Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987. T 11 UtLönd Auðugustu menn heims em japanskir iðnjöfrar Bandaríska tímaritið Forbes Magazine segir að tveir auðugustu menn veraldar séu báðir japanskir iðnjöfrar og að meðal Japana sé nú að finna fleiri milljarðamæringa en í nokkru öðru landi að Bandaríkjunum með,töldum. Tímaritið segir að í Japan sé að finna tuttugu og tvo milljarðamæringa en aðeins tuttugu og einn í Bandaríkjun- um. Auðugastan allra manna segir tíma- ritið vera Yoshiaki Tsutsumi en eignir hans telur það nema um tuttugu og einum milljarði Bandaríkjadala. Tsutsumi stjómar Seibu jámbrauta- samsteypunni en hún er stærsti landeigandi í Japan, auk þess að eiga golfvelli, skíðasvæði, homaboltalið og eina af stærstu hótelkeðjum heims, Prince hótelin. Annar auðugasti maður veraldar, að sögn Forhes, er Taikichiro Mori, sem einnig er japanskur. Hann byrjaði uppbyggingu auðs síns árið 1959 þegar hann fékk í arf frá föður sínum land- spildu eina og hóf brask með hana. Nú á hann sextíu og fimm skrifstoíú- byggingar í Tókýó. Sá Bandaríkjamanna sem kemst næst þessum auðjöfrum er Sam Moore Walton, stofnandi Wal-Mart verslana- keðjunnar. Auður hans er metinn á litla fjóra og hálfan milljarð. Þá segir Forbes að átta af tíu stærstu fyrirtækjum utan Bandaríkjanna séu japönsk. Ihaldsflokkurinn áminnhir vegna upplýsingasöfnunar Haukusr L. Haukæon, DV, Kaupmannahöfe Aðalritari danska íhaldsflokksins, Torben Rcchendorf, hefur fengið áminningu fi-á Poul Schlúter forsæt- isræðisráðherra og Erik Ninn Hansen dómsmálaráðherra fyrir að hafa hvatt landshlutastjómir flokks- ins til að safna upplýsingum, og þá líka persónulegum, um óvinina eins Og það heitir. í kosningabandbók flokksins hefur aðalritarínn skrifað að mikilvægt sé að safha nýjurn upplýsingum um frambjóðendur íhaldsflokksins og annarra flokka. Er meðal annars um að ræða upplýsingar um félagslega stöðu, bameignir, atvinnu og tóm- stundaáhuga. Frótt um upplýsingasöfnun þessa olli mildum styr í öðrum flokkum og meðal sumi-a ihaldsmanna. Dóms- málaráðherrann telur að hvatningin í kosningahandbókinni geti auð- veldlega misskilist og hrýnir fyrir aðalritaranum að einungis megi skrá opinberar upplýsingar um greinar, ræður og skoðanir. Poul Schlúter, forsætisráðherra og formaður íhaldsflokksins, segir að skráning upplýsinga og vinnsla nafiiahsta og þess háttar eigi ekki að eiga sér stað i stjómmálastarfi þó svo að slíkt hfyóti ekki i hága við log um skráningu upplýsinga. Fyrr- nefnd áskorun var talin á mörkum lagamta. Lausnargjald fyrir gíslana margfaldað Lausnargjald það, sem ræningjar tveggja Vestur-Þjóðverja í Beirút i Líbanon fóm fram á, hefur nú verið margfaldað að sögn fjöbniðla í landinu. Upphaflega höfðu mannræn- ingjamir krafist tveggja milljóna v-þýskra marka en hafa nú fimmtán- faldað kröfur sínar. Segja heimildir að nú fáist gíslarnir tveir ekki látnir lausir fyrir minna en þrjátiu miiljónir marka. Gíslarnir tveir em Rudolf Cordes og Alfred Schmidt, sem teknir vom í hverfi múhameðstrúarmanna í vestur- hluta Beirút í janúarmánuði, skömmu eftir að einn af leiðtogum shíta í Lí- banon, Mohammed Ali Hamadei, var handtekinn á flugvellinum í Frankfurt í V-Þýskalandi. Hamadei var hand- tekinn fyrir að hafa sprengiefni í fórum Yoshiaki Tsutsumi, sem timaritið Forbes segir auðugasta mann veraldar, stjórnar sjötíu fyrirtækjum með um þrjátiu og fimm þúsund starfsmönnum. Simamynd Reuter Einn af liðsmönnum Hizhollah (flokks guðs), flokksbrots í Libanon sem fylg- ir íran að málum, les Time með Oliver North ofursta á forsíðu, með Ayatollah Khomeini og aðra klerka shita i bakgrunni. simamynd Reuter Metsölu- bækur á ensku vikulega í flugi. titlar af tímaritum frá USA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.