Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1987, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987. Fréttir__________________________________________________________________________________dv „Tveggja mánaða dómurinn“ í Sakadómi: Retbnætt að taka Imð mark á skilorðsdómum - segir Jónatan Þórmundsson prófessor Nýfallinn dómur í Sakadómi Reykjavíkur, þegar maöur var dæmdur í átta mánaða fangelsi og þar af sex mánuði skilorðsbundið fyrir kynferðisbrot á ungum dreng, hefur vakið mikla athygli. Jónatan Þórmundsson lagaprófessor var spurður um álit sitt á skilorðsdóm- um. „Varðandi þennan „tveggja mán- aða dóm“, sem þið fjölmiðlamenn hafið verið að kalla svo, er það at- hyglisvert að þið skulið ekki taka mark á skilorðsdómum. Þetta var átta mánaða dómur, þar af sex skil- orðsbundnir. Það er réttmætt að nokkru leyti að taka lítið mark á því. Að vísu er það svo, ef maðurinn brýtur alvarlega af sér aftur, að þá verður dómurinn tekinn upp og hann fengi mjög harðan dóm næst. Hitt er athyglisvert af hverju fólk tekur ekki mark á skilorðsdómum. Það er meðal annars vegna þess að það fylgir ekkert skilorð annað en það að viðkomandi brjóti ekki af sér á meðan á skilorði stendur. Það eru ekki notaðar heimildir laga til að setja frekari skilyrði. Til dæmis um eftirlit og umsjón eða hælisvistun, greiðslu bóta eða hugsanlega ein- hvers konar meðferö. Það væri líka hægt að breyta þessum skilyrðum og gera þau ákveðnari í þessum mál- um. Þaö væri hægt að setja lyfjameð- ferð sem skilyrði í kynferðisbrota- málum. Þetta eru möguleikar sem ekki eru nýttir. Ef þetta breyttist tækju menn skilorösdóm kannski alvarlega. Þetta þykir mér eitt af vandamálunum í okkar kerfi, hvern- ig skilorðsdómar hafa koðnað niður. „Sannfærður um að umræða veiti aðhald“ - Nú hafa verið miklar umræður um nýfallinn dóm í Sakadómi Reykjavíkur, hinn svokallaða „tveggja mánaða dóm“, hvaða mat hefur þú á þeim dómi? „Það er gott að þessi umræða fór af stað. Salome Þorkelsdóttir gerði mikið gagn með sínu frumvarpi. Auðvitað ganga þessi mál of hægt. Aðalatriðið er að flýta öllum meiri- háttar málum - málum sem þessum, manndrápsmálum og fleiri málum - það er alveg ljóst. Meginreglan er að hraða meðferð allra opinberra mála. Þá kemur upp annað. Ef við lögfest- um að þessi mál eigi að hafa forgang hljóta önnur mál að sitja á hakanum. Það leiðir okkur þá út í þá umræðu hvort við eigum að reyna að for- gangsraða málum. Til dæmis að þessi mál komi númer eitt, manndrápsmál númer tvö, ránsmál númer þrjú, þjófnaðarmál númer fjögur og svo framvegis. Þetta er tilhögun sem ekki tíðkast í okkar nágrannalöndum." - í samtali við DV sagði Salome Þor- kelsdóttir að opinber umræða hefði haft áhrif á gang þessa máls. Máhð virtist liggja óhreyft i Sakadómi þar til hún flutti frumvarpið og dómur kemur í kjölfar skrifa DV um máhð. Telur þú að umræður hafi áhrif á dómstóla? „Ég er sannfærður um að umræða, bæði fjölmiðla og almennings, veitir þessum stofnunum og embættis- mönnum aðhald. Ég er ekki í minnsta vafa um það. Það var líka hugsunin þegar öll réttarhöld voru opnuð á sínum tíma og tekin upp opinber málsmeðferð." -sme Verður Sigtúnið stytt og gert að Sunnuteigi? DV-mynd KAE Sigtún verði að Sunnuteigi: íbúamir mótmæla Upp hefur komið sú hugmynd að breyta þurfl nafni á hluta af götunni Sigtúni. Er það sá hluti sem er í Teigahverfinu og héti þá nýja gatan Sunnuteigur. Sigtúni er sem kunn- ugt er skipt í sundur með Kringlu- mýrarbrautinni og aö því ley ti virðist breytingin eðlileg. íbúár götunnar hafa fengið send heim til sín bréf um þetta mál og hafa þeir sýnt kröftug viðbrögð gegn breytingunni. Hjá Gunngeir Péturssyni, skrif- stofustjóra borgarinnar, fengust þær upplýsingar að þessi tillaga væri í kynningu hjá íbúunum en að margt styddi þessa breytingu. „Það er þó ljóst að ekkert verður gert nema með samþykki íbúanna og þeir virðast vera upp til hópa á móti þessu,“ sagði Gunngeir. „Ég er nú bara alls ekki nógu hress með þessa hugmynd. Við hjónin byggðum okkur þetta hús við Sigtún Ungfrú alheimur: keppnin i í kvöld fer fram í London loka- keppnin um titilinn ungfrú alheimur. Alls taka fulltrúar 78 þjóða þátt í keppninni. Fulltrúi íslands í keppninni, Anna Margrét Jónsdóttir, hefur vakið mikla athygli og spá bresk- Þessi mynd af Önnu Margréti og ir veðbankar henni nú einu afsjö fulltrúa Týrklands, Sebnem Dinagor, efstu sætunum. var tekin í gær. Simamynd Reuter -J.Mar 1946 og viljum ekki breyta," sagði Unnur R. Benediktsdóttir en hún hefur búið við Sigtún í 40 ár. Hún sagði að þetta gæti verið óþægilegt aö mörgu leyti, bréf gætu ruglast auk þess sem ættingjar erlendis gætu ruglast í ríminu. „En maður má sjálf- sagt þakka fyrir á meöan þeir færa ekki húsið." „Mér finnst voðalegt ef þessi nafn- breyting nær fram að ganga,“ sagði Lúðvík T. Þorgeirsson kaupmaður en hann hefur, eins og Unnur, búið í rúm 40 ár við götuna. Lúðvík sagði að líklega yrði undirskriftalisti lát- inn ganga og vonandi tækist að stöðva þetta. Hann sagði reyndar að hugmyndin að þessari nafnbreytingu væri komin frá íbúum í götunni en greinilegt er að ekki er samstaða um þetta mjög svo viðkvæma mál. -SMJ Jonatan Þormundsson, formaður nauðgunarmálanefndar: Nefndin skilar af sér í upphafi næsta árs Mikil umræða hefur verið um kyn- ferðisafbrotamál að undanfömu. Meðal annárs hafa verið lögð fram á Alþingi tvö frumvörp um afgreiöslu slíkra mála. Annað frumvarpið, flutt af Salome Þorkelsdóttur, er um að kynferðisafbrotamál hafi forgang fram yfir önnur mál í kerfinu. Hitt frumvarpið er flutt af Sólveigu Pét- ursdóttur;' er það frumvarp um þyngingu refsingar, sérstaklega ef glæpur er framinn á samkynja per- sónu. Jónatan Þórmundsson lagapró- fessor er formaður nauðgunarmála- nefndar. Jónatan var fyrst spurður hver hefði verið hvatinn að því að nauðgunarmálanefndin var skipuð. „Það var samþykkt þingsályktun á Alþingi 22. maí 1984. Var það i kjölfar mikilla umræðna um tiltekið nauðg- unarmál. Nánar sagöi í ályktuninni að dómsmálaráðherra skyldi skipa fimm manna nefnd er kannaði hvemig háttað væri rannsókn og meðferð nauðgunarmála og gerði til- lögur til úrbóta í þeim efnum. Samkvæmt þessu höfum við litið á markmið nefndarinnar sem tvíþætt; annars vegar fræðilega könnun á ákveðnum staðreyndum sem lúta þá að brotunum sem slíkum, einkenn- um á brotamönnum og brotaþolum og framkvæmd brotsins, og svo hins vegar fræðilega könnun á meðferð brotsins allt frá upphafi til enda. Verið er að vinna að tillögugerð á grundvelli þessarar upplýsingaöfl- unar og fræðilegu úrvinnslu." - Sem þýðir þá lagabreytingar: „Já, það þýðir meðal annars laga- breytingar. Það má segja að þama séu fjórþættar tillögur. í fyrsta lagi gerum við tillögur um breytingar á hegningarlögum, greinum sem varða kynferðisbrotin sérstaklega, það er gagnvart kynfrelsi kvenna. Svo ger- um við ráð fyrir að leggja til ýmsar breytingar á lögum um meðferð op- inberra mála. Tilgangur þeirra er fyrst og fremst sá að styrkja stöðu brotaþola. í þriðja lagi gerum við til- lögur um breytingar á framkvæmd um móttöku og meðferð brotaþola sem kærir brot, bæði hjá læknum og lögreglu. Þannig verði reynt að samtvinna rannsóknarþáttinn og manneskjulega meðferð og móttöku. Til þess reikna ég með að þurfi að þjálfa lögreglu og lækna svo þetta fólk geti betur sett sig inn í það mikla áfall sem fórnarlömbin hafa orðið fyrir." Gerðar hafa verið rækiiegar rannsóknarskýrslur - Hvernig gengur starf nefndarinn- ar? „Vinnunni miðar vel áfram. Að vísu er þetta búið að vera lengi í meðferð. Ástæöan er fyrst og fremst sú að farið var út í svo rækilegar rannsóknarskýrslur sem unnar eru mest af einstökum nefndarmönn- um.“ - Er ekki jafnmikil þörf á svipaðri könnun og rannsóknum hvað varðar kynferðisbrot gagnvart börnum? „Jú, það er alveg rétt. Ég tel það nauðsynlegt. Nefndin hefur hins veg- ar bara þetta umboð. Ég held að vilji sé fyrir því að í það frumvarp, sem verður unniö í kjölfar skýrslu nauðg- unarmálanefndar, sem ég vona að viö leggjum fram í upphafi næsta árs, komi einnig tillögur um breyt- ingar á ákvæðum um önnur kynferö- isbrot.“ -sme Kjarasamningar: Möig félög í startholum Til þessa hafa ekki önnur félög en þau sem eru í Verkamannasamband- inu hreyft sig vegna komandi kjara- samninga en núgildandi kjarasamn- ingar renna út um áramótin. Nú er að koma nokkur hreyfing á þessi mál. Landssamband verslunar- manna og Landssamband iðnverka- fólks munu bæði þinga á Akureyri um næstu helgi. Þar verða kröfur sambandanna fyrir komandi samn- inga mótaðar að einhverju eða öllu leyti. Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, vara- formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, sagðist eiga von á því að línur yrðu lagðar vegna komandi kjarasamninga á þinginu um næstu helgi. Sagðist hún telja það verða aðalmál þingsins. Halldór Grönvold hjá Iðju sagði að á fundinum á Akureyri um næstu helgi yrðu kjaramálin til umræðu og sagðist hann búast við að þar yrði gengið frá kröfugerð iðjufélaganna í næstu samningum. Iðnaðarmannafelögin eru lítið sem ekkert farin að hreyfa sig í þessu máli. Benedikt Daviðsson, formaður Sambands byggingamanna, sagðist ekki vita til að iðnaðarmannafélögin væru farin að móta sínar kröfur. Á það má þenda að formannafund- ur Álþýðusambands íslands verður haldinn í byrjun desember og má gera ráð fyrir að nýir kjarasamning- ar verði þar mál málanna. -S.dór Hannes Hlífar efstur á Suðurnesjaskákmótinu Hannes Hlifar Stefánsson er nú efstur á alþjóðlega skákmótinu á Suðumesjum eftir íjórar umferðir með þrjá og hálfan vinning. Röð efstu manna í mótinu er þó óljós vegna ólokinna biðskáka auk þess sem tveim skákum var frestað. í fjórðu umferð vann Norwood Davíð Ólafsson, Hannes Hlífar vann Weldon, Björgvin Jónsson vann Py- hala, Siguröur Daði Sigfússon og Jacobs gerðu jafntefli og Helgi Ólafs- son vann Jóhannes Ágústsson. Skák Þrastar Þórhallssonar og Guðmund- ar Sigurjónssonar fór í bið. í dag eiga skákmennirnir frí nema hvað bið- skákir og frestaðar skákir veröa tefldar. -ATA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.