Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1987, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1987, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987. fþróttir DV Markverðir ÍR-inga í sviðsljósinu - þegar ÍR og KA gerðu jafntefli, 17-17, á Akureyri Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: „Ég hugsaði um það eitt aö vaða á móti boltanum og reyna að bjarga öðru stiginu," sagði Vigfús Þor- steinsson, markvöröur 1. deildar liðs ÍR í handknattleik, í samtah við DV í gærkvöldi en hann hafði þá nýlokið við að veija vitakast frá Erlingi Kristjánssyni þegar ein sekúnda var eftir af leiktímanum í leik KA og ÍR, sem gerði það að verkum að ÍR-ingar náðu öðru stiginu gegn KA á Akur- eyri í gærkvöldi, lokatölur 17-17. Aðalmarkvörður ÍR-inga, Hrafn Magnússon, fór úr liði á fingri í upp- hitun fyrir leikinn og varð að fara á sjúkrahús. Vigfús lék þvi í markinu allan leikinn og stóð sig eins og hetja, varði 13 skot, þar af tvö vítaköst. Markverðir ÍR-inga voru því svo sannarlega í sviðsljósinu á Akureyri í gærkvöldi. • ÍR-ingar komust í 2-0 í gær- kvöldi en KA náði að jafna, 4-4, og hafa yfir í leikhléi, 10-7. í síðari hálf- leik komst KA yfir 15-12 en ÍR-ingar skoruðu næstu fjögur mörk og kom- ust yfir, 15-16. KA skoraði næstu tvö mörk, staðan 17-16 og þá voru 4 mín- útur eftir. Frosti Guðlaugsson jafn- aði fyrir ÍR þegar ein og hálf mínúta Stadan Staðan í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik er þannig eftir leikina í 8. umferð í gærkvöldi: Víkingur - FH.................24-27 Fram - KR.....................19-21 KA - ÍR.......................17-17 Breiðablik - Þór..............21-19 Valur - Stjarnan..............22-14 FH...........8 7 1 0 236-175 15 Valur.........8 7 1 0 172-121 15 Breiðablik....8 5 0 3 164-166 10 Stjarnan......8 4 1 3 181-192 9 víkingur......8 4 0 3 197-186 8 ÍR............8 3 2 3 167-179 8 KA............8 2 2 4 154-168 6 KR............8 3 0 5 168-183 6 Fram..........8 1 1 6 177-202 3 Þór...........8 0 0 8 156-201 0 • Næstu leikir í J. deild og síðustu leikimir fyrir hlé: A laugardag: Þór - Víkingur kl. 14.00, Stjarnan - Frarp kl. 14.00 og. KR - KA kl. 14.00. A sunnudag: ÍR - UBK kl. 14.00 og FH - Valur kl. 20.15. var eftir. KA-menn áttu síðustu sóknina og Eggert Tryggvason fiskaði vítakastið í lokin en fram- kvæmd þess er áður lýst. „Hlakka til að mæta - sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari FH, eför að FH hafði sigrað Víking, 24-27, í fiábæi „Þetta var mjög erfiöur leikur eins og ég raunar hafði búist við. Við verð- um að hafa í huga að Víkingar hafa fariö i gegnum mjög erfitt tímabil að undanfórnu, leikið sex leiki á hálfum mánuði. Af því leytinu vorum við heppnir að mæta þeim núna undir þess- um kringumstæðum. Við getum sagt að sigurinn hafi verið meistaraheppni. Ég hlakka til að fá Valsmenn í heim- sókn á sunnudaginn kernur," sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari FH, í samtali við DV eftir leik Víkings og FH í gær- kvöldi. FH-ingar sigruðu þá Víkinga með 27 mörkum gegn 24 í toppleik í Laugardalshöllinni. Víkingar leiddu í hálfleik með eitt mark, 15-14. Um 2500 áhorfendur fyldust með leiknum og þarf að fara mörg ár aftur í tímann til að finna slíkan áhorfenda- fjölda á leik í íslandsmótinu í hand- knattleik. Handknattleikurinn nýtur greinilega mikilla vinsælda um þessar mundir. Leikurinn í gærkvöldi hafði geysilega mikla þýðingu fyrir bæði liðin sem var í járnum allan tímann. Úrslitin réðust ekki fyrr enn á síðustu mínútun- um. Áhorfendur fengu aö sjá allt það sem góður handbolti getur boðið upp á. Mik- ið af mörkum, hraði og góð markvarsla. FH-ingar skoruðu fyrsta markið með þrumufleyg frá Héðni Gilssyni en Bjarki Sigurðsson jafnaði fyrir Víkinga í næstu sókn. Víkingar komust yfir og höfðu síðan yfirhöndina fram undir miðjan fyrri hálfleikinn. Þegar staðan var 6-3 fyrir Víkinga meiddist Kristján Sigmundsson markvörður. Fékk skot í höfuðið og varð að yfirgefa völhnn. Kristján var þá búinn að verja frábær- lega í markinu. FH-ingar skoruðu fimm mörk í röö og komust yfir, 6-8. Allt gekk upp hjá FH-ingum á meðan allt gekk á afturfót- unum hjá Víkingum sem voru alltof bráðir í sókninni, skutu oft ótímabær- um skotum. Víkingar tóku sig til í andlitinu og Guðmundur Guömunds- son jafnaði, 9-9, með góðu marki úr horninu. Karl Þráinsson kom Víking- um tveimur mörkum yfir, 11-9. Hröð kaflaskipti voru og aftur komust FH- ingar yfir, 12-13, með marki frá Óskari Helgasyni. Rétt undir lok hálfleiksins kom Einar Jóhannsson Víkingum yfir, 15-14, með marki úr hraðaupphlaupi og þannig var staðan í hálfleik. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síð- ari hálfleik komust FH-ingar í 17-20 og var Héðinn Gilsson iðinn við kolann og skoraði þrjú mörk í röð en Víkingar jöfnuðu aö nýju, 21-21. Guðmundur kom Víkingum yfir, 23-22 en þá kom að vendipunkti leiksins. FH jafnaði og seig jafnt og þétt fram úr. Víkingar voru mjög bráðir í sóknaraðgerðum sínum og ekkert gekk upp hjá þeim í lokin og FH tryggði sér öruggan sigur. „Það var vitað mál að þetta yrði erf- itt. Það situr þreyta í liðinu eftir mikla leikjatörn að undanförnu. Einnig var mikil taugaspenna í mínum mönnum en við fengum færi til klára þetta dæmi sem miður mistókst. Allt virðist sigla í einvígi á milli Vals og FH og líkurnar fara minnkandi á því að við blöndum okkur í baráttuna um titlinn í ár,“ sagði Árni Indriðason, þjálfari Víkings, við DV að leik loknum. Þreyta í Víkingsliðinu kom bersýni- lega í ljós undir lok leiksins þegar allt hrundi hjá þeim. Aldrei er að vita hvernig leikurinn hefði þróast hefði • Frábær vörn ÍR-inga í síðari hálfleik ásamt góðri markvörslu Vig- fúsar skópu þann feng sem annað stigið vissulega var nýliöunum. KA- menn tóku aö skjóta úr lélegum færum og leikur liðsins ohi vonbrigð- um. Vigfús markvörður var besti maður ÍR-Uösins en Guðmundur Guömundsson var bestur KA- manna, Mörk IR: Bjarni Bessason 6, Frosti Guðlaugsson 6, Finnur Jóhannsson,2, Guðmundur Þórðarson 1, Magnús 01- afsson 1 og Ólafur Gylfason 1. Mörk KA: Guðmundur Guðmundsson 4, Erlingur Kristjánsson 3, Eggert Tryggvason 3/2, Pétur Bjarnason 2, Axel Bjömsson 2, Hafþór Heimisson 1, Friðjón Jónsson 1 og Svanur Val- geirsson 1. ,, • Leikinn daemdu þeir Aðalsteinn Örnólfsson og Áriji Sverrisson og áttu þokkalegan dag. Áhorfendur voru imj 800. -SK • Gunnar Beinteinsson sést hér vippa knettinum yfir Kristján Sigmundsson, markvörð Víkings, og skora fyrir FH gegn \ Frábærum ieik iauk með sigri FH, 24-27. 2500 áhorfendur sáu leikinn. • Andrós Kristjánsson sést hér svifa inn í vítateig Þórsara og reyna markskot. DV-mynd Brynjar Gauti „Þetta var mjög - sagði Geir Hallsteinsson eftir sigur UBK „Það er ekki margt hægt að segja um þennan leik annað en þetta var mjög lélegt. Strákarnir komu of sigurvissir til leiks og þá fer ávaUt iUa,“ sagði Geir HaUsteinsson, þjáUari Breiðabliks, eftir að lið hans hafði sigrað botnlið Þórs frá Akureyri í Kópavogi í gærkvöldi. Loka- tölur urðu 21-19 Blikum í vil en norðan- menn höfðu yfir, 8-7, í leikhléi. Það var fátt sem gladdi augað í þessum leik. Leikur beggja liða lélegur og þá sérstaklega sóknarleikurinn og mikið um mistök á báöa bóga. Leikurinn fór rólega af stað og eftir 13 mínútur var staðan 3-3. Síðan var jafnt á öllum tölum fram að hálfleik en Þórsarar þá yfir, 8-7. Blikar tóku sig aðeins saman í andlit- inu eftir hlé og náðu þá tveggja marka forystu. Norðanmenn náðu þó að jafna metin, 18-18, og fengu síðan hraðaupp- hlaup en Guðmundur Hrafnkelsson, besti maður Breiðabliks, varði glæsi- lega. Má segja að það hafi verið rothögg Þórsara því Blikar skoruðu 3 mörk í röð og tryggðu Sér þar með nauman sigur. Eftir leikinn kom til smáslagsmála þegar Magnús Magnússon henti Árna Stefánssyni Þórsara í gólfið. Árni reis á fætur og lenti þeim þá saman og varð að stía þá í sundur. Báðir fengu að sjálf- sögðu rautt spjald fyrir vikið. Markverðir liðanna voru bestu menn vallarins. Guðmundur, markvörður Blikanna, var besti maður vallarins ásamt Axel Stefánssyni, kollega sínum í marki Þórs. Blikaliðið var ótrúlega slakt eftir góðan leik gegn FH-ingum í síðustu viku. Sóknin mjög bitlaus lengst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.