg. -A.BJ. Heillaráð Sykur án hitaeininga Vissirðu að hægt er að nota sykur án þess að hugsa um hitaeiningarn- ar? Sykur er tilvalinn til þess að ná olíu af höndunum ef ekki er til þar til gert handþvottaefni. Hafið glas. með strásykri við hendina í bílskúrn- um og þvottahúsinu. Bökunarsódi í hreingerningu Það er ótrúlegt hve gott er að nota matarsóda til hreingerningar á hin- um ýmsu hlutum í eldhúsinu. Prófið að hreinsa kaffivélina með mat- arsóda. Látið nokkrar teskeiðar af sóda í kaffivatnið, kveikið á könn- unni og látið hana „hella upp á “ sódavatnið. Hreinsið hana svo vel á eftir með hreinu vatni. Einnig má nota sódavatn til þess að hreinsa kaffivélina að utan. Matarsódi er bæði góður og ódýr hreinsir í eld- húsið. Naglalakk á blekbletti Þegar verið er að mála veggi með býrópennablekblettum vilja blettirn- ir oft kom í gegnum málninguna. Lakkið yfir blettina með glæru naglalakki. Þá hylur málningin þá fullkomlega. Viðgerð á leirmunum Stundum kemur fyrir að einhver leirgripur, sem okkur er kær, brotn- ar. Hægt er að búa til eins konar „lím“ til þess að lagfæra skaðann. Þetta „lím“ er búið til með því að hræra hveiti upp í eggjahvítu þannig að úr verði þykkur grautur. Bætið örlitlu heitu vatni út í. Leiðinlegar vasaviðgerðir Það er ekki beint skemmtilegt verk að gera við vasa á vinnubuxum sem vilja detta í göt. Gott ráð er að sauma gamlan (en heilan) íþróttasokk yfir vasann. Þannig verður hann miklu sterkari og rifnar ekki þótt í vasann komi naglar og alls kyns dót. í baráttunni við ómerktar neysluvörur: Neytendur til liðs við heilbrigðiseftirlit Neytendur ættu að venja sig á aö lesa vel utan á umbúðir vörunnar áður en þeir kaupa inn. Á umbúðunum eiga að standa greinargóðar upplýsing- ar sem hægt er að átta sig á. Kaupið ekki vörur sem eru illa eða ómerktar. Það gæti orðið til þess að merkingarmál kæmust í betra lag hér á landi. „Við viljum hvetja fólk til þess að lesa vandlega á umbúðir allrar vöru og ganga framhjá þeim vörum þar sem annaðhvort vantar innihald- slýsingu eða þar sem aðeins er getið um ótilgreind litarefni. Það þvingar framleiðendur til þess að lagfæra þessi merkingamál," sagði Oddur Rúnar Hjartarson, forstöðumaður Heilbirgðiseftirlits Reykjavíkur, í samtali við DV. Verið er að vinna á fúllu að því að ómerktar og illa merktar neyslu- vörur séu ekki á innlendum mark- aði. „Við höfum einnig varað þá sem sjá um innkaup í verslanir við því að kaupa inn vanmerktar vörur. Við viljum hvetja til þess að kaupmenn beri ábyrgð á vanmerktum vörum sem þeir bjóða til sölu og að þeir selji aðeins rétt merktar vörur með innihaldslýsingu," sagði Oddur Rúnar. Hann sagði að skylda væri að gefa upp á vöranni nafn á lit sem í henni væri og E-númer. Vantar enn mikið á að þessari merkingaskyldu sé fúll- nægt. Hvað varðar dagstimplun á mat- vælum vantar enn mikið upp á að hún sé í góðu lagi. Einkum era dag- stimplar á innfluttum matvörum bágbomar. Þá hafa ekki verið tekn- ar upp dagstimplanir á sælgæti sem er raunar mjög brýnt. Sjá má slíka stimpla á stöku tegundum af erlendu sælgæti. Oddur Rúnar sagði að öllum við- kvæmum matvælum væri gefið þriggja mánaða geymsluþol frá framleiðsludegi. Sumir framleiðend- ur merktu vöramar hins vegar með siðasta söludegi sem er allt annað en framleiðsludagur. Þá er ekki vit- að hver framleiðsludagurinn er. „En þeir sem vilja vörum sínum vel hafa þetta í lagi,“ sagði Oddur Rúnar. Hvað varðar merkingar á hættu- legum efnum sem seld era í verslun- um sagði Oddur Rúnar að merkingareglur eins og gilda í Efna- hagsbandalagslöndunum væra í vinnslu og komnar nánast á loka- stig. Þá er öll eiturefnalöggjöfin í endurskoðun. Á undanfömum mán- uðum hefur verið gert stórátak í merkingu á eiturefnum sem til sölu era í verslunum, þótt sannarlega megi enn gera betur og mikið vanti upp á að þessi mál séu komin í viðun- andi horf. Þar þyrftu innkaupastjórar versl- ana og neytendur sjálfir að koma til liðs við heilbrigðisyfirvöld og gaum- gæfa vel merkingar á vörum sem þeir ætla að kaupa. -A.BJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.