Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1987, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1987, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987. 33 dv Fólk í fréttum Magnús Thoroddsen Magnús Thoroddsen, forseti Hæstaréttar, hefur verið í fréttum DV og andmælt gagnrýni Jóns Steinars Gunnlaugssonar á Hæsta- rétt. Magnús er fæddur 15. júlí 1934 og lauk lögfræðiprófi frá HÍ 1959. Hann var í framhaldsnámi í réttar- fari í Kaupmannahöfn 1959-1960 og var fulltrúi hjá borgardómaranum í Rvík 1960-1967. Magnús var borg- ardómari 1967-1982 og starfaði hjá mannréttindanefnd Evrópu í Strassborg 1979-1982. Hann hefur verið dómari í Hæstarétti íslands frá 1982. Magnús varð formaður réttarfarsnefndar 1983 og forseti Hæstaréttar 1. janúar 1987. Magnús giftist 23. nóvember 1957 Sólveigu Kristinsdóttur, f. 25. apríl 1935. Foreldrar hennar eru Krist- inn Stefánsson prófessor og kona hans, Oddgerður Geirsdóttir. Börn Magnúsar og Sólveigar eru Sigurð- ur Tryggvi, f. 9. maí 1958, í doktors- námi í Bandaríkjunum í straum- fræði vatna og vinda, Gerður Sólveig, f. 18. ágúst 1959, lögfræði- nemi, gift ívari Pálssyni viðskipta- fræðingi, og Þóra Björg, f. 23. september 1962, viðskiptafræðing- ur. Systkini Magnúsar eru María Kolbrún, f. 26. júní 1939, gift Emi Ingólfssyni, verslunarmanni í Rvík, og á hún eina dóttur; Soffía Þóra, f. 14. september 1945, gift Sig- urði Kristinssyni, rafvirkja á Sel- tjamamesi, og eiga þau tvö börn, og Sigurður, dó unngur. Foreldrar Magnúsar em Jónas Thoroddsen, borgarfógeti í Rvík, og kona hans, Björg Magnúsdóttir. Föðursystkini Magnúsar eru Sig- ríður, gift Tómasi Jónssyni borgar- lögmanni, en móðir Jóns borgar- lögmanns, Kristín, var gift Bruno Kress prófessor; Valgarð raf- magnsveitustjóri; Gunnar forsæt- isráðherra; Margrét, gift Einari Egilssyni verslunarmanni. Faðir Jónasar var Sigurður Thoroddsen landsverkfræðingur, bróðir Skúla alþingismanns, afa Dags Sigurðar- sonar rithöfundar. Sigurður var sonur Jóns Thoroddsen, sýslu- manns og skálds á Leirá. Móðir Sigurðar var Kristín Þorvaldsdótt- ir, b. í Hrappsey, Sívertsen, bróöur Ólafs, langafa Katrínar, móður Pét- urs J. Thorsteinsson sendiherra. Móðir Jónasar var María, dóttir Jean Valgard van Deurs Claessen landféhirðis og konu hans, Kristín- ar, systur Páls, afa Sigurðar Líndal prófessors. Kristín var dóttir Egg- erts Briem, sýslumanns á Reyni- stað, Gunnlaugssonar Briem, sýslumanns á Grund í Eyjafirði, fóður Jóhönnu, ömmu Hannesar Hafstein ráðherra. Bróðir Jóhönnu var Ólafur á Grund, faðir Valdim- ars Briem, vígslubiskups og skálds, einnig langafi Davíðs Stefánssonar, og langafi Odds, fóður Davíðs borg- arstjóra. Móðursystkini Magnúsar eru Bogi, stýrimaður, d. 1937, og Þóra, gift Pétri Gunnarssyni, forstjóra Rannsóknastofnunar landbúnað- arins. Björg er dóttir Magnúsar ráðherra, bróður Sigurbjargar, móður Björgvins Sigurðssonar, fv. framkvæmdastjóra Vinnuveiten- dasambands íslands. Magnús var sonur Guðmundar, b. í Holti í Svínadal, Þorsteinssonar, b. á Grund í Svínadal, Helgasonar, b. á Sólheimum, Eiríkssonar, b. í Bol- holti, Jónssonar. Dóttir Eiríks var Ingunn, langamma Sigríðar, móð- ur Ólafs Skúlasonar vígslubiskups. Móðir Guömundar var Sigurbjörg Oddsdóttir, systir Gísla, langafa Ágústs, foður Hákonar Á. Bjarna- sonar, fv. skógræktarstjóra. Móðir Magnúsar var Björg Magnúsdóttir, systir Önnu, langömmu Guðmund- ar Péturssonar, forstöðumanns á Keldum. Björg var dóttir Magnús- ar, b. í Garði, Magnússonar, bróður Rannveigar, langömmu Páls á Höllustöðum og Jónasar Kristjáns- sonar ritstjóra. Móðir Bjargar var Margrét Jónsdóttir, systir Magnús- ar, prests í Laufási, fóður Jóns forsætisráðherra. Móðuramma Magnúsar, kona Magnúsar ráð- herra, var Soffia, systir Hhfar, langömmu Vals Arnþórssonar. Soffía var dóttir Boga Smith, b. í Arnarbæli á Fellsströnd, Martin- ussonar Smith, kaupmanns í Rvík. Móðir Boga var Ragnheiður, systir Brynjólfs, langafa Geirs Hallgríms- sonar. Ragnheiður var dóttir Boga, b. og fræðimanns á Staðarfelli, Benediktssonar, bróöur Halldóru, langömmu Magnúsar, foður Dav- íðs Scheving Thorsteinsson. Afrnæli Þórhallur Hermannsson Þórhallur Hermannsson, við- skiptafræðingur og húsfaðir, Álfhólsvegi 97, Kópavogi, er sex- tugur í dag. Þórhallur Hjörtur fæddist á Skútustöðum við Mývatn og ólst þar upp en 1943 varð faðir hans skólastjóri við Héraðsskólann að Laugum og þar var Þórhallur kennari 1950-1951. Hann var kenn- ari við Gagnfræðaskólann á ísafirði 1947-1948 pg lauk viðskipta- fræöiprófi frá HÍ 1953. Þórhallur var starfsmaður Tryggingastofn- unar ríksins 1953-1979, lengst af deildarstjóri þar, og starfaði einnig fyrir Norðurlandaráð en hefur ver- ið húsfaðir síðan 1979. Þórhallur kvæntist 2. júní 1952 Sigríði Páls- dóttur, f. 21. febrúar 1930, ráðskonu á barnaheimili. Foreldrar hennar eru Páll H. Jónsson, kennari á Laugum, og kona hans, Rannveig Kristjánsdóttir. Börn Þórhalls og Sigríðar eru: Rannveig, f. 2. mars 1952, fóstra, gift Má V. Magnússyni sálfræðingi, og eiga þau eitt barn; Sigríður Kristín, f. 27. júlí 1953, póststarfsmaður, fyrri maður hennar var Þorvaldur Kristjánsson frá Haraseli í Hróarstungu og eiga þau þrjú börn; Höskuldur, f. 12 desember 1954, forritari, búsettur Svíþjóð; Geirfinnur, f. 8. mars 1956 útvegsbóndi á Saurbæ á Langanes strönd, giftur Guðrúnu Sigur björnsdóttur, og eiga þau eitt barn Hrólfur, f. 9. febrúar 1962, nemi Stýrimannaskólanum; og Arnhild ur, f. 23. febrúar 1964, Kennarahá skólanemi, gift Heröi Jónssyni sjómanni. Systkini Þórhalls eru fimm og er eitt látið, þau eru: Hallur, f. 31. maí 1917, skrifstofustjóri Skipaútgerðar ríkisins, fyrri kona hans var Hrefna Eyjólfsdóttir, seinni kona hans er Sigurveig Halldórsdóttir; Ingibjörg, f. 22. júní 1918, gift Will- iam Dínussyni, ættuðum frá Mýlaugsstöðum í Aðaldal, prófess- or í landbúnaöarfræðum í Norður- Dakota, og eiga þau tvö börn; Ingunn Anna, f. 20. ágúst 1921, var gift Jónasi Pálssyni, rektor Kenn- araháskóla íslands, og á hún fimm börn; Jóhanna Sigríður, f. 30. maí 1923, ógift, býr í Reykjavík; og Álf- hildur, f. 26. maí 1925 og lést níu ára. Foreldrar Þórhalls voru: Her- mann Hjartarson, prestur og síðast skólastjóri Laugaskóla, og kona hans, Kristín Sigurðardóttir. Her- mann var sonur Hjartar, útvegs- bónda, hreppstjóra og snikkara á Flautafelli í Þistilfirði, Þorkelsson- ar, b. á Sveinungavík. Móðir Hermanns var Ingunn Jónsdóttir, b. í Kollavík í Þistilfirði, Þorláks- sonar. Móðir Ingunnar var Malen Sigurðardóttir, stúdents á Eyjólfs- stöðum á Völlum, Guðmundsson- ar, sýslumanns í Krossavík, Péturssonar. Móðir Þórhalls var Kristín Sigurðardóttir, b. í Páls- gerði í Dalsmynni, Pálssonar, b. í Glaumbæ í Reykjadal, Halldórs- sonar, b. í Vallakoti í Reykjadal, Jónssonar lamba, er átti galdrabók. Móðir Páls var Dóróthea Nikulás- dóttir Buch, ættfóður Buchættar- innar. Móðir Kristínar var Hólmfríöur Árnadóttir, b. í Landa- móti í Kinn, Bjarnasonar. Vilborg Torfadóttir Vilborg Torfadóttir verkakona, Fljótaseh 8, Reykjavík, er sextug í dag. Vilborg fæddist í Hafnarfirði en ólst upp í Reykjavík hjá fóstur- foreldrum sínum, Matthildi Hannibalsdóttur og Kristjáni Sæ- mundssyni, sem stundaði trilluút- gerð. Maður Vilborgar var Pétur Björn skipherra, Jónsson, f. í Dýrafirði 26. júní 1927, en hann lést 1969. Foreldrar hans: Jón, sjómaður í Dýrafirði, Erlendsson og kona hans, Lilja skáldkona Björnsdóttir. Vilborg átti eina dóttur fyrir hjónaband, Matthildi Kristjönu Kelley, en hún er ekkja og býr í Chicago í Bandaríkjunum. Vilborg og Pétur eignuöust sex börn: Jón, bakari í Reykjavík, f. 4. nóvember 1950, er giftur Sigfríð Þormar og eiga þau þrjú börn; Kristinn Pétur, stýrimaður í Reykjavík, f. 4. nóv- ember 1950, giftur Ragnheiði Bragadóttur, og eiga þau tvö börn; Hafdis Lilja, húsmóðir og skrif- stofustúlka á Grundarfirði, f. 29. janúar 1952, gift Bæring Aðal- steinssyni sjómanni og eiga þau fjögur börn; Sveinn Kristján, stýri- maöur á ísafirði, f. 22. ágúst 1954, giftur Sigurborgu Kristjánsdóttur; Ingibjörg Mjöll, tollvörður i Reykjavík, f. 16. mars 1956, á tvö börn; Bjarni Leifur, sjómaöur, f. 15. júní 1958, á eitt barn. Vilborg átti íjögur alsystkini og átta hálfsystkini. Foreldrar Vilborgar voru Torfi Björnsson, sjómaður í Hafnarfirði, og kona hans, María Ólafsdóttir. Vilborg tekur á móti gestum aö Fljótaseli 8 i kvöld, eftir klukkan 20. Guðmundur EyjóHisson Guðmundur Eyjólfsson bóndi, Suðurhvoh, Mýrdalshreppi, er sjö- tíu og fimm ár í dag. Guömundur fæddist aö Hvoli og ólst þar upp og útskrifaðist úr Samvinnuskólan- um 1941. Guðmundur hefur verið bóndi á Suðurhvoli frá 1954. Systk- ini Guðmundar eru Anna Rósa, f. 1905, bústýra á Hvoli; Ingveldur, gift Daníel, b. í Kerhngadal í Mýr- dalshreppi, Guðbrandssyni; Stein- unn, f. 1910, nú látin, var gift Sigurjóni, b. í Pétursey, Árnasyni, sem einnig er látinn; Sigurður, f. 1915, b. að Hvoli, giftur Sigurbjörgu Guðnadóttur. Foreldar Guðmund- ar voru Eyjólfur, rithöfundur og b. að Hvoli, Guðmundsson, og kona hans, Arnþrúður Guðjónsdóttir. Foreldrar Eyjólfs voru Guömund- ur Ólafsson í Eyjarhólum í Mýrdal og kona hans, Guðrún Þorsteins- dóttir, garðyrkjumanns í Úthlíð, Þorsteinssonar, b. á Hvoli í Mýrd- al, Þorsteinssonar, hálfbróður, samfeöra, Bjarna amtmanns Thor- steinssonar. Móðir Þorsteins var Þórunn Þorsteinsdóttir, b. og smiðs á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, Ey- jólfssonar. Móðir Þórunnar var Karítas Jónsdóttir, stjúpdóttir Jóns Steingrímssonar „eldprests". Móö- ir Guömundar, Arnþrúður, er dóttir Guðjóns, b. á Þórisstöðum í Eyjafirði, Einarsson, og konu hans, Önnu Buch. Einar Olafsson Einar Ólafsson fulltrúi, Norður- völlum 10, Keflavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Einar fæddist í Keflavík, ólst þar upp og lauk stúd- entsprófi frá MR 1933. Einar var á Niels Brock-verlsunarháskólanum í Kaupmannahöfn í eitt ár og starf- aði hjá bæjarfógetaembættinu í Keílavík 1945-1976 og hefur staifað hjá Sparisjóði Keflavíkur frá 1976. Einar giftist 17. desember 1949 Liss Jelstrup, f. 30. desember 1924. Faðir Liss var Christian Jelstrup, yfirvélstjóri hjá Konunglegu Grænlandsversluninni, en hann fæddist á Saint Croix sem þá var dönsk nýlenda í Vestur-Indíum. Móðir Liss var Elna Jelstrup, dóttir Vilhelmínu, dóttur Stefáns Gunn- laugssonar, landfógeta og bæjar- fógeta í Reykjavík, og Ragnhildar Benediktsdóttur skálds Gröndals, en Ragnhildur var systir Helgu, konu Sveinbjarnar Eghssonar rektors. Einar og Liss eiga þrjú börn: Ólaf- ur, f.10.9. 1950, skurðlæknir á Landspítalanum, giftur Guðbjörgu Halldórsdóttur og á eina dóttur, Maríanna, f.18.11. 1952, gift Þor- steini Marteinssyni, bóksala í Kelfavík, og eiga þau þrjá syni; Guðrún, f.1.3. 1958, hefur lokiö BA-prófi í frönsku og málvísindum, en hún starfar hjá Féfangi hf., gift Einari Páli Svavarssyni, fram- kvæmdastjóra hjá fyrirtækinu Þykkvabæjarkartöflur. Þau eiga eina dóttur. Einar á tvö systkini: Þórunn, húsmóðir í Keflavík, f.9.maí 1916, var gift Helga S. Jónssyni verslun- armanni; Arinbjörn, f.29. júlí 1922, starfaði hjá Rafveitunni, giftur Ernu Vigfúsdóttur. Foreldrar Ein- ars voru Ólafur Ólafsson, kaup- maður í Kelfavík, og kona hans, Guðrún Einarsdóttir. Faöir Ólafs var Arnbjörn, kaupmaður í Kefla- vík, Ólafsson, b. á Árgilsstöðum í Hvolhreppi, Arnbjörnssonar, af Kvoslækjarætt. Meðal systkina Arnbjarnar, afa Einars, má nefna Bergstein, fóður Gissurar hæsta- réttardómara, sem er faðir Berg- steins brunamálastjóra, Sesselju, ömmu Hallgríms Helgasonar tón- skálds, og Ólöfu, ömmu Ólafs G. Einarssonar og Nils, skrifstofu- stjóra síldarútvegsnefndar, föður Boga skattrannsóknarstjóra. Þur- íður Bergsteinsdóttir, langamma Einars og kona Ólafs b. á Árgils- stöðum, var systir Jóhannesar, b. í Litla-Gerði í Hvolhreppi, en hann var afi Gunnars Bergsteinssonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar. Móðir Einars, Guðrún, var dóttir Einars, útvegsbónda í Sandgerði, Sveinbjömssonar og konu hans, Guðrúnar Bjarnadóttur. 85 ára Guðbjörg Stefánsdóttir, Bólstaöar- hlíð 54, Reykjavík, er áttatíu og fimm ára í dag. Hún tekur á móti gestum að Hegranesi 7 í Garðabæ ^fl ópg eftir kl. 20. Magnús Sigurjónsson, Álftamýri 31, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Roy Philipps, Skólagarði 4, Húsa- vík, er fimmtugur í dag. 70 ára Ásgeir Björnsson, Suöurgötu 37, Siglufirði, er sjötugur í dag. 50 ára Sigurður Þórhallsson, Klúku, Fljótsdal, Múlasýslu, er fimmtugur í dag. Magnús Björgvinsson, Kirkjuvegi 3, Hafnarfirði, er fertugur í dag. Sigurður Ármannsson, Hallveigar- stíg 10 A, Reykjavík, er fertugur í dag. Árni Þór Árnason, Hallveigarstíg 6 A, Reykjavík, er fertugur í dag. Jónas Pálsson, Aðalbraut 43, Rauf- arhöfn, Þingeyjarsýslu, er fertugur í dag. Andlát Aldný Magnúsdóttir, Norðurbrún 1, andaðist þriðjudaginn 10. nóvemb- er. Klara Kristiansen, hárgreiðslu- meistari frá Seyðisfirði, Njálsgötu 34b, andaðist í Vífilsstaðaspítala 9. nóvember. Baldur Þórhallsson, Fellsmúla 2, andaðist 10. nóvember í Vífilsstaö- aspítala. Gunnar Bjarnasen frá Vestmanna- eyjum er látinn. Sérverslun með blóm og skreytingar. Opit) til kl. 21 1)11 kriiltl 0öBlóm wQskrcylingar Laugavegi 53, simi 20266 Scndum um land allL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.