Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1987, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987. 5 Fréttir Nýju útflytjendumir á Bandaríkjamarkað Sumir byrja strax, aðrir fara varlega útflutningsleyfíð er skilyrt og aðeins til 6 mánaða Mjög misjafnt er hvað útflutnings- fyrirtækin 6, sem Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra veitti leyfi til út- flutnings á frystum fiski til Banda- ríkjanna, ætla að gera á næstunni. Nokkur eru hrædd við að leggja í kostnað sem því fylgir að markaðs- setja fiskinn vestra vegna þess að leyfið er aðeins veitt til 6 mánaða og einnig er það skilyrt. Fyrirtækin mega ekki fá fisk hjá frystihúsum sem eru fyrir í viðskiptum við Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna eða sjávarafurðadeild Sambandsins. Jón G. Magnússon, framkvæmda- stjóri Marbakka, sagðist ekki vera búinn að skoða leyfið og skilmálana nógu vel til að segja til um hvað hann mundi gera. Hann sagði slæmt að leyfið væri bara til 6 mánaða, menn þyrftu að leggja í ýmsan kostnað, svo sem að láta búa til umbúðir og fleira, ■og því hæpið að fara út í mikinn undirbúningskostnað fyrir svo stutt- an leyfistíma ef leyfið fengist svo ekki framlengt. Eiríkur Hjartarson hjá Stefni tók í sama streng. Hann sagðist myndu fara varlega vegna þess hve leyfið væri veitt í stuttan tíma. Óttar Yngvason hjá íslensku út- flutningsmiðstöðinni var aftur á móti fullur bjartsýni. Hann sagðist fara á fulla ferð í útflutningnum strax. Hann sagðist telja að það væri bara formsatriði að láta leyfið gilda í 6 mánuði. Óttar sagðist ekki vita nein dæmi þess að Stjórnarráðið beitti þeim bolabrögðum að veita fyrst leyfi á borð við þetta og kippa því svo til baka eftir stuttan tíma og ekki eiga von á því að það yrði tekiö upp núna. Þess vegna sagðist hann líta á leyfisveitinguna sem varan- lega. Guðmundur Ingason hjá G. Inga- son sagðist fara varlega til að byrja með en benti á aö stóru sölusamtökin yrðu áfram með massaframleiðslu og sölu, minni fyrirtækin myndu far'a meira út í hvers konar sérhæf- ingu varðandi fiskrétti. Hann sagði nauðsynlegt fyrir nýja kynslóð að fá að spreyta sig á þessu verkefni. Jón Gunnarsson hjá íslenskum gæðafiski sagðist ekki myndu leggja út í mikinn kostnað vegna þessa fyrr en ljóst væri hvort leyfið yrði fram- lengt. Hann sagði að ráðherra yrði að koma með sterk rök ef hann tæki leyfið af eftir 6 mánuði og sagðist vart trúa því að til þess kæmi. Hann sagðist tilbúinn að hefja útflutning á frystum fiski til Bandaríkjanna um leið og hann vissi eitthvað um fram- haldið. -S.dór Sölusamtök íslenskra matjurtaframleiðenda: Hverjir eiga samtökin? í firmaskrá Borgarfógetaembættis- ins í Reykjavík eru sex eigendur skráðir sem stofnend’ir og með ótak- markaða ábyrgð á skuldbindingum Sölusamtaka íslenskra matjurta- framleiðenda. Þessir einstaklingar eru Eiríkur Sigfússon, Sílastöðum, Glæsibæjarhreppi, Yngvi Markús- son, Oddsparti, Djúpárhreppi, Hrafnkell Karlsson, Hrauni, Ölfusi, Magnús H. Sigurðsson, Birtingaholti, Hrunamannahreppi, Jóhannes Helgason, Hvammi, Hnmamanna- hreppi, Skarphéðinn Larsen, Lindar- bakka, Nesjahreppi. DV leitaði álits Þorkels Gíslasonar lögfræðings firmaskrár á þessu máh. „Eins og fyrirtækið er skráð í firma- skrá eru það þessir 6 einstaklingar sem eiga SÍM og þeir bera því ábyrgð á fjárhagslegum skuldbindingum fé- lagsins og þar með eru þeir ábyrgir gagnvart skuldum dreifingarfyrir- tækisins Ágætis. Ég tel þó líklegt að á þetta yrði að reyna fyrir dómstól- um. -J.Mar þar sem fram kemur að stofnendur Sölusamtaka íslenskra matjurta- framlelðenda eru sex. Neytendasamtökin: Opinberir aðilar gefa grænt Ijós á lögbrot „Ef það næst breið samstaða meðal matjurtaframleiðenda og þeir eign- ast húseignirnar Síðumúla 34 og kartöflugeymslur í Árbæ er verið að búa til einokunarhring matjurta- framleiöenda," sagði Jónas Bjarna- son hjá Neytendasamtökunum. „Ef þessi samstaða næst og fram- leiðendur sameinast í einu félagi er það ávísun á lögbrot því að hringa- myndun er bönnuð samkvæmt lögum. Kartöflubændur hafa einnig verið að bera víurnar í áðurnefndar eignir og ef þeir eignuðust þær væri ekki um lögbrot að ræða því verð- lagning á kartöflum er ekki frjáls.“ -J.Mar Sr. Baldur kosinn júiía imsland, dv Höfa: Kristjánsson, settur prestur í þessum _________________________ soknum, og var hann kjönnn með Nýlega fór fram prestskosning í öllum greiddum atkvæðum. Það eru Bjarnanes-, Staðarfells- og Hafnar- sóknarnefndarmenn og þeirra vara- sóknum. Umsækjandi var sr. Baldur menn sem kjósa prest. íbúðirnar á Hjallavegi á Flateyri sem deilan hefur staðið um. DV-mynd Reynir Flateyri: Uppboðin á íbúð- unum afturkölluð Reynir Traustason, DV, Flateyri: Uppboð á fimm íbúðum af sex á Hjallavegi á Flateyri hafa nú verið afturkölluð í kjölfar skrifa DV um málið. Hefur verið ákveðið að Flat- eyrarhreppur kaupi allar íbúðimar réttu verði og greiði eigendum út sinn hluta. Forsaga málsins er sú að í október voru fimm af sex íbúum hússins famir úr íbúðum sínum, ákveðnir í að láta bjóða upp frekar en aö borga af lánum sem komin vom langt yfir raunvirði íbúðanna. Strax í kjölfar frétta DV um málið sendi Húsnæðis- málastofnun tvo fulltrúa til Flateyr- ar, þar sem sest var niður og málin leyst með því að Húsnæðisstofnun lánar Flateyrarhreppi þær fjárhæðir sem þarf til að hann geti keypt íbúð- imar. Flateyrarhreppur mun síðan endurselja íbúðirnar þar sem 85% kaupverðs verður lánað til 40 ára. Sami háttur verður hafður á varð- andi þá íbúð sem þegar hefur verið seld nauðungarsölu. Þar verður reiknað til baka og gert upp viö fyrr- verandi eiganda. Því má segja aö máh þessu hafi lokið farsællega fyrir alla aðila. Búið er að veiða tæpan helming síldarkvötans - síldarsöltunin líkist frekar íþrótt en atvinnugrein Mikið gengur á í síldveiðum og vinnslu á Austfjörðum þessa dagana. Búið er að veiða tæpan helming síld- arkvótans, eða rúmar 30 þúsund lestir, og salta í 172.400 tunnur. Þar af fara um 60 þúsund tunnur til Sví- þjóðar og Finnlands en hitt fer á Rússlandsmarkað. Rússar hafa staðfest að þeir kaupi 150 þúsund tunnur en samningurinn, sem gerður var við þá, var upp á 200 þúsund tunnur. Þeir eiga því eftir að staðfesta kaup á 50 þúsund tunnum. Fari svo að Rússar kaupi 200 þús- und tunnur fer tæpur helmingur síldarkvótans í söltun, með þeim 60 þúsund tunnum sem fara til Svíþjóð- ar og Finnlands. Ekki mun enn liggja fyrir hve mikið magn fer í frystingu og flökun. Mörgum þykir hraðinn í síldarsölt- uninni undanfarið of mikih og óttast að hann komi ef til vih niður á gæð- unum. Einn viðmælenda DV sagði að síldarsöltunin líktist frekar íþróttakeppni en atvinnugrein, slík- ur væri hraöinn. Síldarkvótinn í ár er 72.930 lestir og fékk 91 skip leyfi til veiðanna. Þar af hafa 30 skip framselt sildarkvóta sinn en 54 skip byrjað veiðar og af þeim eru 11 þegar búin með sinn kvóta, að því er Örn Traustason í veiðieftirlitisjávarútvegsráðuneytis- ins upplýsti DV um. Til þessa hafa um 24% síldaraflans farið í bræðslu. -S.dór í fyrra var loðnuafurðaverð í lágmarki en veiðarnar gengu af- buröa vel. Nú er afurðaverðið á uppleið en loðnan er illveiðanleg. í fyrra fengust rúmir 5 dollarar fyrir prótíneininguna af mjöh og ura 200 dollarar fyrir tonn af lýsi. Nú er mjölverðið komið upp i 7,40 dollara og lýsið í um 300 dollara tonnið, að sögn Jóns Reynis Magnússonar, framkvæmda- stjóra Sfldarverksmiðja rikisins. Jón Reynir segir að enn vanti upp á að búið sé að veiöa upp í fyrirframgerða samninga um sölu á lýsi og mjöli enda er heild- arloðnuaflinn ekki kominn í nema rúmar 70 þúsund lestir. Á sama tíma í fyrra var afhnn orö- inn 370 þúsund lestir. Ástráður Jngvarsson hjá loðnu- nefhd sagði að svohtið hefði lifnað yfir loðnuveiðunum í gær. Þá tilkynntu 18 skip um afla, sam- tals um 10 þúsimd lestir. Þá var bræla að skella á og allir bátar á leiö tii lands. Að sögn Ástráðar heldur loön- an sig mjög djúpt eða á allt að 160 fóðmum en um leiö og hún kemur upp dreifir hún sér og er ihveið- anleg. Hann sagðist hafa þaö eför skipstjórum að kuldaskihn í sjón- um, sem loðnan heldur sig við, liggi nú ööruvisi en vanalega. Menn hafa verið aö mæla hitastig sjávar um eina gráðu en svo eför ðrstutta stund er það komiö upp í fjórar til fimm gráður. Þá hefur ís á aðalveiðisvæðunum, sem eru djúpt norður af Homi, komið í veg fyrir veiöar loðnubátanna. Loks er þess að geta að þessir 18 bátar, sem tflkynntu um afla í gær, munu flestir landa afla sfn- um í heimahöfnum allt umhverf- islandið. -S.dór B j a rg - vætturinn hreinsar með glans! Fyrir vaska, baðkör, w.c. flísar. keramik- eldahellur og margt fleira. Heildsala - smásala J.ÞORLÁKSSQN OC NQRÐMANN H.F Réttarhájsl 2 - simi 83833.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.