Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Blaðsíða 40
FRETTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrifft - Dreifing: Sími 27022 ■—..■■■■ ÞRIÐJUDAGUR 14. JULi 1987. Jónína aðstoðar- maður Þorsteins Jóníana Michaelsdóttir hefur ve- rið ráðin aðstoðarmaður forsætis- ráðherra, Þorsteins Pálssonar. Hún mun he§a störf þann 1. ágúst næst- komandi. Jónina var blaðamaður á Vísi árin 1977 til 1980, framkvæmdastjóri Við- skipta og verslunar 1980 til 1983. Þar á eftir starfaði hún við Iðnaðarbank- ann frá 1984 til 1986 og síðan hefur hún unnið sjálfstætt að ritstörfum og markaðsmálum. Jónína Micha- elsdóttir hefur gegnt ýmsum trúnað- arstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. í samtali við DV sagði Birgir ísl. Gunnarsson menntamálaráðherra að hann hefði ekki ráðið sér aðstoð- armann. Samkvæmt upplýsingum DV hefur Friðrik Sophusson iðnað- arráðherra ekki ráðið sér aðstoðar- mann en Jónas Elíasson, aðstoðar- maður fyrri iðnaðarráðherra, mun starfa við iðnaðarráðuneytið eitt- hvað áfram. -ój __:<t --------------------------- Mortensen og Schneider efstir Mortensen frá Danmörku og Schneider frá Svíþjóð eru nú efstir í landsliðsflokki á skákþingi Norð- urlanda í Færeyjum með tvo vinn- inga eftir tvær umferðir. Helgi Ólafsson er í öðru sæti með einn og ^ hálfan vinning en Jón L. Árnason og Margeir eru með einn vinning hvor í gær vann Helgi Ólafsson Maki frá Finnlandi, Margeir Pétursson gerði jafntefli við Wedberg frá Svi- þjóð en Jón L. Ámason tapaði fyrir Mortensen frá Danmörku. Þriðja umferð í landsliðsflokki verður tefld í dag. KGK Puflið sprengt Jón G. Haukssan, DV, Akureym Landhelgisgæslan sprengdi í gær- kvöldi rússneska duflið sem togarinn Margrét fékk í trollið í síðustu veiði- ferð, sem reyndar var mettúr. Sprengjusérfræðingar Landhelgis- gæslunnar voru um borð í Margréti mestan partinn í gær en um hálfníu- leytið í gærkveldi var svæðið upp við öskuhaugana rýmt og duflið sprengt þar. Því brá illilega fólkinu i kjailaraíbúð við Hofsvallagötu seint í gærkvöldi þegar brak og brestir kváðu við. Svo virt- ist sem bifreið væri á leiðinni ofan í kjallarann eftir að ökumaðurinn missti stjórn á henni. Allt fór þó betur en á horfðist og engin meiðsl urðu á fólki. DV-mynd BG ÓVENJU LÁGT VERÐ 0PIÐ TIL KL. 16.00 ÁLAUGARDÖGUM Smiðjuvegi 2, Kópavogi. Símar 79866, 79494. Kynferðisafbrot: Málið óhreyft í Sakadómi vikum saman Sakbomingurinn fór af landinu fyrir helgi í DV í gær var greint frá tveimur málum þar sem menn eru taldir hafa drýgt kynferðisglæpi gagnvart böm- um. Maður á sjötugsaldri, sem grunaður er um að hafa nauðgað ungum dreng, er erlendis þessa dag- ana. Samkvæmt upplýsingum sem DV hefúr fengið fór maðurinn af landinu síðastliðinn föstudag. Mál hans liggur nú hjá Sakadómi Reykjavíkur. Þar er það búið að vera um nokkurra vikna akeið sam- kvæmt upplýsingum san DV fékk hjá embætti ríkissaksóknara. Dóm- arinn, sem hefúr með málið að gera hjá Sakadómi, er líklegast kominn f sumarfrí. Ekki fengust ákveðin svör þar um í morgun. Dómarinn hefúr ekki mætt til vinnu í tvo daga og er hald manna að hann sé kominn i sumarfrí. Ekkert verður gert í mál- inu á meðan. Hitt málið, sem greint var frá f gær, er mál gegn manni sem grunað- ur er um að hafa nauðgað dóttur sinni. í DV í gær var greint frá því að gæsluvarðhaldsúrskurður yfir manninum heföi verið framlengdur til 1. október næstkomandi. Þá heíúr maðurinn setið í gæsluvarðhaldi frá 4. júní síðastliðnum. Þegar um svo langt gæsluvarðhald er að ræða má telja líklegt að sekt mannsins sé sönnuð. Rannsókn á máli mannsins er nú lokið hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins og hefur málið verið sent til ríkissaksóknara. Fulltrúi sá sem fengið hefur málið til meðferðar seg- ist ekki vera forinn að kynna sér það. Hann segist ekki eiga von á að ferið verði að vinna í málinu nú á næstu dögum, hann eigi eftir að glöggva sig betur á þessu máli. -srae LOKI Ljósmyndarinn hefur tek- ið upp tann-þráðinn! Veðrið á morgun: Skýjað um mestallt landið Á morgun verður austan- og suð- austanátt á landinu, skýjað verður rnn mestallt land og rigning nema á Norðausturlandi. Áfram verður fremur hlýtt, einkum á Norðurlandi. Þörungar ollu stórtjóni „Það voru um 9.500 fiskar sem dráp- ust hjá okkur en þeir voru orðnir um hálft kíló á þyngd. Tryggingatjónið er metið á 1,5 milljónir en raunverulegt tjón er meira því laxinn átti stutt eftir í sláturstærð," sagði Finnur Garðars- son fiskifræðingur og stöðvarstjóri hjá Fiskeldisfélaginu Strönd h/f við Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Það var í byrjun júní sem þörungar, einfrumungar af ætt skorþörunga er nefnast Gyrodinium aureolum, lögð- ust á tálkn fiskanna með þeim afleið- ingum að þeir gátu ekki andað. „Ég mældi súrefni úr sjónum og það var yfirmettun því þessir þörungar fram- leiða súrefni. Fiskurinn gat bara ekki notað það,“ sagði Finnur. Þörungategund þessi hefur fundist áður við landið en aldrei í svopa mikl- um blóma og þörungamir verða ekki svona margir nema við sérstaklega hentugar aðstæður, logn og hlýrra yfirborðslag sjávar. „Það er tilviljun hvar hann myndast en hann hefúr valdið usla í öðrum löndiun. Ef að- stæður eru fyrir hendi getur hann blómgast hvar sem er við landið, frá vori og fram á haust. Það má því segja að við höfúm verið óheppnir. Það er þó lán í óláni að við vorum ekki bún- ir að sjósetja gönguseiðin en það eru imi 100.000 seiði sem nú eru komin i sjó,“ sagði Finnur. -JFJ Krefur Albert um miskabætur Einar Ólason, ljósmyndari Þjóðvilj- ans, sem Albert Guðmundsson gaf kjaftshögg á Hótel Borg 27. mars sið- astliðinn, hefur sent Albert kröfú um greiðslur á tannviðgerðum og miska- bótum. Tannviðgerðimar munu kosta tæpar 70 þúsund krónur. Auk þess fer Einar fram á 250 þúsund krónur í miskabætur. Albert Guðmundsson sagði í samtali við DV í gær að hann hefði fengið lögfræðing til að reyna ná sáttum í þessu máli. Albert sagði að það kæmi ekki til með að stranda á sér né sínum lögfræðingi við að ná sanngjörnu sam- komulagi. Einar Ólason vildi ekkert um málið segja að svo komnu máli. -sme Lára V. aðstoðar Jóhönnu Lára V. Júlíusdóttir lögfræðingur hefúr verið ráðin aðstoðarmaður fé- lagsmálaráðherra. Lára hefur starfað sem lögfræðingur ASÍ frá 1982. Hún er formaður Kven- réttindafélags íslands. Lára mun taka til starfa sem aðstoð- armaður félagsmálaráðherra 20. júlí. -ES Hjónin í Hafnarfirði: Rannsóknmiðarvel Samkvæmt upplýsingum Rannsókn- arlögreglu ríkisins miðar rannsókn á meintum kynferðisafbrotiun hjón- anna, sem ráku sumardvalarheimilið í Svefneyjum sumarið 1975, vel áfi-am. Maðurinn var úrskurðaður í gæslu- varðhald til 22. þessa mánaðar. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort krafist verði gæsluvarðhaldsúr- skurðar yfir konunni. Engar aðrar upplýsingar um málið var að fá hjá Rannsóknarlögreglunni i gær. Rannsókn í málum sem þessum er lokuð og þess vegna afar erfitt að fá upplýsingar hjá Rannsóknarlög- reglunni. _sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.