Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987. Dægradvöl :: : < \í' < 40* . v v : . ' 'Ti « ? Þessir krakkar voru á hverfishátíð t Breiðhoiti og höfðu nýlega tapað i knattspyrnuleik. „Við erum úti á golfvelli og iíkar það best,“ sögðu þær Hildur, Astbjörg, Sigríður, Lóa og Elfur. Hilmar leiðbeinandi sagði það vera eins og að komast út í sveit fyrir krakkana þegar þeir ynnu á golfvellinum. Vinnan er uppeldi Vinnuskóli Reykjavíkur heimsóttur Kunnugir segja að Vinnuskólinn í Reykjavík og aðrir sambærilegir skólar úti á landi sóu einstæðir í heiminum, að minnsta kosti í þeim heimshluta sem við heyrum til. Vinnuskólar fyrir unglinga þekkjast að vísu í Sovétríkjunum en þar ku vera skylda að sækja þá, líklega í nafni flokks og sósíalískrar fóstur- jarðar. Tíðarandinn slóst í för með yfir- kennara Vinnuskólans, Sigurði Lyngdal, einn ágætan sumardag í síðustu viku til að fá smjörþefinn af lífi og starfi unglinganna í Vinnu- skólanum. Sigurður þeytist daglega þvers og kruss um borgina til að fylgjast með krökkunum sínum og það má strax heyra að hann er þeirra maður og tekur ákveðinn málstað unglinganna þegar á þá er hallað. Á meðan við keyrðum í rauðum Fiat Ritmo Sigurðar á milli vinnustaða fengum við að heyra undan og ofan Vinnuhópur við barnaheimilið Steinahlíð ásamt Baldri Steinssyni leiðbeinanda. Krakkarnir sögðust yfirleitt ná góðum bónus en bónusinn er greiddur hópnum eftir umgengni, iðjusemi og stundvísi. „Mjög ánægður með hópinn," sagði Baldur. Sigurður Lyngdal yfirkennari leggur að baki um 100 kílómetra á dag i rauða Ritmóinum á yfirreið sinni yfir starfssvæði Vinnuskólans. „Hef komist upp i 170 kílómetra á einum degi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.