Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1987, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987. Fréttir dv Eurocard: Allir skHvísir geta fengið gullkort - viðskiptabankamir ráða hjá Visa „Skilyrði þess að fá gullkort frá Eurocard eru þau að hafa veriö með almennt kort frá fyrirtækinu síðast- liðna 12 mánuði og hafa ávallt staðið í skilum," sagði Gunnar Bæringsson hjá Kreditkortum hf. „Við setjum ekki upp neina lág- marksúttektarheimild á kortunum, aðalatriðið er að fólk hafi gert upp reikninga sína á réttum tíma. Við gefum ekki upp hversu margir Júlia Imsland, DV, Höfm Flestir kannast við orðatiltækið að stela öllu steini léttara. En varla á þaö orðatiltæki við um sýslustein þeirra Austur-Skaftfellinga sem stóð á vesturmörkum sýslunnar því nú hafa fengið gullkort hjá fyrirtækinu né hversu mörgum við höfum boðið slík kort,“ sagði Gunnar. Hjá Visa ísland gegnir öðru máli. Samkvæmt upplýsingum Margrétar Ólafsdóttur, deildarstjóra hjá fyrir- tækinu, býður Visa ísland engum gullkort heldur eru það viðskipta- bankar hvers og eins sem sækja um gullkort fyrir viðskiptavini sína. Visa ísland afgreiðir síðan umsókn- segja vegfarendur, sem leið eiga um Skeiöarársand, að steinninn sá stóri og þungi sé horfmn. Hefur mönnum helst dottiö í hug að einhver ákafur steinasafnari, sem hyggst koma sér upp sýslusteinasafni, muni vera valdur að hvarfi steinsins. imar samkvæmt óskum bankanna. „Aðalreglurnar hjá okkur eru þær að fólk hafi verið með almennt kort síðastliðna 18 mánuði. Úttektar- mörkin eru 200 þúsund krónur innanlands og 5000 dollarar erlendis. Stefnan hjá okkur er sú að gullkortin verði ekki notuð innanlands heldur að þau verði fyrst og fremst til notk- unar fyrir fólk á ferðalögum erlend- is.“ Landssamband íslenskra útvegs- manna sendi á dögunum ráðamönn- um fiskmarkaðanna í Þýskalandi þrjár spurningar varðandi stjórnun á löndun skipa, hafnargjöld og tölvu- vogir á fiskmarkaðnum. Þjóðverjar hafa nú sent svar við þessum spurn- ingum. Að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar hjá Landssambandi íslenskra út- vegsmanna sögðu Þjóðverjar að þeir gætu ekki stjómað löndunum þýsku togaranna. Undanfarið hefði afli þeirra verið góður og því hefði of mikill afli borist aö á sama tíma sem verður til þess að verðið lækkar. Þetta segja þeir aö geti endurtekið sig ef vel veiðist. Varðandi löndunargjoldin voru svörin þau aö ekki stæði til að hækka þau nema ef almennar hækkanir ættu sér stað í landinu. Um það hvort tölvuvogum yrði Undanfarnar vikur hafa verið við- ræður milli Kreditkorta hf. og Visa ísland um notkunarreglur á gull- kortum. Samkvæmt upplýsingum Leifs Steins Elíssonar, aðstoðarfor- stjóra Visa ísland, er niðurstöðu af þeim viðræöum að vænta nú í vik- unni. -J.Mar komið upp á mörkuðunum sögðu Þjóðverjar að til stæði að setja bók- hald þeirra í tölvu og verið væri að kanna hvort hægt væri að tengja vogir við það kerfi. Ekkert hefði ver- ið ákveðið í þeim efnum. Vilhjálmur sagði að nýlega heföi ein kvörtun borist til Landssam- bands íslenskra útvegsmanna vegna vigtunar á þýska markaðnum. Aftur á móti væri eins og íslendingar hefðu orðið tröllatrú á tölvuvogum. Aö sögn Vilhjálms er þýski fisk- markaðurinn mjög viðkvæmur ennþá. Togarinn Bessi ÍS seldi þó fyrir sæmilegt verð í gær. Hann fékk 50,20 krónu meðalverð fyrir karfa. Afli skipsins var 157 lestir en af því magni reyndust 24 lestir vera ónýtar. Meðalverðið fyrir þann hluta sem reyndist í lagi voru 57 krónur fyrir kílóið. -S.dór Tómas Gunnarsson lögfræó- ingur hefur tekið saman lög- fræðilega greinargerð fyrir samtökin Tiörnin lifi. í greinar- gerðinni kemst Tóma9 aö þremur megmniðurstöðum. í fyrsta lagi aö þar sem engar skráðar heimildir finnist um eignarheimildir á Tjöminni verði að byggja á Vatnalögunum varð- andi eignarrétt. 1 þeim segir meðal annars að vatn9botn fylgi þeim bakka er hann sé talinn framhald af og ekki megi hrófla við botni vatnsins nema allir eig- endur þess séu því samþykkir. í öðru lagi aö samkvæmt lögum sé bannað að hrófia viö aöal- skipulagi og deiliskipulagi sem búiö sé að auglýsa, kynna og sam- þykkja. Fyrirhuguðu ráðhúsi hafi hins vegar verið skellt inn í skipulagið ári eför að það var samþykkt í þriöja lagi kemur fram aö mikiö skorö á grenndarkynningu þvi að íbúum nærliggjandi húsa hafi ekki verið kynnt ráöhús- byggingin á lögformlegan hátt. Einnig kemur frara í greinargerð* inni að náttúruverndarlög hafi veriö brotin svo og lög um þjóö- minjar. -J.Mar ,JÞað er af og frá aö ég ræöi greinargerð sera ég hef ekki séð. En frá mínun. bæjardyrura séð leíkur enginn vafi á því að borgin á rétt á því að byggja ráðhús við Tjönúna,“ sagði Magnús Óskars- son borgarlögmaður. „Þetta er einhver skammdegis- brandari aö fara allt i einu að velta því upp hver eigi Tiömina. En borgin hefur þrælskoðaö þetta mál og hún er ekki að flana að neinu. Að mínu mati er engin leið að búa til neina lögfræöiþvælu úrþessumáii.“ -J.Mar Þessi myndarlegi steinn stendui á austurmörkum sýslunnar. Steinninn, sem hvarf af vesturmörkunum, er sams konar og því engin smásmíði. DV-mynd Ragnar Imsland Austur-Skaftafellssýsla: Sýslusteinninn hovfinn Fiskmarkaðurinn í Þýskalandi: Þjóðverjar svara spurningum útvegsmanna í dag mælir Dagfari Ameríkanar í Þær fréttir berast frá Bandaríkjun- um að forsetinn geti ekki skipað menn í Hæstarétt vegna þess að þar finnist enginn með óflekkað mann- orð. Sama máh gegnir um forseta- frambjóðendur. Þar eru menn ekki fyrr búnir að tilkynna framboð sín en þeir verða að draga þau til baka vegna synda sem þeir hafa drýgt á lífsleiðinni. Nú er það nýjast aö bæði forsetaframbjóðendur og verðandi hæstaréttardómarar játa á sig maríhúananeyslu einhvern tímann í æsku og tveir forseta- frambjóðendur hafa játað á sig sama glæp og orðið að draga sig í hlé úr forsetaslagnum. Þá er þess skemmst að minnast að Gary Hart þurfti að hætta við framboð eftir að hann hafði sést með kvenmanni sem hann hafði kannski sofið hjá eða hefði getaö sofið hjá ef hann heföi viljað. Ann- ar frambjóðandi dró sig í hlé þegar upplýst var að hann hefði flutt ræðu sem áður hafði verið flutt af öðrum manni og svo var þriðji frambjóðandinn að gefast upp þeg- ar í ljós kom að einn af stuðnings- mönnum hans haföi lekið út þeirri fétt að hinn frambjóðandinn heíði flutt ræður sem annar hefði flutt. Fjölmiðlarnir velta sér upp úr þessu og árangurinn er sá að nú er ekki þverfótað í Bandaríkjunum fyrir fyrrverandi tilvonandi fram- bjóöendum, sem hafa orðið upp- vísir að syndugu atferli eins og því að hafa sést með öðrum konum en eiginkonum sínum, haldið annarra manna ræður eða kjaftað frá því sem ekki á að kjafta frá. Fjölmiðl- arnir eru auðvitað sólgnir í að heyra allar kjaftasögurnar og ávirðingarnar en bregðast svo hin- ir verstu við þegar sagt er frá því hver hefur lekið kjaftasögunum. Það má sem sagt hvorki falla fyrir freistingu, né heldur segja frá því að aðrir falli fyrir freistingum. Hvorutveggja kallar yfir viökom- andi fordæmingu og hneykslan þeirra sem ganga lengst í því að velta sér upp úr hneykslunum. Af þessu má sjá aö það er vandlif- að í Bandaríkjunum, fyrir þá sem vilja komast til valda. Ekki bætir það úr skák að það varðar líka við almennignsálitið að hafa skoðanir. Bork nokkur, sem tilnefndur var sem hæstaréttardómari og enginn gat fundið út að hafi reykt hass eða sofið hjá öðrum konum en eigin- konu sinni, né heldur lekið kjafta- sögum, var felldur á þinginu fyrir að hafa skoðanir á málum sem hann hafði dæmt. Nú er svo komið að menn mega ekki vera breyskir í æsku, ekki veikir fyrir konum, ekki halda ræður annarra manna og ekki segja frá því að aðrir menn hafi haldið ræður annarra manna. Þeir mega heldur ekki hafa skoðanir sem öðrum er illa við. Þá eru þeir samstundis útskúfaðir frá völdum og mannvirðingum í þessu guðs vanda heilaga og syndlausa landi. Enda er nú leitun á mönnum sem þora að gefa kost á sér til kosninga af ótta við að pressan grafi upp æsku- brek og víxlspor í prívatlífinu sem þeir hafa sjálfir gleymt og grafið. í hvert skipti sem einhver er nefnd- ur sem álitlegur frambjóðandi og sá hinn sami afþakkar heiðurinn og framboðið segir pressan aha og lítur á það sem viöurkenningu á aö maðurinn viti upp á sig ein- hverja sök. Nú er það flestum ljóst að þeir eru fáir og af síðustu sort sem ekki hafa einhvern tímann á ævi sinni fallið fyrir freistingu. Þó ekki væri nema að skrökva eða svindla sér í bíó sem er bannað börnum. Skárri væri það nú auminginn sem heföi mannoröiö svo óflekkaö að hann þurfi ekki á syndakvittun aö halda. En það er alveg greinilegt að Bandaríkjamenn hafa ákveðið að fela engum trúnaðarstörf nema lið- leskjum og englabörnum. Næsti forseti Bandaríkjanna verður sennilega svo hvítþveginn og full- kominn að það verður álitamál hvort hann yrði ekki hæfari sem páfi eða postuli í stað þess að feta í fótspor Kennedys Nixons og Reag- ans sem flinkastir hafa verið í því að gera það sem ekki má. Hvað mundi verða um íslenska stjórnmálamenn og hæstaréttar- dómara ef þeir þyrftu að skrifta fyrir þjóðinni um syndir sínar áður en þeir brjótast til metorða? Vonandi kemst íslenskt siðferði aldrei á það stig að bannfæra frammámenn sína fyrir að vera mennska. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.