Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987.
31
Sandkom
Keppinautur-
inn skoðaður
Ekki fer það fram hjá nein-
um að samkeppnin á öldum
ljósvakans er geysihörð og
útvarpsstöðvarnar keppast
um að ná eyrum hlustenda. I
slíkri samkeppni er ekki verra
að þekkja eitthvað til and-
stæðingsins og nú flýgur sú
fiskisaga að Bylgjumenn hafi
verið á þeim buxunum um
daginn. Hafi verið gerð úttekt
á því af Bylgjumönnum hverj-
ir væru auglýsendur hjá
Stjörnunni. Eftir að hafa legið
yfir þessu í einhverja daga
hafi rannsóknaraðilamir
komist að þeirri niðurstöðu
að meginþorri auglýsenda
Stjörnunnar væru gamlir
kunningjar Bylgjunnar og
upp til hópa auglýsendur sem
væru í skuld við Bylgjuna og
fengju ekki að auglýsa þar!
Heldur hefur brúnln lyfst á tollurum
eftlr að gegnumlýslngartæklð var
keypt, nú er ekkert hægt að fela
vafið inn i ohreina sokka.
Tæknin sigrar
áralanga
þjálfun
Ferðalangar, sem komið
hafa heim frá útlöndum síð-
ustu vikumar, hafa orðið vitni
að því að tollurinn á Keflavík-
urflugvelli hefur tekið tækn-
ina í sína þjónustu. Nú þurfa
tollararnir ekki að opna tösk-
umar, þeir einfaldlega gegn-
umiýsa farangurinn með nýju
gegnumlýsingartæki. Þegar
töskurnar em gegnumlýstar
kemur í ljós allt innihaid og
skiptir engu hversu mörgum
sokkum eða skyrtum er vafið
utan uin áfengispela, hann
sést strax. Eftir áralanga
þjálfun í að fela hitt og þetta
er því komin tækni sem gerir
mönnum ókieift að koma
aukabrjóstbirtu inn í landið
með smáútsjónarsemi. Hins
vegar segja tollarar þessari
kunnáttu landans til hróss að
það taki oft á tíðum nokkum
tíma að finna hinn forboðna
vaming þó að þeir viti af hon-
um og nokkum veginn hvar
hann sé.
Óheilbrigðar
minningar
f síðustu viku var mikil
maraþondagskrá á útvarps-
stöðinni Hljóðbylgjunni á
Akureyri. Voru það dagskrár-
gerðarmennimir Ómar Pét-
ursson og Þráinn Brjánsson
sem stóðu vaktina og sendu
út dagskrá í 60 tíma til styrkt-
ar sundlaugarbyggingu við
Sólborg. f síðustu viku birtist
viðtal við þá í Degi þar sem
rætt er vítt og breitt um afrek-
ið. Þráinn sagðist aldrei
mundu gleyma aðfaranótt
laugardagsins. „Efþaðhefðu
ekki verið svalir á húsinu
hefði ég án efa horfið á vit
feðra minna. Ég hef a.m.k.
aldrei verið jafnnálægt því að
deyja og þama. Ég vafraði um
eins og höfuðsóttarrolla og
mátti ekki setjast niður þá
datt ég út.“ Eftir að hafa lesið
þetta brennur á vörum manns
spurningin: - Hvemig björg-
uðu svalirnar lífi Þráins?
Skömmu síðar í viðtalinu
eru þeir félagar spurðir að því
hvað sé þeim minnisstæðast.
Þeir byrja svarið á því að
segja: „Sumt sem situr í okkur
er nú ekki með afbrigðum
heilbrigt." Hvað skyldi það
vera?
Þágufallsslkið i kringum Þjóðarbókhlöðuna enda eru framkvæmdirnar I þágu
islenskra bókmennta.
Þágufallssíki
í kringum Þjóðarbókhlöð-
una er víst verið að reisa hið
myndarlegasta síki sem mun
vera um 40 metrar. Nú hafa
gárungamir verið að gantast
með það að þar sem þetta síki
falli í þágu íslenskufræðinga
sé upplagt að því verði gefið
nafnið Þágufallssíki.
Langtflug
til Lissabon
Talandi um ferðalanga em
það gömul sannindi að þeir
geta lent í ýmsum hremming-
um. Nýleg saga afstúlku
einni, sem ætlaði að ferðast til
Lissabon ásamt kornungri
dóttur sinni, sýnir að betra er
að vera við öllu búinn.
Stúlkan átti að fljúga til
Lissabon fimmtudaginn 2. júlí
á vegum Ferðaskrifstofunnar
Útsýnar. Þegar hún mætti á
flugvöllinn samkvæmt upp-
gefnum tíma á farseðli var
stúlkunni sagt að 2 tímar
væra frá því að vélin hefði
farið. Henni var boðið að
fljúga til London kiukkan 6
morguninn eftir og fara þaðan
til Lissabon. Hún mætti
tímanlega en var þá sagt að
rúmlega4 klukkustunda
seinkun yrði á fluginu.
En hremmingunum var ekki
lokið. Þegar komið var til
London átti að bíða eftir henni
starfsmaður Flugleiða sem
átti að hjálpa mæðgunum við
útvegun hótelherbergis en
fiug til Lissabon var þá ekki
fyrr en á laugardeginum. Hins
vegar var ekki lent í London
fyrr en eftir klukkan 17 að
breskum tíma og þá voru allir
starfsmenn Flugleiða farnir
heim. Henni var þá nóg boðið
og sagðist ætla að bjarga sér
sjálf.
Stórströnd
Amerískur ferðamaður í Sa-
hara gekk um í góða veðrinu
á sundskýlu, með handkiæði á
öxlinni og ferðaviðtæki með
segulbandi í hendinni. Hann
mætti bedúína sem starði á
hann í forundran. „Ég ætla
að fá mér sundsprett,"' sagði
Ameríkaninn sem fannst hann
verða að segja eitthvað.
„En góði maður, það eru tólf
hundruð kílómetrar til sjáv-
ar,“ sagði bedúíninn.
„Tólf hundruð kílómetrar,“
hrópaði Kaninn upp yfir sig.
„Hvílík strönd!"
Umsjón: Jónas Fr. Jónsson
FYRIRTÆKI - STOFNANIR
LJÚFFENGIR MATARBAKKAR
Matseöill
Kabarett
Vikuna 13.-17. júlí
Mánudagur
Ávaxtasúpa.
Saltaður lambavöðvi með
kartöflusaiati.
Sild með rúgbrauði og
smjöri.
Þriðjudagur
Vanillubúðingssúpa.
Blandað kjötálegg, brauö,
smjór, salat, egg o.fl.
Miðvikudagur
Súpa Espagnole.
Smjördeigsbotn m/rækju-
salati.
Blandaðir ostar og kex.
Fimmtudagur
Brauðsúpa m/þeyttum
rjóma.
Baconrúlla m/kryddsósu,
hrisgrjónum og salati.
Föstudagur
Sveppasúpa.
Brauð m/roast beef og re-
molaði. Steiktur laukur.
Desert.
Matseðill
Vikuna 13.-17. júlí
Mánudagur
Ávaxtasúpa.
Karrýkrydduð djúpsteikt
fiskflok m/cocktailsósu, hrá-
salati og hvitum kartöflum.
Þriðjudagur
Vanillubúðingssúpa.
Rjómagúllach m/kartöflu-
mús, sultu og snittubrauði.
Miövikudagur
Súpa Espagnole.
Lambalaerissneiðar „barbe-
ecue". Framreitt m/steiktum
kartöflum, grænmeti og
kryddsmjöri.
Fimmtudagur
Brauðsúpa m/þeyttum
rjóma.
Nýr soðinn lax m/hvítum
kartöflum, tómötum, agúrk-
um, sítrónu og smjöri.
Föstudagur
Sveppasúpa.
Londonlamb m/sykurbrún-
uðum kartöflum, hrásalati
og rjómasósu. Desert.
Verði ykkur að góðu
SENDUM
Leitið tilboða
HV eitingamaðurinn
sími: 686880.
BLAÐAUKI
ALLA LAUGARDAGA
BÍLAMARKAÐUR DV
er nú á fuHri ferð
Nú getur þú spáð í spilin og valið þér bíl í ró og næði.
Blaðauki með fjölda auglýsinga frá bílasölum og bílaum-
boðum ásamt bílasmáauglýsingum D V býður þér ótrúlegt
úrval bíla.
Auglýsendur athugið!
Auglýsingar 1 bílakálf þurfa að berast í síðasta lagi fyrir kl. 17.00
fimmtudaga.
Smáauglýsingar í helgarblað þurfa að berast fyrir kl. 17 föstudaga.
Síminn er 27022.
£JLoaÁ<s
£-IoaÁ<‘.
GT.'.BV
Hinir geysivinsælu
FEMINA skór
loksins á íslandi.
Verð: 3025,-
Hvítt leður - Svart leður - Svart rúskinn.
EÚRð
KREDIT
Austurstræti 6 - sími 22450
Laugavegi 89 - sími 22453
Reykjavík
Póstsendum
Glæsilegir