Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1987, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1987, Blaðsíða 40
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Aoglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987. Meirihluti Aiþingis: Burt með línuna Meirihluti Alþingis, 32 þingmenn úr Reykjaneskjördæmi, Reykjavík, ■ Vesturlandi og Suðurlandi, krefst þess að við úthlutun þorskkvóta til togara með sóknarmark verði hætt að skipta landinu í suður- og noröur- svæði. Allir þingmenn kjördæmanna fjögurra á suðursvæðinu, nema ráð- herrar, hafa skrifað undir bréf þessa efnis til ráðgjafarnefndar um fisk- veiðistjórnun. Með reglugerð sjávarútvegsráð- herra hefur lína verið dregin þvert yfir landið frá Látrabjargi að Eystra- Horni. Togarar norðan línunnar hafa fengið 350 til 550 tonna meiri þorsk- kvóta en togarar sunnan línunnar. Ástæðan er sú að á viðmiöunarárum kvótakerfisins var karfi stór hluti af afla togara á suðursvæðinu. Þingmenn Reykjaneskjördæmis höfðu frumkvæði að þessari áskor- un. Þeir halda því fram að skipting landsins sé meginástæðan fyrir sölu margra togara af Suðurnesjum. -KMU Olíulekinn: Leiðslan upp í dag grafin llar gerðir sendibíla 25050 SETlDIBiLJISTODin Borgartúni 21 LOKI Hvatvísi er þetta! Skjal norska sagnfræðingsins Tangen: Ekkert um Stefán Jóhann Pall Vilhjálmsson, DV, Osló: í því skjali sem norski sagnfræð- ingurinn Dag Tangen fann á þjóðskjalasafni Bandaríkjanna um ísland kemur ekki fram að banda- rísk yfirvöld hafi haft samráð við íslenska stjórnmálamenn. Fréttir um einstaka íslenska stjórnmálamenn og samskipti þeirra við bandarísku leyniþjón- ustuna eða önnur bandarísk yfir- völd geta því ekki verið byggðar á þessu skjali sem Tangen fann. í álitsgerð bandaríska utanríkis- ráðuneytisins um hættuna á vaidatöku íslenskra kommúnista er aðeins stuttlega fjallaö um að hve mikiu leyti ætti að hafa samráð við íslenska stjórnmálamenn. Þar segir að ekki ætti að vera því neitt til fyrirstöðu að ræða við íslensk yfirvöld um það hvernig mætti best stemma stigu við ógnuninni af kommúnistum. í álitsgerðinni kemur ekki fram hvort slíkt samr- áð sé þegar hafið né hvort utanrík- isráðuneytið eða leyniþjónustan hafi reglulegt samband við ein- staka íslenska stjórnmálamenn. Eina skiptið sem íslenskir stjórn- máiamenn eru nefndir í öllu skjal- inu er þegar þjóðaröryggisráðið segir frá heimsókn ráðherranna þriggja, Bjarnar Benediktssonar, Eysteins Jónssonar og Emils Jóns- sonar, til Bandaríkjanna þann 12. mars 1949. Að öðru leyti er í skjalinu vísað til ónafngreindra og óauðkenndra embættismanna og stjórnmála- manna þegar íslendingar eru á annað borð látnir koma við sögu. Eftir að olíuleiöslan í Keflavík, sem grunur leikur á að hafi lekið, var þrýstiprófuð á þriðjudagskvöld náð- ist ekki upp þrýstingur í leiðslunni og því nær öruggt talið að leki sé. kominn að henni. í dag verður leiðsl- an grafin upp til að ganga úr skugga um lekann, samkvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá Vilhjálmi Ketils- syni, bæjarstjóra í Keflavík. Sagði Vilhjálmur að leiðslan hefði veriö þrýstiprófuö í tvígang og eftir þær prófanir hefði verið ljóst að eitt- hvað hefði gefið sig. Notaður var 200 punda þrýstingur en það sagði Vil- hjálmur þann þrýsting sem nota ætti undir þessum kringumstæðum. Leiðslan verður grafin upp í dag, -1 það er að segja sá hluti hennar þar sem lekinn er talinn vera en það er á 350 metra kafla. Ekki hefur enn neitt fundist í jarðvegi sem bendir til olíuleka á svæðinu, að sögn Vil- hjálms. -ój Landað úr Súlunni EA 300 á Akureyri í fyrrinótt. DV-mynd gk Aðeins 72.000 tonn af loðnu - miðað við 363.000 á sama tíma í fyrra Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Loðnuveiðin hefur gengið fremur brösulega að undanfórnu, bæði vegna slæms tíðarfars og einnighef- ur verið erfitt að eiga við loðnuna. í gær nam heildarveiðin á vertíð- inni rúmlega 72 þúsund tonnum en á sama tíma í fyrra var aflinn 363 þúsund tonn. Veiðisvæðið síðustu daga hefur verið 30-60 mílur norður af Horni. Loðnan hefur legið djúpt og ef hún hefur grynnkað á sér hefur hún dreifst verulega og verið erfið viðureignar. Alls hafa 32 bátar nú hafið veiði af þeim 49 sem hafa leyfi til loðnu- veiða. Sem fyrr sagði er erfitt að eiga við loðnuna út af Horni og bíða sjó- menn þess nú að loðnan fari að sýna sig á svæðinu við Kolbeinsey en þar hefur yfirleitt verið mun stöðugri veiði og betra aö eiga við hana. Veðrið á morgun Norðanátt ríkjandi Á morgun verður norðanátt á landinu með éljum norðanlands, skúrum á Austurlandi en björtu veðri á Suöur- og Vesturlandi. Hiti verður á bilinu um eða rétt yfir frostmarki. Auður Auðuns gekk úr Hvöt - gekk af aðatfundi Einn þekktasti framherji í sveit sjálfstæðiskvenna, Auður Auðuns, fyrrum þingmaður, ráðherra og borgarstjóri, sagði sig úr Sjálfstæðis- kvennafélaginu Hvöt og gekk af aöalfundi í gærkvöld. Hún kvaðst ætla að skila síðar viðurkenningar- skjah heiðursfélaga Hvatar. Ástæða úrsagnarinnar er ágrein- ingur um formennsku í félaginu. María E. Ingvadóttir hefur verið formaður Hvatar í tvö ár en hún er búsett á Seltjarnarnesi og er ein 85 kvenna í félaginu sem eru búsettar þar og í Garðabæ þar sem engin sjálf- stæðiskvennafélög starfa. Sam- kvæmt lögum Hvatar er aðild bundin búsetu í Reykjavík, þótt hefð sé fyrir öðru. Auður gerði athugasemd viö kosningu Maríu í fyrra og lét spyrj- ast fyrir fundinn nú að hún myndi ekki sætta sig við endurkosningu hennar. Um 1.600 manns búsettir utan Reykjavíkur eru í sjálfstæðisfélögun- um í borginni, einkum námsmenn í Heimdalli. Um þetta fyrirkomulag ríkir ágreiningur innan flokksins, meðal annars vegna hugsanlega tvö- falds réttar í prófkjörum, og fjallar skipulagsnefnd flokksins um máhð. -HERB Kjarasamningar: Ekki ástæða til bjartsýni - segir Kaivel „Við áttum fund með vinnuveit- endum í gær og ég er annað en bjartsýnn á að samningar takist á næstu vikum ef miðað er við tvo fyrstu könnunarfundina," sagði Kar- vel Pálmason, varaformaður Verka- mannasambandsins, í samtali við DV í morgun. Karvel sagði að menn vildu leita leiða til að leiðrétta kjör þess fólks sem ekki hefur notið launaskriðsins frá því að síðustu kjarasamningar voru gerðir og fyrst þungt væri fyrir fæti hjá atvinnurekendum með það þá yrði þyngra fyrir með almenna samnmga. Hann var spurður hvort hann teldi raunhæft að búast við að samningar tækjust fyrir áramót ef miðað væri við tvo fyrstu samningafundina. Karvel sagðist vera allt annað en bjartsýnn á það, viljinn hjá atvinnu- rekendum þyrfti að vera meiri. í dag er fyrirhugaður fundur aðha vinnumarkaðarins með fulltrúa Þjóðhagsstofnunar. -S.dór Innbrot í Breiðholti í nótt braust hópur unglinga inn í verslunina Ritu í Eddufelh 2. Var það rétt um klukkan þrjú í nótt. íbúi við Asparfell sá til innbrotsþjófanna og lét lögreglu vita. Lögreglan náði tveimur drengjum, fimmtán og sextán ára gömlum. Aðr- ir úr hópnum sluppu út í myrkrið. Föt, sem stolið var úr versluninni, voru á víöavangi. Auk fatnaöarins stálu unglingarnir skartgripum og dálitlu af peningum. Talið er að þýfið hafi allt skilað sér. Drengirnir voru handteknir og sá eldri settur í fangageymslu en hinn á Unglingaheimili ríkisins í Kópa- vogi. -sme i i i i i i i i i i i i i i i i I i í i i Í i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.