Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1987, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1987, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 12. NÖVEMBER 1987. 31 Sandkom Bláa lóniö á sér enga hliðstæðu í viöri veröld og það er spurning hvern- ig menn komast hjá þvi að græða á fyrirbærinu. Flugskýlið flaug * Flugmálastjórnhefurveriö að reyna að klína niður göml- um viðlagasjóðsskúr við flugvöllinn í Holti i Önundar- firði við engan fógnuð Flat- eyringa og annarra Önflrð- inga. Heimamenn héldu að þeir fengju almennilega flug- stöð með amerískum trjám og myndastyttum og vilj a því ekki sjá þennan skúrræfil sem verslunarmenn í Vík í Mýrdal voru orðnir uppgefn- iráfyrirlöngu. Fyrir hafa Önflrðingar annan skúr við flugvöllinn sem er lítið minni en sá sem nú átti áð taka við hlutverki flugstöðvar. Sá gamh er svo sem engin héraðsprýði en hinn þykir þó sýnu ljótari og það svo að sumir Önfirðingar segjast aldrei muni láta sjá sig stíga inn í þá hryggðar- mynd. Nú brá svo við á dögunum að ein af þrem einingum skúrsins tókst á loft í hvass- viðri og flaug á braut. Ekki varð ferðin þó löng og lenti skúrhlutinn illa, enda enginn flugstjóri um borð. Við lá að flugvallarstjórinn gæti tekið ræfilinn í nefið eftir flugferð- ina. Nú bíða Önfirðingar eftir öðruhvassviðri. Hvað gera Víkingar? íþróttafélögin í Reykjavík og ef til vih víðar tóku fyrir nokkrum árum upp þann fjáröflunarsið að halda herrakvöld þar sem menn eru látnir belgja sig út og svolgra vín og síðan látnir gjalda félaginu tíund. Þetta er ekki frumleg aðferð því ýmsir þj ónustuklúbbar hafa iökað þessa fjárplógsíþrótt langa lengi. En oftast gefst hún vel og því betur sem meira er drukkið og minna vit helst í mannskapnum. Hafa sumir lent í áralöngum skuldakröggum á einu herra- kvöldi. Þar sem þeim hefur fjölgað sem halda shk herrakvöld þýðir ekki annað en að bj óða einhveija skemmtun með og þá sem mest krassandi og best viðeigandi með hhðsjón af ástandi samkomunnar. KR-ingar fengu til sín stúlku sem lét karlpeninginn bjóða utan af sér pj ötlurnar og varð af því digur sjóður. Valsmenn fengu aftur á móti til sín Gunnar Bjamason, fyrrver- andi ráðunaut, sem talaði auðvitað um hross. Það eitt nægði til þess að auka að- sóknina að menn vom látnir vita af nærvem þessa mál- hressa hrossafræðings. Víkingar hóa sínu hði saman á fostudagskvöldið og nú er spurningin hvaö þeir gera í málunum. 80 SS-merki í Suðurlandi Málgagn sjálfstæðismanna á Suðurlandi heitir vitanlega Suðurland. Það er nýkomið út í alveg nýj um búningi, úr höndum nýrrar ritstjórnar, og hvorki meira né minna en í öllum regnbogans litum. Þórhallur Ólafsson er rit- stjóri og ábyrgðarmaöur. Með honum í ritnefnd em Sigurður Jónsson kennari, sem hefur ritstýrt blaðinu, og svo að sjálfsögðu Árni vara- þingmaður Johnsen. Leiö- arahöfundur er aftur á móti ekki í ritnefndinni, en sá heit- ir Þorsteinn Pálsson og er forsætisráðherra. Einnig hefur veriö ráðinn sérstakur auglýsingastjóri að Suðurlandi og þá bregöur svo við að kona er sett í það emb- ætti. Sú heitir Gróa D. Gunnarsdóttir og ef marka má fyrsta blaðið í nýja bún- ingnum er hún fyllilega jafnoki þeirra fjórmenninga, ritnefndarinnar og forsætis- ráðherra allra til samans, því auglýsingar fylla meira en helminginn af blaðinu. Einna skrautlegust er heil- síðuauglýsing frá Sláturfé- lagi Suðurlands. Hún er 80 SS-merki, eitt fyrir hvert ár í ævi félagsins, og raunar eitt í viðbót sem er einhvers kon- ar nútímastílfærsla á klass- íska merkinu. Þessi ellimörk á SS em greinilega góð tekju- lind fyrir Suðurland og sj álf- sagt fleiri blöð. Og útgefendur hlakka auðvitað einhver ósköp til 160 ára afmælisins. Baðkotið við Bláa lónið Þegar Hitaveita Suðurnesja tók sig loks til og snyrti bað- ströndina við Bláa lónið og byggði við það skýli sáu margir fyrir sér að skýlið yrði aht of lítið. Þetta kom á dag- inn og tróðust menn þar hver um annan þveran á öllum góðviðrisdögum eftir að skýl- iö var opnað. Um leiö var hver lófastór blettur á hvítri baðströndinni setinn oglónið auðvitað hálffult af fólki. Nokkurt gj ald er tekið fy rir aðgang að lóninu eftir að það var girt og þessari nýju aö- stöðu komið upp. Það þykir þó ekki hátt og fjöldinn virð- ist tilbúinn th þess að borga mun meira fyrir aðgang að þessum einstæða baðstað sem á engan sinn líka í víðri veröld. Þess vegna kemur það einkennilega fyrir sjónir að stjórn Hitaveitunnar leggur ekki í helmingsstækkun baö- hússins af því að það er of dýrt. Við þær aðstæður sem þarna eru getur varla verið um annað að tefla en við- skiptavit hvemig hægt er að stórgræða á svona fyrirtæki. Umsjón: Herbert Guðmundsson LUKKUGETRAUN: Einu sinni í mánuði drögum við úr nöfnum kaupenda og seljenda um 5 daga ferð til Hamborgar með ferðaskrifstofunni Sögu. VERÐUR ÞÚ SÁ HEPPNI í NÓVEMBER? Toyota Corolla 1300 XL, liftback, árg. 1988, grænsans., 5 gíra, litað gler, útvarp. NÝR BÍLL. Verð kr. 560.000. Mercedes Benz 230 E, árg. 1985, hvítur, sjálfskiptur, sóllúga, litað gler, ekinn 64.000 km. Verð kr. 980.000. Subaru 1800 ST 4x4, árg. 1987, silf- urgrár, ekinn 9.000 km. Verð kr. 670.000. BÍLATORG Honda Accord EX, árg. 1986, silfur- grár, sjálfskiptur, vökvastýri, rafm. í rúðum og læsingum, ekinn 28.000 km. Verð kr. 700.000. MMC Lancer 1500 GLX, árg. 1987, hvitur, 5 gira, vökvastýri, rafm. i rúðum og læsingum, ekinn 11.000 km. Verð kr. 470.000. BÍLATORG Citroen BX 14, árg. 1987, hvítur, ekinn 7.000 km. Verð kr. 485.000. Allar gerðir bíla vantar á söluskrá - mikil sala Opið iaugardaga kl. 10-18. BÍLATORG NOATUN 2 - SIMI 621033 Njóttu ferðarinnar!^^ Aktu eins og þú vilt að aðrir aki.'^L' Góðaferð! (II™" GRÖFUÞJÓNUSTA Gylfa og Gunnars. Leigjum út Casegröfu. Uppl. í síma 985-25586. NÆTURVÖRÐUR í veitingahús óskast sem fyrst. Umsóknir, merktar „veitingahús", leggist inn á aug- lýsingadaeild DV fyrir 19. nóvember nk. Starfsfólk til ræstinga á veitingastað óskast sem fyrst. Um er að ræða bæði heils dags starf og helgarvinnu. Umsóknir, merktar „veitingastaður 2“, leggist inn á auglýsingadeild DV fyrir 19. nóvember nk. TIL SÖLU: Krause pappírsskurðarhnífur, Deferior rakatæki, Nu- Arc Ijósmyndavél, Dupoint framköllunarvél, ásamt töluverðu magni af blý-íefni. Uppl. í síma 27022 milli kl. 14 og 16. GARÐABÆR Þroskaþjálfa/fóstru vantar í 50% stuðningsstarf nú þegar. Upplýsingar gefur dagvistarfulltrúi í síma 656622. SKOTIÐ Klapparstíg 31 - sími 14974 ÓDÝRT Fimm handklæði í pakka, aðeins kr. 1.200, sængurvera- sett, kr. 890. IVIjög hagstættverð. Missið ekki af þessu einstaka tækifæri. Erum á leið til USA 17.11. að kaupa bíla. Bifvélavirkjar skoða bílana. HAGSTÆTT VERÐ. Einnig hækkum við og breytum öllum gerðum nýrra jeppa. Hringið i sima 667363, 666541 og 621577 Geymið auglýsinguna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.