Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Síða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987. Jarðarfarir Páll Jónsson lést 22. júlí sl. Hann fæddist á ísafirði 27. nóvember 1908, sonur hjónanna Jóns Hrjóbjartsson- ar og Rannveigar Samúelsdóttur. Páll bjó fyrstu 45 ár ævi sinnar á ísafirði og starfaði þá lengst af hjá Kaupfélagi ísfirðinga. Hann fluttist búferlum til Reykjavíkur 1953 og gerðist starfsmaður Flugfélags ís- lands. Páll var starfsmaður FÍ og Flugleiða til 1978. Útför hans verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Aðalheiður Konráðsdóttir frá Sauðárkróki verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudag 28. júlí. kl. 15. Asta Jónsdóttir verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 29. júlí kl. 13.30. Bergþóra Guðmundsdóttir frá Sevðisfirði, sem andaðist 21. júlí sl.. verður jarðsungin frá Fossvogskap- ellu miðvikudaginn 29. júlí kl. 10.30. Friðrik Kristján Sigfússon yfir- tollvörður, Miðgarði 18. Keflavík, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 29. júlí kl. 15. Gunnar Ingólfur Kristófersson frá Gíslabæ verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 29. júlí kl. 13.30. Kristján Friðrik Helgason, Munkaþverárstræti 14, verður jarð- sunginn frá Akureyrarkirkju mið- vikudaginn 29. júlí kl. 13.30. Sveinn Magnússon, Hólsgötu 4, Neskaupstað, verður jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju í dag, 28. júlí. kl. 14. Guðný Finnbogadóttir, Hlíð, verð- ur jarðsungin frá Djúpavogskirkju miðvikudaginn 29. júlí kl. 14. Græðum landið um verslun- armannahelgina Samtök um GRÆNA FRAMTÍÐ ráðgera landgræðsluferð í nágrenni Laugarvatns um verslunarmannahelgina. Ferð þessi er farin í samráði við landgræðslustjóra. Svein Runólfsson, og er ætlunin að sá grasfræi með áburði eftir því sem kraftar leyfa í rofabörð i nágrenni Laugarvatns. Allir þeir sem láta sér annt um íslenska náttúru eru hvattir til að taka þátt. Farið verður með bifreið frá Guðmundi Jónas- syni á föstudagskvöld kl. 20.30 frá BSÍ. Tjaldað verður á Laugarvatni aðfaranótt laugardags og farið til baka á laugardags- kvöld. Ferðin er farin til að sýna fram á að almenningur getur gert eitthvað raun- hæft til að stöðva uppblástur landsins og ennfremur er ætlunin að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda í þessum efnum. Um þessar mundir er stödd hér á landi frú Regina Opitz. áhrifamaður í flokki græn- ingja í Svartaskógi í Vestur-Þýskalandi. Frú Opitz hefur ferðast um ísland og er snortin af fegurð íslenskrar náttúru. Hún tekur þátt í ferðinni og verður stödd á Lækjartorgi þar sem skráning sjálfboða- liða í ferðina fer fram á milli kl. 12 og 13.30 alla daga þessa viku. Starf forstöðumanns Listasafns íslands Menntamálaráðuneytið hefur sent til birt- ingar í dagblöðum og Lögbirtingablaði auglýsingu um starf forstöðumanns Lista- safns íslands. Umsóknir ásamt upplýsing- um um menntun og starfsferil skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu fyrir 25. ágúst nk. í auglýsingunni er fram tekið að ráðgert sé að setja í stöðuna til eins árs. Ástæða þess er sú að menntamálaráð- herra hvggst á næsta Alþingi bera fram frumvarp þar sem æviráðning verði af- numin í þessu starfi og tekin upp tíma- bundin ráðning eins og t.d. í gildi er í Þjóðleikhúsinu. Er þetta í samræmi við starfsáætlun ríkisstjórnarinnar þar sem kveðið er á um að æviráðning embættis- manna verði afnumin. Tapað - Fundið Hjól týnd úr Fossvogi 18. júní sl. voru tvö hjól tekin fyrir utan hús í Fossvoginum. Annað er grátt 10 gíra Steelmaster og hitt rautt B.MX hjól með svörtum BMX plastgjörðum. Ef einhverjir vita hvar hjólin eru niðurkomin þá vin- samlegast hringið í síma 688569. Tilkyimingar Ættarmót - Ættarmót verður haldið á Reykhólum í Austur-Barðastrandarsýslu 1. ágúst nk. Það eru niðjar hjónanna Arndísar Bjarnadóttur og Hákonar Magnússonar er þar bjuggu 1899 til 1920. Nánari upplýs- ingar um ættarmótið gefa Arndís Magnús- dóttir í síma 53826 eða Ingunn Jónasdóttir í síma 36269. Öldrunarlækningadeildir Landspítalans fá sjónvarpstæki að gjöf Nýlega afhenti Rauði kross Islands 3 sjón- varpstæki að gjöf til öldrunarlækninga- deilda Landspítalans í Hátúni 10 b. Tæki þessi. sem eru á háum hjólahorðum. eru einkum ætluð til nota inni á sjúkrastofum fyrir þá sjúklinga sem eru rúmfastir og eiga þess ekki kost að horfa á sjónvarp í setustofu. Rauði krossinn efndi til söfnun- . ar í samvinnu við Bylgjuna fyrir síðustu jó! þar sem fólki gafst kostur á að senda jólakveðjur á Bylgjunni gegn vægu gjaldi og skyldi öllum ágóða varið til öldrunar- verkefnis RKÍ. Alls söfnuðust kr. 97.800 og var ákveðið að verja þessu fé til kaupa á fyrrnefndum sjónvarpstækum í þeirri von að það geti stytt öldruðum sjúklingum stundirnar. Ráðstefna um rækju á isafirði Dagana 20.-22. ágúst verður haldin ráð- stefna um rækju á ísafirði. Það eru Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins og Fé- lag rækju- og hörpudiskaframleiðenda sem að ráðstefnunni standa. Tilgangur ráð- stefnunnar er þríþættur: 1. Að taka út stöðu iðnaðarins eins og hann er nú, 2. • Að freista þess að gera grein fyrir mögu- leikum iðnaðarins og takmörkunum í framtíðinni. 3. Að gefa mönnum er málið varðar, tækifæri til að hittast og ræðast við. Fjallað verður um öll helstu efni sem varða rækju og rækjuvinnslu, svo sem öflun hráefnis, vinnslu, gæðaeftirlit og markaðsmál. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt eru beðnir að hafa samband við Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins á , Isafirði í síma 94-3768 en þar eru veittar nánari upplýsingar. Giftingarhringur fannst á biðstöð við Háaleitisbraut. Eigandi get- ur vitjað hans á óskilamunadeild lögregl- unnar. Tóbíasertýndur frá heimili sínu. Laufásvegi 2a. Hann er blágrár með hvítt á bringu. Einkenni: mannelskur og vælir upp í fólk. Þeir sem hafa orðið varir við hann eða vita hvar hann er niðurkominn vinsamlegast hringi í síma 23611. Vasamyndavél fannst við Laugarbakka, Edduhótel, þann 11. júlí sl. Upplýsingar í síma 14706. Ferðlög Útivistarferðir um verslunarmannahelgi 31. júlí - 3. ágúst. 1. kl. 20 Núpsstaðarskógar. Tjöld. Einn skoðunarverðasti staður á Suðurlandi. Gönguferðir m.a. að Tvílitahyl og Súlu- tindum. Fararstjóri Björn Hróarsson. 2. Kl. 20 Lakagigar - Leiðólfsfell. Gist tvær nætur við Blágil og eina nótt við Eldgjá. Gengið um hina stórkostlegu Lakagíga. Ekinn Línuvegur að Leiðólfs- felli. A heimleið er Eldgjá skoðuð, Ófærufoss og Landmannalaugar. Farar- stjóri: Þorleifur Guðmundsson. 3. kl. 18 Kjölur - Drangey - Skagafjörð- ur. Ógleymanleg Drangeyjarsigling. Litast um í Skagafirði o. fl. Svefnpokagist- ing. 4. Kl. 20 Þórsmörk. Ódýr Þórsmerkur- ferð. Gönguferðir. Góð gisting í Útivistar- skálunum, Básum. Munið sumardvölina. Miðvikudagaferð 29. júlí kl. 8. 5. Laugardag kl. 8. Skógar - Fimm- vörðuháls - Básar. Dagsferð yfir hálsinn. Gist í Básum. 6. Laugardag kl. 8 Þórsmörk - Eyjafjöll. Gist í Útivistarskálunum Básum. 7. Hornstrandir - Hornvík 30. júlí - 4. ágúst. Tjaldbækistöð í Homvík. Dags- ferðir þaðan. Fararstjóri Lovísa Christ- iansen. Dagsferðir 29. júlí, 2. og 3. ágúst í Þórs- mörk. Nánari uppl. og farm. á skrifstofunni, Grófinni 1. Allir geta verið með í Útivistar- ferðum. Sjáumst. Útivist. Viðmiðunin á Hofsósi er 11 ára og yngri í fótboltanum. Stúlkur og drengir æfa saman af krafti undir stjórn þjálf- ara síns, Árna Stefánssonar, fyrrum markmanns landsliðsins. DV-mynd JGH Svava Kjartansdóttir húsmóðir: „Sjónvarpið er tímaþjófur4 í gærkvöldi Þó að sjónvarpið sé svakalegur tíma- þjófur horfi ég mikið á það. Það er þá mest ríkissjónvarpið sem ég horfi á því ég á ekki afruglara og er ákveð- in í að fá mér hann ekki. Nógu miklum tíma eyðir maður í sjón- varpið samt. Ég horfi þó á fréttimar á Stöð 2. Mér finnast þær líflegri og það er að miklum mun léttara yfir þeim. Svo finnst mér kostur að þær byrja fyrr. Maður sest oft niður í rólegheitum eftir matinn og þá vill maður sjá fréttir strax. Svo em oft góðir þættir strax á eftir fréttunum á Stöð 2 en langar og leiðigjamar auglýsingar í ríkissjónvarpinu. Framhaldsþáttum fylgist ég tölu- vert mikið með eða eftir því sem ég hef áhuga á. Mér finnst t.d. fram- haldsþátturinn Borgarvirki, sem sýndur var á sunnudagskvöldið. mjög góður. Kvikmyndir vil ég hafa léttar og skemmtilegar. Ég hef mikla ánægju af svoleiðis myndum en ekki þessum kvikmyndavalið búið að vera mjög lélegt í sumar, það er bókstaflega ekki horfandi á sjónvarpið. Það er nú einmitt um helgar sem helst er horft á kassann og þá er lágmark að bjóða upp á eitthvað gott. Þetta er svona það helsta sem ég horfi á en ég á það líka til að sitja yfir beinum útsendingum í fótbolta þó ekki venjulegum íþróttaþáttum. Ég hlusta ekki mikið á útvarp. Það er helst á morgnana sem kveikt er á því og þá er helst stillt á Bylgj- una. Það er létt yfir henni og það er gott að fá svoleiðis undirspil þeg- ar maður er að vinna. Þátturinn Vikuskammtur á sunnudögum, þeg- ar farið er yfir fréttir vikunnar, finnst mér mjög góður en allir síma- tímar fara í taugamar á mér og eru mjög leiðigjamir. Ég fer af og til í bíó en er orðin frekar löt við það. Það er frekar að maður fari út í sjoppu og nái sér í góða videospólu. verðlaunamyndum eins og t.d. vom sýndar sl. laugardag. Þegar ég sest fyrir framan sjónvarpið vil ég slappa af og horfa á eitthvað létt. Mér finnst Svava Kjartansdóttir. DV á Hofsósi: Boltabömin hans Áma Jón G. Haúksson, DV, Akureyri: Krakkamir á Hofsósi em áhugas- amir í fótbolta undir stjóm þjálfara síns, Áma Stefánssonar, fyrrum mark- manns KA, Fram og landsliðsins. Ekki er vitað um neinn sjötta og fimmta flokk drengja og stúlkna að ræða held- ur er viðmiðunin 11 ára og yngri og æfa bæði kynin saman. Félagið á Hots- ósi heitir Höfðstrendingur. Þess má geta að Ámi Stefánsson býr á Sauðár- króki þar sem hann er íþróttakennari. En hann fer létt með að aka 40 kíló- metrana til Hofsóss og bregða boltan- um á loft. Bandaríkin gefa eftir Bandaríkjamenn hafa boðað full- trúa Sovétríkjanna í afvopnunarvið- ræðunum í Genf á sérstakan fund í dag. Ætlunin mun vera að leggja fram nýjar tillögur um fækkun eldflauga í Evrópu, sem fela í sér að Bandaríkin gefi eftir í ýmsum þáttum er hafa stað- ið samningum fyrir þrifum. Mikið var um árekstra í Reykjavik i gær. „Þetta er stress, það er ekki aðstæðum að kenna,“ sagði lögreglu- maður i morgun en i gær urðu 30 árekstrar í Reykjavík. Áreksturinn á myndinni varð i morgun á mótum Höfðabakka og Fálkabakka. DV-mynd S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.