Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Qupperneq 2
2
Fréttir
Hestaatið á faugardaginn:
Allt í sambandi við
þetta afbrigðilegt
■segir Elín Guðjónsdóttir leikkona
„Ég er búin að vera veik síðan ég
sá þetta og mér fínnst allt í samband
við þetta vera afbrigðilegt,“ sagði
Elín Guðjónsdóttir leikkona sem var
einn aukaleikara í atriði því í kvik-
mynd Hrafns Gunnlaugssonar, „í
skugga hrafhsins, sem tekið var við
Gullfoss á laugardag þegar tveimur
hestum var þar att saman.
„Ég veit ekki hver hefur leyfi til
þess að heimila kvikmyndatöku
þama, því að þama vom unnar
skemmdir á gróðri," sagði Elín.
Elín sagði að á syllunni við Gull-
foss, þar sem hestaatsatriðið var
kvikmyndað, hafi verið fjöldi fólks
og það margt ifla klætt og skjálfandi
af kulda. Þama hafi verið rifið upp
torf og þar kveilctir eldar. Rigningu
sagði Elín hafa verið og grasið hafa
troðist niður.
Sagði hún að tveir menn með lang-
ar oddmjóar stengur hafi stungið
hestana þannig að séð hafi á þeim
og æst þá þannig upp hvom gegn
öðrum. Sagði hun að tamningamað-
ur hafi selt Hrafni hestana. Þegar
annar hesturinn lét undan síga fyrir
hinum og stökk burtu sagði Elín að
hesturinn hafi tvístrað mannfiöldan-
um og hún sjálf hefði kastast í
jörðina. „Það var mildi að ég varð
ekki undir hestinum og það var
ábyggilega enginn tiyggður fyrir
slysum af þessu tagi,“ sagði Elín og
bætti því við að hún væri nokkuð
marin eftir byltuna.
Sagði hún að hestamir hefðu bar-
ist svo séð hefði á þeim á eftir. „Ég
gat ekki horfi á þetta. Mér ofbauð
þetta svo að ég á engin orð til að
lýsa því sem þama fór £ram,“ sagði
Elín Guðjónsdóttir.
-ój
Margeir með dóttur sinni, Elisabetu, og eiginkonu, Sigríði Indriðadóttur, en þær mæðgur tóku á móti skákmeist-
ara Norðurlanda á Reykjavíkurflugvelli i gær. Margeir heldur hér á verðlaunagripnum góða sem er rúm sjö kiló
að þyngd. DV-mynd Brynjar Gauti
Er vonandi að komast
á góðan skrið núna
-segir Margeir Pétursson, nýkrýndur skákmeistari Norðurianda
„Það var óneitanlega ánægjulegt
að sigra á þessu móti. Þetta var þó
engan veginn sterkasta mótið sem ég
hef tekið þátt í á árinu en ánægðastur
var ég með að ná jafnháu vinnings-
hlutfalli og raun varð á því. Meðal
keppenda vom margir sterkir skák-
menn,“ sagði Margeir Pétursson,
nýkrýndur skákmeistari Norðurlanda,
en hann kom heim frá Færeyjum í
gærdag.
Margeir varð einn í efsta sæti með
átta vinninga af ellefu mögulegum en
Helgi Ólafsson hafhaði í öðru sæti
með sjö og hálfan vinning ásamt Dön-
unum Curt Hansen og Mortensen.
Margeir er fimmti Islendingurinn sem
hreppir titilinn skákmeistari Norður-
landa en hinir eru Baldur Möller,
Friðrik Ólafsson, Ingi R. Jóhannsson
og Freysteinn Þorbergsson.
Margeir sagðist hafa teflt á noklmun
mjög sterkum mótum á þessu ári,
meðal annars í Moskvu og New York,
og gengið þokkalega. Hann vonaðist
því til þess að vera að komast á góðan
skrið núna.
„Ég er búinn að vera að tefla við
toppmennina í heiminum að undan-
fómu og vonandi hefur eitthvað síast
inn í mig. Ég ætla að leggja meiri
áherslu á skákina á næstunni og í því
skyni hætti ég að vinna fulla vinnu
hjá Búnaðarbankanum um síðustu
mánaðamót og ætla framvegis aðeins
að vinna hálfan daginn. Nú á að gefa
allt í skákina!“ sagði Margeir.
-ATA
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987.
DV
Hestaat á íslandi:
Var síðast hald-
ið á Alþingis-
hátíðinni 1930
Hestaöt voru tíðkuð hér á landi á
söguöld og er fræg ffásögn í Njálu af
einum slíku. Síðasta hestaat sem hald-
ið var hér á landi var á Alþingishátíð-
inni árið 1930 en heldur þótti lítið til
þess koma þar sem hestamir sýndu
minni tilburði til að slást en vonir
áhorfenda stóðu til. Til þess tíma er
talið að hestaat hafi síðast farið fram
hér á landi árið 1625.
Hestaat fer þannig ffam að tveir
graðhestar eru leiddir fram á völlinn
og meri í hestalátum notuð til þess að
æsa þá upp. Þegar hestamir vom
orðnir óðir í merina var þeim att sam-
an og þeir látnir beijast.
„I hestaati lemjast hestamir og
slást,“ sagði Gunnar Bjamason ráðu-
nautur í samtali við DV. „Ef þetta eru
stóðhestar þar sem aldursmunur er
nokkur og sá eldri er skapmikill, getur
farið svo að hann drepi þann yngri.
Það er ekki algengt en getur komið
fyrir," sagði Gunnar. „Það þarf að
hafa meramar með til að æsa upp
hestana. Þetta var aðalbíóið til foma,
eins og segir í Njálu,“ sagði Gunnar.
Gunnar sagðist hafa séð hestaatið á
Alþingishátíðinni bam að aldri og
sagði að mönnum hefði þótt heldur
lítið til koma. Enda hefði það hvort
tveggja verið að stóðhestamir hefðu
þekkst og einnig hitt að engin hefði
merin verið til að örva hestana. Þvi
hefðu hestamir ekki séð mikla ástæðu
til þess að slást. -ój
Hestaat bannað
með lögum?
„Ég tel að hestaat sé bannað sam-
kvæmtjmda dýravemdunarlaganna,"
sagði Sigurður Sigurðarson, forsvars-
maður dýraverndunamefridar sem
skipuð er af menntamálaráðherra, í
samtali við DV.
Sagðist Sigurður telja að hestaat
samræmdist ekki þeim tilgangi að
vemda dýr, enda gengi það út á að
etja hestunum saman. Sagði hann það
ffumskyldu að fara vel með dýr en
hestaat gæti ekki kallast góð meðferð
eða það að stinga þau og etja saman
til bardaga.
Gunnar Bjarnason sagðist í samtali
við DV ekki telja að hestaat væri
bannað i lögum. Sigurður Líndal pró-
fessor sagði í samtali við DV að ekki
væri í lagasafni ákvæði um hestaat,
það hefði verið fellt niður. Kvaðst
hann ekki reiðubúinn til að kveða upp
úr með það hvort hestaat væri lögbrot
samkvæmt íslenskum lögum.
Samkvæmt upplýsingum sem DV
fékk hjá Þórunni Hafstein lögfræðingi
í menntamálaráðuneytinu, em refsiá-
kvæði við brotum gegn dýravemdar-
lögum sektir eða varðhald allt að einu
ári, ef um fyrsta brot er að ræða, en
þyngri refsingu mætti beita vegna ít-
rekaðra brota.
-ój
Rannsóknarlögreglan við sendibílinn eftir að hann fannst við Vesturberg
í Reykjavík. DV-mynd S
Innbrotið á Selfossi:
Sendibíllinn fundinn
en þjófarnir ekki
Sendibfllinn, sem stolið var við
innbrotið í Vömhús KÁ á Selfossi í
fyrrinótt, fannst við Vesturberg í
Reykjavík skömmu fyrir klukkan
þrettán i gær. Rannsóknarlögreglan
tók bílinn í sína vörslu tfl frekari
rannsóknar. Engin verðmæti munu
hafa verið í bílnum. Leit stendur
yfir af innbrotsþjófunum.
Þjófamir fóm inn ura þakglugga
og festu þar kaðal og renndu sér síð-
an niður hann. Eftir að hafa látið
greipar sópa um afgreiðslukasaa í
versluninni fóm þjófamir niður í
kjallara en þar var sendibíllinn
geymdui- með lykhmum í. Sam-
kvæmt heimildum, sem DV fékk í
gær, munu þjófamir hafa stolið um
200 þúsund krónum í peningum.
Ekki er enn ljóst hvort fleiru var
stolið. Miklar varúðarráðstafanir
vom við Vömhúsið í gærmorgun og
fékk starfsfólk ekki að fara inn í
húsið fyrr en um hádegi. Ekki fékkat
upplýst í gær hvemig rannsókn
málsins gengur.
-sme