Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1987, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1987, Blaðsíða 34
* r 34 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987. Jaröarfarir Merming bóra Björnsdóttir lést 4. nóvember sl. Hún var fædd í Reykjavík 3. des- ember 1941, dóttir hjónanna Björns .Guðmundssonar og Guðlaugar Markúsdóttir. Eftirlifandi eigin- maður hennar er Sigþór B. Sigurðs- son. Þau hjónin eignuðust 3 börn. Útför Þóru verður gerð frá Bústaða- kirkiu í dag kl. 15. Sólveig Sigurðardóttir, Gerðakoti, Ölfusi, er lést mánudaginn 2. nóv- ember, verður jarðsungin frá Hjalla- kirkju laugardaginn 14. nóvember kl. 13.30. Gunnar Þór Jóhannsson skipstjóri, Bárugötu 7. Dalvík. verður jarðsung- inn frá Dalvikurkirkju laugardaginn 14. nóvember kl. 10.30. Jóhannes Halldór Pétursson, IÖU- felli 12, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 13. nóv- ember kl. 10.30. Andreas S. J. Bergmann, Ljósvalla- götu 24. verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 13. nóv- ember kl. 15. Björgvin Filippusson, Hjallavegi 23, Reykjavík. sem andaðist 6. nóvemb- er, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 13. nóvember kl. 13.30. Útför Önnu Agnarsdóttur verður gerð frá Borgarneskirkiu föstrdag- inn 13. nóvember kl. 14. Rútuferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 11 og til baka að athöfn lokinni. Tilkyimingar Háskólafyrirlestur Malan Simonsen, lektor í færevskum bókmenntum við Fróðskaparsetur Fær- eyja, flvtur opinberan fvrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands í dag. 12. nóvember. kl. 17.15 í stofu 422 í Árna- garði. Fyrirlesturinn nefnist „Kvindelitt- eratur pa Færoerne" og verður fluttur á dönsku. Malan Simonsen lauk cand. mag. prófi í dönsku og frönsku frá Kaup- mannahafnarháskóla og síðan licentiats- prófi frá háskólanum í Odense. Fyrirlest- urinn er öllum opinn Vakningasamkomur i Neskirkju með Toger Larson verða öll kvöld kl. 20 þessa viku. Fyrirbænir. mik- ill söngur. tónlist og lofgjörð. Fórn verður tekin. Tónleikar Áskriftartónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands Fjórðu áskriftartónleikar Sinfóniuhljóm- sveitar íslands verða haldnir í Háskólabi- ói í dag. 12. nóvember, kl. 20.30. Guðni Franzson klarínettleikari leikur þá i fyrsta skipti einleik með hljómsveitinni Klarínettkonsert nr. 2 eftir Weber. Auk þess verða á dagskránni Vespurnar eftir Vaughan-Williams og Sinfónía nr. 5 eftir Tschaikovskv. Stjórnandi á tónleikunum verður Frank Shipway. Miðasala verður í dag á skrifstofu hljómsveitarinnar í Gimli við Lækjargötu og í Háskólabíói við upphaf þeirra. Ftóamarkaður Lionessuklúbbur Reykjavíkur heldur flóamarkað í Lionsheimilinu Sig- túni 9 laugardaginn 14. nóvember kl. 14. Á boðstólum verða glæsilegir munir, all- ir ódýrir. Kaffi á könnunni. Fundir Hið íslenska sjóréttarfélag gengst fyrir hádegisverðarfundi í Leifs- búð á Hótel Loftleiðum fóstudaginn 13. nóvember nk. og hefst hann kl. 12 (kalt borð). Fundarefni: Haraldur Blöndal hrl. flytur erindi er hann nefnir: „Rannsókn- arnefnd sjóslysa ,og starfsemi hennar". Að erindinu loknu er gert ráð fyrir fyrir- spurnum og umræðum. Fundurinn er öllum opinn og eru félagsmenn og aðrir v áhugamenn um sjórétt, sjóvátrygginga- rétt og siglingamálefni hvattir til að mæta. Vetrarmynd í kirkjunni Nýtt verkefni eftir Atla Heimi í Dómkirkjunni í gærkvöldi. Lokatónleikarnir á tónlistardög- um Dómkirkjunnar voru í gær- kvöldi. Þar fluttu Dómkórinn og ýmsir einsöngvarar (Sigrún Gests- dóttir, Anna S. Helgadóttir, Elín Sigurvinsdóttir, Sigursveinn K. Magnússon), tveir organistar (Martin Hunger, Guðni Þ. Guö- mundsson) og nokkrir ónafn- Tórúist Leifur Þórarinsson greindir félagar í Sinfóníuhljóm- sveit íslands verk eftir Atla H. Sveinsson, Karl Runólfsson, Gunn- ar R. Sveinsson, Saint-Saens og Cesar Franck. Stjómandi var Mar- teinn H. Friðriksson alias Martin Hunger. Aðalverkið og það eina sem skipti máli var auðvitað nýtt verk eftir Atla: Vetrarmynd í kirkjunni við texta eftir Knud Ödegárd. Það var spennandi, í það minnsta fyrir tón- leikana. Eftir að það hófst var ekki laust við að læddist að manni nokk- ur leiði, jafnvel kvíði, því síbyljandi endurtekningar á atkvæðum text- ans voru langdregnar og drógu úr áhuga undirritaðs, svæfðu hann næstum. Þetta er kallað kórtrillur í efniskrá samanber: „Frásögn er hæg, kórtrillur, hraðar og hægar, bylgjast upp og niður og fleyta úr sér orðunum, hverju fyrir sig. Frá- sagnarmátinn og formið verða eitt.“ Og frá hverju er verið að segja? Aitarisgöngu á vetrarmorgni, vænti ég. Og lokalínum ljóðsins er vonandi ætlað að vera ógnvekj- andi: „Mjór vegur af dökkum rauðum vökva/bugðast hægt eftir steingólfinu.“ Dómkórinn flutti þetta undir stjórn Marteins dómorganista og voru félagarnir í sinfóníunni einnig með í leiknum. Var auðheyrt að mikil vinna lá að baki. Annað á efnisskránni var ekki sérlega áhugavert, heldur ekki Kórall nr. 1 eftir Franck, sem var álíka stirðbusalegur og sá nr. 3, sem Bjöm Sólbergsson lék um dag- inn, var skemmtilegur. En ein- hvers staðar verða vondir að vera. LÞ Dinnermúsik Háskólatónleikar, sem haldnir eru í hádeginu næstum annan hvern miðvikudag, hafa einkum sér til ágætis að þar eru gjarnan kvaddir til músíkantar sem lítið myndi heyrast í ella. I gær kom þarna fram (í Norræna húsinu) ungur fiðluleikari, Martin Frewer, en hann hefur dvalið hér á landi nokkur undanfarin ár og leikið með sinfóníunni. Martin er frá Englandi og er bæði menntaður sem stærfræðingur og fiðluleikari. Hann lék þarna m.a. fyrstu fiðlu- sónötuna op. 12 eftir Beethoven og hafði með sér landa sinn, Divid Knowles við píanóið. Ekki verður nú sagt að þetta hafi verið hnökra- Tónlist Leifur Þórarinsson laus flutningur eða svipmikill. Sónatan gefur að vísu ekki mikil tilefni til stórátaka í sálartötrinu, en hún gerir kröfur um skýra formmótun og jafnvægi í samspili. Nokkuð skorti á að þeir félagar hefðu þetta á valdi sínu sem kannski er ekki nema von. Önnur verk voru styttri og létt- vægari, útsetningar á dinnermúsík eftir de Falla og Ponce, sem var ágætt. LÞ Skák___________________ Jafntefli samið á óteflda skák í gærkvöldi Sigurður ísaksson: Góður en grófur Umsögn um fjölmiðlun á mið- vikudagskvöldi miðast eingöngu -við Ríkissjónvarpið þar sem ég kom það seint heim að ég gat ekki horft á 19:19 á Stöð 2 sem annars er áhugaverður. En aö ööru leyti yrði myndlykill dýr hjá mér þar sem ég er ekki það mörg kvöld heima. Fréttir Ríkissjónvarpsins horfi ég ávallt á ef ég get og var gær- kvöldið engin undantekning. Þættimir hans Hemma Gunn í sjónvarpinu finnst mér ekki nógu góðir og persónulega finnst mér hann fremur eiga heima í hljóð- varpinu. Þó fannst mér gaman aö gömlu kempunni Hjálmari Gíslasyni. Þættirnir um Kolkrabbann lýsa sjálfsagt vel baráttunni viö maf- íuna, en heldur finnst mér sum atriðin gróf fyrir sjónvarp þetta snemma kvölds. Svipmyndir frá íslandsmótinu í handknattleik, og þá sérstaklega beinar lýsingar, eru vel þegnar þó þær mættu vera lengri að mínu mati. Og fyrst ég er farinn að ræða um íþróttir í Ríkissjónvarpinu, þá tekur knattspyrnan allt of mikinn tíma þess þáttar. Garrí Kasparov og Anatoly Karpov sömdu um jafntefli eftir 21 leik í tólftu einvígisskákinni í Se- villa í gær. Kasparov, sem haföi hvítt, sótti fram með peðum sínum á kóngsvæng en snerist svo hugur og bauð jafntefli. Karpov þekktist boðið þótt hann ætti að flestra dómi traustari stöðu. Hann tapaöi elleftu skákinni eftir fmgurbrjót en eftir svo auðvelt jafntefli meö svörtu mönnunum ætti skákskap hans að lyftast á ný. „Auðvitað var þetta dautt jafn- tefli,“ sagði sovéski stórmeistarinn Gufeld um lokastöðuna í gær og bætti viö: „Þeir voru búnir að skipta upp á einu peði hvor.“ Gu- feld var óánægður eins og svo margir aðrir í Lope de Vega leik- húsinu með að meistararnir skyldu slíðra sverðin svo fljótt. Haft var fyrir satt að Kasparov hygðist freista þess að ná öðru höggi á Karpov meðan hann væri enn að jafna sig eftir afleikinn í elleftu skákinni. Svo er eins og honum hafi ekki lengur litist á stöðu sína. Að loknum tólf skákum hefur Kasparov hlotið 6 'A v. en Karpov 5 'A v. Karpov kom á óvart með því að fá skákinni ekki frestað í gær á meðan hann væri aö jafna sig á afleiknum. É.t.v. hefur hann held- ur viljað taka sér frí næst, því aö hann er hjátrúarfullur maður. Ekki er víst að honum fmnist fýsi- legt að tefla 13. einvígisskákina föstudaginn 13. nóvember, ekki síst ef haft er í huga að talan 13 er happatala Kasparovs. Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Anatoly Karpov Drottningarbragð. 1. c4 Kasparov ýtti kóngspeðinu úr vör síðast er hann hafði hvítt en gegn Caro-Kann vöm Karpovs var ekk- Skák Jón L. Árnason ert að fá. Því leitar hann aftur á fyrri mið. 1. - e6 2. Rc3 d5 3. d4 Be7 Gamla góða drottningarbragðið komið upp á borðinu í fyrsta skipti í einvíginu. Vinsælasta byrjunin í samskiptum þeirra félaga og því er ekki seinna vænna en að dusta ryk- ið af henni. 4. cxd5 exd5 5. Bf4 RfB 6. Bf4 Bf5 Örlítið breytt leikjaröð frá fyrri skákum þeirra í afbrigðinu en Ka- sparov virtist hvergi brugðið og lék næstu leiki hratt. 7. Rge2 0-0 8. Hcl c6 9. Rg3 Be6 10. Bd3 He8 11. Db3 Db6 12. Dc2 Hvítur tapar ekki leik þótt hann færi drottninguna tvisvar. Drottn- ing svarts stendur ekki sérlega vel á b6. 12. - Rbd7 13. 0-0 g6 14. h3 BI8 15. Rge2 Hac8 16. Dd2 Rh5 17. Bh2 Rg7 18. g4 Þessi leikur vakti nokkra furðu í skákskýringasalnum. Kasparov vili bersýnilega hindra að Karpov nái að skipta upp á hvítreita bisk- upum með 18. - Bf5 en leikurinn veikir kóngsstöðu hans. Með 18. Ra4 virðist hann geta skapað sér góð færi á drottningarvæng. 18. - Dd8! Drottningin stefnir strax yfir á kóngsvænginn, þar sem ný færi gefast og um leið tekur svartur broddinn úr 19. Ra4, sem þó er enn skarpasti kostur hvíts. 19. f3 Rb6 20. b3 Ba3 21. Hc2 Um leið og Kasparov lék bauö hann jafntefli, sem Karpov þáði. Kasparov hefur teflt ráðleysislega í síðustu leikjum. Nú hefur svartur komið ár sinni vel fyrir borð á drottningarvæng og á kóngsvæng og miðborði er hann fastur fyrir. Karpov gæti teflt taflið áfram en eftir ófarirnar í undangenginni skák er skiljanlegt að hann sé sátt- ur við skiptan hlut. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.