Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Page 19
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987.
19
I>V
í sveita
sms
andlitis
Örn
Arnarson
Menntun:
Rafeindavirkjun frá Iðnskóla
íslands.
Starfssvið:
Starfar við viðhald og viðgerðir
á rafeindatækjum, lækninga-
tækjum og búnaði sjúkrahússins.
Tækj abúnaðurinn er margvisleg-
ur, allt frá einföldum diktafónum,
sjönvörpum, videotækjum og
kalltækjum til flóknari tækja svo
sem röntgentækja og svokallaðra
„tissue processora“. Síðast-
nefndu tækin eru til að búa
vefjasýnishom undir smásjár-
skoðun.
Það besta:
Það besta við starfið er auðvit-
að það að þetta er mitt áhugasvið,
ég bef gaman af því að vinna í
rafinagni. Tækjabúnaðurinn
hérna er skemmtilegur að eiga
við hann. Svo er afskaplega al-
mennilegt fólk hér ú sjúkrahús-
inu og þetta er gott andrúmsloft
að starfa í.
Það er raunar svo margt gott
við þetta starf að erfitt er að velja
úr.
Það versta:
Ég veit hreint ekki hvað er
verst við þetta starf. Ég er ekki
búinn að vera hér svo lengi að
ég hef ef til vill ekki enn rekið
mig á gallana. Þegar ég reyni að
leita einhvers galla við starfið
sjálft kemur ekkert í hugann.
Launin em auðvitað meingöl-
luð, að minnsta kosti vel í lægri
kantinum. Þau eru líklcga það
versta við þetta starf.
Við erum ríkisstarfsmenn hérna
og það vita lfklega allir hvað það
þýðir í launamálum.
Draumurirm
Ætli draumurinn sé ekki mest
sá að vera góður í sínu fagi. Mig
langar auðvitað að kynnast þess-
um tækjum hér betur, ef til vill
komast í aðstöðu ti) að læra á
viðhald þeirra og viðgerðir. Hér
fara menn mikið á alls kyns nám-
skeið því við verðum að vita vel
hvað við erum að gera.
Svo er það náttúrlega þessi
gamli draumur um að verða sjálf-
stæður, eignast sitt eigið verk-
stæði. Hann rætist þó ekki í
náinni framtíð.
Eins og ég sagði áður hef ég
ekki verið lengi í þessu svo lík-
legt er að draumurinn um að
öðlast öryggi í faginu sé stærstur
enn sera komið er. Hann er alla-
vega sá sem þarf að vinna að
fyrst.
Heilbrigðismál
Vítahríngur öryggisleysis
og skorts á stefnumiðum
„Fólk kemur mikið til mín með ýmiss
konar spennuvandamál. Örvunin er
orðin svo mikil í líkama þess að hún
hefur safhast saman og skilar sér i
spennu. Þetta fólk hefur líkamleg ein-
kenni í maga og brjósti og kvíðatil-
finningu sem hefur í för með sér
öryggisleysi. Það á í erfiðleikum með
að umgangast annað fólk og er þar
með komið inn í vítahring. Þetta teng-
ist svo sjálfsmynd viðkomandi ein-
staklinga, endurspeglast í hjónabands-
vandamálum og tilvistarvandamálum,
fólk finnur til skorts á stefhu og inni-
haldi í lífinu, hefur ekki markmið að
stefha að,“ sagði Baldvin Steindórsson
sálfræðingur í viðtali við DV.
Umdeild grein
Sálfræði er sá þáttur heilbrigðis-
þjónustu sem ef til vill er einna mest
litið á sem feimnismál. Hún var til
skamms tíma læknum þymir í augum
og þótt hin síðari ár hafi aukist skiln-
ingur á nauðsyn þess að fjalla um
sálræn vandamál einstaklinga, ekki
síður en líkamlega krankleika, gætir
þess enn að það þyki veikleikamerki
að leita aðstoðar sálfræðings. Jafn-
framt finnast enn þeir læknar sem telja
að finnist ekki hein líkamleg orsök
vanlíðunar tilheyri meðferð hennar
ekki heilbrigðisþjónustu.
Aðspurður um þessar gömlu og
nokkuð rótgrónu deilur sagði Baldvin
að vissulega væri þetta enn viðkvæmt
mál en væri þó að gjörbreytast.
„Á undanfömum árum hefur sál-
fræðin þróast frá því að vera fyrst og
fremst fræðigrein,“ sagði Baldvin,
„yfir í fag með markvissar hagnýtar
vinnuaðferðir. Samhliða þessu hefur
traust lækna og annarra samstarfs-
hópa og reyndar almennings gagnvart
okkur vaxið.
Sálfræðingar beina athygli sinni
mikið að atferli og lífsstíl einstakl-
inga, ganga ef til vill ekki út frá
beinum sjúkdómsgreiningum eins og
geðlæknar hafa tilhneigingu til að
gera, heldur reyna að horfa á lífsstíl
mannsins í heild.“
Heildræn nálgun
- Hversu aðskilin em þessi starfs-
svið?
„Aðskilnaður greinanna fer dvín-
andi. Það hefur orðið sveifla í þá átt
að skoða manninn í heild sinni sem
gerir það að verkum að mörkin þynn-
ast út. í dag geta sálfræðingur og
geðlæknir verið líkari í starfsháttum
sínum heldur en til dæmis tveir sál-
fræðingar eða tveir geðlæknar þó að
faghópamir eigi rætur í ólíkum hefð-
um.
Starfssvið einstakra greina heil-
brigðisstétta snertast líka í síauknum
mæli. Má þar nefna næringarfræði,
sem allar heilbrigðisstéttir líta til meir
og meir. Viðhorf okkar til heilbrigði
Við fjöllum mikið um ýmiss konar
spennuvandamál.
Baldvin Steindórsson sáifræðingur.
em að breytast mikið, einstaklingur-
inn er sífellt meir meðvitaður um þá
ábyrgð sem hann ber sjálfur á líkam-
legri og andlegri heilsu sinni. Við erum
að gera okkur betur grein fyrir því að
rótin að heilbrigði liggur í lífsstíl okk-
ar, viðhorfum, næringu, vinnu og
fleiru sem mótar daglegt líf okkar, en
ekki í því að einfaldlega gera við það
sem bilar.
Þessi viðhorfabreyting, sem átt hefur
sér stað samfara aukinni menntun,
breytir svo kröfum þeim sem almenn-
ingur gerir til fagfólks. Það tekur ekki
við hlutum frá sérfræðingum eins og
áður þegar nánast var litið á lækni
sem almáttugan. Fólk er gagnrýnna
og leitar meir eftir upplýsingum.
Opnara fyrir nýjungum
Þetta allt gerir fólk svo opnara fyrir
nýjungum. Hér áður voru allir þeir
taldir skottulæknar sem fóru út fýrir
hið hefðbundna. Nú eru bæði lærðir
og leikir opnari, til dæmis viðurkenn-
um við nú frekar þá möguleika sem
felast í dýpkun og þroska vitundar
okkar, áhrif þess sem við neytum á
daglegt líf okkar og mikilvægi reglu-
bundinnar hreyfingar fýrir andlega og
líkamlega heilbrigði okkar.“
- Hvaða gildi hefur hugleiðsla?
• „Ætli hugrækt sé ekki betra orð. Það
er nauðsynlegt að stunda hugrækt af
einhverju tagi til þess að veita okkur
hvíld frá amstri dagsins, hugarró.
Hugrækt getur verið fólgin í íhugun,
hún getur verið það að hlusta á tón-
list eða ótal margt annað sem hvílir
hugann. Líklega er bænin eitt elsta
form hugræktar."
- Ráðleggur þú þá sjúklingum þín-
um að biðja?
„Ég gef fólki helst ekki beinar ráð-
leggingar heldur reyni að skapa þær
aðstæður að það geti ráðlagt sér sjálft.
Svo sannarlega er ég ekki á móti því
að fólk biðji. Þetta stefnuleysi og tóm,
sem ég minntist á, lýsir sér raunar oft
í því að fólk hefur ekki leitað svara
við þeim grundvallarspumingum sem
þarf að svara til að við vitum hver við
.. .einkenni i maga og brjósti og
kvíði...
erum og hvert við stefnum. Sú fyrsta
af þessum grundvallarspumingum er
hvort við trúum og þá hverju. Trú eða
trúleysi er ákveðin afstaða sem við
veljum og sem jafhframt getur haft
miklar afleiðingar i för með sér fyrir
okkur ef við tökum afstöðu. Þótt sum-
ir komist ágætlega af án þess að svara
sjálfum sér því til hvort þeir trúi og
hverju, 'verður þetta uppgjör oft að-
kallandi þegar við lendum í vandræð-
um með líf okkar. Við vanrækjum hins
vegar flest þetta hugtak, tökum ekki
afstöðu til þess eða látum ekkert fylgga
á eftir um það hverju við trúum. Ég
hitti oft fólk sem er í vandræðum
vegna þess að þarna er hluti af því
sjálfu sem það hefúr ekki gert upp við
sig.“
Hvað viljum við?
„Þetta er í raun mun stærra mál en
það ef til vill virðist og hefur meiri
áhrif á líf okkar en við hneigjumst til
að halda. Spumingar um trú og aðrar
sem fylgja í kjölfarið liggja að rótum
tilveru okkar og meðan við svömm
þeim ekki getur skapast tóm eða ófull-
nægja í líf okkar þótt við höfum allt
sem hugsast getur til brunns að bera
og öll þessi svonefndu lífsgæði sem við
sækjumst eftir.
Ég heyrði Parkinson ræða um leið-
indi í sjónvarpinu hér um daginn.
Hann var að tala um að við íslending-
ar værum vel menntaðir, byggjum við
góðar aðstæður og værum veraldlega
vel stödd en vissum samt ekki hvað
við vildum. Við erum skammtímasinn-
uð og okkur vantar stefhu sem gefið
getur lífinu gildi. Þessar fullyrðingar
hans lúta að sama bmnni og þetta
með trúna.“
Að sanna sig
- Hvemig hefur heilbrigðiskerfið
bmgðist við þessari sveiflu sem þú
talar um?
„Við íslendingar erum yfirleitt seinir
til en tökum svo hraustlega á þegar
til framkvæmda dregur. Það hafa ver-
ið krafmiklar hugmyndafræðilegar
breytingar víða erlendis síðustu tvo
áratugi en em að koma hingað núna.
Heilbrigðiskerfið hjá okkur er
íhaldssamt og á að vera það. Það á
ekki að hlaupa eftir hvaða bylgjum
sem er. f raun opnast það þegar hlutir
hafa sannað gildi sitt.
Heilbrigðiskerfið stjómast að sjálf-
sögðu af hugmyndafræði læknisfræð-
innar. Það skiptist í svið og algengt
að þeir sem starfa á hverju sviði fyrir
sig sjái ekki út fyrir sitt afmarkaða
umfjöllunarsvæði. Sjónarhom sér-
fræðingsins er ráðandi og þá týnist
oft sú heild sem maðurinn er.
Það er svo margt sem við vitum nú
sem rennir stoðum undir þessa heild-
rænu nálgun. Til dæmis kenningamar
um A og B týpur af atferli þar sem
því hefur verið haldið fram að streita
sé rneiri áhrifaþáttur í hjarta- og æða-
sjúkdómum heldur en aðrir þættir til
samans. Fjöldamargt mætti tína til í
þeim efhum.
Þetta lýtur auðvitað allt að umönn-
un og því hvemig heilbrigðiskerfið
mætir sjúklingum sínum. Til dæmis
þeim sem þjást af krabbameini og öðr-
um mjög erfiðum sjúkdómum. Tilfinn-
ingahliðin er enn mikið útundan en
fiöldi rannsókna hefur sýnt fram á að
viðhorf sjúklings til sjúkdóms síns
getur haft mikil áhrif á bata. Það er
nauðsynlegt að fjalla meir um þá hlið
mála, sjá fólk sem einstakling en ekki
tilfelli.
Það er áhugavert í tengslum við
þetta að það sem fyrst og fremst hefur
breytt heilbrigði okkar á þessari öld
em ekki framfarir innan hinnar
tæknivæddu læknisfræði. Fyrst og
ffemst em það framfarir í hreinlætis-
málum, húsnæðismálum og þvi sem
varðar næringu sem hafa stuðlað að
bættri heilbrigði. Þótt enginn vilji
vera án læknisfræðinnar getur verið
hollt að hafa þetta i huga.“
.. .sem hefur í för með sér öryggis-
leysi...
Umsjón: Halldór K. Valdimarsson