Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1987, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Helmingafélag hrökk íkút Viðbrögð formanna stóru hagsmunaflokkanna tveggja við auknu frelsi til útflutnings eru skiljanleg. Einhverjir hinna sex nýju aðila í útflutningi freðfisks til Bandaríkjanna gætu náð betri árangri en einokunar- fyrirtæki Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins. Engum kemur á óvart, að Framsóknarflokkurinn skuli gæta hagsmuna Sambands íslenzkra samvinnufé- laga. Það hefur hingað til verið og verður áfram aðal- verkefni flokksins. Og uppákoman í Útvegsbankasöl- unni rifjaði upp gamalkunna stöðu Sjálfstæðisflokksins. Fyrr á árum voru hinar tiltölulega tíðu ríkisstjórnir Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks kallaðar helminga- skiptastjórnir vegna þeirrar áráttu að misnota óhóflegt ríkisvald til að hygla Sambandinu annars vegar og nokkrum gælufyrirtækjum í Reykjavík hins vegar. í núverandi þríhyrningsstjórn hefur viðskiptaráð- herra Alþýðuflokksins á skömmum tíma lent tvisvar milli þessara öflugu hagsmunaafla, sem stundum keppa og stundum starfa saman. í Útvegsbankamálinu kepptu þau, en í nýja freðfiskmálinu vinna þau saman. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra fór sem gæzlumað- ur almannahagsmuna halloka í Útvegsbankamálinu. Þar skar hann ekki á hnútinn, svo að bankinn er enn óseldur og selzt tæplega fyrir svipaðar upphæðir og boðnar voru í slag Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. í freðfiskmálinu hefur Jón hins vegar gætt almanna- hagsmuna. Hann hefur þar dregið úr ríkisafskiptum í atvinnulífinu, hvatt til flutnings viðskiptahæfileika frá innflutningi til útflutnings og stofnað til aukinnar fjöl- breytni í framboði íslenzkra útflutningsafurða. Fyrirtækin sex, sem fengu tímabundna undanþágu til að selja freðfisk til Bandaríkjanna, hafa flest, ef ekki öll, unnið sér sess í útflutningi annarra fiskafurða. Þau hafa tekið þátt í að opna nýja markaði á nýjum stöðum fyrir nýjar afurðir. Þau eru þáttur í vaxtarbroddinum. Þegar fyrirtækjum hefur verið treyst fyrir frjálsum útflutningi margs konar sjávarafurða til Evrópu og Jap- an og það með góðum árangri, er orðið tímabært að leyfa þeim að spreyta sig á freðfiski í Bandaríkjunum, í þágu íslenzkra almannahagsmuna, ekki sérhagsmuna. Athyglisvert er, að formaður þess stjórnmálaflokks, sem löngum hefur þótzt vera flokkur einkaframtaksins og stundum hefur gælt við frjálshyggju, skuli sem for- sætisráðherra snúast gegn framtaki viðskiptaráðherra og afgreiða það sem eins konar skort á mannasiðum. Einnig er athyglisvert, að formaður stjórnmálaflokks Sambandsins skuh nú sem utanríkisráðherra vara fyrir- tækin sex við að nota hið nýfengna frelsi, því að hann muni taka við utanríkisviðskiptunum eftir nokkrar vik- ur og hugsanlega afturkalla þetta verzlunarfrelsi. Viðskiptaráðherra vakti í september athygli forsæt- is-, utanríkis- og sjávarútvegsráðherra á fyrirætlunum sínum. Auk þess eru hin veittu leyfi tímabundin. Þann- ig hefur hann gefið stjórnmálaflokkum hagsmunaafl- anna gott og nægilegt tækifæri til áhrifa á gang mála. í freðfiskmálinu eru helmingaskiptaflokkarnir tveir að venju að gæta annarlegra sérhagsmuna. Fólk áttar sig ef til vih ekki á þessu, því að helmingaskiptin í freð- Iskútflutningi eru í senn gamalgróin og klædd marg- ivældu kenningakerfi um snihd einokunarfyrirtækja. Hávaðinn í freðfiskmálinu sýnir, að helmingafélagið íefur hrokkið í kút, eins og skiljanlegt er, þegar fram- tíð og fortíð takast á. Og máttur fortíðarinnar er mikill. Jónas Kristjánsson Matarskattur kemur til með að hækka framfærsluvísitöluna" segir greinarhöfundur m.a Enga þjóðar- sátt um matarskatt Að undanfórnu hefur talsverð um- ræða átt sér stað um sk. þjóðarsátt. Þessi umræða jókst að vonum verulega í kjölfar þings Verka- mannasambandsins nú nýlega. Frestunin Þjóðarsáttarhugmyndin er byggð að verulegu leyti á þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fresta í tvo mánuði álagningu söluskatts á þau matvæli sem enn eru undanþegin honum. Ákvörðun ríkisstjórnar- innar virðist byggjast á því að ríkisstjórnin telur sig hafa vilyrði einhverra fyrir því að gerðir verði „skynsamlegir kjarasamningar". Ríkistjórnin hefur ekki fallið frá þeirri ákvörðun að leggja söluskatt á matvæli og því finnst mér með ólíkindum að nokkurt verkalýðs- félag eða samband sé tilbúið að ganga til viðræöna við ríkisstjórn- ina á hennar forsendum þar sem enn hefur ekki verið ákveðið að hætta alfarið við álagningu matar- skatts. Engin rök Minna má á að afnám söluskatts á matvælum haustið 1978 er viður- kennd ein mesta kjarabót sem láglaunamenn hafa fengið. Mér frnnst engin þau rök hafa komið fram sem réttlæta matar- skattinn. Fjármálaráðherra og fleiri hafa haft mörg orð um ein- fóldun kerfis og skOvirkari inn- heimtu á söluskattinum verði allar undanþágur felldar niður. Með þessu er að vissu marki verið að gefa í skyn að undandráttur á sölu- skatti eigi sér einkum stað í matvöruversluninni. Þama tel ég um mikinn og raunar alvarlegan misskOning að ræða, sé þessi ágisk- un mín rétt. Ég tel að mestur undandráttur undan sölskatti og raunar öðram sköttum eigi sér stað í hinum ýmsu þjónustugreinum KjaUarinn Hansína Á. Stefánsdóttir starfsmaður Verslunar- félags Árnessýslu þar sem nótulausu viðskiptin, sem flestir þekkja af eigin raun, eiga sér stað. Því þætti mér stórmannlegra ef ráðamenn snera sér að því aö uppræta slík skattsvik fremur en leggja söluskatt á matvöru. Það er öllum ljóst að matarskatturinn bitnar mest á þeim sem lægst hafa launin og þeim sem flesta munnana þurfa að metta. Aðeins stjórntæki En matarskatturinn hefur víðar áhrif. Hvað um skuldum vafna húsbyggjendur? Matarskatturinn kemur tO meö að hækka fram- færsluvísitöluna og þ.a.l. láns- kjaravísitöluna og um leið lánin. Ekki er nokkur leiö að gera sér grein fyrir hversu háar upphæðir er þarna um að ræða en víst er aö þær skipta hundruðum milljóna. Við höfum áralanga reynslu af því að ráðstafanir stjórnvalda til að vega upp hækkanir á ýmsu eru oft harla léttvægar. Niðurgreiðslur á landbúnaðarvörum, bamabætur o.fl. er aöeins stjórntæki í höndum þeirra sem völdin hafa hverju sinni. Það er ekki hægt aö treysta á að slíkar ráðstafanir haldi. Kjarasamningar aðOdarfélaga ASÍ eru lausir um næstu áramót. Samböndin og félögin undirbúa nú kröfugerð og víðtæk umræða á sér stað. Við hljótum að krefjast þess að ríkisstjórnin stígi skrefið til fulls og hætti. við frekari áform um að leggja söluskatt á matvæli og af nemi jafnframt þær álögur sem tóku gildi 1. ágúst sl. Verkalýðs- hreyfingin stóð við sinn hluta síðustu samninga; þaö voru aðrir sem bragðust. Við getum ekki sætt okkur við að láglaunafólkinu skuli ætlað að greiða niður halla ríkis- sjóðs. í komandi kjarasamningum hljóta öll félögin og samböndin að leggja höfuðáherslu á tryggingu kaupmáttar og hækkanir taxta- kaups, samhliða því að yfirborgan- ir komi inn í taxtana. Við erum ekki til viðræðu um neina þjóðarsátt sem felur í sér matarskatt. Hansína Á Stefánsdóttir „Minna má á að afnám söluskatts á matvælum haustið 1978 er viðurkennd ein mesta kjarabót sem láglaunamenn hafa fengið.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.