Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Side 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987.
Fréttir
Hér sést hvernig framtiðarskipulagið verður - Bústaðavegurinn færist og kemur yfir brú inn á Snorrabraut. Mikla-
brautin færist síðan suður fyrir Umferðarmiðstöð.
Hringbraut færð til
„Það má segja að framkvæmdimar
leiði til þess að Hringbrautin í núver-
andi mynd muni færast suður fyrir
tannlæknadeild og Umferðarmiðstöð,"
sagði fngi Ú. Magnússon gatnamála-
stjóri um framkvæmdir sem em í þann
mund að hefjast.
Ingi sagði að byrjunarframkvæmdir
hæfust í haust en verkið ætti að taka
um 2 ár, þetta væri mikið mannvirki.
Byrjað yrði á þvi að flytja Bústaðaveg-
inn á hæðina fyrir ofan Slökkvistöðina
og byrjað á brúnni sem væri tenging
inn á Snorrabraut.
„Skógarhlíðin í sinni núverandi
mynd leggst niður en Bústaðavegur-
inn verður látinn halda áíram fyrir
ofan Slökkvistöðina og vestur fyrir
Sölufélag garðyrkjumanna. Þetta
tengist svo með brú inn á Snorrabraut-
ina,“ sagði Ingi.
„Miklabrautin fyrir austan Mikla-
torg sveigist til suðurs á móts við
Rauðarárstíginn, út úr núverandi
legu, og fer undir brúna og færist suð-
ur fyrir Tannlæknadeild og Umferðar-
miðstöð og kemur inn í Hringbrautina
við Sólevjargötu"
Ingi sagði að þeir gerðu sér grein
fyrir að þetta væri mikið álagssvæði
í höfuðborgarumferðinni og því yrðu
útbúnar einhvers konar slaufur til
bráðabirgða á meðan á þessum fram-
kvæmdum stæði. Síst af öllu vildu
þeir fá frekari umferðarhnút á þessum
stað. -JFJ
Patreksfjörður:
Útlendingar reynast vel
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbaekur ób. 14-15 Lb.Sp. Úb.Bb, Ab
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 15-18 Ab
6 mán. uppsögn 16-20 Ib.Vb
12 mán. uppsögn 17-26,5 Sp.vél.
18 mán. uppsögn 25,5-27 Ib.Bb
Ávísanareikningar 4-15 Ab.lb. Vb
Hlaupareikningar 4-8 Ib.Lb
Innlán verötryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsógn 2 Allir
6 mán. uppsögn Innlán með sérkjörum 3-4 Ab.Úb
14-24 Bb.Sb
Innlángengistryggð
Bandaríkjadalir 5,5-6,5 Sp.Vb. Ab
Sterlingspund 7,5-9 Vb
Vestur-þýsk mörk 2,5-3,5 Vb
Danskar krónur 8,5-10 Vb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir víxlar(forv.) 27-28.5 Lb
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 25-26 eða kge
Almenn skuldabréf 25-31 Úb
Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir
. Hlaupareikningar(yfirdr.) Utlán verötryggo 28,5-30 Lb
Skuldabréf
Að 2.5árum 7,5-9 Úb
Til lenqritíma 7,5-9 Úb
Útlántilframleiðslu
isl. krónur 23-29 Vb
SDR 7,75-8 Bb.Lb, Úb.Vb
Bandarikjadalir 8,5-9,25 Bb.Lb. Úb.Vb
Sterlingspund 10-10,75 Sp
Vestur-þýsk mörk 5,25-5,5 3,5 Úb
Húsnæðislán
Lífeyrissjóðslán 5-6,75
Dráttarvextir 36
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala júli 1721 stig
Byggingavísitala 320stig
Húsaleiguvisitala Hækkaði 9% 1. júli
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða (uppl. frá Fjárfestini
arfélaginu);
Ávöxtunarbréf 1,1634
Einingabréf 1 2,163
Einingabréf 2 1,283
Einingabréf 3 1,337
Fjölþjóðabréf 1,030
Kjarabréf 2,158
Lífeyrisbréf 1,088
Markbréf 1,075
Sjóösbréf 1 1,058
Sjóðsbréf 2 1,058
Tekjubréf 1,174
HLUTABREF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 114 kr.
Eimskip 255 kr.
Flugleiðir 175kr.
Hampiðjan 118 kr.
Hlutabr.sjóðurinn 114kr.
Iðnaðarbankinn 137 kr.
Skagstrendingur hf. 182 kr.
Verslunarbankinn 120kr.
Útgerðarf. Akure. hf. 160 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavlxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki kaupir viðskiptavíxla
gegn 25% ársvöxtum, Samv.banki 25% og
nokkrir sparisj. 26%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = Iðnaðarbank-
inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Versl-
unarbankinn, Sp=Sparisjóðirnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn
blrtast I DV á fimmtudögum.
„Þessir útlendingar, sem við höfum
haft hér í vinnu, hafa reynst afbragðs-
vel. Þetta fólk vinnur vel, er glaðlynt
og þægilegt og gengur snyrtilega um,“
sagði Jens Valdimarsson, fram-
kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Patreks-
íjarðar.
Óvenju margir útlendingar hafa ve-
rið við vinnu í frystihúsinu, einir 16
þegar tíðindamenn DV áttu leið hjá.
Fólkið kemur frá öllum heimshomum
og Jens sagði að ekki væri óvenjulegt
að heyra um 10 tungumál töluð í frysti-
húsinu. Hann sagði að þessi fjölþjóð-
asamvinna gengi vel og hann væri
mjög hlynntur því að ráða útlendinga
til vinnu. Skortur væri á vinnuafli,
útsvarið frá útlendingunum rynni til
Patreksíjarðar auk þess sem íslenskir
aðkomumenn hefðu flestir ekki reynst
jafnvel og útlendingamir.
-JFJ
Umtalsverður fjöldi útlendinga er við störf á Patreksfirði og stundum er ekki
óvenjulegt að heyra töluð þar 10 tungumál.
DV-mynd KAE
Þessi turn er rétt við afleggjarann til Hofsóss. Hann er ekki skakkur eins og
sá í Píza, en gerir sitt gagn. Spurningin er; hvers konar gagn?
DV-mynd JGH
DV á Hofsósi:
Hvaða tum er nú þetta?
Jón G. Hauksson, DV, Akureyri:
Þetta er ekki skakki tuminn í Píza,
ekki eldflaug, ekki súrheystum. Þetta
er vatnstuminn rétt við afleggjarann
niður á Hofsós. Tuminn var settur upp
til að fá kraft á kalda vatnið til Hofsós-
búa, en mjög flatlent er á þessum
slóðum. Og ef þú vilt vita meira um
þennan tum þá er aðeins efsti hluti
hans vatnstankur. Mesti parturinn er
steypt undirstaðan.
Reykvískir holræsamenn á Siglufirði, Rögnvaldur Guðmundsson og Gunnar
Oddsson. „í þessari lögn er allt stíflað.“
DV-mynd JGH
DV á Siglufirði:
Reykvíkingar hreinsa
skolp Siglfirðinga
Jón G. Hauksson, DV, Akureyri:
Rögnvaldur Guðmundsson og Gunn-
ar Oddsson hjá Holræsahreinsuninni
hf. í Reykjavík vom að hreinsa lagn-
imar á Siglufirði á dögunum. „Við
komum hingað á hverju sumri,“ sögðu
þeir.
Þeir em báðir Reykvíkingar. Menn
fiá Holræsahreinsuninni fara í hvert
einasta bæjarfélag á landinu. Mikið
starf í skolpinu.
„í þessari lögn er allt stíflað. Það
er langmest sandur sem sest í lagnim-
ar.
Að sögn þeirra félaga vom þeir bún-
ir að vera átta daga á Siglufirði og
ætluðu að vera tvo til þrjá daga í við-
bót. „Við tökum sjaldnast allar lagn-
imar í bæjunum."
Alviðra í Soginu:
34-35 punda lax
sem ekki tók
„Það var 34-35 punda lax þama á
Öldunni en hann tók ekki neitt,
sama hvort honum var boðið fluga,
spúnn eða maðkur," sagði Hrafnkell
Kjartansson við Sogið á sunnudag-
inn en þar reyndu menn við boltalax
lengi dags en hann tók ekki. „Það
Veiðivon
Gunnar Bender
var rosalégt að sjá sporðinn á hon-
um.“Þórarinn Sigþórsson og Hrafh-
kell vom sammála um stærð laxins
en þeir vom þama á brúnni og
horfðu á hann.
Veiðimenn reyndu víða við fisk á
Alviðrusvæðinu á sunnudaginn en
hann var frekar tregur, það komu
þó þrír laxar á land, 15 punda og
tveir 4 punda. Alls hafa veiðst 88
laxar og er stærstur lax Magnúsar
Haraldssonar, 30,2 pund, svo 19
punda, 18 og 17 punda. Flugan og
tóbýinn hafa gefið langbest, einnig
flugur eins og Black and Blue, Dent-
ist, Rauð Frances, Black Seep, Olsen
túpa og Þingeyingur túpa svo ein-
hverjar séu nefndar.
Bleikjur hafa verið að fást og em
komnar 22 á land frá 1,5 punda til
4. Víða var að sjá mikið af bleikju
en þær vildu ekki flugur veiði-
manna, margar vom vænar.
Bestu staðimir em Klöppin, Ald-
an, Tunnan og Breiðan og Bæjar-
strengur hefúr gefið vel þótt fiskur
hafi fengist víðar.
Veiðimaður glímir við lax rétt fyrir neðan Pallinn í Öifusá á sunnudaginn
og laxinn hafði betur þvi skömmu seinna fór hann af. Á Pallinum eru komn-
ir á milli 90 og 100 laxar. DV-mynd G.Bender.