Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLl 1987. Utlönd Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands, og Uffe Elle- mann-Jensen, utanrikisráðherra Danmerkur, á leið á fund utanríkisráðherra Evrópubandalagsins. Símamynd Reuter Verslunariiindiunum gegn Sýriandi aflétt Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmaivnahöfn: Fundur utanríkisráðherra hinna tólf Evrópubandalagsríkja Evrópu í Kaupmannahöfn í gær leiddi ekki af sér neitt nýtt í yfirlýsingum varð- andi samband austurs og vesturs, Afganistan eða Miðausturlönd. Þó Sýrland hafi verið á dagskrá er landið aðeins nefnt óbeint í sameig- inlegri yfirlýsingu utanríkisráðherr- anna um Miðausturlönd. Þar stendur meðal annars að Evrópu- bandalagsríkin reyni að ná sambandi við hvert Miðausturlandanna í þeim tilgangi að koma á friðarráðstefnu milli Israels og nágrannaríkjanna. Af orðalagi yfirlýsingarinnar má ráða að verslunarhindranir Evrópu- bandalagsins gegn Sýrlandi eru ekki lengur til staðar. Hvað varðar Suð- ur-Afríku náðist nær ekkert sam- komulag. Niðurstaðan varð bresk neðanmálsgrein og sex til tólf mis- munandi skoðanir á framtíðarsam- bandinu við Suður-Afríku. Danir og Irar höfðu krafist sameiginlegrar yfirlýsingar varðandi viðhorf Evr- ópubandalagsins til Suður-Afríku en Bretland og Vestur-Þýskaland höfn- uðu því. Embættismenn innan Evrópu- bandalagsins eiga nú að rannsaka ásakanir Bandaríkjanna um að fyrir- tæki einstakra Evrópubandalags- ríkja græði á flutningi bandarískra fyrirtækja frá Suður-Afríku. Uffe Ellemann-Jensen flýgur til Banda- ríkjanna í dag og mun eflaust verða spurður út í þetta atriði. Fundur þessi var hin hefðbundna endurskoðun á sameiginlegri utan- ríkisstefnu Evrópubandalagsríkj- anna er heitir EPS. Fer hann fram á hálfs árs fresti og er ekki hægt að meta samstarf þetta á fundi utanrík- isráðherranna eingöngu. Mestur hluti sambandsins gerist dagsdag- lega án þess að athygli almennings sé beint að. Giovanni Goria falin stjómarmyndun Baldur Róbensson, DV, Genúa: Cossiga, forseti Italíu, hefur falið Giovanni Goria, fyrrverandi íjármála- ráðherra úr röðum kristilegra demó- krata, að mynda nýja ríkisstjórn. Kom val þetta öllum á óvart því að talið var víst að De Mita, formaður kristilegra demókrata, yrði látinn mynda nýja ríkisstjóm eftir alla um- íjöllunina sem hann hefur hlotið síðustu vikur. Talið er að Goria hafi verið valinn vegna starfs síns sem fjármálaráðherra síðastliðin fimm ár. Þekkir hann þar af leiðandi stærsta vanda þjóðarinnar, ráðherra italiu, var í gær falið að mynda ríkÍSStjðrn. Simamynd Reuter efiiahagsvandann. Einnig er hann tal- inn líklegri til að ná saman stjóm en De Mita, sem á í miklum persónuleg- um erjum við Craxi, formann sósíali- staflokksins um þessar mundir, en það er líklegasti samstarfsflokkur kristi- legra demókrata. Goria, sem er 44 ára gamall, er yngsti maðurinn sem fengið hefur umboð til að mynda ríkisstjóm á ítal- íu. Skömmu eftir að hann fékk umboðið greindi hann frá því að hann hefði ekki búist við því að verða fyrir valinu og að hann vissi ekki hvernig ríkisstjóm væri best að mynda. „Björgunarféð" strandar á yfirfærsluheimild Von Veritas vantar 2 milljónir d. kr. . - „piVíjf'I0^ .,k<-vO"V‘4 forkl‘,,f;Itíp«'.8‘nCV Foto *»* ‘,n- rilf ? Organisation fra Island overtager Vesterborg skole EIM AF SPIDSERNE ! HOS VON VERITAS: Anklagesfor storbedrageri NAKSKOV ■ En ml mmA. -ritir_• ■ . . . 2rí ir Ktkrivl fl.f.kip U- imgcA u| han hnr úilcn «. Il,r.rfulíur Gud- u-ncl iil C|C| fMrli, rum .urnluui, cr i.llull fur -I 6« cn K|. u... fur^ir^r, t ...i -r -. ilcdc dcru -rbcidkplndt, tcju dcn 10 ipnl u> ta Ulvcftb-nki ublc om- dk.cn f«r h-vdc dirúln- .........>• ‘I •>» >«nfo.V«iVcnlu.Bbb. *1V Uiv.ub-nki <■ ub pt hlvdc dnknln* for. B.n buljrUun om dcn *ko- ornknn* 7J millionar din- k-ni^.konomí bllv fuld- noiWilt Uynn*. dí” Vciíim VtiuVbor* « op «" to"“< bcuyr.lu. btnk foú.ndrtd."uIÍ^ nSTo' Ur kurini! u.’íf. nudl.,n . Von Vmiu. b.nki i .1 *t f.ll.i tf*m.lur udon jodk.n • ummtn B,0r*uifur GudmuntM- d.lu fr- Ebb. Oinu.n. Advokat for hindværkerno I Vesterborg R Ledelsen pá Von Verita har lavet en svinestreg nuiuu. Ul [" Umfjöllunin um Von Veritas í dönskum fjölmiðlum hefur verið bæði já- kvæð og neikvæð. Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmannahöfri: Sjúkrastöðin Von Veritas, sem staðsett er á Lálandi í Danmörku, hefúr nú verið starfrækt í nær eitt ár eða frá því í september síðastliðn- um. Töluvert hefur verið fjallað um sjúkrastöðina í blöðum og tímaritum og þá helst í dagblöðum á Lálandi. I upphafi mátti lesa eftirvæntingu og bjartsýni úr frásögnunum. Til- koma Von Veritas myndi með tímanum veita þrjátíu manns at- vinnu sem ekki er svo lítið í sveitar- félagi þar sem atvinnuleysi ríkir. Reyndar voru íbúar svæðisins ekki sammála um kaup Von Veritas á Vesterborg skólanum þar sem sjúkrastöðin er nú til húsa. En uppi voru áætlanir um að reka þar nám- skeiða- og fræðslumiðstöð fyrir almenning. Mikil umræða I tengslum við opnun sjúkrastöðv- arinnar birtust frásagnir með myndum og í fyrirsögnum stóru blaðanna mátti lesa „Minnesot- amódelið komið til Danmerkur" og „afvötnun aðeins fyrir ríka“. Blöðin áttu síðan eftir að fjalla um fjár- hagsörðugleika Von Veritas annars vegar og áfengismeðferðina sem slíka og frásagnir sjúklinga hins vegar. Var umræðan um þessar tvær hlið- ar nátengd en efasemdir lækna, ýmissa greinahöfúnda, fulltrúa hins opinbera (annarra meðferðarforma) gagnvart Minnesotameðferðinni og einkarekinni afvötnunarstöð hafa meðal annars staðið Von Veritas fyrir þrifum að nokkru leyti. Áfengismeðferð í molum I Danmörku hefúr áfengismeðferð verið að mestu leyti í molum í fjölda- mörg ár og því hægt að fullyrða að þörf hafi verið að nálgast áfengis- vandamálið á annan hátt. Hefur hvarvetna verið viðtekið, og er enn, að alkóhólismi sé einungis félagssál- fræðilegt fyrirbæri og því töluverð ögrun við viðteknar skoðanir að setja á fót meðferðarstofnun fyrir alkóhólista er byggir á þeim hug- myndum að alkóhólismi sé sjúk- dómur. Gróðafíkn Eins féll hugmynd um einkarekið meðferðarheimili í misgóðan jarðveg og í því sambandi var talað um gróðafíkn er væri svalað af nauð- stöddum einstaklingum. Náðu efasemdimar gagnvart Von Veritas hámarki í lok júní í grein í dag- blaðinu Information. Var hún skrif- uð af tveimur blaðamennskunemum og er þar blandað saman fjárhags- örðugleikum, bakgrunni stjómar- meðlima Von Veritas, sérstaklega Björgúlfs Guðmundssonar sem er ákærður í Hafskipsmálinu, meðferð- inni og trúaratriðum þannig að út kom afar vafasöm meðferð er fram færi í stofnun er rekin væri af skúrk- um sem hefðu það eitt að markmiði að græða peninga., Þrátt fyrir þessa grein og aðrar, þar sem einblínt hefur verið á lúxus og ríkra manna aívötnun, hefúr tölu- vert birst af frásögnum og viðtölum við fólk er komst á réttan kjöl með hjálp Von Veritas eftir að hafa verið á grafarbakkanum vegna áfengis- neyslu. Fjárhagsörðugleikar Hið opinbera er mjög hikandi við að greiða vistina á Von Veritas, ekki síst vegna efasemdanna um ágæti meðferðarinnar og fjárhagsörðug- leikanna sem Von Veritas hefur átt við að etja. Fjárhagslega hefúr gengið illa hjá Von Veritas. Það var stofnað af Björgúlfi Guðmundssyni, Hendrik Bemdsen og Edwald Bemdsen og nam stofnféð þrjú hundmð þúsund dönskum krónum. Hafið var sam- starf við fjárfestingarfélagið AB Finans er einnig vildi lána sjúkling- um fé til meðferðarinnar á hagstæð- um kjörum. Til að gera langa sögu stutta var Vesterborg skóli keyptur á rúmlega þrjár milljónir danskra króna og reiknað með að umbætur á honum næmu þremur milljónum. Þær námu þó sex milljónum. Pláss var fyrir sextíu sjúklinga en að með- altali hafa þeir ekki verið fleiri en þrjátíu. Engin laun Var farið að tala um fjárhagsvanda stöðvarinnar fyrir áramót og bar þá hæst skuldir Von Veritas við iðnað- armenn þá er unnu að umbótum húsnæðisins. I janúar síðastliðnum leit út fyrir að bjargað yrði fyrir hom þegar danskur fjármálamaður ásamt Þorsteini Viggóssyni veitti eina milljón danskra króna í Von Veritas. Sú milljón var fyrir mistök notuð til að greiða ógreidda skatta til sveit- arfélagsins og þá varð mælirinn fullur hjá iðnaðarmönnunum er áttu milljón inni hjá Von Veritas. Reynd- ar komu ekki meiri peningar frá Þorsteini og félaga en þeir hættu við allt saman og staðan varð jafnslæm og áður. Greiðslustöðvun Höfðu iðnaðarmennimir neyðst til að gera samning um greiðslu helm- ings skuldarinnar í þremur hlutum en endanlegt tilboð Von Veritas til iðnaðarmannanna var að þeir fengju aðeins helming skuldarinnar greidd- an annars yrði Von Veritas lýst gjaldþrota. En þar sem þeir sáu ekki krónu kröfðust þeir gjaldþrots og kom málið fyrir rétt.5. maí. Þá lýsti Von Veritas yfir greiðslustöðvun. Fundað var í troðfullum réttarsal í Nakskov á Lálandi um framlengingu greiðslustöðvunarinnar eða gjald- þrot. Var greiðslustöðvunin fram- lengd til 7. júlí. Um leið var því lýst yfir að iðnaðarmennimir fengju ekki nema tuttugu og fimm prósent skuldarinnar greidd. Uppsagnir Þann 7. júlí síðastliðinn var greiðslustöðvunin framlengd til ágústloka með þeim skilmálum að öllum starfsmönnum sjúkrastöðvar- innar væri sagt upp frá og með 31. ágúst. Næsti fundur í skiptarétti verður haldinn þann 28. ágúst næst- komandi. Ástæðuna fyrir fjármálaörðugleik- um Von Veritas telur skiptaráðand- inn, Michael Lunöe, vera að of lítið fjánnagn hafi verið til staðar í upp- hafi auk þess sem umbætur hús- næðisins hafi orðið of dýrar vegna óreiðu í rekstrinum. Hafi óreiðan haldið áfram og hafi hún og ekki síst vöntun á greiðslu frá sjúklingum verið aðalorsök vandræðanna. Rejmt hafi verið að fá góða umfjöll- un í fjölmiðlum og hjá hinu opinbera með þvi að ná í sem flesta sjúklinga og því ekki gengið sérstaklega hart á eftir greiðslu frá þeim. Nú gangi aðeins betur fjárhags- lega, sjúklingamir greiði meðferðina fyrirfram og reynt sé að halda þeim lengur í meðferð. Tvær milljónir Tvær milljónir danskra króna þurfi til að komast yfir verstu erfið- leikana og ef það takist geti rekstur- inn orðið viðunandi að ári eins og gert var ráð fyrir í upphafi. Eiga þessar tvær milljónir að koma frá fjárfestingaraöilum á Islandi en þar stranda þær enn sem komið er á heimild til yfirfærslu. Er skiptaráðandi ekki í vafa um að Von Veritas nái að starfa eðlilega en erfitt sé að stunda reksturinn án hjálpar hins opinbera.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.