Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Síða 13
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987. 13 Neytendur Hver er réttur okkar? Fæðingarorlof Með lögum um fæðingarorlof, sem gengu í gildi 1. janúar 1981, var öll- um konum, sem lögheimili eiga á íslandi, tryggður réttur til fæðingar- orlofs í 3 mánuði. Almannatrygging- ar greiða fæðingarorlof bæði til heimavinnandi og útivinnandi for- eldris og námsmanna, en vinna við launuð störf hefúr hins vegar áhrif á upphæð fæðingarorlofs. Iiigin taka þó ekki til opinberra starfsmanna og bankamanna, sem eiga rétt á 3 mánaða óskertum laun- um í fæðingarorlofi. Faðir á rétt á að taka síðasta mánuð fæðingaror- lofs með samþykki móður og fellur þá greiðsla hennar niður þann mán- uð. Fjárhæð fæðingarorlofs: Fullt fæðingarorlof eða kr. 33.897 á mánuði, greiðist þeim sem unnið hafa a.m.k. 1032 dagvinnustundir á síðustu 12 mánuðum fyrir töku fæð- ingarorlofs. % hlutar, kr. 22.598 á mánuði, greiðist þeim sem unnið hafa 516-1031 dagvinnustund á 12 mán- aða tímabilinu. 'A hluti, kr. 11.299 á mánuði, greið- ist þeim sem unnið hafa minna en 516 dagvinnustundir á mánuði á við- miðunartímabilinu. Undir það falla konur sem eingöngu vinna heimilis- störf. Kjör- og fósturforeldrar eiga rétt á 2 mánaða greiðslu vegna töku bams undir 5 ára aldri. Er þá um fúllt fæðingarorlof að ræða. Séu fleiri en eitt bam ættleidd eða tekin í fóstur á sama tíma greiðist fæðingarorlof í 3 mánuði. Sérreglur gilda um fæðingarorlof námsmanna, eiginkvenna bænda og dagmæðra. Námsmenn og eiginkon- ur bænda eiga rétt á 2A hlutum af heildargreiðslu en um dagmæður gildir sú regla að heilsdagsgæsla eins bams í 12 mánuði telst jafhgilda 516 dagvinnustundum og tveggja bama 1032 stundum. Rétt er að gæta þess að atvinnu- leysistímabil telst til atvinnuþátt- töku og tímabil, sem greiddir eru sjúkradagpeningar, jafngildir unn- um vinnustundum. Hvar er sótt um fæðingaror- lof? Sækja skal um fæðingarorlof í því umdæmi þar sem umsækjandi á lög- heimili, þ.e. hjá sýslumönnum og bæjarfógetum ef lögheimili er utan Reykjavíkur en hjá Tryggingastofn- un ríkisins í Reykjavík. Sækja þarf um fæðingarorlof á sér- stökum eyðublöðum. Hvaða gögn þurfa að fylgja umsókn? 1. Vottorð læknis eða ljósmóður um fæðingu bams eða væntanlegan fæðingartíma (heimilt er að hefja töku fæðingarorlofs mánuði fyrir áætlaðan fæðingartíma, ef móðir hefur lagt niður vinnu). 2. Vottorð launagreiðenda um vinnustundafjölda og launa- greiðslur síðustu 12 mánuði fyrir töku fæðingarorlofs. Ef um greiðslu sjúkradagpeninga eða atvinnuleysisbóta fyrir fæð- ingu bams er að ræða þarf að skila inn vottorði um það. Námsmenn þurfa að skila vott- orði skóla um stundun náms. Sjálfstæðir atvinnurekendur og dagmæður skulu sanna vinnu- framlag sitt með skattframtali. Það er einnig nægilegt að dag- mæður skili inn staðfestingu sveitarfélags. Sérreglur um lengra eða styttra fæðingarorlof Fæðingarorlof framlengist um einn mánuð í eftirtöldum tilvikum: 1. Við fleirburafæðingu lengist orlof um einn mánuð fyrir hvert barn umfram eitt. 2. Veikindi móður í meira en mánuð fyrir fæðingu barns. 3. Veikindi barns sem krefst nánari umönnunar foreldris. í sambandi við lið 2 og 3 þarf að fylgja læknisvottorð og síðan met- ur tryggingayfirlæknir hvort framlenging sé nauðsynleg. Fæðingarorlof greiðist í einn til þrjá mánuði: 1. Við andvana fæðingu greiðist fæðingarorlof í þrjá mánuði. 2. Sé um að ræða fósturlát eftir 20 vikna meðgöngu greiðist fæðing- arorlof í tvo mánuði. 3. Ef foreldri lætur bam frá sér til ættleiðingar eða fósturs greiðist fæðingarorlof í a.m.k. í einn mán- uð eftir fæðingu barnsins. Fæðingarorlof islenskra for- eldra sem búsettir eru á Norðurlöndum: Með Norðurlandasamningi um fé- lagslegt öryggi er réttarstaða ís- lenskra foreldra búsettra á Norðurlöndum hin sama og ríkis- borgara búsetulandsins, þ.e.a.s. þeir njóta fúllra fæðingarorlofsréttinda skv. lögum búsetulandsins. Undantekning hefur verið gerð hvað snertir íslenska námsmenn á Norðurlöndum. Þeir fá greitt fæð- ingarorlof hérlendis. Ný lög um fæðingarorlof: I mars sl. vom samþykkt ný lög um fæðingarorlof en þau taka ekki gildi fyrr en 1. janúar 1988. Lög þessi miða í stórum dráttum að lengingu orlofs í áföngum úr 3 mánuðum í 6 á tímabilinu 1988-90. Mun ég gera nánari grein fyrir þess- um nýju lögum síðar. Margrét Thoroddsen svarar: Hvað viltu vita um tiyggingamál? Bréf frá Tálknafirði: „Eins og mátt hefur heyra hjá æðstu mönnum okkar á ellilífeyrir að hækka úr 25 þús. í 28 þús. kr. En ég hef aldrei fengið þá upphæð. I júní fékk ég 22.747 kr., en í júlí 20.747 kr. Hvað kemur til? Og eins kemur Tryggingastoíhun ríkisins nokkuð við hvað lífeyris- sjóður borgar? Síðast var það 6.803 kr. (ég er 83 ára). Bið þig um svar. Vinarþökk." Svar: Það er rétt hjá þér að í málefna- samningi n'kisstjómarinnar var ákveðið að bætur skyldu hækka úr 25 þús. í 28 þús. kr. á mánuði. En Tryggingastofnunin hefur ekki heimild til að hækka bætur fyrr en reglugerð kemur um það írá trygg- ingaráðuneytinu. Slík reglugerð hefur ekki borist ennþá svo við höf- um ekki hugmynd um hvenær þessi hækkun gengur í gildi. Astæðan til þess að bætur þínar vom 2 þús. kr. hærri í júní en í júlí er sú að ráðuneytið ákvað að hækka óskerta tekjutryggingu einstaklings um 2 þús. kr. frá 1. maí sl., en tilkynn- ingin barst ekki til Tryggingastofn- unar fyrr en búið var að ganga frá maí-greiðslum. Þessar 2 þús. kr., sem greiða átti í maí, lögðust því við júní- greiðsluna. Ég sé að þú munir aðeins hafa elli- lífeyri og óskerta tekjutryggingu. en ef þú býrð einn áttu einnig rétt á heimilisuppbót, sem er 4.475 kr. á mánuði og þá verður mánaðar- greiðslan 25.222 kr. Þú skalt því snúa þér til næsta umboðsmanns Trygg- ingastofnunar til að athuga rétt þinn. Greiðslur úr lífeyrissjóði teljast til tekna og geta skert tekjutrvgging- una en í þínu tilfelli er ekki um slíkt að ræða því hún skerðist ekki nema greiðslumar séu hæni en 7.900 kr. á mánuði. Tiyggingamál: Hver er réttur okkar? Greinar um tryggingamál birtast að á neytendasíðunni á þriðjudög- um. Það er Margrét Thoroddsen sem sér um þennan þátt. Hún svarar einnig fyrirspumum ef einhveijar kynnu að berast. Utanáskriftin er DV,c/o Margrét Thoroddsen, Þver- holti 11, Reykjavík. Lágmarkskröfur um efni ábyrgðarskírteina í verðlagslögunum segir að „yfir- lýsing um ábyrgð megi því aðeins gefa að ábyrgðarlýsingin veiti við- takanda betri rétt en hann hefur samkvæmt gildandi lögum. Yfirlýs- ingar um ábyrgð hafa í mörgum tilvikum samkvæmt efni sínu fremur reynst yfirlýsingar um takmörkun ábyrgðar, þar sem falist hefur í þeim lakari réttur en kaupendur hefðu haft samkvæmt almennum laga- ákvæðum. Það er hins vegar seljanda í sjálfs- vald sett hvort hann gefúr út ábyrgðaryfirlýsingu, en því má ekki rugla saman við ábyrgðarskyldu. Ábyrgðaryfirlýsingar fylgja helst vörum sem neytendur hafa litla þekkingu á, sem eru með flókinni samsetningu eða sem þeir kaupa sjaldan á ævinni. Þær eru gefnar út til þess að auka söluna en markmið þeirra getur jafhframt verið að tak- marka skuldbindingu framleiðanda eða seljanda eftir að kaupin hafa farið fram“. Frá þessu er skýrt í nýjasta tbl. Verðkönnunar. Þar eru einnig birtar lágmarkskröfur um efni ábyrgðar- skírteina. Þær eru eftirfarandi: „1. í ábyrgðarskírteini þurfa að koma fram eftirfarandi atriði: a. Hver tekur ábyrgðina á því sem selt er. b. Það tímabil sem ábyrgðin gildir. c. Hvað kaupandi eigi að gera ef hann vill bera ábyrgðina fyrir sig. d. Að ábyrgðin gildi frá þeim degi sem kaupin fara fram. 2. Ábyrgðarskírteini þarf að bera með sér að kaupandi hafi auk þeirra réttinda, sem ábyrgðarskírteinið veitir, öll réttindi sem lög gera ráð fyrir, þ.m.t. lög um lausafjárkaup. 3. Eðlilegt er að ábyrgðin taki til allra útgjalda vegna varahluta og vinnulauna ásamt ferðakostnaði hvert sem er á íslandi, ef nauðsvn- legt er að gera við hlutinn á heimili kaupanda. 4. Ef sá sem veitir ábyrgðina telur að nauðsvnlegt sé að hluturinn. sem kevptur var, verði sendur í verk- smiðju eða á verkstæði til viðgerðar verður hann að greiða allan venju- legan sendingarkostnað. 5. Ef gert er við hlut samkvæmt ábyrgðarskilmálum skal ábyrgðar- tíminn lengjast um það tímabil, sem samsvarar þeim tíma sem líður frá því að krafan var sett fram þar til hún er efhd, þ.e.a.s. á meðan að hlut- urinn er ekki í vörslu kaupanda vegna viðgerðarinnar. 6. Ef ábyrgðarskilmálar áskilja að kaupandinn skýri t.d. seljanda vör- unnar frá því á ábyrgðartímanum að hann ætli að bera ábyrgðina fyrir sig skal tilkynning til þess sem tekur ábyrgð á vörunni innan tilskilins frests talin borin fram á réttum tíma gagnvart seljandanum á sannanleg- an hátt. . 7. Ef skipt er á gallaðri vöru hefst nýtt ábyrgðartímabil sem skal vera eins langt og á öðnmi hliðstæðum vörum. 8. Á hlutum. sem hafa verið end- umýjaðir eða gert við samkvæmt ábvrgð. skal veita ábvrgð með sömu skilmálum og vfir jafhlangt tímabil og gilti fyrir vöruna í heild. 9. Ábvrgðin má ekki falla úr gildi við eigendaskipti á vörunni. 10. Ef tekið er fram að ábyrgðin nái ekki til skaða eða bilana, sem stafa af skorti á viðhaldi, er það skilvrði að kaupandanum sé kynnt nægilega með skriflegum leiðbeiningum á ís- lensku hvemig halda skuli vörunni við. 11. Eftirfarandi fyrirvarar í ábyrgð- arskírteinum verða ekki taldir eðli- legir: a. Að ábyTgðin öðlist því aðeins gildi að ábyrgðarskírteini eða þess háttar sé fyllt út og sent seljanda eða fram- leiðanda. b. Að ábyrgðin sé háð því að sá sem ábyrgðina beri hafi bakábyrgð af hálfu heildsala, framleiðanda eða annað slíkt. c. Að mat seljanda eða ábvrgðar- gjafa um það hvort galli telst vera fyrir hendi eða ekki sé endanlegt og ekki unnt að leggja hana fyrir dóm- stóla. d. Að vikið sé frá almennum reglum kaupalaga um áhættutímabil kaup- anda í óhag.“ -A.BJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.