Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1987, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1987, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987. Menning Styður Hæstiréttur stjómarskrána? Jón Steinar Gunnlaugsson: Deilt á dómarana. Almenna bókafélagió, Reykjavík 1987. Stjómarskrá okkar íslendinga takmarkar meö ýmsum hætti ríkis- valdiö, ekki síst með skýrum ákvæöum um almenn mannrétt- indi, svo sem prentfrelsi og félaga- frelsi, atvinnufrelsi og friðhelgi eignarréttarins. Eins og ég benti á í litilli bók um stjórnarskrármálið, sem kom út síðastliðið vor, varð þessi stjórnarskrá ekki til í sögu- legu tómarúmi, heldur á hún upptök sín í þeirri hugsun Johns Locke, Adams Smith og bresku og bandarísku byltingarmannanna frá 1688 og 1776 að einstaklingarnir væru bomir með full frelsisrétt- indi, sem ríkiö mætti ekki taka af þeim. Og við hælum okkur gjarnan af því, að við búum í réttarríki, ekki lögregluríki, eins og nú stend- ur austan járntjalds og var í Þýskalandi á valdatíma Hitlers, þar sem vald ríkisins er gerræðisvald og óbundið af föstum reglum. Nú hefur einn virtasti lögmaður landsins, Jón Steinar Gunnlaugs- son, gefið út bók um það, að Hæstiréttur íslands hafi ekki gegnt þeirri ótvíræðu skyldu sinni aö halda stjómarskránni uppi. Hæsti- réttur hafi hvað eftir annað dæmt ríkinu í vil, þegar ætluð stjómar- skrárbrot hafi verið lögð fyrir hann, þótt lítil sem engin efnisrök hafi hnigið að þeim úrskurðum. Rekur Jón Steinar því til stuðnings sex mál í nokkrum smáatriðum. En með bókinni hyggst Jón Steinar vekja athygli á því, að okkur sé í raun og vem ekki veitt eins rík vernd samkvæmt mannréttinda- ákvæðum stjórnarskrárinnar og við höfum mörg haldið og okkur er gjaman kennt í skólum landsins. Frjálst útvarp og Spegillinn Tvö þeirra mála, sem Jón Steinar ræðir um í bók sinni, varða tjáning- arfrelsi. Annað reis, þegar ríksis- aksóknari höfðaði mál gegn Fijálsu útvarpi fyrir að hafa rofíð einka- rétt Ríkisútvarpsins til útvarps í verkfalli Bandalags starfsmanna ríkis og bæja haustið 1984. Forvíg- ismenn Fijáls útvarps færðu á Bókmenntir Hannes H. Gissurarson móti fram þau rök, að ákvæði þá- verandi útvarpslaga um einkarétt Ríkisútvarpsins stangaðist á við stjómarskrána. Þótt ekki væri annað nefnt beinum orðum i stjórnarskránni en prentfrelsi og fundafrelsi, hefði það vitanlega stafað af því, að menn hefðu ekki þekkt aörar leiðir til að láta í ljós hugsanir sínar opinberlega, þegar stjómarskráin heföi fyrst verið samin. Andi stjómarskrárinnar væri hins vegar skýr, og tíðarandi ög tækniþróun féUu í sömu átt. Þessum rökum vísaði Hæstiréttur á bug. Hitt málið spratt af því, að ríkis- saksóknari hafði vorið 1983 lagt hald á 2. tbl. 43. árgangs Spegilsins, þar sem þar hafi verið klám og guðlast. Töldu útgefendur Spegils- ins aðgerð saksóknara brjóta í bága við prentfrelsisákvæði stjórnar- skrárinnar. Hæstiréttur hafnaði því. En þannig gaf rétturinn stór- hættulegt fordæmi. Nú getur ríkis- saksóknari aö eigin geðþótta komið í veg fyrir dreifmgu blaða, en þarf ekki að bíða fyrst eftir, að þeim sé dreift, og láta síöan á það reyna fyrir dómi, hvort ábyrgðarmenn þeirra hafi brotið lög. I þessu sam- bandi brýnir Jón Steinar það fyrir okkur að gera greinarmun á hinni almennu frelsisreglu og einstakl- ingsbundnu viðhorfi okkar tU þess, hvernig frelsið er notað. Útgefend- ur Spegilsins kunna að hafa haft misheppnaða kímnigáfu. En það breytir því ekki, að þeir áttu sama stjórnarskrárvarða réttinn og aðrir landsmenn á að láta í Ijós hugsanir sínar á prenti, þótt síðan ættu þeir auðvitað að bera fulla ábyrgð á ummælum sínum fyrir dómi. Fjórir dómar um atvinnu- og félagafrelsi Jón Steinar Gunnlaugsson víkur að þremur málum, þar sem rikisaf- skipti í þágu sérhagsmuna virðast rekast á ákvæði stjómarskrárinn- ar um skattlagningarvald og frið- helgi eignarréttarins og á þá almennu og óumdeildu reglu, að menn séu jafnir fyrir lögum. Þessi mál eiga það sameiginlegt, að ráð- herrar, hagsmunasamtök og sveit- arfélög hafa fengiö geðþóttavald um álögur á einstaklinga, sem ekki er gert ráð fyrir í stjómarskránni eða beinlínis bannað þar og sem notað er til að hygla einum hópi á kostnað annars. í öllum þessum málum dæmdi Hæstiréttur opinbemm aðilum í vil, enda væri mat þeirra „málefna- legt“, eins og sagði í einum dómnum. í sjötta og síðasta málinu, sem Jón Steinar gerir að umtalsefni, hafði borgfirskur bóndi neitað að greiða félagsgjöld, sem Stéttarsam- band bænda og Búnaðarfélagið innheimtu samkvæmt lögum. Taldi hann sig ráða því sjálfan, með til- vísun til stjómarskrárákvæða um Jón Steinar Gunnlaugsson: „I þessu sambandi brýnir hann fyrir okkur að gera greinarmun á hinni almennu frelsisreglu og einstaklingsbundnu viðhorfi okkar til þess hvernig frelsið er notað.“ félagafrelsi, í hvaða félögum hann væri. Ennfremur tækju Stéttar- samband bænda og Búnaðarfélagið oft eindregna afstöðu í þjóðmálum, sem hann væri ekki alltaf sammála þeim um. Hæstiréttur felldi að vísu ekki úrskurð um það, hvort lög- bundin innheimta slíkra félags- gjalda bryti í bága við stjómar- skrána, þar sem málið var dæmt á öðrum forsendum. En tveir dómar- ar, sem samþykktu ekki þær forsendur, skiluðu sératkvæði, þar sem þeir höfnuðu kröfu bóndans með þeim „rökum“ að bæði ynnu þessi félög að nauðsynjamálum bændastéttamnar! Kröfur réttlætisins Jón Steinar Gunnlaugsson færir glögg rök fyrir niðurstöðum sínum, auk þess sem honum tekst að skrifa ákaflega skýrt um flókin mál. Þetta er fróðleg og tímabær bók. Ég get þó ekki stillt mig um að bæta hér við nokkmm athugasemdum. Lák- lega er ein meginástæðan til þess, hversu langt íslenskir dómarar hafa vikið frá hinni raunverulegu stjómarskrá okkar, að þeir hafa flestir verið aldir upp í hinum ein- kennilegu lagakenningum danska sósíahstans Alfs Ross. Samkvæmt þeim er rétturinn „vildarréttur“, eins og Sigurður Líndal prófessor kallar það. Rétturinn lýtur þá ekki kröfum réttlætisins eins og nátt- úruréttarsinnnar hugsa sér, heldur ber hann vitni um vilja valdhaf- anna. Rit Jóns Steinars er ærið um- hugsunarefni. Því þægari þjónar valdhafanna sem dómarar verða, því frekar misbjóða dómar þeirra auðvitað réttlætisvitund almenn- ings og því óglöggari verða í huga hans mörkin á milli ríkisins og venjulegs hófafélags, sem inn- heimtir gjöld af fólki með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi. En skylda okkar til að hlýða lögunum ræðst að mínum dómi að miklu leyti af því, hversu réttlát þau eru. Öfug- þróun réttarins hefur því smám saman í för með sér aukna lausung og virðingarleysi fyrir settum regl- um. Eða eins og heilagur Ágústínus spuröi: Hvað er ríki án réttlætis annað en stækkaður stigamanna- hópur? Hannes H. Gissurason Blóðið diýpur Græna höndin og aðrar draugasögur Ulf Palmenfelt safnaði og endursagði Eva Erikson myndskreytti Vilborg Dagbjartsdóttir þýddi Mál og menning gaf út 1987. Græna höndin og aðrar drauga- sögur er myndskreytt bók með 22 hrollvekjusögum sem Svíinn Ulf Palmenfelt skráði eftir 8-12 ára börnum 1986. Bókin er mynd- skreytt af Evu Erikson, sama listamanni og myndskreytti Elsku litli grís (MM 1984). Þessar myndir eru í líkum stíl, litir dimmir, fígúr- umar dálítið skrípalegar en þó raunverulegar. Leitast er við að' undirstrika kímnina. Glíman við óttann Sögurnar skiptast i tvo flokka: sögur þar sem óhugnaðurinn ríkir frá upphafi til enda og sögur þar sem óhugnaöurinn gufar upp í lök- in, sagan breytist í grín með óvæntum endi. Það eru ámóta margar sögur af hvorri tegund og sögumar blandast í bókinni þannig að við fyrsta lestur veit lesandinn aldrei á hveiju hann á von. Gaman- sömu sögumar finnst mér hvað skemmtilegastar en sumar sögurn- ar af fyrri flokknum full óhugnan- legar fyrir unga krakka. Einna óhuggulegust er kannski sagan af stráknum sem nennti ekki út í búð að kaupa lifur í kvöldmatinn. Sker hann lifur úr líki frænku sinnar sem stendur uppi og er hún höfð til kvöldverðar. Um morguninn finnst strákurinn dáinn með sár á maga. „Dauða frænkan haföi skor- ið úr honum Iifrina." Lifrarát er reyndar ekkert nýmæli í þjóðsög- um sbr. upphaflegu Mjallhvítar- söguna. Bókmenntir Hildur Hermóðsdóttir Töluvert blóö drýpur í þessum sögum t.d. má taka Ögeðið í koram- óðunni. Stelpa finnur höfuð móður sinnar í efstu kommóðuskúffunni, búkinn í annarri og handlegg og fætur í þeirri þriðju. „Næsta dag fluttu stelpan og pabbi hennar í annað hús, þvi að í húsi, þar sem hefur verið framið morð og líkið brytjað niður, er eng- in meining að búa áfram." (bls. 26). Koppurinn í fataskápnum segir frá stelpu sem vaknar um miðja nótt til að pissa og leitar að koppn- um í fataskápnum. „Þar hékk mamma hennar og blóðið lak niður í koppinn.“ (bls. 15). Þrjár sögur þar sem feður valda dauða barna sinna eru líka töluvert hrollvekjandi. Sumar sögumar eru þannig að söguhetjurnar bera sigurorð af ógnvaldinum, líkt og í þjóðsögunni okkar um Beinagrindma í Hóla- kirkju og er raunar ein alveg hliðstæð við þá sögu. „Þessar sögur fullvissa börnin um að hægt er að sigrast á óttanum. Einmitt þess vegna er hægt að hafa nautn af þvi að vera hræddur." Segir skrásetj- ari í formála og tek ég undir þau orð. Glíman við óttann er glíma allra kynslóða og hefur þjóðsagan löngum verið hennar helsti örygg- isventill. Það er gaman að fá sönnur fyrir því að fjölmiðlaheim- urinn hefur ekki enn gengið af frásagnarheföinni dauðri og bók sem þessi hlýtur aö gefa henni byr undir vængi. Á vissum aldri (lík- lega 10-13 ára) hafa börn sérstakt yndi af að segja draugasögur. Það er spennandi að geta hrætt aðra án þess að vera mjög hræddur sjálfur og ekki skemmir að meö sumum sögunum í þessari bók eru leið- beiningar um upplestur s.s. „(Sög- una á að ségja með lágri, dularfullri röddu, nema síöasta orðið á að öskra.)" Nútímadraugasögur Græna höndin og aðrar drauga- sögur gerast í nútímanum og er kirkjugarðurinn og svefnherbergið vinsælustu sögusviðin enda er ótt- inn líklega áleitnastur á þeim stöðum í myrkri og einveru. Mikið af sögunum er n.k. flökkusögur, sögur sem lifað hafa lengi í ýmsum myndum og birtast hér í nýrri mynd sem fellur að nútímanum og aldri sagnamanna. Ég er ekki viss um aö þessar sög- ur séu líklegar til að vinna bug á óttanum. Miklu fremur eru þær í ætt við hrollvekjur, kitlandi og lík- legar til að fá börn til að horfast í augu við ótta sinn og vinna svolítið með hann. Ef maður er lágur í lofti eða með lítið hjarta væri sjálfsagt gott að halda í höndina á pabba eða mömmu í fyrstu yfirferð. En í raun má segja að bókin sé ekki við hæfi barna yngri en 10 ára. Sögumar eru samt sem áður líklegar til að örva ímyndunaraflið og frásagnar- gleðina. Sýnist mér að þetta muni vera tilgangur skrásetjara og lætur hann einfaldan barnastílinn njóta sín þannig að frásögn frá eigin brjósti ætti aö vera auðveld, og eins það að búa sjálfur til sögur í líkum stfl. Vilborg Dagbjartsdóttir skflar sínu verki með prýði svo sem vænta mátti, og er naglinn hittur á höfuðið á baksíðunni þar sem þýð- ingin er sögð á „kjamgóðu nútíma- þjóðsagnamáli." HH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.