Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1987, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987. 7 Einu framleiðendur LEÐURLUX TM-HÚSGÖGN Síðumúla 30, sími 68-68-22. I og spariö allt ad 70% Leðurlux er hús- gagnaklæðning sem nýtur sívaxandi vin- sælda. Efnið er ofið úr bómull og akrýl, með mjög sterkri þekju úr polyurethan. Til samans mynda þessi efni nýtt og sterkt klæðningarefni með marga af bestu eiginleikum leðurs. Atvinnumál Fisícmarkaðuriim Ingólfur Stefánsson millj. kr. Meöalverö var 57 kr. Verð á þorski var 57,45 kr„ meðalverð á ýsu 71,13 kr. Síðan 4. nóv. hefur verið seldur fiskur úr gámum, alls 764 lestir, fyrir 39 millj. kr„ meöalverð 63,96 kr. í Bremerhaven landaöi bv. Bessi og seldi alls 156 lestir fyrir 7,8 millj. kr.; meðalverð 59,41 kr. London í lok október gerði eitthvert versta veður sem elstu menn muna. Hafði það þær afleiðingar að ekki barst á markaðinn á Billingate eins mikið af fiski og búist var við. Sérstaklega var vöntun á makríl og er skýringin á því sennilega sú að nýlega náðist samkomulag um verð til hinna svo- nefndu klondæk-fiskimanna en svo eru þeir nefndir sem selja veiði sína til austantjalds-verksmiðjuskipa. Verðið var ákveðið um mánaðamót okt.-nóv. og fá þeir 115 pund fyrir lestina. Menn eru að gera ráð fyrir því að þessi sala austur geti haft veruleg áhrif til hækkunar á makríl. Sá makríll, sem seldur er til verk- smiðjuskipanna, er talinn fara í niðursuðuverksmiðjur í austantjald- slöndunum. Upp úr mánaðamótunum lifnaöi vel yfir markaðnum. Hafði verið ágætis veður í nokkra daga og mikið barst á markaöinn af góðum fiski. Margir voru á markaðnum til inn- kaupa svo verðið var gott þrátt fyrir mikið framboð. Mikið var af góðum laxi frá Shet- landseyjum, þó sérstaklega þeim stærri. Enn fremur var á boðstólum norskur lax og var hann einnig óaö- finnanlegur. Talið er aö framleiðsla á skoskum laxi verði í ár 15.000 lestir en ráðgert er að framleiðsla næsta árs verði 22-23.000 lestir. Mikið hefur borist á markaðinn af stórlúöu og eru menn ekki alveg vissir um hvaðan hún öll hefur komið. Til Billingate kemur hún frá Færeyjum. Miklu hefur veriö landað af stórlúðu í Peterhead að undanförnu og mun hún fiutt þaðan til London. Verð á laxi hefur verið frá 270 kr. fyrir 2-3 kg en fyrir stærsta laxinn hefur verðið veriö 410 kr. kílóiö. Verðið á reyktum laxi er frá 945 til 1235 kr. kílóið. Hausaöur þorskur er á 178 kr. kg, ufsi 113 kr. kg, ýsa 170 kr. kg, karfi 94 kr. kílóið, skötubörð 190 kr. og skötuselshalar 432 kr. kíló- iö. Aberdeen í Fishing News er sagt frá því að íslenskur íiskur hafi borist til Aberdeen en fiskvöntun var þar í sumar og haust. Vonast fiskkaup- menn eftir því að íslenskur fiskur haldi áfram að berast þangað. Gott verð á breska markaðnum Hull Bv. Sunnutindur seldi afla sinn 4. nóv„ alls 125,8 lestir, fyrir 8,4 millj. kr. Meðalverð á þorski var 70,63 kr. Meðalverð á ýsu var 75,28 kr„ grá- lúðu 60,15 kr. en aðrar tegundir voru á lægra verði. Bv. Björgvin seldi afla sinn 9. nóv„ alls 143 lestir, fyrir 8 Skotar sækja sig i laxeldinu og ætla að framleiða 22-23.000 tonn á næsta ári. Diisseldorf í Fiskaren frá 28. október er sagt frá verði á fiski í stórmörkuðum í Dusseldorf. Verðið er miðað við 100 gramma pakkningar. Niðurskorinn þorskur var á 41,50 kr„ ufsaflök 42,50 kr„ karfaflök 47,85 kr„ sólkoli 125 kr., lúða 88 kr„ þorskur í heilu stykki 42,50 kr„ rauðspretta 51 kr„ norskur, skoskur og írskur lax 211 kr„ reyktur lax í sneiðum 277 kr„ graflax 309 kr. og síld, hvert stykki, 19 kr. Annars er allt verð miðað við 100 gr. Kanada í ágústbyrjun lágu 4 verksmiðju- skip frá Rússlandi fyrir utan höfnina Yarmood á suðvesturströnd Nova Scotia. Ætlunin var að þau keyptu síld af kanadískum skipum sem stun- duðu veiðar um þetta leyti. Verðið var 180 Kanadadollarar fyrir lestina en hafði verið á síðasta ári 250 Kanadadollarar fyrir lestina. Fljót- lega fóru 3 af þessum skipum af miðunum vegna aflabrests. Alls voru veiddar 700 lestir af hrognfullri síld sem Rússar fengu að mestu leyti. Miðsvæðis á rólegum stað í borginni. 100 glæsileg herbergi með stórnm þægilegum rúmum. ■Hentug samliggjandi herbergi fyrir 'tyskyldur. Masjónvarp, minibar og ..drþijrrka á hverju herbergi. - Verið velkomin. * "jf* | Sigtúm -38, 105 Reykjavik Sími (91) 689000 - stærsti laxinn á yfir 400 krónur kílóið Grimsby Bv. Guðfinna Steinsdóttir seldi afla sinn 10. nóv„ alls 60,9 lestir, fyrir 4,5 millj. kr. Sama dag seldi bv. Sindri alls 97 lestir fyrir 5,9 millj. kr. Hjá Guðfinnu Steinsdóttur var þorskur seldur á 83,97 kr. að meðaltali en hjá Sindra var meðalverð á þorski 62,54 kr. A HEIMSVISU húsgagna á islandi OPIÐ ALIAR HELGAR Landsins stærsta úrval af bólstr- uðum húsgögnum: Hornsófar - Sófasett - Svefn- sófar - Hvíldarstólar. Margir litir - Góð húsgögn - Gott verð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.