Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987. 15 Velferðarþjóðfélag Þegar stjómarmyndunarviðræður stóðu yfir á dögunum kom íram að mikil þræta átti sér stað um skipt- ingu ráðuneyta milli stjómarflokk- anna þriggja. Þá kom ekki aðeins fram hvaða ráðuneyti það voru sem flokkamir sóttust eftir heldur líka hvaða ráðuneyti það vom sem flokk- amir sóttust ekki eftir. Talað var um að einstakir ráðherrastólar hefðu „lent í vanskilum" og Fram- sóknarflokkurinn taldi stjómar- myndunartilraunina vonlitla. Jón Baldvin Hannibalsson skilaði um- boði sínu til forseta íslands en eftir tvo sólarhringa fannst vanskilastóll- inn - fjórði stóllinn handa Fram- sókn. Þá gat Framsókn farið í ríkisstjómina og stóllinn var settur undir Guðmund Bjamason sem er vissulega alls góðs maklegur. En þá kom líka í ljós að hann sat uppi með ráðuneytið sem enginn vildi - heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- ið. í viðtölum kom fram að nýi ráðherrann var heldur mæðulegur yfir þessu ráðuneyti; þetta væri nú ekki óskaráðuneyti hans og þegar hann var spurður um það hvað væri biýnast í heilbrigðismálum á íslandi sagði hann: Að spara. Málaflokkurinn er hornreka Það er góðra gjalda vert að spara. En afstaða flokkanna til heilbrigðis- ráðuneytisins segir alvarlega sögu, þá að enginn áhugi er á þessum málaflokki - þar sem starfa þúsund- ir manna og tugþúsundir sækja þjónustu - innan stjómarflokkanna. Þetta ráðuneyti og málaflokkur- inn í heild er homreka, er í vanskil- um. Alþýðuflokkurinn - sem alltaf hef- ur áður farið með tryggingamál þegar hann hefur verið í ríkisstjóm - sagði ekki ég. Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur farið með ráðuneytið þegar hann hefur verið f ríkisstjóm eftir stofhun KjaUaiinn Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins, sagði ekki ég. Og Framsóknarflokkurinn, sem hefur aldrei komið nálægt heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytinu, sagði ekki ég. En vegna þess að stóllinn var í vanskilum var Guðmundur Bjama- son píndur til að setjast í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. í málefnasamningi ríkisstjórnar- innar em almenn orð um heilbrigðis- mál sem er ekkert nýtt, en þar er til dæmis ekki minnst á málefni aldr- aðra sem forgangsverkefni. Hornsteinn velferðarþjóðfélags Þetta áhugaleysi stjómarflokk- anna á heilbrigðis- og trygginga- málum hrópar í himininn. Það sýnir ekki aðeins virðingarleysi við starfs- fólk og sjúklinga heldur skilnings- leysi á því að heilbrigðis- og tryggingamálin em einn gildasti homsteinn velferðarsamféfags á Is- landi. Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið hefur verið byggt upp eftir 1970 undir myndarlegri for- ystu Páls Sigurðssonar og hans samstarfsmanna. Þau hafa veitt dug- legum ráðherrum gott lið og hafa jafnframt varið ráðuneytið fyrir heiftarlegustu árásum ftjálshyggju- og niðurskurðarmanna. Áhuga- og skilningsleysi núverandi stjómar- flokka á heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið kallar á varðstöðu alls almennings um þennan mála- flokk nú sem aldrei fýrr. B-álman, minnismerki um áhuga- og skilningsleysi Fyrir nokkrum dögum var sýnd kvikmynd í sjónvarpinu um Alz- heimer-sjúkdóminn. Fjallað var um vanda sjúklinga og aðstandenda. Þessi mynd minnir á þá óhugnan- legu staðreynd að lögin um málefiii aldraðra, sem vom sett í okkar tíð í heilbrigðismálaráðuneytinu, hafa verið vanrækt. Minnismerki van- rækslunnar er B-álma Borgarspítal- ans í Reykjavík sem reist var í okkar tíð í borgarstjóm og ríkisstjóm en hefúr síðan staðið að mestu óhreyfð. Svo virðist sem núverandi ríkis- „Áhuga- og skilningsleysi núverandi stjórnarflokka á heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytinu kallar á varðstöðu alls almennings um þennan málaflokk nú sem aldrei fyrr.“ í vanskilum „Svo virðist sem núverandi rikisstjórn ætli að hlúa að þessu minnis- merki enn um sinn: Með því að halda áfram að koma i veg fyrir það - ásamt borgarstjóranum i Reykjavík - að B-álma Borgarspitalans verði tekin í notkun.“ stjóm ætli að hlúa að þessu minnis- merki enn um sinn: Með því að halda áfram að koma í veg fyrir það - ásamt borgarstjóranum í Reykjavík - að B-álma Borgarspítalans verði tekin í notkun. Brýn þörf fyrir þjónustu við aldr- aða annars vegar og hins vegar B-álman og áhugaleysið á heilbrigð- isráðunevtinu em hrópandi and- stæður, sönnun þess að sérhyggjan má sín meira en félagshyggjan, til- litsleysið er öflugra en tillitssemin við náungann. Með því verður fylgst hvemig þessum málum reiðir af. Frumkvæði fjöldans og fjölmiðlanna Nú kann einhver að halda að það sé óumflýjanlegt að horfa upp á stöðnun heilbrigðisþjónustunnar næstu fjögur árin og ekkert sé hægt að gera fyrr en skipt verður um stjóm. Það er misskilningur. Það þarf öflugt frumkvæði vakandi fjöl- miðla - eins og sjónvarpsins sem sýndi Alzheimer-myndina á dögun- um - lifandi samtök aðstandenda og þeirra sem skilja mikilvægi heil- brigðisþjónustunnar og duglega og ábyrga stjómarandstöðu - þá mun jafnvel þriggja flokka stjóm verða að taka tillit til aðstæðna. Þetta aðhald Qöldans verður að skapa til vemdar heilbrigðis- og trygginga- málunum. Og það er ekki verra að vita af því að það hefði örugglega verið hægt að finna mikið lakari mann til að gegna starfi heilbrigðis- ráðherra en Guðmund Bjamason. Honum skulu því sendar góðar óskir. Svavar Gestsson Forsætisráðherrastóllimi of dýr biti Nú þegar ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar hefur verið mynduð er ekki úr vegi fyrir þegna þessa lands að reyna að gera sér grein fyrir þvi hvers vænta má á komandi mánuð- um. Eitt er vís. Skattheimta mun stóraukast en mest á kostnað þeirra er síst skyldi. Og þannig séð eru sannleikskom í yfirlýsingum for- svarsmanna stjómarmyndunarvið- ræðnanna er þeir kölluðu hver annan ósannindamenn og lygara í fjölmiðlum því lítið er eftir af mörg- um kosningaloforðum þeirra. En hvað kostar þessi stjórn? Framsókn heldur nær öllu sínu og fær utanríkisráðuneyti og utanríkis- viðskipti. Fyrir þetta lætur hún forsætisráðuneyti af hendi þrátt fyrir að allur þorri kjósenda hefði kosið Steingrím Hermannsson áfram í þeirri stöðu. Og fyrir aðrar breyting- ar fær hún heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneyti. Alþýðuflokkurinn kemur ágætlega út úr þessum samningum og eftir atvikum má hann vel við una. Þó er því ekki að leyna að kosningalof- orð flokksins og stefnuskrá hefur rýmað til muna. Engu að síður nær hann merkilegum umbóta- og vel- ferðarmálum inn í samninginn en einnig aukinni skattheimtu sem því miður beinist að þeim er síst skyldi. En fj ármálaráðuney ti, viðskipta- ráðuneyti, Hagstofú íslands, dóms- og kirkjumálaráðuneyti og félags- málaráðuneyti hefur Alþýðuflokk- urinn fengið á tombóluprís. Hann getur því vel unað við sitt hlutskipti. En þegar við spyrjum: Hvað fær Sjálfstæðisflokkur í sinn hlut? Við spumingunni getur svarið aðeins orðið eitt - ekkert - ef undan er skilið forsætisráðuneyti. Hann held- ur reyndar samgöngu-, iðnaðar- og KjaUaiiim Sigurður Arngrímsson framkvæmdastjóri menntamálaráðuneyti en gloprar öllu öðm niður sem hann hafði. Ef marka má málefnasamning og stjómarsáttmála er svo til öllum kosningaloforðum og stefnuskrá flokksins kastað fyrir róða. Og þessi blóðtaka veldur því að reynslulausir menn em valdir til að fylla stólana. Þetta er það gjald sem Sjálfstæðis- flokkurinn verður að greiða til að kaupa forystunni fylgi við þessa ein- stæðu stjómarmyndun. Lokaorð En mér er spum: Hefur þjóðin efni á þessum vinnubrögðum? Allir heil- vita menn hljóta að sjá að hún hefur það ekki og ömgglega ekki Sjálf- stæðisflokkurinn. Og í framhaldi af þessu getum við spurt: Af hverju mátti ekki kanna samstarf við Borg- araflokkinn? Þegar Albert Guðmundsson rétti fram sáttahönd lýsti hann þvi jafn- framt yfir, fyrir hönd Borgaraflokks- ins, að flokkurinn væri reiðubúinn, í stórum dráttum, að starfa í þeim anda sem fyrri stjórn starfaði. Ör- uggt má telja að slík stjóm hefði verið meira í anda þess sem þegnam- ir kiósa sér og skattheimtan hefði orðið mun minni. Vissulega óska ég nýrri stjóm far- sældar. Engu að síður óttast ég að forsætisráðherrastólinn verði þjóð- inni of dýr biti þegar upp er staðið. „Hefur þjóðin efni á þessum vinnubrögð- um? Allir heilvita menn hljóta að sjá að hún hefur það ekki og örugglega ekki S j álfstæðisflokkurinn. ‘ ‘ Og reynist það rétt má öllum ljóst fjöregg þjóðarinnar. vera að þannig má engin versla með Sigurður Amgrímsson „Vissulega óska ég nýrri sljórn farsældar. Engu aö síður óttast ég að forsætisráðherrastóllinn veröi þjóðinni of dýr biti þegar upp er staðið."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.