Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Side 7
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987.
7
Fréttir
Homafjörður:
Útsýnisferðabátur með
sex manns hætt kominn
- skemmdarverk höfðu verfð unnin á bátnum
Báturinn Svala, sem leigður hefur
verið út til útsýnisferða á Homafírði
í sumar, var hætt kominn á föstu-
dagskvöldið. Fjórir farþegar voru í
bátnum, auk tveggja manna áhafh-
ar.
Báturinn var staddur út af Óslandi
þegar hann varð bensínlaus. Þegar
grípa átti til varabirgðanna kom í
ljós að þær voru ekki um borð og
talstöðin var óvirk. Því var kastað
út akkeri og látið reka meðan beðið
var eftir hjálp.
„Þetta var röð óhappasagði Sig-
fus Harðarson, hafhsögumaður á
Höfh.
„Það hafði verið brotist inn í bát-
irrn skömmu áður, varabensínbrús-
anum stolið og talstöðvarloftnetið
brotið en um þetta vissu eigendumir
ekki þegar lagt var í útsýnisferðina.“
Á Oslandi er góður útsýnisstaður
og þar áttu margir leið um, gang-
andí og akandi, á meðan Svalan
dólaði fyrir utan. Bátsverjar veifuðu
og reyndu að kalla til vegfarendanna
á óslandi sem misskildu aðfarir báts-
verja og veifuðu á móti og blikkuðu
bílljósum.
Það var ekki fyrr en aðstandendur
bátsverja fóru að hafa áhyggjur að
bátur var sendur áleiðis til að kanna
hvort ekki væri allt með felldu.
„Þá tók nú ekki betra við,“ sagði
Sigfus. „Þegar hjálparbáturinn kom
að Svölunni drógu skipverjar upp
akkerin alls hugar fegnir og tóku
við tóginu frá aðstoðarbátnum. Þá
vildi ekki betur til en svo að vélar
hjálparbátsins drápu á sér og vildu
ekki í gang aftur."
í hjálparbátnum var hins vegar
talstöð svo að hægt var að kalla eft-
ir aðstoð sem barst fljótlega en þá
var bátana tvo farið að reka stjóm-
laust út fjörðinn. Fiskibáturinn
Þytur og hafnsögubáturinn drógu
vélarvana bátana tvo til hafhar.
ATA
Viðtalið
DV
„Starfið er mitt
stærsta áhugamár
- segir Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi
„Ég hóf störf hjá Ríkisendurskoð-
un árið 1970 og hef síðasta áratug
verið viðloðandi fjármálaráðuneytið
líka þar sem ég var skipaður skrif-
stofustjóri fyrir fjórum árum,“ segir
Sigurður Þórðarson, löggiltur end-
urskoðandi og nýskipaður vararíkis-
endurskoðandi. Er þetta í fyrsta
skipti sem skipað er í þessa stöðu
eftir breytingar sem urðu á verkefha-
sviði Ríkisendurskoðunar með
lögum frá síðasta ári.
Sigurður ér 45 ára gamall og
kvæntur Hinriku Halldórsdóttur
sem starfar I Sparisjóði Hafnarfjarð-
ar. Eiga þau þrjú börn, tvær dætur,
20 og 21 árs, og 12 ára gamlan dreng.
„Ég er Hafnfirðingur, fæddur og
uppalinn þar og vil hvergi búa ann-
ars staðar. Eftir að hafa lokið
gagnfræðaprófi vann ég um skeið
hjá Skýrsluvélum ríkisins og
Reykjavíkurborgar og ioks var ég
við nám í tvö ár hjá IBM úti í Dan-
mörku.“
Sigurður hefur víða komið við síð-
an þá, hann var um tíma yfirmaður
tölvudeildar hjá Hótel Loftleiðum
og einnig var hann deildarstjóri hjá
ríkisendm-skoðun og í gjaldadeild
fiármálaráðuneytisins. Nú er hann
formaður stjómar Skýrsluvéla ríkis-
ins og Reykjavíkurborgar svo og
Lyfjaverslunar ríkisins.
„Ég þekki nú orðið töluvert til
þeirra starfa sem munu felast í þess-
ari stöðu,“ segir Sigurður. Þetta
verður mjög víðtækt starf fyrir utan
almenna endurskoðun, með þessum
lögum var Ríkisendurskoðun flutt
undir yfirumsjón Alþingis í stað fjár-
málaráðuneytisins. Við höfum eftir-
lit með framkvæmd fjárlaga og
verðum þingnefndum til aðstoðar.
Einnig önnumst við alla stjómsýslu-
endurskoðun. Eins og sjá má verður
þetta mjög fjölbreytt starf enda
hlakka ég til að takast á við það.
Áhugamálin? Það er einfaldlega
starfið, fátt annað kemst að. Ég á
ekkert sérstakt hobbí. hef t.d. engan
sérstakan áhuga á íþróttrmi eða öðni
slíku. Ef ég á einhvern frítima þá
eyði ég honurn með fjölskyldunni í
rólegheitum."
-BTH
Siguröur Þóröarson, löggiltur endurskoðandi og nýskipaður vararikisendur-
skoðandi, hefur störf á haustmánuðum.
DV-mynd Brynjar Gauti
Gullstuldur frá tannlækni
málflutningur fyrir Sakadomi
„Það eru fjögur ákærð fyrir þetta
og er ákæran í mörgum köflum og
efnisatriði margvísleg. Þetta snýst
ekki eingöngu um þetta gullstuldar-
mál,“ sagði Ágúst Jónsson sakadóm-
ari.
I gær fór fram málflutningur fyrir
sakadómi þar sem ákært er fyrir inn-
brot í nokkur hús í Reykjavík, meðal
annars var stolið 550-600 grömmum
af tanngulli frá tannlækni en verð-
mæti . þess mun vera um 200.000
krónur. Ákært var fyrir skjalafals og
fjársvik en mvndbandstæki og spólur
voru svikin út úr 4 m\Tidbandaleigum
og hefur aðeins 1 komist til skila.
Einnig er ákært fyrir árísanafals en
gefnar voru út 5 ávísanir og var sú
hæsta að upphæð 6000 krónur. Tveir
hinna ákærðu eru ásakaðir um hylm-
ingu með þrí að hafa tekið við og
haft þýfi í sinni vörslu. Að síðustu er
ákært ftrír fikniefnabrot í tengslum
við hina meintu þjófhaði.
Ágúst sagði að þau fjögur tengdust
ekki öll öllum ákæruatriðum. Hér \árt-
ist ekki hafa verið um skipulagðan
hóp að ræða heldur ..tilfallandi sam-
vinnu".
Búist er ríð að dómur falli innan
tíðar.
-JFJ
Vetrardvöl í Mallorkasól
5 mánuðir kr. 68.700,-
Vegna langtímasamninga getum við boðið ótrúlega ódýra vetrardvöl
í 1. flokks íbúðum á eftirsóttum stað. (Miklu ódýrara en að dvelja
heima í vetrargarra og hálku.)
Nú! Sólarlandaferðir vikulega til margra staða, 1, 2 eða 3 vikur.
Hægt að stansa í London
á heimleiðinni.
FLUGFEROIR
Vesturgötu 17
SOLRRFLUG
A
OLLUM
ALDRI
VANTARI
EFTIRTALIN
HVERFI
Reykjavík
Bollagötu
Guðrúnargötu
Gunnarsbraut
Kjartansgötu
***************
Flyðrugranda
Álagranda
*******************************
*******************************
Baldursgötu
Bragagötu
Nönnugötu
Kirkjuteig
Hraunteig
Otrateig
*******************************
Kópavog
Kjarrhólma
Hvannhólma
Vallhólma
*******************************
AFGREIÐSLA
Þverholti 11, simi 27022
Grundarstíg
Ingólfsstræti
Amtmannsstíg
Bjargarstig
*******************************
Heiðargerði
Hvammsgerði
Skálagerði
Hjailabrekku
Lyngbrekku
Nýbýlaveg 60-80
Garóabæ
Markargrund
Ásgarð
Njarðargrund
Ægisgrund