Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987. 33. Dægradvö] af starfi og skipulagi Vinnuskóla Reykjavíkur. Skólinn starfar í tvo mánuði á ári hverju, júní ogjúlí. í skólann eru teknir nemendur sem voru í 7da og 8da bekk grunnskólans á síðastliðn- um vetri. Tæplega helmingur allra skólakrakka í Reykjavík á þessum aldri er í Vinnuskólanum í sumar. Eldri unglingamir vinna allan dag- inn, eða átta klukkutíma, en þeir sem voru í 7da bekk i fyrravetur vinna hálfan daginn. Tímakaup hinna eldri kr. 96,48 en þau yngri fá 84,83 krónur á tímann. Skólinn hefur svonefnt hópbónuskerfi og það þýðir að ef hópur fær fullan bónus, sem er tíu prósent af kaupinu, ná krakkarnir unglingataxta Dagsbrúnar. Skólinn er skipulagður með þeim hætti að borginni er skipt í átta hverfi og unglingum í hverju hverfi er deilt í hópa. Innan hvers hóps eru 9-25 unglingar og einn til tveir leið- beinendur. í sumar eru starfandi milli 40 og 45 hópar. Uppeldið í hávegum Sigurður Lyngdal kennir við Hóla- brekkuskóla á veturna og segir að það sé í rauninni ekkert unglinga- vandamál til. - Þetta er spurning um að skilja unglingana og til að skilja þá verður maður að hafa viljann, segir Sigurð- ur. - Þegar fullorðið fólk gagnrýnir störf unglinganna gleymir það að Vinnuskólinn er oftast fyrsta starfs- reynsla þessara krakka. Eitt megin- Guðbjörg Guðjónsdóttir verkstýrði krökkum í garðvinnu þegar okkur bar að garði. Guðbjörg sagði unglingana vinna mjög vel og agavandamál þekkt- ust ekki. og íþróttafélög í borginni góðs af starfsemi skólans. Gegn vægu gjaldi koma unglingar Vinnuskólans og hreinsa og bæta íþróttavelli og um- hverfi skóla. Vinnuskólinn býður einnig ellilíf- eyrisþegum aðstoð sína við garð- hreinsun. Ellilífeyrisþegar geta hringt till Vinnuskólans og beðið um aðstoð sem skólinn sinnir eftir getu. Sigurður sagði blaðamanni frá því að það hefði komið fyrir síðastliðið sem best unnið sjálfir í garðinum. Ég fór og athugaði málið og þá kom í ljós að eigandi hússins var lífeyris- þegi og bjó hann í einu herbergi hússins. Ég sagði krökkunum frá þessu og þau tóku til vinnunnar aft- ur, sagði Sigurður. Ekki bara vinna í tengslum við Vinnuskólann er rekin öflug félagsstarfsemi. Skólinn Vinnuskólinn snyrtir og hirðir garða ellilífeyrisþega. Hér er hópur við vinnu við Langholtsveg. markmið Vinnuskólans er að kenna unglingum að vinna. Og það tekur vitanlega tíma. Margir krakkanna hafa aldrei komið nálægt þeim verk- færum sem notuð eru í Vinnuskólan- um. Við leggjum á það áherslu við leiðbeinendur Vinnuskólans að þeir gefi sér tíma til að kenna krökkunum á verkfærin og hvemig maður á að bera sig til við vinnuna. - Ekki er síður mikilvægt, heldur Sigurður áfram, að unglingarnir kynnist réttum viðhorfum til vinn- unar. Þetta á til dæmis við um stundvísi, vinnusemi, umgengni og umhirðu verkfæra. Ég get nefnt þér sem dæmi að það kom til mín stúlka um daginn og bað um tveggja klukkustunda frí daginn eftir því hún vildi sofa út eftir hljómleika sem hún ætlaði á um kvöldið. Henni fannst sjálfsagt að fá frí út á hljóm- leikaferð. Ég sagði henni að þegar maður tæki að sér vinnu yrði maður að taka á sig þá ábyrgð og þær skyld- ur sem vinnunni fylgdu. Ábyrgðin væri meðal annars fólgin i því að taka ekki frí frá vinnunni nema nauðsyn bæri til - og að sofa út eftir hljómleikaferð teldist ekki til nauð- synja. Samstarf við skóla og iþrótta- félög Vinnan sem unglingarnir í Vinnu- skólanum inna af hendi er einkum fólgin í umhirðu og snyrtingu. Skól- inn er rekinn af borginni og sinnir viðhaldi og snyrtingu á görðum og útivistarsvæðum sem eru i umsjá borgarinnar. Að auki njóta skólar sumar að krakkar neituðu að vinna í garði ellilífeyrisþega. - Það bar þannig til, segir Sigurð- ur, að krakkarnir fóru að vinna í einum húsgarði eftir beiðni sem okk- ur hafði borist. Þeir tóku eftir því að í húsinu bjuggu ung hjón með börn á unglingsaldri. Hvorki hjónin né börn þeirra gerðu handtak í garðin- um. Það misbauð réttlætiskennd unglinganna svo að þeir lögðu niður vinnu og sögðu að húseigendur gætu er í samstarfi við íþrótta- og æsku- lýðsráð borgarinnar sem leggur til tvo starfsmenn er skipuleggja stærst- an hluta félags- og frístundastarfsins. Þá tvo mánuði sem, skólinn starfar eru þrír frídagar sem notaðir eru til tómstundastarfs. Frídagarnir kom í stað orlofspeninga sem ekki eru greiddir. Utan vinnutíma er einnig fjölbreytt félagsstarf og má þar nefna ýmiss konar siglingar, veiðiferðir og keilu- og badmintonspil. Hópur leiðbeinenda í Breiðholtshverfi. Frá vinstri Gauja, Hilmar, Brynjólf- ur, Guðmundur, sem sér um frístundastarf, Anna, Sigrún, Hafdis, Sigurður yfirkennari, Hólmfriður, Ásgeir, Þóra og María. KENNARAR Að Grunnskóla Patreksfjarðar vantar kennara í eftir- talda kennslu: Ensku, handavinnu, íþróttir og almenna barna- kennslu. ATH. Við greiðum flutning á búslóð, útvegum hús: næði og greiðum launaauka. Upplýsingar í síma 94-7605. SMIÐIR 1-2 smiðir óskast til starfa í lengri eða skemmri tíma. Góð verkefni. Hafið samband í síma 77750 eða 671475. Sérsmíði fi/f Skemmuvemir 14 Sími 77750 200 Kópavogur Nafnnr. 7512—9629 « - BILAR BLAÐAUKI ALLA LAUGARDAGA BÍLAMARKAÐUR DV er nú á falhi ferð Skilafrestur í bílagetraun er til fimmtudags. Nauðungaruppboð annað og síðara á eigninni Hamarsteigi 4, Mosfellshreppi, þingl. eign Axels Blomsterberg, fer fram á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnar- firði, föstudaginn 17. júli 1987 kl. 15.00. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu Nauðungaruppboð sem auglýst var i 114., 116. og 117. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Skeiðarási 3, Garðakaupstað, þingl. eign Rafboða hf., fer fram eftir kröfu Iðnþróunarsjóðs og Árna Pálssonar hdl. á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, föstudaginn 17. júlí 1987 kl. 16.15. Bæjarfógetinn i Garðakaupstað Nauðungaruppboð annað og síðara á eigninni Aspariundi 2, Garðakaupstað, þingl. eign Svans Lárussonar, fer fram á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, föstudaginn 17. júli 1987 kl. 16.45. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað Nauðungaruppboð sem auglýst var i 154., 157. og 159. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Breiðvangi 75, Hafnarfirði, þingl. eign Sævars Gunnarssonar, fer fram eftir kröfu Kristjáns Ólafssonar hdl. á skrifstofu embættisins að Strand- götu 31, Hafnarfirði, föstudaginn 17. júlí 1987 kl. 14.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði Nauðungaruppboð sem auglýst var í 35., 36. og 37. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eign- inni Hjallabraut 13,2. hæðt.v„ Hafnarfirði, þingl. eign Sigurbergs Þórarinsson- ar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, föstudaginn 17. júlí 1987 kl. 13.45. __________Bæjarfógetinn í Hafnarfirði Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á fasteigninni Unufelli 29, 1.t.v„ þingl. eigandi Guðrún Ágústsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 16. júlí 1987 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík og Veðdeild Landsbanka islands. ________;_____________Borgarfógetaembættið i Reykjavik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.