Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1987, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 12, NÓVEMBER 1987. 11 Utiönd Skotaras og sprengjutilræði Skotárás var gerð á franskan verk- fræðing í kristna hluta Beirút, höfðuborgar Líbanon, í gær og hann særður illa á höfði. Verkfræðingurinn, sem heitir Ric- hard Kempel, er kvæntur líbanskri konu og hefhr búið í Líbanon í tíu ár. Hann var enn talinn í hfshættu síðast þegar til fréttist. í gær var einnig framið sprengjutil- ræði á alþjóðaflugvelhnum í Beirút. Sprengja, sem falin var í ferðatösku, sprakk í farþegasal og létu að minnsta kosti fimm manns lífið. Meira en fimmtíu manns slösuðust í sprengingunni. Mikill fjöldi ferðamanna og ann- arra sem voru að fylgja þeim var staddur á flugvellinum þegar sprengjan sprakk, skömmu eftir há- degi í gær. Að sögn lögreglunnar í Beirút er talið að sprengjunni hafi verið komið fyrir af konu sem skildi ferðatösku eftir við dyrnar inn í brottfararsal flugstöðvarinnar. Richard Kembel var enn i gjörgæslu í morgun. Simamynd Reuter Borgarastyrjöld eða innrás í Island Páll Vflhjálmsson, DV, Osló: í DV í gær var greint frá inni- haldi þeirrar skýrslu bandaríska þjóðaröryggisráðsins sem það sendi forsetanum um mánaðamót- in júlí-ágúst 1949. Þá var forsetinn beðinn að samþykkja ráðstafanir og áætlanir sem miða að því að hindra hugsanlega valdatöku kom- múnista á íslandi. Ásamt skýrslu þjóðaröryggis- ráðsins fylgdi áhtsgerð frá banda- ríska utanríkisráðuneytinu. í álitsgerðinni eru lagðir fram frek- ari valkostir í átökunum við ís- lenska kommúnista. Bandaríska utanríkisráðuneytið taldi víst, og var þar á sama báti og þjóðaröryggisráðið, að Sovétrík- in myndu ekki freistast til þess að ná íslandi undir sig með vopnum né myndu íslenskir kommúnistar fá fyrirskipanir um valdarán frá Sovétríkjunum. Áhyggjur banda- rískra yhrvalda beindust einvörð- ungu að íslenskum kommúnistum og hugsanlegri valdatöku þeirra. Bandaríska utanríkisráðuneytið taldi vafasamt að senda bandarískt herlið til að hnekkja á kommúnist- um kæmust þeir til valda. Utanrík- isráðuneytið sagði að Bandaríkin ættu yfir höfði sér fordæmingu annarra ríkja ef það sendi innrás- arlið til smáþjóðar eins og íslend- inga. Það er ekki einu sinni víst að aðrar Natóþjóðir myndu sam- þykkja slíka aðgerð, segir í álits- gerðinni. Ef aftur á móti, segir bandaríska utanríkisráðuneytið, Bandaríkin ákveða að gera innrás í ísland er skynsamlegast að gera þaö undir því yfirskini að ætlunin sé að verja bækistöðvar sem séu nauðsynlegar Natóþjóðunum. í álitsgerðinni kemur glögglega fram að bandaríska utanríkisráðu- neytið vill helst að Bandaríkin myndu láta aðrar þjóðir Nató sjá að mestu leyti um innrás í ísland. Það getur ekki komið til af öðru en að diplómötum í utanríkisráðu- neytinu hrís hugur við aö afsaka og réttlæta innrás stórveldis á borð við Bandaríkin inn í smáríki eins og ísland. Höfundur álitsgeröarinnar segir það ekki einu sinni víst að það þurfi að gera innrás í ísland þótt komm- únistar næðu þar völdum. Það getur verið nóg að halda uppi hörðu pólítísku stríði (intensive pohtical warfare) gegn kommúnist- um og senda skemmdarverkamenn sem gætu stutt þá andstöðu sem væri fyrir í landinu. Þessir skemmdarverkamenn þyrftu helst að vera Norðurlandabúar, segir bandaríska utanríkisráðið. Ef að líkum lætur er átt við að senda norska eða danska skemmdar- verkamenn til íslands ef aðstæður krefðust. Fyrir utan ísland eru Danmörk og Noregur einu Norður- landaþjóðirnar í Nató. Ef það dygði ekki til að hnekkja á kommúnistum að efna til borg- arastyrjaldar á íslandi mætti senda innrásarlið til landsins undir því yfirskini að það ætti að koma á lög- um og reglum. Þannig mætti tryggja þá aðstöðu á íslandi sem er Bandaríkjunum og Nató nauð- synleg, segir í álitsgerð bandaríska utanríkisráðuneytisins sem send var Bandaríkjaforseta 4. ágúst 1949. Irisarnir seldust fyrir tvo milljarða Eitt af verkum hollenska lista- mannsins Vincent Van Gogh, írisar, seldist í gær á uppboði fyrir nær fimmtíu og fjórar milljónir Banda- ríkjadollara eða liðlega tvo mihjarða íslenskra króna. Verkið, sem Van Gogh málaði á geðveikrahæli fyrir níutíu og átta árum, var selt af uppboðsfyrirtækinu Sotheby’s í London. Ekki var gefið upp hver kaupandinn var en sagt að salan hefði farið fram í gegn um síma. Er þetta hæsta verð sem fengist hefur fyrir listaverk til þessa. Boðin í verkið í gær byijuðu í fimmtán milljón dohurum. í marsmánuði síðasthðnum seldist annað af verkum Van Gogh, Sól- blóm, fyrir fjörutíu milljónir dollara og í sumar seldist enn eitt verka hans fyrir liðlega tuttugu miljónir dollara. Simamynd Reuter Námskeið Námskeið eru haldin í dul- fræðilegri heimspeki (Meta- physics), þróunarheimspeki (Cosmology) og stjörnuspeki (Esoteric Astrology). Leshringar um dulfræði. Sími 79763. • / satináferð með Kópal Glitru Kópal Glitra innimálningin hefur gljástig 10, sem gefur fallega satináferð. Heimilið fær mildan og sérlega hlýlegan blæ, því birtan endurkastast ljúflega. Samspil ljóss og skugga verður áhrifamikið með Kópal Glitru. Kópal Glitra hefur hæfilegan gljáa til að henta á öll herbergi hússins. Viljir þú hærri gljáa á veggi sem meira mæðir á skaltu velja Kópal innimálningu með hærra gljástigi, s.s. Kópal Flos eða Kópal Geisla. málninglf Á STEIN, TRÉ, MÁLM O.Ft ^tASTMÁLMNG, VATNSÞYNNANLEG,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.