Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987. Lesendur 17 Glsting greidd í gjaldeyri Bankamaður hringdi: Þar sem núna er svo mikið rætt um aðferðir til þess að laða erlenda ferða- menn til landsins - sem svo aftur lagar gjaldeyrisstöðuna í framtíðinni - kom lítið atvik héma í bankanum óþægi- lega við mig og aðra starfsmenn á staðnum. Inn í bankann kom erlendur ferða- maður sem vildi skipta ferðatékkum í dollurum yfir í dollaraseðla. Þar sem þetta er óvenjuleg beiðni fóm menn að leggja eyrun við því sem viðskipta- vinurinn hafði að segja og var það ekki par gott fyrir okkur sem væntan- lega paradís ferðamanna. Á gistiheim- ilinu, þar sem hann dvaldi, var ekki hægt að greiða með öðm en dollurum - íslenskir seðlar komu ekki til greina sem gjaldmiðill. Ekki getur það verið gott afspumar fyrir okkur ef forráðamenn gistiheim- ila sýna íslensku krónunni svo takmarkalausa lítilsvirðingu og ólík- legt að gestir þeirra fjárfesti í ein- hverju íslensku fyrir annað en smáupphæðir. Að því undanskildu hversu léleg sú þjónusta verður að teljast sem leyfir sér að stunda slíka viðskiptahætti verður að álykta að þama séu íslendingar sjálfir að grafa undan eigin atvinnuvegi. Það er yfir- leitt til bóta að hlíta lögum og reglum í slíkum tilvikum og mættu menn hafa það í huga í framríðinni. Þetta er ekk- ert einkamál einstakra gistiheimila og eigenda þeirra - síður en svo - og em menn vinsamlegast beðnir að taka það til athugunar. Gestgjafarnir vildu enga íslenska bleðla heldur bandariska dollaraseðla. Ljót var sú sjón, sérðu ekkert, Jón? Konráð Friðfinnsson skrifar: Hverjir em óvinir þjóðar vorrar númer 1, 2 og 3? Er það sjávarútveg- ur, landbúnaður, verkamenn eða vinnandi hendur almennt í landinu? Hvað heldur þú, lesandi góður? Ég tel fyrir mitt leyti andstæðing þegnanna og um leið þjóðarinnar, nr. eitt, tvö, þrjú og jaíhvel fjögur vera hið óeðli- lega og geysiháa verðlag sem hér hefur tíðkast allar götur og sér í lagi síðan fijálsi álagningardraugurinn hélt inn- reið sína hingað, sá sami og átti að breyta svo mörgu til batnaðar á ís- landi. Batinn bíður enn handan við hæðimar. Fólk er betur og betur að vakna og átta sig á þeim blekkingar- vef sem þar er spunninn af talsmönn- um þess. Tölur um allt að 1000% álagningu hafa heyrst í veitingabrans- anum. Ber virkilega enginn kinnroða fyrir slíkt? Nóg um það. Að þessu sinni langar mig að fjalla í örfáum orðum um landbúnaðinn. Ekki alls fyrir löngu var hveijum bílfarminum á fæt- ur öðrum ekið sem leið lá á haugana, rottum til mikillar gleði en tæplega öðrum. Já, ljót var sú sjón, sérðu ekk- ert, Jón? Og botnið nú. Er ekki tími til kominn að endur- skoða og skipuleggja á ný hinn hefðbundna búskap belju og kinda? Er meiningin máske að endurtaka vel heppnaða sýningu næsta sumar og svo framvegis? Væri ekki snjallræði að hefja endurbætur strax í dag, byrja með öðrum orðum á að stöðva lánafyr- irgreiðslur til fjós- og fjárhúsbygginga? Mér hefur verið tjáð að nefrid ráðstöf- un hafi ekki litið dagsins ljós enn. Hvað eru ráðamenn landsins eiginlega að hugsa? Það er mér ráðgáta. Pen- inga þá, sem hugsaðir voru til fyrr- greindra verka, á ekki að taka út úr kerfinu. En þeir nýttust hins vegar mun betur í þágu bænda er loðdýra- ellegar fiskirækt stunda, tel ég. Öll viljum við vita okkar fagra Frón byggt til sjávar og sveita, ekki satt? Feldur rebba og minka breytist í grjótharðan gjaldeyri. Sama mætti segja um fiskeldið, allavega er fram í sækir. Er til of mikið af þeim glanna? Framtíðin í þeim deildum er björt. Opnist t.d. loðskinnamarkaður í Kína, en margir renna hýru auga þangað, liti dæmið stórglæsilega út. Þar er óplægður akur sem athuga þyrftu nán- ar af framsóknarfestu eða alþýðu- bandalagsalvöru. Mitt álit á málinu er að fjárfestingar þær, sem átt hafa sér stað efnilegri búgrein til heiðurs, séu vel réttlætanlegar og beri góðan ávöxt von bráðar. Væri því eðlilegt og sjálfsagt að styðja vel við bak þeirra er hana stunda í dag eða síðar, eða þangað til klifinn hefur verið erfiðasti skuldakletturinn. Auðvitað verða ein- hverjir eftir til að fullnægja þörf neytenda fyrir mjólk og kjötvörur sem of margir sinna nú. Þetta þarf að laga en ekki með fúlmannlegum eða ódrengilegum aðferðum. Umræða sú, er margtuggin stétt. hefur mátt þola á undangengnum misserum í fjölmiðlum og víðar, er í einu orði sagt viðbjóðs- leg. Hér er um að ræða duglegt og heiðarlegt fólk, fólk sem borgar skatta sína og skyldur rétt eins og öðrum þegnum Islands ber að gera. Hvers óskum við frekar? HELLISSANDUR DV óskar eftir að ráða umboðsmann á Hellisandi frá 1.8/87. Upplýsingar í síma 93-6764 og 91 -27022. Auglýsing frá menntamálaráðuneytinu Staða konrektors við Menntaskólann við Sund er laus til umsóknar. Staðan verður veitt frá 1. ágúst næst- komandi og verður um að ræða setningu í eitt ár. Umsækjendur þurfa að hafa full kennsluréttindi á framhaldsskólastigi. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal senda til menntamálaráðuneytisins, Hverfis- götu 6, 150 Reykjavík, fyrir 1. ágúst næstkomandi. Menntamálaráðuneytið. FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU: Lausar stöður við framhaldsskóla: Við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki eru lausar kenn- arastöður í stærðfræði og þýsku. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 20. júlí. Menntamálráðuneytið. Vinningstölurnar 11. Júlí 1987. Heildarvinningsupphæð: 3.633.582,- 1. vinningur var kr. 1.819.576,- og skiptist á milli 5 vinningshafa kr. 454.894,- á mann. 2. vinningur var kr. 544.986,- og skiptist hann á 274 vinningshafa, kr. 1.989,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.269.020,- og skiptist á 5.930 vinningshafa, sem fá 214 krónur hver. Upplýsingasimi: 685111. HRINGED I SIMA 27022 MLLIKL. 13 OG 15 EÐA SKRIFIÐ Póstur og sími: Astandið batnar um miðjan júlí Jóhann Hjálmarsson, blaðafulltrúi Póst- og símamálastofnunar, skrifar: 1DV (29.6. og 30.6.) birtist ádrepa frá Snorra Snorrasyni, yfirverkstjóra hjá Meitlinum í Þorlákshöfn, og er henni beint gegn Póst- og símamálastofnun vegna „ófremdarástands" símaþjón- ustunnar á staðnum. Samkvæmt mælingum Póst- og símamálastofhunarinnar hefur síma- umferð verið meiri nú að undanfömu en nokkra sinni áður á þvi svæði sem Þorlákshöfn tilheyrir. Línum var fjölgað í vetur milli Sel- foss og Þorlákshafnar, en íleiri línur vantar. Um miðjan júlí verður radíó- samband milli þessara staða stækkað og verður þá vallinum við Þorlákshöfn fjölgað um 30%. Jafnframt skal upplýst að unnið er að fjölgun umferðarlína milli Hvera- gerðis og Selfoss, en þar hefur ástandið einnig verið slæmt. Ljóst er að enn þarf að fjölga línum vegna vaxandi símanotkunar, m.a. vegna stækkunar gjaldsvæða frá sl. áramótum. Þá lækkuðu símgjöld milli allra símstöðva í Ámessýslu. Línum verður fjölgað milli Selfoss og Reykjavíkur fyrir næstu mánaða- mót. Símanotkun á Islandi er mikil og meiri en hjá flestum öðrum þjóðum. Það er oft erfitt að uppfylla þarfir sím- notenda á mestu álagstímum. Unnið er markvisst að stækkun eða endur- byggingu símakerfisins i heild eftir því sem fjármagn og mannafli leyfir. aUR®4 VANTARí EFTIRTALIN HVERFI AFGREIÐSLA Þverholti 11, sími 27022 Barmahlíð Reykjahlíð Aragötu Oddagötu Hörpugötu Fossagötu Fálkagötu Arnargötu Hagamel Víðimel Sunnuflöt, Garðabæ Markarflöt, Garðabæ Grettisgötu Klapparstíg 35-út Frakkastíg Laufásveg Miðstræti Bókhlöðustíg Kleppsveg Eiríksgötu Þórsgötu Freyjugötu Skólagerði, Kópavogi Borgarh.br., Kópavogi Hlégerði, Kópavogi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.