Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Page 17
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987.
17
Lesendur
Þjóðarátak í spamaði:
Þungaskattur á
einstaklinga
Þessi tvö myndu sennilega jafna hvort annað út og borga meðalgjald ef til
kæmi að leggja þungaskatt á einstaklinga.
Valdemar skrifar:
í sambandi við áform nýrrar ríkis-
stjómar til íjáröflunar í ríkissjóð, t.d.
með innheimtu þungaskatts af bifreið-
um landsmanna, er margs að gæta.
Eitt ej- það að álögur þær sem bif-
reiðaeigendur þurfa að inna af hendi
nú þegar em komnar langt úr hófi
fram og munu smám saman leiða til
þess að ekki svarar kostnaði að reka
eigin bifreið lengur. Mun margur
vinstri maðurinn ekki harma það svo
mikið sem þeir vinstri menn hafa am-
ast við „blikkbeljunni" eins og þeir
kalla þarfasta þjón nútímans.
En hvað um það. Við vinnufélagam-
ir vorum að ræða þetta með þunga-
skattinn einn daginn, kom þá einn
þeirra með þá bráðsnjöllu hugmynd
að eina úrræðið sem dygði ríkinu til
að afla þeirra tekna sem til þarf væri
að leggja þungaskatt í einhverri mynd
á alla þá einstaklinga sem náð hefðu
kosningaaldri.
Þessi þungaskattur gæti verið með
sama sniði og nú er íyrirhugaður á
bifreiðar landsmanna, þ.e. að upphæð
yrði ákveðin á hvert kg þunga hvers
kjósanda. Upphæðin mætti gjaman
vera helmingi hærri en nú er áætluð
á hvert bifreiðakíló, þ.e. 8 kr.
Ef við hugsum okkur að meðalþyngd
hvers kjósanda sé 70 kg greiðir hver
gjaldskyldur 560 kr. og ef miðað er við
kjósendafjölda sem var síðast 106 þús-
und þá fengjust í ríkissjóð um eða yfir
60 milljónir króna.
Þar með er ekki öll sagan sögð því
þetta gjald skilaði ríkissjóði ómældum
tekjum i mun betra heilsufari fólks
sem tæki nú upp á því að grenna sig
svo um munaði til að plata ríkið eins
og hér er plagsiður. Það „plat“ myndi
spara ríkinu á nánast öllum sviðum
og þensla og viðskipti hvers konar
myndu stórminnka.
En svo mætti líka hugsa sér að ríkið
hefði upphæðina eitthvað hærri og
reyndi t.d. á þremur árum að ná inn
öllum halla ríkissjóðs og lækka úti-
standandi erlendar skuldir svo um
munar.
Með ca 10 þúa. króna framlagi frá
hveijum kjósenda á hverju ári í þrjú
ár mætti ná inn nokkrum milljörðum
króna og ef það mætti verða til þess
að loka vanskiladæmi okkar Islend-
inga að fullu yrðu flestir sáttir við að
greiða þessa upphæð gegr. því t.d. að
leggja á hilluna ýmsa tynrhugaða
skattstofna, s.s. fyrirhugað þungagjald
á bifreiðum o.fl
Þetta er nú sett fram hér sem hug-
mynd ein af mörgum mögulegum. En
hvernig er það með hið opinbera. Er
engra nýrra og frjórra hugmynda að
vænta þaðan til að koma okkur á rétt-
an kjöl, nema smáskammtalækningar?
Má aldrei reyna neitt nýtt, t.d. í formi
þjóðarátaks einhvers konar? Hvað um
þjóðarhappdrætti ef menn geta ekki
sæst á þungaskattinn á einstaklinga?
MÁLARAR
Tilboð óskast í málun hússins að Fellsmúla
9-11. Nánari upplýsingar og útboðsgögn í
síma 34381 (Ólafur) á kvöldin.
Frá Laugaskóla,
Dalasýslu
Kennarastaða við skólann er laus til umsóknar. Aðal-
kennslugreinar: Erlend mál. Allar nánari upplýsingar
gefur Kristján Gíslason skólastjóri í síma 93-41269
eða 93-41262.
RÍKISSPÍTALAR
LAUSAR STÖÐUR
Ritari óskastá birgðastöð ríkisspítala aðTunguhálsi 2.
Góð vinnuaðstaða, mötuneyti og ferðir til og frá vinnu.
Upplýsingar um starfið gefur forstöðumaður birgða-
stöðvar í síma 671362.
Reykjavík, 28. júlí 1987.
SÚÐAVÍK
DV óskar eftir að ráða umboðsmann í Súða-
vík.
Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma
94-6928 og afgreiðslu DV, Reykjavík, sími
91-27022.
ÓLAFSVÍK
DV óskar eftir að ráða umboðsmann í Ólafs-
vík.
Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma
93-61243 og afgreiðslu DV, Reykjavík, sími
91-27022.
,55*%
, -
á morgun - miðvikudag
16 SÍÐNA BLAÐAUKI
Efni m.a.:
* Allt um mótsstaði verslunarmanna-
helgarinnar.
* Leiðbeiningar um viðleguútbúnað.
* Góð ráð um grill og grillrétti.
* Hvernig á að aka á þjóðvegunum.
* O.fl., o.fI., o.fl.