Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Blaðsíða 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987.
Útlönd
DV
Sakaður um skattsvik,
siðleysi og lygar
Skammt í afsögn Edwin Meese?
Ólafur Amaisan, DV, New York:
Edwin Meese, dómsmálaráðherra
Bandaríkjanna, á nú við síaukinn
vanda að stríða. Margir telja að
skammt sé í afsögn hans en þó eru
skiptar skoðanir um stöðu hans.
Undanfamar vikur hefur öldunga-
deild Bandaríkjaþings rannsakað
tengsl Meese við fyrirtæki sem heitir
Wedtech. Framleiðir það vopn og her-
gögn. Leikur grunur á að Meese hafi
beitt áhrifum sínum til að fyrirtækið
næði góðum samningum við vamar-
málaráðuneyti Bandaríkjanna um
framleiðslu hergagna.
I síðustu viku vöknuðu síðan ýmsar
nýjar spumingar um aðild Meese að
Iransmálinu er Oliver North bar við
yfirheyrslur að Meese hefði vitað
meira og fyrr en áður hefur verið talið.
Edwin Meese hefur löngum verið
óvinsæll maður í röðum frjálslyndra
hér í Bandaríkjunum og stóð mikill
styr um hann er Reagan Bandaríkja-
forseti tilnefndi hann í embætti
dómsmálaráðherra á sínum tíma.
Tengdur vopnafyrirtæki
Það var því mikil gleði í búðum
frjálslyndra er í ljós kom fyrir nokkm
að Meese tengdist vopnafyrirtækinu
Wedtech. Fyrir tilstilli Meese var fyr-
irtækinu úthlutað samningi um
framleiðslu á vopnum fyrir varnar-
málaráðuneyti Bandaríkjanna. Síðan
kom í ljós að forráðamenn Wedtech
höfðu stundað fjárdrátt og mútað op-
inberum starfsmönnum.
Meese mun ekki hafa verið f hópi
þeirra er þágu mútur frá fyrirtækinu
en í ljós kom að Meese hafði átt við-
skipti við W. Franklyn Chinn, fjár-
málaráðgjafa og forstjóra Wedtech.
Meese fjárfesti á árinu 1985 fimmtíu
þúsund dollara hjá Chinn. Skilaði sú
fjárfesting fjörutíu þúsund dollara
hagnaði á nítján mánuðum. Meese
taldi hvorki fram fjárfestinguna né
hagnaðinn til skatts. Þykir ýmsum
sem slíkt sé ekki sæmandi dómsmála-
ráðherra Bandaríkjanna og að siðferði
Meese sé ábótavant.
Meese hefur sagt að hann hafi vitað
að Chinn væri „eitthvað tengdur"
Wedtech en að hann hafi ekki leitt
hugann frekar að þvi. Hvað vantaldar
eignir og tekjur á skattframtali varðar
segir Meese að um einföld mistök sé
að ræða. Hann hafi engin lög brotið.
Viðstaddur skýrslufals
1 yfirheyrslum fyrir þingnefnd í síð-
ustu viku sagði Oliver North að Edwin
Meese hefði verið með í ráðum er
William Casey bjó sig undir að fara
með rangt mál frammi fyrir þingnefhd
í lok síðasta árs. North sagði einnig
að Meese hafi verið viðstaddur er sam-
in var fölsuð skýrsla, sem kynnt var
á blaðamannafundi þann 25.nóvember
á síðasta ári, þegar upp hafi komist
um íransmálið. Reagan forseti byggði
málflutning sinn í upphafi á þessari
skýrslu. Á þessum sama blaðamanna-
fundi talaði Meese og sagði að eini
maðurinn sem vitað hefði um allar
hliðar íransmálsins væri Oliver North.
Ef þessar upplýsingar frá North eru
réttar gæti það haft alvarlegar afleið-
ingar fyrir Meese og er erfitt að sjá
hvemig honum væri stætt á öðm en
að segja af sér embætti.
Einnig kom fram við yfirheyrslumar
í síðustu viku að á meðan starfsmenn
dómsmálaráðuneytisins voru á skrif-
stofum hans til að leita að skjölum sem
tengdust Iransmálinu hafi North í ró-
legheitum sett skjöl í pappírstætarann.
Segir North skjölin hafa verið af ýms-
Samkvæmt vitnisburði Olivers North vissi dómsmálaráðherra Bandarikjanna,
Edwin Meese, meira og fyrr um íransmálið en áður hefur verið talið.
Simamynd Reuter
um toga og að mörg þeirra hafi á
engan hátt tengst Iransmálinu. Mörg-
um þykir það hins vegar fúrðu sæta
að starfsmenn dómsmálaráðuneytis-
ins, sem Meese hafði sent á staðinn,
skyldu láta það viðgangast að North
eyðilagði skjöl fyrir framan nefið á
þeim. Vilja sumir meina að Meese
hafi gefið þeim fyrirmæli um að láta
North afskiptalausan við iðju sína.
Engin lognmolla
Það hefur ekki verið lognmolla
kringum Edwin Meese frá því að Re-
agan tilnefndi hann í embætti
dómsmálaráðherra. Það virðist þó sem
hann hafi aldrei staðið í jafn ströngu
og nú. Meese er sakaður um misbeit-
ingu valds síns í þágu fyrirtækis sem
hann var í tengslum við. Hann er sak-
aður um skattsvik og siðleysi. Nú er
hann einnig sakaður um að hafa logið
að forsetanum, þinginu og almenningi.
Á næstu dögum og vikum ætti að
skýrast hvort Meese neyðist til þess
að víkja úr stóli dómsmálaráðherra
vegna þessara ásakana. Vitnisburður
John Poindexters, fyrrum öryggisráð-
gjafa Reagans, í þessari viku mun vega
þungt. Ef vitnisburður Poindexters
reynist Meese óhagstæður gæti farið
svo að Meese verði að víkja á næstu
dögum. Á hitt ber einnig að líta að
Meese hefur áður komist í hann
krappan. Á sínum tíma þótti það til
dæmis ólíklegt að þingið myndi sam-
þykkja tilnefriingu Meese í embætti
dómsmálaráðherra en um síðir var
hann samþykktur. Það ber einnig að
athuga að hér er aðeins um ásakanir
á hendur Meese að ræða og enn hafa
engar sakir verið sannaðar á hann.
Hér í Bandaríkjunum segja lög svo
fyrir að menn séu saklausir þar til
sekt þeirra sé að fullu sönnuð.
Mótmæla í bifreiðum, nota ímyndaðan
gjaldmiðil og eigin lýðræðishugmyndir
Þá sjaldan Panamabúar fara fótgangandi í mótmælaaögerðir senda stjórnvöld her og lögreglu gegn þeim.
Sjaldan kemur til verulegra átaka. Simamynd Reuter
Þeir mæta til opinberra mótmæla-
aðgerða á bifreiðum, nota ekki sinn
eigin gjaldmiðil, gera öfbeldismenn
úr hemum að hetjum, kjósa helstu
óvini sína sem forseta og steypa þeim
svo og nota herinn í baráttunni gegn
eyðni.
Þessi lýsing á við íbúa Panama
sem þykja öðrum mönnum óskiljan-
legri. Þeir sem fjalla um málefni
landsins em oftast ósammála, en
gangast þó allir við því að þar í landi
gildi rökhyggja einu. Á hverju
byggja Panamabúar þá? Það veit
enginn heldur.
Balboa og dollari
Panamabúar eiga sinn gjaldmiðil
sem nefnist balboa og allir verðút-
reikningar í landinu sem og allar
verðmerkingar fara fram á gmnni
hans. Þessi gjaldmiðill er þó aðeins
til sem mynt, stærst sem nemur um
tuttugu krónum íslenskum, og ei
ekkert notuð í viðskiptum. Banda-
ríkjadalur ræður þar ríkjum og fara
öll viðskipti fram í dollurum.
Panamabúar láta það ekki valda
sér áhyggjum fremur en annað. Þeir
em vanir því að hlutir byggi ekki á
rökrænni hugsun. Enda tóku þeir
vel í það þegar einn af helstu of-
beldismönnum hers landsins, Diaz
Herrera, iðraðist og snerí frá villu
síns vegar, eftir að hafa ráðgast við
indverskan gum. Herrera réðst um
leið gegn fyrrum yfirmönnum og
samverkaimönnum sínum, sakaði þá
um hina ógurlegustu glæpi og varð
samstundis þjóðhetja.
Geimverur og bílflaut
Mikið umrót komst á í Panama
við yfirlýsingar Herrera og helst var
að sjá að verur frá öðrum hnöttum
þætti þróun mála athyglisverð. Að
minnsta kosti yfirgnæfðu fréttir af
fljúgandi diskum alla aðra umfjöllun.
í ríkisfjölmiðlum landsins fyrstu vik-
una sem mótmælin stóðu.
Panar ibúar hafa enda aðrar að-
ferðir en venjulegt fólk við mót-
mælastarfsemi. Þeir fara sjaldan
fótgar.gandi til slíkrar iðju heldur
fjölmenna á bifreiðum sínum, festa
hvítar veifúr við útvarpsloftnetin og
liggja á flautunni. Þeir-sem sýna
vilja fómarvilja sinn skrúfa niður
bílrúðuna og slökkva á loftkæling-
unni.
Forseti eða ekki forseti
Lýðræði í Panama er einnig öðru-
vísi háttað en í flestum heimshlutum.
Stjómmálaferill Amulfo Arias er eí
til vill nokkuð táknrænn fyrir þær
lýðræðisvenjur sem íbúar landsins
hafa tamið sér. Hann hefur þrisvar
verið kjörinn forseti landsins og
þrisvar hefur herinn steypt honum
af stóli.
Síðast var Arias kjörinn 1984 og
þá með yfirgnæfandi meirihluta at-
kvæða þeldökkra og fátækra. Þegai
hann gegndi fyrst forsetaembætti, á
fimmta áratug aldarinnar, hafði
hann að vísu uppi áætlanir um að
láta gera alla blökkumenn landsins
ófrjóa og bað Bandaríkjamenn að
flytja alla Vestur-Indíamenn á brott
til upprunalands síns. Engu að síður
líta blökkumenn og Vestur-Indíar
nú á hann sem lýðræðissinna og
hetju og vilja hann helst allra sem
forseta.
Herinn gegn eyðni
Þá þykir Panamabúum her lands-
ins til ýmissa hluta nýtilegur. Auk
þess að steypa forsetum úr stóli og
stjóma umferð bifreiða í mótmæla-
aðgerðum, gegnir herinn mikilvægu
hlutverki í baráttunni gegn eyðni.
Herferðin gegn eyðni byggir mikið
á sjónvarpsauglýsingum þar sem
flokkur herlögreglu er í aðalhlut-
verki. Flokkurinn er við liðskönnun
og liðþjálfi þeirra öskrar á þá, eins
og liðþjálfar einir geta: „Menn, við
stöndum frammi fyrir heimsstyrjöld.
En við höfum vopnin til að beijast
með. Sýnið vopn!“
Og herlögreglumennimir rétta
fram hendurnar, líkt og nasistamir
forðum, með prússneskri nákvæmni.
Hver og einn þeirra heldur á smokk.
Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Halldór Valdimarsson