Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1987, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987. Utlönd Der Spieget - hin eiginlega stjómavandstaða V-Þýskalands? Útgefandi v-þýska tímaritsins Der Spiegel, sem afhjúpað hefur hvert hneykslismálið á fætur öðru, kallar blað- ið hina eiginlegu stjórnarandstöðu V-Þýskalands. Fréttin um kosningahneykslið í Schleswig-Holstein, sem tímaritið birti fyrst allra, hefur styrkt stöðu þess sem gagnrýnanda. Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmaxmahöfia: Á hverjum mánudegi tilkynna símadömur í stjómarbyggingum í Bonn með ákveðinni rödd að stjórnmálamenn og embættismenn sitji á fundi. Kannski eru þeir á fundi en öllu líklegra þykir að þeir sitji og lesi nýjasta hefti tímaritsins Der Spiegel. Stærsta alvarlega þenkjandi fréttablað í Evrópu er bæði elskað og hatað. Maður getur neitaö að tala við blaðið, saksótt það eða gagnrýnt blaðamennsku þess en alls ekki komist hjá því aö lesa það. Með kosningahneyksbnu í Schleswig-Holstein nú nýlega hef- ur blaðið enn á ný styrkt stöðu sína sem miskunnarlaus gagnrýnandi alls sem gerist meðal ráðamanna sambandslýðveldisins. Tuttugu og einn blaðamaður vann við að rannsaka ásakanir á hendur Uwe Barschel, forsætisráðherra Schles- wig-Holstein, um að hafa notað Ijósfælnar aðferðir til að sverta mótherjann Björn Engholm. Úr- sUtin urðu hið fræga hneykslismál sem birtist fyrst á síðum Der Spieg- el 14. september síðastliðinn. Stjórnarandstaða Útgefandi og stofnandi blaðsins, Rudolf Augstein, kallar blaðið, sem kemur út í 1,1 milljón eintaka, hvorki meira né minna en hina eig- inlegu stjómarandstöðu V-Þýsk- lands og sóknarbrodd lýðræðisins. Viö íjörutíu ára afmæU blaðsins, sem haldið var upp á í heimaborg- inni, Hamborg, 21. september síðastliðinn, sagði Augstein að hann hefði nú skotið bandaríska tímaritinu Time ref fyrir rass. „Ég vil meina að aldrei hafi Time haft jafnmikil áhrif í Bandaríkjunum og Spiegel hefur nú í sambandslýð- veldinu." Metnaðargirnin er ekki kostnað- arlaus. í skjalasafni blaðsins eru í dag átján milljónir úrklippur og þijátíu þúsund bækur. Sérstök skjaladeild hefur yfir hundrað manns í vinnu við að aðstoða hina tvö hundruð blaðamenn er skrifa í Der Spiegel. Sérstök lögfræðideild les aUar greinar áður en þær fara í prentun. Gegn „tékkheftisblaða- mennsku" Blaðið tekur afstöðu gegn öUum öðrum íjölmiðlum í V-Þýskalandi. Það á sérstaklega við um hina svo- kölluðu „tékkheftisblaða- mennsku“ sem fékk tímaritið Stem tíl að borga tíu mUljónir marka fyrir falsaðar dagbækur Hitlers og yfir hundrað þúsund mörk fyrir söguna um flugmanninn Matthias Rust sem lenti nálægt Rauða torg- inu. Der Spiegel þykir einnig setja mörkin skýrt og greinUega það sem það eitt blaða birti ekki myndina af Uwe Barschel dauðum í baðker- inu. Þrátt fyrir það losnar Der Spiegel ekki við þann orðróm að það eltí. upp safaríka frétt hvað sem það kostar. Aumur blettur Þannig hefur Theo Sommer, einn virtasti blaðamaður V-Þýskalands frá blaðinu Die Zeit, gagnrýnt blaðamennskuaðferðir Der Spieg- el. Sú gagnrýni hefur hitt á auman blett. Hann spyr' tU dæmis hvers vegna fréttin um kosningaaðferð Uwe Barschel hafi komið fram ein- mitt tveimur dögum fyrir kosning- amar. Hvers vegna fékk Barschel ekki tækifæri til að lesa greinamar um sig og gefa út áUt sitt á þeim áður en þær fóru í prentun? Af hverju athugaði maður ekki betur fortíð Reiners Pfeiffer sem var að- alheimUdarmaður blaðsins í þessu máli? Theo Sommer ályktar þó að Der Spiegel hafi gert sambandslýð- veldinu greiða með uppljóstranum sínum. Og þannig hefur það verið í hvert sinn sem hulunni hefur verið svipt af hneykslismáli. Kannski er blaðið ekki fullkomlega trúverðugt, kannski frekar einsýnt, og eins gæti forrannsókn greinanna verið vandaðri. En blaðið er lesið og það rækUega. Lifað á hneykslismálum Frá stofnun Der Spiegel hefur blaðið nær lifað á hneyksUsmálum og hafa ófá þeirra hrist upp í hinu vestur-þýska þjóðfélagi. Hefur Der Spiegel var eina blaðið í V- Þýskalandi sem ekki birti mynd af Uwe Barschel, forsætisráðherra Schleswig-Holstein, dauðum í baðkerinu. Þrátt fyrir það losnar Der Spiegel ekki við þann orðróm að það elti uppi safarika frétt hvað sem það kostar. Simamynd Reuter blaðið títt sprengt ramma blaða- mennskunnar með rannsóknar- blaðamennsku sinni. Árið 1950 kom Der Spiegel upp um mútumál þar sem v-þýskum stjórnmála- mönnum var mútað tU að greiða atkvæði með Frankfurt en ekki Bonn sem höfuðborg landsins. Tveimur árum seinna greindi blað- ið frá því að náinn samstarfsmaður Konrads Adenauer í Austur-Þýska- landi væri í nánum tengslum viö frönsku leyniþjónustuna. Adenau- er hataöi blaðið og vUdi ekkert af því vita. Strauss uppáhaldsfórnar- lamb Árið 1962 varð Franz Josef Strauss, forsætisráðherra Bayern, að segja af sér sem varnarmálaráð- herra eftir að hafa fyrirskipað lögreglurassíu á ritstjórn Der Spi- egel. Túlkaði Strauss gagnrýna grein um Natóæfingu sem land- ráðastarfsemi og kostaði það Rudolf Augstein hundrað og þrjá daga í fangelsi. Fylgdu áralöng slagsmál við Strauss í kjölfarið inn- an og utan réttarsalanna. Hefur Strauss alla tíð síðan verið uppá- haldsfómarlamb Der Spiegel. Eftir Strauss kom afhjúpunin á milljónastyrk Flick-samsteypunn- ar til stjórnmálaflokkanna í Bonn auk hneykshsmálsins í kringum byggingarfyrirtækið Neue Heimat sem á að sök að hafa svikið út millj- ónir marka. Á rústum annars tímarits Der Spiegel kom eins og áður sagði fyrst út í janúar 1947 á rústum annars tímarits sem ungur majór í breska hemum haföi stofnað strax eftir stríð. Það blaö fór reynd- ar á hausinn en einn blaðamann- anna, Rudolf Augstein, keypti útgáfuréttindin og gaf tímaritinu nafnið Der Spiegel. Hann hafði dreymt um að verða leikritahöf- undur en lagði þess í stað grun- dvöllinn að litríkum kafla Qölmiðlasögunnar. í Þýskalandi eftirstríðsáranna var þörf fyrir tímarit sem þorði að rýna í kjölinn og lyfta hulunni af ýmsum málum. Þegar árið 1950 náði upplagið hundrað þúsund eintökum og síð- an hefur eintökunum fiölgað jafnt og þétt. Sakað um vinstri stefnu Vegna fiölda stórmála hefur Der Spiegel fengið orð á sig fyrir að vera vinstri sinnað og það þrátt fyrir að hin þrjú hundruö síðna skrudda sé full af auglýsingum er höfða til lesenda sem ekki þurfa að éta hafragraut í fleiri mánuði þótt keyptur sé nýr Mercedes Benz. Rudol Augstein hefur skýrt stefnu blaðsins á eftirfarandi hátt. „Við erum og verðum fijálslyndir en í vafaatriðum þó til vinstri." Eftir Barschelmálið hefur Der Spiegel enn á ný verið sakað um að ganga erinda vinstri manna en Augstein vísar þeim ásökunum á bug og seg- ir þær löngu úreltar. Á móti og sjaldan með Aðalreglan þykir sú að Der Spieg- el er á móti og sjaldan með. Blaðið studdi þó ákaft stefnu Willys Brandt gagnvart austantjaldslönd- unum og almennt samsteypu- stjómir Brandts og Helmuts Schmidt. Það var einmitt á þeim tíma að blaðið varð fyrir stöðnun og það var ekki fyrr en blaðið komst aftur í andstöðu aö það ávann styrk sinn á ný. Núverandi stefna Der Spiegel, sem nýlega afhjúpaði stærsta hneykslismáhð í V-Þýskalandi til þessa, mun áfram einkenna blaðið. Rudolf Augstein segir: „Der Spiegel þarf ekki að spyrja sjálft sig hvern- ig það á að umgangast sfiómmála- menn í framtíðinni. Það mun blaðið gera á ábyrgan hátt og þá einnig taka tillit til mannlegs veikleika. Það eru frekar stjórnmálamenn- irnir sem verða að spyija sig sjálfir hvort þeir nú einnig í framtíðinni gefa Der Spiegel og öðrum fiölmiðl- um möguleika á að festa þá i gapastokknum fyrir það sem þeir í raun eru, tillitslausir valda- og metnaðarsjúklingar.“ Því verður Der Spiegel grannt lesið næsta mánudag í Bonn sem annars staðar í V-Þýskalandi og víða annars staðar. Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Halldór Valdimarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.