Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1987, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1987, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987. 23 Meiming Gimsteinn í götu manns William Heinesen. Wllliam Helnesen Töfralampinn, nýjar mlnningasögur Þorgeir Þorgelrsson þýddi Forlagið 1987 Ef ekki væru bækur Williams Heinesen gæti maður haldið að í Færeyjum snerist mannlífið um að borga skattinn til að geta keypt brennivín, eiga lykil að bamum sín- um, drepa alla grindhvali sem koma í sjónmál, fara á samkomur í sértrú- arhópum og dansa langan dans á Ólafsvöku með tilheyrandi stórölvun og bamaviðkomu. Eins væri maður vís með að halda að eina bókabúðin væri í Þórshöfn og aö í hinu þorpir.u, Klakksvík, væri illa búið að verka- fólki með barasta einni bunu úr almenningssturtunni á farfugla- heimilinu sem jafnframt er verbúð. En einhvem veginn stangast þess- ar upplýsingar úr munnlegum frásögnum farandverkafólks og ferðamanna á við þá mynd sem við fáum úr bókum Heinesen sem Þor- geir Þorgeirsson hefur góðu heilli lagst á kaf í að þýða allt frá því að Tuminn á heimsenda hitti beint í hjarta þjóðarinnar árið 1976. Heinesen segir gjarnan frá ein- kennilegu en þó venjulegu fólki í heimsbænum Þórshöfn. I frásögn- inni er aldeilis ekki ílanað að neinu eöa verið að eltast við hverfular tískustefnur í bókmenntum. Það er ekki heldur blásið í lúðra til að ná athygli fjöldans. Sögumaður gengur rólega um svið sitt og lýsir mannleg- um brestum af næmum skilningi um leið og tildur og stórmennska verða fyrir barðinu á beittu og markvissu háöi. Dauðinn á næsta ieiti í Töfralampanum er ekki brugðið út af þessum vana enda þótt um- mæli á bókarkápu gefi til kynna að lesandi megi búast við mjög nýstár- legum efnistökum. Hér gengur gamall maður um götur í vel þekktu þorpinu. Það er komið kvöld og dauö- inn er á næsta leiti. En á meðan hann lætur bíða eftir sér getum við hreiðr- að um okkur og hlustað á nokkur vel valin sögubrot um liðna atburði ÁLEGGSHNÍFUR A 330 FB 2 sem að öllu jöfnu ættu að vera löngu gleymdir. Þessir atburðir eru felldir inn í sögur sem sýna frummyndir mannlegs lífs og fá því á sig svip goðsagna og eiga jafnt við um alla menn á öllum tímum. Þórshöfn er lyft upp á goðsögulegt plan þar sem heimsviðburðir eru soðnir niður í lítinn afmarkaðan heim. Athyglin beinist að manninum: ástinni og líkamlegum þörfum hversdagsins. Til dæmis er teflt fram fallegu ástarævintýri fólks sem er greinilega utangarðs samkvæmt „viðurkenndum“ sjónarmiðum. Bækluð, miðaldra og pipruð ,jóm- frú“ laumast stundum á kvöldin að finna gamlan og drykkfelldan fræðagrúskara í slitnum skúr. í venjulegum sögum er svona par ekki gæfuleg uppistaða í rómantíska frá- sögn. En Heinesen lætur fólk af þessu tagi vera elskendur sem fá sér í staupinu og tísta saman þangaö til hún blæs á kertin og tekur hann undir skinnábreiðuna til sín. Flett ofan af sjálfsblekkingum Öllu viðurkenndari stórmenni, landeigendur og útgerðarmenn, verða aftur á móti að lítilsigldum og vanþroska strákum sem slást eins og hundar í stað þess aö rækta til- finningagarðinn sinn. Og þegar sagt er frá allra svíviröilegustu tiltækjum þessara stórkarla er það gert af hóf- semi með tilvísun í almannaróm sem um leið flettir ofan af eigin sjálfs- blekkingu. Tökum sem dæmi þegar Konráð verslunarjöfur sölsar undir sig jarðir smábændanna......svo- nefndar torfur sem margarhveijar eru þegar í eigu Konráös, oftastnær frá viðskiptamönnum sem voru orðnir skuldugir verslunarjöfrinum vegna þess hvaö hann var bæði greiðvikinn og þolinmóður, sem kunnugt er.“ Og svo er grínast með Konráð og brenglað verðmætamat hans. Hann lendir í miklum deilum við frænda sinn, stórlaxinn Lýð, en þessir tveir „voru á meðal umtöluðustu og virt- ustu manna í þá daga“. En eftir meöhöndlun Heinesen hafa þeir og eftirmyndir þeirra í mannheimum gjörsamlega glataö þessari virðingu. Þeir lenda í landamerkjadeilum sem snúast aðallega um einn stein og heiftin veröur að lokum slík að þeir kyrkja hvor annan í saltkjallara. Sannarlega dapurleg örlög en samt getur höfundur ekki stillt sig um eitr- aða athugasemd þegar fólkið er að velta fyrir sér hvor þeirra hafi nú átt upptökin: ......menn fengu sig varla til að trúa því að Ijúflingurinn Konráð hefði líka gert sig sekan um morð, jafnvel þó í sjálfsvöm væri. Sumir skuldunautar Konráös im- pruðu þó á því að maðurinn hefði verið óvenju handsterkur." Bókmenntir Gísli Sigurðsson Hjá Fanneyju í hitanum Ástin rúmast ekki í þröngum ramma hjónabandsins sem er sá reit- m- sem þjóðfélagið úthlutar henni, a.m.k. um daga. Um nætur gilda önn- ur lögmál og þá laumast karlarnir í fangið á Fanneyju í hitanum - sem svo er kölluö af því að hún er nætur- vörður í saltfiskþurrkuninni - og njóta þess forboðna. Þar er enginn undanskilinn. Jóhann meðhjálpari, sannkristið góðmenni, hrasar og læt- ur undan freistingunni en með því að játa opinberlega um daga það sem hann gerir um nætur verður allt vit- laust. Fleiri feta í næturspor Jóhanns þangað til nánast allir karlmenn bæjarins eru komnir í næturfriðla- sveit Fanneyjar í hitanum. En þó að þetta sé greinilega það sem þeir sækj- ast allir eftir þá er ekki um það að ræða að svona nokkur hegðun geti viðgengist. Hún hlýtur að enda með ósköpum og eftir sitjum við og höfum kannski lært einhverja ögn um mannlega bresti sem gengur illa að ráða viö. í goðsögum hrynur heimsmyndin gjarnan í lokabardaga, e.k. ragna- rökum, og stundum sjáum við mannkynssöguna í svipuöu Ijósi. Okkur er t.a.m. sagt að fyrir heims- styijöldina fyrri hafi ríkt ákveðið jafnvægi í tilverunni og ofurtrú á framtíðina og mátt mannsins til að leysa öll vandamál með aöstoð vís- inda og skynsemishyggju. En með styijöldinni fuku þessi gildi út um gluggann og við tók nútíminn þar sem engu er að treysta. Brunadælubardaginn Það smna gerist í Töfralampanum. Sá furðuheimur, sem þar segir frá, er horfmn og endalok hans markast af brunadælubardaganum sein verö- ur um sama leyti og heimsófriðurinn mikli er að bijótast út. En brunda- dælubardaginn er enginn venjulegur bardagi. Og þó - kannski er hann einmitt venjuíegastur allra bardaga. Þorpsbúar hafa safnast saman til að fylgjast með slökkvistjóranum og mönnum hans reyna nýja bruna- dælu. Þessi saklausa skemmtun snýst upp í stóráflog þegar slökkvi- stjórinn ræðst gegn fyrirmönnum bæjarins meö dæluna að vopni. Al- menningur stendur hjá og verður vitni að skrípasýningu þar sem virðulegir embættismenn leika aðal- hlutverkin. Utan við þröngina stendur Maðurinn með ljáinn og hvetur kempumar áfram á meðan báliö brennur til enda, bálið sem meiningin var að slökkva með aðstoð nýju dælunnar. Sögur Heinesen sýna stórviðburði í hversdagslegu lífi og leggja áherslu á það sem skiptir raunverulega máli. Þar er flett ofan af þvi verðmæta- mati sem dýrkar styrkinn og at- hafnasemina og í staðinn bent á þá gimsteina sem liggja í götu okkar ailra. G.S. Við lofum því sem skiptir mestu máli: GÓÐRI ÞJÓNUSTU Verð og tæknileg útfærsla við allra hæfi PFAFF Borgartúni 20 og Kringlunni Sjálfvirkur með færibandi. Telur sneiðar. Staflar eða raðar eftir vild. 330 volt. Gæði sem slá í gegn. ROKRÁS RAFEINDATÆKNIÞJÓNUSTA Ðlldshöfða 18 • Slml 671020 Gjörið svo vel! Enjoy it! Bitte schön! /fllafossbúöin Vesturgata 2, Reykjavík, sími 13404 Við pökkum - tryggjum og sendum um heim allan. We wrap - insure and send around the world. ír verpacken - versichem - versenden rund urn die Welt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.