Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLl 1987. 9 Einn indversku flóttamannanna bíður þess að verða yfirheyrður í Halifax i gær. Simamynd Reuter Uppruni indversku flóttamannanna óviss Töluverð óvissa ríkir nú varðandi það hverjir indversku flóttamennimir, sem komu sjóleiðis til Halifax á Nova Skotia í gær, eru og hvaðan þeir komu. Kanadísk stjómvöld halda flótta- mönnunum i herbúðum í Halifax og hyggjast yfirheyra þá hvem fyrir sig. Ekki er talið fullvíst að þeir séu allir sikhar, líkt og haldið hefur verið fram og einnig hafa komið fram efasemdir um hvaðan þeir komu. Því hefur verið haldið fram að þeir hafi komið írá Vestur-Þýskalandi en ekki Indlandi. Indverjamir, sem em 174 að tölu, em sumir í hefðbundnum klæðum sik- ha en aðrir ekki. Embættismenn kanadísku ríkis- stjómarinnar munu á næstu dögum og vikum re^ma að ákvarða hvort veita skuli Indverjunum landvistar- leyfi, annað hvort sem innflytjendum eða sem flóttamönnum. Talið er að rannsókn mála þeirra geti tekið allt að hálft ár. Skipstjóri skipsifis sem þeir komu með til Kanada, Svíinn Rolf Nygren, mun mæta fyrir rétti í dag, ásamt Ind- verja að nafni Jasvir Singh sem talinn er hafa skipulagt ferð hópsins. Þeir em sakaðir um að hafa flutt einn af mönnunum 174 ólöglega til Kanada. Reyna að fa smábændur til liðs við sig Skæmliðar kontrahreyfingarinnar, sem berst gegn stjómvöldum í Nig- aragua, hefur undanfarið reynt að fá til liðs við sig smábændur úr hémðum í austanverðu Hondúras. Kontra- skæmliðar, sem beijast með fulltingi Bandaríkjamanna, hafa haft bæki- stöðvar í Hondúras og skipulagt starfsemi sína þaðan. Þá skýrði dagblað í Hondúras írá því í gær að kontraskæmliðar hefðu ráðist á og rænt gullleitarmenn í sömu hémðum. Smábændur, sem dagblað þetta átti viðtöl við, sögðust ekki vita hversu ágengt kontrahreyfingunni hefði orðið í liðssaíhaði sínum. Undanfarið hafa borist fregnir af því að kontrahreyfingin hefði fært bæki- stöðvar sínar lengra inn í Hondúras vegna þess að fyrri bækistöðvar lágu of vel við árásum frá stjómarher Nig- aragua. Kontramenn réðust inn í Nigaragua með allt að tólf þúsund manna lið fyrr á þessu ári en talið er að nokkur þús- und þeirra séu enn í Hondúras. Skæruliðar úr röðum kontrahreyfingarinnar taka saman birgðir af vopnum og búnaði sem varpað var niður í fallhlifum til þeirra. Meöal annars má þarna sjá jarðsprengjur, annað sprengiefni, einkennisklæðnað og handsprengjur. Símamynd Reuter McFarlane vill bera vitni á ný ÓJafur Amaisan, DV, New York Yfirheyrslumar yfir Oliver North héldu áfram í gær en gærdagurinn var fimmti dagurinn sem North sat fyrir svörum. Hafa yfirheyrslumar tekið á sig töluvert aðra mynd en i upphafi. Bæði stendur Oliver North nú mun sterkar að vígi en í upphafi því að á einni viku hefur hann náð slíkum vinsæld- um að talið er um „Ollie mania" eða Ollaæði hér í Bandaríkjunum og einn- ig em það nú þingmenn sjálfir sem yfirheyra en ekki starfsmenn rann- sóknamefiidarinnar. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun telja nú áttatíu og fjögur prósent Bandaríkjamanna að North sé að segja satt. Eftir fyrsta dag yfirheyrsln- anna töldu fimmtíu og átta prósent að svo væri. Nú telja fimmtíu og átta prósent að North hafi unnið gott starf er hann starfaði hjá öryggisráði Bandaríkjaforseta. Tuttugu prósent Bandaríkjamanna em þeirrar skoðun- ar að North sé sannkölluð þjóðhetja. I gær vom það þingmenn sjálfir sem yfirheyrðu North. Höfðu hlutverkin heldur betur snúist við því nú var það North sem lagði við hlustir en fyrir- spyijendur héldu langar ræður. Margir nefndarmanna lýstu aðdáun sinni á North og störfum hans. Orrin Hapch, öldungadeildarþingmaður frá Utah, tók undir gagnrýni Norths á þingið og sagði nauðsynlegt að forset- inn hefði skýr völd til að marka utanríkisstefnu. Ekki næði nokkuiri I gær var það Oliver North sem lagði við hlustirnar á meðan þingmenn héldu ræður þar sem þeir ýmist hrósuðu honum eða gagnrýndu. Liktust yfirheyrslurnar í gær fram- boðsfundi að nokkru leyti. Símamynd Reuter átt að 533 þingmenn reyndu að hrifsa völd hans og reyndu að leika litla ut- anríkisráðhen-a. Ekki vom allir þingmenn jafnhrifnir af North. Jack Brooks, demókrati og fulltrúadeildarþingmaður frá Texas, hélt langa ræðu þar sem hann réðst á North. forsetann og kontraskærulið- ana en spurði North engra spurninga. V om yfirheyrslumar í gær því líkastar að þingmenn væru að halda framboðs- ræður fyrir framan kjósendur sína. North mun sitja áfram fyrir svörum í dag. Að því loknu mun Robert McFarlane, fyrrum öryggisráðgjafi Reagans, aftur setjast í vitnastólinn. Hann óskaði eftir því þegai’ ljóst var að ýmislegt sem North hefur sagt stangast á við fyrri vitnisburð McFarlanes. Síðar í vikunni mun John Poindext- er bera vitni. Hann er nú sá eini sem getur varpað ljósi á það hvort Reagan vissi um tilfærslur á vopnasöluhagn- aði til kontraskæmliðanna. Hann verður meðal annars spurður um það hvort forsetinn hafi lagt blessun sína yfir skjal sem kom fram í dagsljósið um helgina. Talsmenn Hvíta hússins hafa þegar sagt að forsetinn hafi aldr- ei séð skjalið. Útlönd Mikið manntjón í umferð á Ítalíu Undanfama þrettán daga hafa orðið um átta þúsund og sex hundmð umnferðarslys á Italíu. I slysunum hafa þijú hundrað og tuttugu manns farist og um sjö þúsund og þrjú hundmð hafa slasast mismunandi alvarlega. I gær fórust átta manns í árekstri sjö biffeiða á þjóðvegi skammt frá bænum Foggia á Ítalíu. Bifreiðimar rákust saman í miklu reykjarkófi sem lagði yfir þjóðveginn frá bálkesti þar sem landbúnaðarverkamaður var að brenna rusl Verkamaðurinn var handtekinn og verður líklega dreginn fyr- ir dóm, sakaður um manndráp af gáleysi. Deng hrósar Vestur-Þjóðverium mikið Deng Sjaóping, leiðtogi Kína, hrósaði i gær Vestur-Þjóðverjum á hvert reipi og sagði þá vera mikilvægustu viðskiptafélaga Kínverja í Evrópu. Deng lét þessi ummæli falla á fundi sem hann átti með Helmut Kohl, kansl- ara V-Þýskalands, sem nú er i opinberri heimsókn í Kína. Deng og Kohl áttu með sér viðræður fyrir luktum dymrn í gær. Tahð er að þeir hafi þar rætt áffamhaldandi þróun viðskipta milli ríkjanna. Á síð- asta ári undúrituðu fulltrúar Kínverja og V-Þjóðveija viðskiptasamning, að verðgildi meira en fjórir milljarðar Bandaríkjadala. Knattspymuáhugamennimir framseldir Jean Gol, dómsmálaráðherra Belg- íu, skýrði frá því á fféttamannafundi í gær að lávarðadeild breska þings- ins hefði samþykkt að ffamselja til Belgíu tuttugu og sex breska knatt- spymuáhugamenn sem sakaðir em um manndiáp vegna óeirða sem urðu á knattspymuvelli í Brussel 1985. Þijátfu og níu manns létu lífið ; í átökum þessum. Belgísk yfirvöld hafa reynt að fá mennina framselda allt frá því að til átakanna kom milli áhangenda breska knattspymufélagsins Li- verpool og hins ítalska Juventus, í úrslitaleik Evrópubikarkeppninnar 1985. Talið var að áhangendur Liverpool bæm ábyrgð á því að óeirðimar hófust. Sjó mánaða hellisdvöl ttala lokið Morizio Montaldini, liðlega þrítugur Itali, sagðist í gær leiður yfir að yfir- gefa helli þann sem hann hefur nú dvalið í um sjö mánaða skeið. Montaldini dvaldist einn í hellinum og hefur með dvölinni sett nýtt heimsmet, lifað lengst allra manna í algerri einangrun. Montaldini sagðist, við komuna upp á yfirborð jarðar, hafa lært að tala tungumál þagnarinnar. Hann átti erfitt með að átta sig á því að hann væri búinn að setja heimsmet þar sem hann hélt að enn væri mars. Kvaðst hann geta greint milii hljóðsins frá átján mismunandi tegundum af vatnsdropum. Að sögn lækna er Montaldini við góða heilsu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.