Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Blaðsíða 37
1 l'TT ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987. 37 Sviðsljós Margt er líkt með skyldum Það er svipur með þessum tveimur enda unnu þeir yfirburðasigur í keppninni um gæludýr og eiganda sem líktust hvor öðrum mest. Nicolas Chimi sem er 9 ára og hundurinn hans Rip Van Winkle búa í Quincy í Bandaríkjunum og eru að sögn bestu vinir. Auk keppninnar um svipinn milli eigenda og gæludýrs var keppt um minnsta, stærsta, sætasta og gagnlausasta hundinn. Símamvnd Reuter Ólyginn sagði... Marlon Brando virðist ekkert gera nema verða feitari og feitari. Upp á síðkastið hefur hann forðast fólk eins og heitan eldinn og einangrað sig á hinni stóru landareign sinni í Hollywood Hills. Næsti ná- granninn er Jack Nicholson en ekki einu sinni hann hefur séð Marlon í langan tíma. Ef Marlon ferðast eitthvað heldur hann á eyjuna sína í Pólynesíu og dvel- ur þar einn síns liðs. Rob Lowe hefur ákveðið að komast út úr gæjahlutverkinu og reyna á leikhæfileikana fyrir alvöru. Hans nýjasta mynd í því skyni er „Square dance". I myndinni leikur hann þroskaheftan strák, Rory, með andlegan þroska á við 11 ára barn. Mótleikari hans er Winona Ryder, hún leikur stelpuna Gemmu sem strýkur heiman frá afa sínum og heldur til borgarinnar til móður sinnar sem hún hefur nær aldrei séð.' Gemma og Rory verða ást- fangin en það er ekki allt saman dans á rósum. „Ég get varla ímyndað mér persónu sem er ólíkari mér en ég vildi fá þetta hlutverk. Þetta er viss ögrun," segir Rob. Sheena Easton finnst Lorenzo Lamas í Falcon Crest vera sætasti og kynþokka- fyllsti karlmaðurinn í Hollywo- od. „Ég horfi eiginlega bara á Falcon Crest til að sjá hann. Hann er algjört æði, sérstaklega þegar hann er ber að ofan," segir Sheena. Gillespie 70 ára Það kemur sér vel fyrir jassistann, Dizzy Gillespie, að vera vanur hvers konar blástri. Þann 10. þessa mánaðar þurfti hann nefnilega að blása á hvorki meira né minna en 70 kerti. Þessi heimsfrægi ameríski jassisti, sem betur er þekktur fyrir blástur í trompet, var staddur í Nice í Frakklandi á afmælisdaginn sinn. Símamynd Reuter Hvað skvldi páfinn vera að hlusta á þar sem hann flýgur í fríið sitt. sí- gilda músík eða rokk og ról? Páfmn. sem alltaf er á sífelldum ferðalögum um allan heim. ætlar nú að taka sér smáfrí. Hann messaði í Pramarino á Italíu og flaug síðan í þyrlu beint í fríið sem hann ætlar sér að eyða í Dolomiti fjöllunum. Símamvnd Reuter Redgrave á rauðu torgi Enska leikkonan Vanessa Redgrave er ein þeirra fjölmorgu sem staddir eru í Moskvu um þessar mundir, á 15. alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni þar i borg. Vanessa skoðaði sig um í borginni og hér er hún á Rauða torginu með hina frægu turna þess í baksýn. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.